Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 Jökuldalur: Tilraunir hefjast með bleikjueldi Vaðbrekku, Jökuldal. TILRAUNIR með bleikjueldi hófust nýlega á Jökuldal. Smábleikja er veidd úr Þríhyrningsvatni sem er ofsetið og flutt að Brú þar sem ætlunin er að ala hana upp í matfiskstærð til útflutnings. Tilraunin er gerð að undirlagi Fiskeldisfélags Austurlands er fékk liðveislu Háskólans í Tromsö í Noregi, og sameiginlega eru þau styrkt af Vest Norden-sjóðnum. Stjórnendur verkefnisins eru Per Gijotnes prófessor við Tromsö- háskóla, Þórarinn Lárusson tilraun- 5 astjóri á Skriðuklaustri, og Axel Beck iðnráðgjafi Austurlands. Byrjað var að leggja 19 gildrur í vatnið til að veiða í og náðust allt að 130 fiskar í hveija gildru í fyrstu lögn, að meðaltali 85 grömm hver, er fiskurinn fluttur niður að Brú þar sem hann er settur í bráða- Handbók um starfsemi borgarinnar _ .* Upplýsingahandbók um starf- semi Reykjavíkurborgar er komin út. Henni er ætlað að gefa íbúum Reykjavíkur glögga innsýn í rekstur og stjórnkerfi borgarinn- ar, segir í fréttatilkynningu frá upplýsingafulltrúa borgarinnar. Auk þess er handbókinni ætlað að skilgreina hver svarar hveiju um hina ýmsu málaflokka og rekstrar- þætti borgarinnar. Handbókin er prentuð í 40 þúsund eintökum og verður dreift inn á öll heimili í Reykjavík. birgðaker sem eru 2 rúmmetrar alls, jafnframt er hafin uppsetning á stærri varanlegum keijum alls 36 rúmmetrum. í þeim á fiskurinn að tífalda stærð sína fram í nóvember, þá er reiknað mað að slátra honum og flytja hann út sem matfisk. Lítur þetta nokkuð vel út nú þegar þar sem fiskurinn er strax byijaður að taka fóður, og næst er að vinsa úr kynþroska fisk og sýkt- an því ekki er talið svara kostnaði að ala hann. Að sögn Per Gijotnes er þó miklu minna af sýktum fiski en reiknað var með, en aðal sjúkdómur í villtri bleikju er ormaveiki. Hitinn á vatn- inu í keijunum verður til að byija með 2 gráður, en þar sem þetta er yfirborðsvatn úr Þverá sem kemur út stöðuvatni hitnar það upp í 8 gráður er líða tekur á sumarið. Reiknað er með að taka 30.000 fiska úr vatninu til að bytja með, að þremur árum liðnum ætti sam- kvæmt gefnum forsendum sá fiskur sem eftir er í vatninu að vera sæmi- lega ætur og vatnið eftirsótt til stangveiða. _ „. . , Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Vök er gerð á Þríhyrningsvatni og bleikjugildra sett niður. Gildran tekin upp og reyndist full af spriklandi smásilungi. Athuga- semd frá rannsóknar- lögreglustjóra BOGI Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri ríksins segir að það sé ekki rétt hjá Ólá Þ. Guðbjarts- syni fyrrverandi dómsmálaráð- herra að Rannsóknarlögreglan hafi sent sent mál forstöðumanns Bifreiðaprófa ríkisins aftur til ráðuneytisins án þess að lagt væri til að til aðgerð yrði gripið. Þessi ummæli Óla komu fram í frétt í Morgunblaðinu í gær. Af þessu tilefni vildi Bogi Nilsson koma á framfæri eftirfarandi niðurlagi bréfs RLR til dómsmálaráðuneyts- ins vegna þessa máls en það var sent eftir viðræður við starfsmenn dómsdómaráðuneytisins, m.a. að- stoðarmann