Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991
17
Á þessum árum var ekki um að
ræða mikla hjálp frá því opinbera.
En þá kom til hjálp frá systkinum
Guðríðar og föðurfrændfólki. Ég
minnist Guðríðar frá þessum árum
sem sístarfandi á símanum og þess
á milli að sinna heimilinu. Ekki
minnist ég þess að hún væri önug
við okkur krakkana sem hlupum
út og inn hjá henni, eða um jólin
þegar við spiluðum fram til morg-
uns með tilheyrandi hlátri og látum
og hún svaf í næsta herbergi.
Þó komu stundir sem jafnvel
barn skynjaði að hennar hlutskipti
hefði ekki alltaf verið auðvelt, en
það var þegar hún sat og hlustaði
á prestinn okkar við guðsþjónustu
á sunnudögum. Þá rann oft eitt og
eitt tár niður kinnar hennar. Ég
hygg að hún hafi frekar verið veit-
andi en þiggjandi í því litla samfé-
lagi sem var vestur í Grafarnesi á
þessum árum. Þá á ég við að með
sínu jákvæða hugarfari í garð sam-
ferðamanna hafi hún gert þetta
samfélag betra en ella. Auk þess
staríaði hún ötullega að félagsmál-
um þar. Var í kvenfélagi staðarins
og formaður þess um tíma, starfaði
ötullega að nýbyggingu kirkju í
Grundarfirði og sat um tíma í skóla-
nefnd. Ég minnist stunda eins og
þegar ég var að flytja af landi brott
um tíma. Þá vildi hún endilega gefa
mér þrjár silfurskeiðar sem hún
átti. Hún var svo innilega laus við
efnishyggju, enda safnaði hún ekki
silfri um dagana.
Eftir að Guðríður lét af störfum
sem símstöðvarstjóri fluttist hún til
Reykjavíkur. Oft er það þegar fólk
hættir í erilsömu starfi, komið á
efri ár og þar að auki breytir um
umhverfi að því fínnst engin þörf
fyrir það lengur. Vafalaust hafa
breytingar verið miklar hjá Guðríði
en þó fannst mér að hún nyti þess-
ara eftirlaunaára til fullnustu. Hún
var alltaf á ferðinni, .hafði lifandi
áhuga á velferð barna sinna og
barnabarna, en lifði þó alltaf sínu
sjálfstæða lífi og þeim óháð. Hún
ferðaðist mikið og fór oft árlega til
Ameríku og Englands að heim-
sækja dætur sínar þar. Þrátt fyrir
þetta hafði hún ætíð tíma til að
sinna samborgurum sínum og ég
minnist þess eitt sinn er ég hitti
hana á leið vestur á Elliheimilið
Grund til að lesa fyrir gamla fólkið,
sem reyndar var margt yngra en
hún sjálf.
Fyrir fjórum árum varð fyrst
vart þess sjúkdóms sem bar sigur
að lokum. Við skyldum ætla að
þegar fólk er komið hátt á áttræðis-
aldur hafi það ekki mikinn baráttu-
vilja þegar um svo erfið veikindi
er að ræða sem krabbamein. En
Guðríður barðist eins og hetja og
ætlaði sér að sigrast á þessu líkt
og hún hafði alltaf gert í sínu lífi.
Síðasta skiptið sem ég hitti hana
heima var í lok janúarmánaðar.
Þennan morgun hafði henni liðið
mjög illa. Þegar ég kom voru
verkjalyfin farin að slá á mestu
verkina og hún sat uppi í rúminu
að lesa blöðin. Það sem hún hafði
áhuga á að ræða um voru ekki
veikindi sín, heldur áhyggjur af
gangi heimsmálanna. Ég held að
það sé dásamlegt að fólki þyki lífið
þess virði að það sé barist fyrir
því, þótt það viti innst inni að hveiju
dregur, og það gerði hún þar til
yfir lauk. Börn hennar eru Frið-
þjófi Björnssyni lækni mjög þakklát
að hann „spilaði þetta af fingrum
fram“ svo notuð séu hans orð og
var ekkert að segja henni meira en
hún vildi.
