Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991
Raunverðslækkun raforku frá Landsvirkjun:
Breytíngar á forsend-
um og verðlagsaðhald
JÓHANNES Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir að
ástæðan fyrir því að raunverð raforku frá Landsvirkjun hafi lækkað
meira en langtímaáætlanir hafi gert ráð fyrir séu meðal annars
þær, að verðlagsforsendur hafi breyst og verðbólga orðið meiri en
verðlagsákvarðanir stjórnar fyrirtækisins hafi gert ráð fyrir, og
einnig að stjórnin hafi haldið að sér höndum með verðhækkanir
undanfarið eitt og hálft ár vegna aðhalds í verðlags- og launamálum.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hefur það verið
stefna Landsvirkjunar frá árinu
1986 að lækka raunverð raforku
til almenningsveitna um 3% að jafn-
aði á ári, en árleg raunverðslækkun
hefur hins vegar orðið 5,5% á
þessu tímabili.
var, þá var það augljóst mál að
önnur hækkun þyrfti að koma síðar
á árinu. Um það hefur hins vegar
ekki verið tekin nein ákvörðun, og
engin tillaga um hækkun liggur
fyrir hjá stjóm Landsvirkjunar,"
sagði Jóhannes.
Frá aðalfundi íslenskra sjávarafurða hf. í Sambandshúsinu á Kirkjusandi í gær.
„Svona gerist auðvitað vegna
samspils á milli ákvarðana um verð-
hækkanir og verðlagsbreytinga, en
auðvitað hafa ekki verið teknar
beinar ákvarðanir um að lækka
raunverðið eins mikið og gerst hef-
ur. Stundum hefur þetta gerst
vegna þess að verðbólga hefur orð-
ið meiri heldur en gert var ráð fyrir
í forsendum, en einnig hefur þrð
gerst vegna þess að við höfum hald-
ið að okkur höndum vegna að-
stæðna í verðlagsmálum, til dæmis
vegna þess að þrýst hefur verið á
út af þjóðarsátt eða öðru slíku,“
sagði Jóhannes Nordal.
Hann sagði að stjórn Landsvirkj-
unar hefði tekið þá ákvörðun að
hækka gjaldskrá fyrirtækisins að-
eins um 5% 1. janúar síðastliðinn,
þegar Þjóðhagsstofnun hafði mælt
með 8-9% hækkun, vegna þess að
það hafi verið talið nauðsynlegt
fyrst og fremst vegna þjóðarsáttar-
innar. „Menn sáu hvert stefndi fyr-
ir síðustu áramót, en sú ákvörðun
var tekin að hækka ekki meira en
þá var gert. Þar sem sú hækkun
var lægri heldur en nauðsynlegt
Sjávarafurðadeild Sambandsins:
Heildarútflutningsverð-
mæti 11,3 milljarðar í fyrra
Hagnaðurinn samtals 269 milljónir
VERÐMÆTI alls útflutnings sjávarafurðadeildar Sambandsins nam
11,316 milljörðum króna að cif-verðmæti árið 1990, samanborið við
9,992 milljarða árið 1989. Aukningin nemur því 1,324 milljörðum, eða
13,3%. Hagnaður sjávarafurðadeildar var 64,2 milljónir króna árið
1990, hagnaður Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum 212 milljón-
ir og hagnaður Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi 11,5 milljónir. Útvegs-
mannafélag samvinnumanna tapaði hins vegar 18,4 milljónum króna
vegna gjaldþrots fyrirtækja. Hagnaðurinn var þvi samtals 269,3 miiy-
ónir króna í fyrra en hagnaður I.S.C. og I.S.L. er reiknaður miðað
við meðalgengi bandaríkjadals og sterlingspunds á árinu 1990. Þetta
kom fram á aðalfundi Islenskra sjávarafurða hf. í gær en fyrirtækið
tók við af sjávarafurðadeiid Sambandsins um síðustu áramót.
Hermann Hansson, kaupfélags- inga á Höfn í Hornafirði, var kosinn
stjóri Kaupfélags Austur-Skaftfell- stjómarformaður íslenskra sjávar-
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra:
Aðalatriðið er að fyrirtækin
hafi tækifæri til að hagnast
„AÐALATRIÐIÐ er að sjávarút-
vegsfyrirtæki hafi tækifæri til
að hagnast, þannig að þau geti
rutt nýjar brautir og bætt lífsaf-
komu þjóðarinnar," sagði Þor-
steinn Pálsson á aðalfundi ís-
lenskra sjávarafurða hf. í Sam-
bandshúsinu á Kirkjusandi í gær.
Þorsteinn Pálsson sagði einnig í
ræðu sinni að í greinargerðum
þeirra, sem stóðu að þjóðarsáttar-
samningunum, hefði verið varað við
skyndilegum ákvörðunum varðandi
Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.