ráðherra, og lítur Bogi svo á að þar hefði náðst samkomu- lag um málsmeðferð: „Með bréfi þessu er dómsmála- ráðuneytinu tilkynnt formlega um rannsóknarbeiðni lögreglustjóran í Reykjavík, kynnt gögn sem fylgdu beiðninni svo og það sem aflað hef- ur verið eftir að Rannsóknarlög- reglu ríkisins barst beiðnin. Gert er ráð fyrir því að dóms- málaráðuneytið muni af þessu til- efni kanna eða láta kanna starfsemi Bifreiðaprófa ríkisins og síðan eftir atvikum krefjast opinberrar rann- sóknar á hugsanlegum hegninga- lagabrotum, sem forstöðumaður eða aðrir starfsmennn Bifreiðaprófa ríkisins kunna að hafa framið í stafi sínu. Þess vegna mun Rannsóknar- lögregla ríkisins ekki hafast frekar að í málinu að svo stöddu. YMISLEGT Sumarbústaðalönd Til sölu sumarbústaðalönd úr landi Úteyjar I við Laugarvatn. Þurrt og gott land til rækt- unar á góðum útsýnisstað. Stutt í veiði. Kalt vatn og möguleiki á heitu vatni. Upplýsingar í síma 98-61194. Útey I, Laugarvatni. VEIÐI Veiðimenn athugið! Til sölu lax- og silungsveiðileyfi í Söginu fyr- ir landi Torfastaða. Gott veiðihús fylgir. Ódýr veiðileyfi. Upplýsingar í símum 666125 og 35686. SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Akureyri - Akureyri Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 6. maí kl. 20.30. Nefndarmenn og varamenn í nefndum eru hvattir til að mæta. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður I Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, mánudaginn 6. maí kl. 21.00 stundvíslega. Mæt- um öll. Stjórnin. Akureyri - Akureyri Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn Siðasti félagsfundur fyrir sumarið verður haldinn í Kaupangi við Mýrarveg laugardag- inn 4. maí kl. 12.00. Gestur fundarins: Halldór Blöndal. Sjálfstæðiskonur í kjördæminu verið vel- komnar. Stjórn Varnar m lnrgTwlbl Metsölublaö á hveijum degi! ■? FÉLAGSLÍF fómhjólp Samhjálparsamkoma verður í Fíladelfíukirkjunni á morgun kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá. Mikill söng- ur, margir vitnisburðir. Sam- hjálparkórinn tekur lagið. Söngtríóíð „Beiskar jurtir" syng- ur. Stjórnandi Óli Ágústsson. Allir hjartanlega velkomnir. Húsdýrin okkar Fyrsta ferðin í einstakri ferðaröð Náttúruverndarfélags Suðvest- urlands sem nefnist „Húsdýrin okkar" veröurfarin laugardaginn 4. mai kl. 13.30. Lagt verður af stað frá inngangi Húsdýragarðs; ins í Laugardal og komið aftur í bæinn um kl. 18.00. Fargjald er kr. 600,-. NVSV/UÞL Meistaramót íslands 1991 á skíðum í flokkum 30 ára og eldri verður haldið í Bláfjöllum laugardaginn 4. maí nk. Keppt verður í svigi og stórsvigi og hefst keppnin kl. 11.00. Keppt er I flokkum karla og kvenna 30-34 ára, 36-39 ára o.s.frv. Mótið er opið öllu skíða- áhugafólki 30 ára og eldra. Verð- launaafhending, kvöldverður og dans verður I Norðurljósum um kvöldið. Þátttökutilkynníngar be- rist til Arnórs i sima 82922. Upplýsingar um frestun vegna veðurs verða í símsvara Blá- fjallanefndar sími 80111 á móts- Hvítasunnukirkjan Filadelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjón Samhjálpar. Sunnudagaskóli á sama