Lokið er ævi konu sem ég vil
kalla hetju. Það er afar misjafnt
hvað lífið leggur miklar byrðar á
hvern einstakan og hvernig unnið
er úr því sem á fólk er lagt. Hvað
Guðríði snertir fékk hún sinn
skammt, en hún vann úr því öllu
með dugnaði og bjartsýni. Ég held
að ég megi segja að hún hafi dáin
án beyskju í garð nokkurs manns,
þakklát fyrir góð börn, tengdabörn
og barnabörn, sem lífið gaf henni.
Fyrir hönd föður míns og systk-
ina og fjölskyldna okkar vil ég að
lokum þakka þessari heiðurskonu
fyrir allt um leið og við flytjum
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra okkar samúðarkveðjur.
Ingibjörg Pétursdóttir
RENAULT
l cr á kostum
en hann var harðduglegur verkmað-
ur og fylginn sér. Eftirsóttur hleðsl-
umaður á yngri árum.
Hann fór til sjós á vertíðir á
yngri árum bæði til Þorlákshafnar
og Vestmannaeyja, sem þá var títt.
Einnig reri hann sem fleiri frá
Landeyjarsandi þegar gaf á útmán-
uðum og var ætíð viðburður þegar
komið var úr Sandi með aflann.
Valmundur var greindur maður
og ábyggilegur. Söngmaður góður
og kíminn og glettinn. Sagði vel frá.
Valmundur og Vilborg hófu bú-
skap í Galtarholti 1919 og bjuggu
þar í 25 ár eða þar til þau flytja
að Móeiðarhvoli 1944.
Þau áttu átta börn. Þau eru:
Ágúst, fyrrum bóndi á Búlandi,
A-Landeyjum, nú búsettur í Þor-
lákshöfn, f. 30. ágúst 1918, kvænt-
ur Sigríði Guðjónsdóttur. Þau eiga
eina dóttur. Sigurgeir, fyrrum bóndi
Eystra Fróðholti, nú búsettur á
Hellu, f. 30. nóvember 1919,
kvæntur Vilborgu Guðjónsdóttur.
Þau eiga einn son.
Guðrún, f. 2. mars 1921, gift
ísleifi Pálssyni bónda, Laugekru,
nú búsett að Hellu. Þau eiga sjö
börn.
Sigrún, f. 8. desember 1923, dó
2. júní 1926.
Guðmunda Anna, f. 6. október
1925, gift Gísla Kristjánssyni
bónda, Vindási á Landi. Þau áttu
sex börn. Gísli er látinn fyrir nokkr-
um árum.
Einar bóndi, Móeiðarhvoli, f. 24.
september 1926, kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur. Þau eiga þijú börn.
Helgi fyrrum bóndi á Móeiðar-
hvoli, nú búsettur á Hellu, f. 21.
apríl 1929, býr með Svanhvíti
Hannesdóttur. Þau eiga eina dóttur.
Páll Ingi bifreiðastjóri, nú starfs-
maður BYKO, Kópavogi, f. 1. sept-
ember 1931, kvæntur Fríðu Klöru
Guðmundsdóttur. Þau eiga þijú
börn.
Það var mikið verk að koma upp
og til manns sjö börnum, en hjónin
voru samhent og harðdugleg. Jörðin
var ekki stór né kostarík, en þeim
búnaðist vel með sparsemi, nýtni
og hagsýni.
Það urðu því mikil þáttaskil þeg-
ar þau flytja að Móeiðarhvoli, einni
‘af bestu bújörðum sýslunnar, hvað
búsýslu snerti.
Var þar síðan rekinn myndarbú-
skapur, enda fjölskyldan stór og
samhent.
Valmundur og Vilboi-g hættu
búskap 1964 er Helgi sonur þeirra
tók við búi, en þau áttu þar heimili
áfram. Valmundur lést þar 16. sept-
ember 1972 eftir nokkur veikindi.