Þorsteinn sagðist ætla að taka fullt
tillit til þessara aðvarana. Sjálfur
væri hann þeirrar skoðunar að þeg-
ar til lengri tíma sé Iitið ættu fyrir-
tækin sjálf að ákveða hvenær þau
legðu fyrir. „Við verðum að horfa
fram á við og huga jafnframt að
verðmyndun fisks í landinu og ég
álít að við eigum að stuðla að minni
ríkisafskiptum í þeim efnum."
Þorsteinn sagði að ekki hefði
verið eytt löngum tíma í að skrifa
stjómarsáttmála. „Við ætlum á
hinn bóginn að undirbúa og gefa
út verkefnaáætlun ríkisstjómarinn-
ar á einstökum sviðum og gefin
verður út stefnumörkun í sjávarút-
vegi þegar hún verður tilbúin.“
Hann sagði að eitt af mikilvæg-
ustu verkefnunum væri híndrunar-
laus aðgangur fyrir sjávarafurðir
okkar inn á Evrópumarkaðinn. „Við
ætlum hins vegar ekki að hleypa
útlendingum í fiskimið okkar,“ full-
yrti Þorsteinn. Hann sagði að ef
viðunandi árangur- næðist ekki í
samningaviðræðum á næstunni
gætum við ekki gerst aðilar að
Evrópsku efnahagssvæði (EES) en
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
lenskra sjávarafurða hf. í gær.
þyrftum þá að sækja okkar mál
eftir öðrum leiðum.
Þorsteinn sagði að mikið hefði
verið fjallað um fyrirkomulag á
stjómun fískveiða en núverandi
kerfí væri það, sem mest sátt hefði
tekist um. Ríkisstjórnin vildi hins
vegar endurskoða og endurmeta
skipan þessara mála, eins og núver-
andi lög gerðu reyndar ráð fyrir.
„Ætlunin er hins vegar ekki að
skipta um kerfi annað eða þríðja
hvert ár. Sjávarútvegurinn verður
að byggja á því kerfi, sem nú er.
Þetta kerfi er þó ekki gallalaust og
við verðum að þróa það og sníða
af því gallana," fullyrti Þorsteinn.
Hann sagði að fískimiðin væra
Morgunblaðið/KGA
ræðustól á aðalfundi ís-
sameign þjóðarinnar og hugsanlega
yrði að binda þennan sameiginlega
rétt í stjómarskrá. „Ég er andvígur
því að stjóma veiðum með skatt-
heimtu eða uppboði á veiðileyfum.
Það þarf að meta atriði eins og að
fækka fiskiskipum og vemda físki-
stofnana og ákvarðanir þarf að taka
á grandvelli sem bestra vísindalegra
rannsókna. Bæta þarf aðstöðu físki-
fræðinga og efla Hafrannsókna-
stofnun," sagði Þorsteinn.
„Forveri minn hefur mótað skyn-
samlega stefnu í hvalveiðum og ég
mun kappkosta að fylgja þeirri
stefnu. Við verðum að meta hvort
við eigum samleið með öðrum þjóð-
um í Alþjóðahvalveiðiráðinu."
afurða hf. í stað Tryggva Finnsson-
ar framkvæmdastjóra Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur hf. Einar Svansson,
framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðár-
króks hf., var kosinn aðalmaður í
stjóm en Friðrik Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Tanga hf. á
Vopnafírði, var kosinn varamaður.
Islenskar sjávarafurðir hf. voru
stofnaðar 14. desember í fyrra og
fyrirtækið tók við starfsemi sjávar-
afurðadeildar Sambandsins, til
dæmis útflutningi á frystum og
ferskum sjávarafurðum, vöruþróun
og tækniaðstoð við framleiðendur.
SAFF, sem starfað hefur frá árinu
1969 sem rekstraraðili að sjávaraf-
urðadeild, hætti starfsemi um ára-
mótin þegar íslenskar sjávarafurðir
hf. tóku við af sjávarafurðadeild.
Hið nýja fyrirtæki yfírtók meiri-
hlutaeign Sambandsins í Iceland
Seafood Corp. í Bandaríkjunum og
Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi.
Fyrirtækið keypti einnig eignarhluti
Sambandsins í frystihúsum og Út-
vegsfélagi Samvinnumanna.
Heildarveltan 11,8
milljarðar í fyrra
Heildarvelta sjávarafurðadeildar
var um 11,8 milljarðar króna árið
1990 en var um 10,5 milljarðar
árið áður. Breytingin er 12,5%. Þá
er ekki meðtalinn útflutningur á
saltfíski, sem að venju fór fram í
gegnum Samband íslenskra físk-
framleiðenda (SÍFj. Fiskvinnslu-
stöðvar tengdar sjávarafurðadeild
fluttu út 7.496 tonn af saltfiski
fyrir 1.542 milljónir króna árið 1990
en 9.707 tonn fyrir 1.643 milljónir
króna árið 1989. Magnið minnkaði
því um 23% en verðmætið um 6,1%.