tíma. Fimmtudagur, uppstigningar- dagur: Vorferðalag eldri safnað- armeðlima. Almenn samkoma kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Aðalfundur Fíladelfíusafnaðarins laugar- daginn 11. maí kl. 19.00. ÚTIVIST GRÓFINNI l * REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Sunnudagur 5. mai' Póstgangan, 9. áfangi Méltunnuklif - Deildarháls Gengin verður gömul póstleið frá Métunnuklifi að Deildarhálsi við Geitahlíð. Brottför I árdegis- ferðina er kl, 10.30 frá BSI- bensínsölu, I síðdegisferðina, sem sameinast morgun- göngunni við Krísuvikur-Mæli- fell, kl. 13.00. Þá verður einnig boðið upp á auöveldari göngu fyrir fjölskyldur, sem eru að byrja í gönguferðum, frá Krísuvik að Deildarhálsi. Hægt er að koma í rútuna á leiöinni. Hjólað um Heiðmörk Á sunnudaginn hefjast hjólreiða- ferðir Útivistar á ný með hjól- reiðaferð um Heiðmörk, Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 13. Þaðan verður hjólað að Rauðhólum og farinn góður hringur um Heiðmörk. Auðveld hjólreiðaferð fyrir alla fjölskyld- una. Tvær góðar ferðir 9., 10.-12. maí: Eyjafjallajökull Gist í Básum. Þaðan verður gengin Hátindaleið yfir jökulinn og komiö niður við Seljavelli og slappað af í lauginni. Þórsmörk - Giljagöngur M.a. farið í hin stórfenglegu gil, Bæjargil og Nauthúsagil, enn- fremur Sauðárgil, Selgil, Kýlisgil og Smjörgilin. Þá verður einnig boðið upp á göngur upp á Mor- insheiði og yfir í Hamraskóga ef farið er 9. maí. Jöklaförunum fagnað í Seljavallalaug. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTl' 3 S. 11798 19533 Sunnudagsferðir 5. maí Raðgangan1991: Gönguferð um gosbeltið, 3. ferð A. Kl. 10.30, Bláalónið- Fagradalsfjall-Slaga Gengið frá Bláa lóninu inn á > vestasta fjall í Reykjanesfjall- garði. Ekki mjög erfið fjallganga. Ef þú vilt sleppa fjallinu, mætirðu i feröina kl. 13.00. B. Kl. 13.00, Bláa lónið- Sundhnúkur-Vatnsheiði- Slaga Gengið norðan Svartsengisfells um dyngjuna Vatnsheiði að hamrinum Slögu ofan við bæinn ísólfsskála. Áning við Drykkjar- stein f báðum ferðum. Verð kr. 1.100.-, fritt f. börn m. fullorön- um. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Hægt að taka rútuna á leiöinni m.a. á Kópavogshálsi, Ásgarði Garöabæ og við kirkjugarðinn í Hafnarfiröi. Mætiö vel í rað- göngu Ferðafélagsins 1991; gengið í 12 áföngum um gos- beltið Suðvestanlands, frá Reykjanestá að Skjaldbreið. Fjöl- breytt leið sem allir ættu að kynnast. Byrjið nú og verið með í sem flestum áföngunum. Spurning ferðagetraunar 3. ferð- ar: Hvert er annaö nafn á Svarts- engisfelli? Viðurkenning verður veitt þeim sem mæta i flestar ferðanna. Frönsku alparnir-Mt. Blanc. Kynningarfundur fyrir áhugafólk um ferð þangaö 11.-20. júli I sumar, er á mánúdagskvöldið 5. maí kl. 20,30 í húsnæði isalp, Grensásvegi 5. Páll Svéinsson, fararstjóri, segir frá ferðinni. Munið hvítasunnuferðir Ferða- félagsins: 1. Þórsmörk, 2. Fimmvörðuháls-Mýrdalsjökull. 3. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. 4. Skaftafell-Öræfasveit. 5. Ör- æfajökull-Skaftafell. Nánar auglýst sfðar. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.