Vilborg átti þar heimili nokkur
ár eftir fráfall Valmundar, en var
hjá börnum sínum tíma og tíma
allt þar til hún ákvað að fara á
Elliheimilið Lund á Hellu.
Hún taldi það best fyrir sig að
fara þangað, þá yrði hún sínum
ekki til byrði. Þetta sýnir sjálfstæði
hennar og hispursleysi.
Vilborg var trúuð kona og kirkju-
rækin og þau hjón bæði og báru
virðingu fyrir kirkju sinni og kristni.
Ég held að sama umsögn eigi
við um Vilborgu og sem Guðrún
móðir hennar fékk í bókinni Rang-
árvellir eftir Helgu Skúladóttur.
„Hún er góð kona, hæg og prúð í
framkomu." Þau áttu barnaláni að
fagna og afkomendur þeirra eru
orðnir 85.
Þau voru höfðingjar heim að
sækja og tóku vel á móti gestum.
Það er góðs að minnast og ég þakka
góð kynni og hjálpsemi og vináttu
þeirra minni fjölskyldu fyrr og síð-
ar. Starfsliði og þjónustuliði á Lundi
eru færðar þakkir fyrir góða
umönnun og þjónustu, einnig er
læknum og sjúkraliði á Sjúkrahús-
inu Selfossi þakkað hér.
Bömum og öðru skylduliði votta
ég dýpstu samúð.
Guð blessi minningu þessara
góðu hjóna.
Hreinn Árnason
Hjónaminning.
Vilborg Helgadóttir
Valmundur Pálsson
En hér er það sem oftar að þegar
neyðin er stærst er hjálgin næst.
Frænka Vilborgar, Anna Árnadótt-
ir, föðursystir hennar, húsfreyja að
Syðra-Langhojti, og maður hennar
Guðmundur Ólafsson frá Eystri-
Tungu taka hana í fóstur. Þar dvaldi
Vilborg næsta áratuginn og þaðan
fermist hún. Var að hennar sögn
sem ein af börnum þeirra hjóna,
en þau áttu þijú börn, Marín, Éinar
og Ragnhildi. Ragnhildur giftist síð-
ar Einari bónda á Iðu Sigurfinns-
sonar, föður Sigurbjarnar biskups.
Vilborg gat þess oft, hve gott
hún átti hjá þessu góða fólki og
bar ávallt hlýju- og þakkarhug til
þeirra hjóna.
En síðan flytur Vilborg til móður
sinnar Guðrúnar Hildibrandsdóttur,
sem þá er farin að snúa í Forðholts-
hjáleigu með Einari Sigurðssyni, en
þau gengu í hjónaband 2. október
1904 og þar átti hún heima uns
hún giftist Valmundi Pálssyni í
Galtarholti 14. júlí 1917.
Vilborg var ríflega meðal kona á
vöxt. Hæglát í framgöngu, barst
ekki mikið á en bar sig vel og fyrir-
mannleg.
Hún var skynsöm kona og ljóð-
elsk og kunni mörg ljóð höfuðskáld-
anna utanbókar ásamt fjölda sálma.
Vilborg var hamhleypa til verka.
Er mér í minni að til var tekið hve
mikil rakstrarkona hún var. Svo
mun og verið hafa um önnur verk.
Enda voru handtökin mörg við
uppeldi sjö barna og heimilishald
meðan allt varð að gera í höndum,
pijóna og sauma og þvo þvotta og
bera allt vatn í bæinn.
Valmundur Pálsson fæddist í
Galtarholti 27. september 1893,
sonur Páls bónda Pálssonar þar og
fyrri konu hans Guðrúnar Guð-
mundsdóttur.
í Galtarhorni ólst Valmundurupp
til fullorðinsára ásamt þremur al-
systkinum, Guðmundi, Margréti og
Guðrúnu Pálínu, en fimm börn
misstu þau hjón Páll og Guðrún í
bernsku.