Framleiðendur sjávarafurða-
deildar framleiddu samtals 49.250
tonn af frystum sjávarafurðum í
fyrra á móti 50.660 tonnum árið
áður. Samdrátturinn nemur 1.410
tonnum, eða 2,8%. Á árinu 1990
flutti sjávarafurðadeild út 49.110
tonn af öllum frystum sjávarfurð-
um, samanborið við 53.720 tonn
árið 1989. Útflutt magn dróst því
saman um 4.610 tonn, eða 8,6%.
Úflutningur annarra afurða en
frystra nam 5.185 tonnum á móti
8.260 tonnum árið 1989. Hér er
um að ræða skreið, mjöl, söltuð
hrogn, ferskan lax og ferskan físk.
Iceland Seafood Corporation í
Bandaríkjunum seldi fyrir 138,1
milljón Bandaríkjadala í fyrra en
132,7 milljónir dala árið 1989. Sal-
an jókst því um 4% á milli áranna
1989 og 1990, talið í dolluram. Á
sama tíma minnkaði selt magn um
5,1 milljón punda (2.300 tonn); eða
6%, sem rekja má til nokkuð minnk-
andi sölu fískrétta og minna fram-
boðs af frystum flökum frá íslandi.
Um 46% verðmætisaukning
hjá Iceland Seafood Ltd.
Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi
seldi fyrir 64,6 milljónir sterlings-
punda í fyrra en 44,2 milljónir
punda árið 1989. Aukningin er 46%
á milli áranna í sterlingspundum.
Magnaukningin varð hins vegar
15% og því ljóst að verðmæti afurð-
anna hækkaði mikið á árinu 1990.
í fyrra var hlutdeild sjávaraf-
urðadeildar í vöruútflutningi lands-
manna 15,1%, miðað við fob-verð-
mæti útflutnings, en 18,3% árið
1986. Landsmenn juku útflutning
sinn á frystum botnfiskafurðum um
0,4% á síðastliðnu ári, miðað við
magn, en á sama tíma dróst útflutn-
ingur sjávarafurðadeildar saman
um 11%. Á árinu 1990 jókst heildar-
útflutningur landsmanna í krónum
talinn um 15,7% og útflutningur
landsmanna af sjávarafurðum um
15,1%, miðað við fob-verðmæti.
Árið 1990 vora frystar afurðir
93% af veltu sjávarafurðadeildar,
árið 1989 91%, árið 1988 92%, árið
1987 88% og 1986 90%. Rækju-
frysting jókst um tæp 600 tonn í
fyrra, eða 34%. SAFF-frystihúsin
frystu samtals 39.070 tonn af
þorski, ýsu, karfa, ufsa og grálúðu
á síðastliðnu ári en samtals 39.350
tonn árið 1986. Á árinu 1990 var
hlutfall þessara fimm meginteg-
unda í heildarfrystingu botnfísk-
afurða 96,1% en 96% árið áður.
Loðnufrysting varð aðeins um
65 tonn í fyrra á móti 480 tonnum
árið 1989 en síldarfrysting jókst
um rúm 1.800 tonn, eða tæp 50%.
Þáttur mjöls og lýsis var 2% árið
1986 en var einungis 0,5% á árinu
1990 og raunar var aðeins um mjöl
að ræða. Reiknað er með að útflutn-
ingi mjöls verði hætt á þessu ári.
Gengi gjaldmiðla hefur áhrif á
markaðsdreifingu og á árinu 1990
dróg Evrópa mest til sín af afurðum
vegna sterkra gjaldmiðla og hás
verðs. I fyrra var hlutdeild Vestur-
Evrópu 60% en 36% árið 1986.
Hlutdeild Bandaríkjanna var hins
vegar 17% árið 1990 en 46% árið
1986. Hlutdeild Sovétríkjanna var
4% í fyrra er 12% árið 1986 og
hlutdeild Austurlanda fjær var 18%
á síðastliðnu ári en 5% árið 1986.
Meðalgengi bandaríkjadals
hækkaði um 1,9% í fyrra, meðal-
gengi sterlingspunds hækkaði um
11,3%, vestur-þýsks marks um
18,6% og fransks franka um 19,5%
en meðalgengi japansks jens lækk-
aði um 2,3%. Meðalgengi banda-
ríkjadals hækkaði um 41,9% frá
árinu 1986 til 1990, meðalgengi
sterlingspunds hækkaði um 72,6%,
vestur-þýsks marks um 89,9%,
fransks franka um 80,3% og jap-
ansks jens um 64,6%.
Morgunblaðið/KGA