Móður sína missti Valmundur 11
ára gamall. En 1911 gengur Páll
faðir hans að eiga Ingiríði Einars-
dóttur, sem hafði þá staðið fyrir
búi með honum í nokkur ár. Með
Ingiríði átti Páll fjögur börn, ísleif,
Vigdísi og Guðmund, sem dó ung-
ur, innan við tvítugt, og Páll dó í
frumbernsku.
Fljótt mun Valmundur hafa farið
að taka til hendinni við bústörfin
sem vani var í þá tíð.
Valmundur var lítill maður vexti
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, simi 686633, Reykjavik
Vilborg
Fædd 5. janúar 1894
Dáin 23. apríl 1991
Valmundur
Fæddur 27. september 1893
Dáinn 16. september 1972
Þeim fækkar nú, sem fæddir eru
fyrir síðustu aldamót, enda orðin
löng ævi og viðburðarík. Því að slík-
ar breytingar hefur engin kynslóð
þessa lands lifað.
Atvinnuhættir þeir sömu og frá
upphafi. Hvert býli þurfti helst að
framleiða allt til fæðis og klæða
fyrir heimilið. Árabátar fyrir sandi,
sem sóttu og lífsbjörg í bú á útmán-
uðum. En sjósókn frá Landeyjar-
sandi var snar þáttur í lífi þeirra
sem með suðurströndinni bjuggu
allt frá Vík í Myrdal til Þorlákshafn-
ar. Fráfærur til að drýgja mjólkur-
matinn.
Húsbyggingar úr torfi og gijóti
enda taldist góð torfrista til hlunn-
inda jarða. Allt þetta kallaði á þrot-
lausa vinnu allan ársins hring. En
í byrjun aldarinnar litu menn með
bjartsýni til framtíðar.
Skáldin ortu hvatningar- og ætt-
jarðarljóð, sem þjóðin drakk í sig,
lærði og söng. Það rofaði til í þjóð-
frelsismálum og von um frelsi og
sjálfstæði vakti fólkið til dáða.
Umgmennafélagshreyfingin
hreif með sér fólk til sjálfsvirðingar
og framtaks.
Þá var hugsunin; hvað get ég
gert fyrir land mitt og þjóð, en
ekki hvaða rétt á ég til bóta og
framfærslu frá ríkinu.
Við þessar aðstæður ólust þau
upp, störfuðu og lifðu heiðurshjónin
Vilborg Helgadóttir frænka mín og
Valmundur Pálsson eiginmaður
hennar, sem ég ætla að minnast
nú við fráfall V'ilborgar, sem lést á
Fjórðungssjúkrahúsi Suðurlands,
Selfossi, þriðjudaginn 23. apríl.
Vilborg fæddist 5. janúar 1894
að Grímsstöðum í Vestur-Landeyj-
um, dóttir Helga Árnasonar bónda
þar og konu hans Guðrúnar Hildi-
brandsdóttur frá Vetleifsholti Gísla-
sonar, sem þar bjuggu ásamt börn-
um sínum, þremur frá fyrra hjóna-
bandi Helga, Arnleifu, Sigríði og
Guðmundi, og börnum Guðrúnar,
Sigríði, f. 5. desember 1892, Vil-
borgu sem hér er minnst, Guðrúnu,
f. 10. janúar 1895, og Árna, f. 9.
ágúst 1896.
En á útmánuðum 1901 deyr
Helgi. Leysist þá heimilið upp um
vorið og Guðrún húsfreyja fer í
vinnumennsku með tvö yngstu
börnin með sér, Guðrúnu og Áma.
RENAULT
NEVADA 4x4
... fjórhjóladrifinn
skutbíll
í fullri stærð
Framdrif, afturdrif og læst mis-
munadrif að aftan gerir Renault
Ncvada að einstökum ferðabíl við
allar aðslæður. Rcnault Nevada
er búinn 2000 cc 120 ha. vél með
beinni innspýtingu, lúxusinnrétt-
ingu. 5 gíra girkassa, Ijölstillanleg-
um sætum, rafdrifnum rúðum,
fjarstýrðum samlæsingum. vökva-
stýri, farangursgrind og farang-
urshillu.
Verð frá kr. 1.489.000.