Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÖIÐ LÁÚGÁRDAGUR '4. MAÍ 1991’ 7. Listahátíð í Hafnarfirði: Alþjóðleg vinnustofa myndhöggvara í Straumi EIGENDASKIPTI urðu á veitingastaðnum Naustinu 1. maí síðastliðinn. Tvenn hjón, Hafsteinn Egilsson og María Hilmarsdóttir og Hörður Sig- urjónsson og Itannveig Ingv- arsdóttir, keyptu staðinn af hjónunum Sveini Hjörleifs- syni og Kristjönu Geirsdótt- ur. Hörður og Hafsteinn eru þekktir veitingamenn. Hörður hefur starfað sem veitingastjóri á Hótel Sögu en Hafsteinn sem- stoðarhótelstjóri á Hótel ís- landi. Sveinn og Kristjana eiga áfram og reka Naustkrána í kjallara Naustsins. NOKKRIR Hafnfirðingar hafa tekið sig saman um að efna til lista- og menningarhátíðar í Hafnarfirði í samvinnu við Hafn- arfjarðarbæ og Listamiðstöðina í Straumi í júní. Hátíðin, sem ber yfirskriftina „Listahátíð í Hafn- arfirði 1991“, er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða alþjóðlega vinnustofu 15 myndhöggvara frá ýmsum löndum í Straumi 1. til 14. júní og hins vegar sýningar, tónleika, fyrirlestra og fleira. Meðal tónlistarfólks sem kemur fram á hátíðinni eru Sigrún Eð- valdsdóttir, Gunnar Gunnars- son,Ármann Helgason, Bubbi Mortens (með nýstofnaðri hljóm- sveit), Todmobile, Risaeðlan, Thunder og Slaughter. í stuttu samtali við Þorgeir Ólafs- son, einn af aðstandendum htðar- innar, kom fram að myndhöggvar- arnir munu búa til eitt verk hver á meðan á hátíðinni stendur. í lok hátíðarinnar munu þeir svo afhenda Hafnaríjarðarbæ verkin en í framt- íðinni munu þau mynda kjarna í Höggmyndagarði Hafnafjarðar sem verður við Víðistaðakirkju. Er hér um að ræða fyrsta höggmynda- garðinn á íslandi sem ekki er í tengslum við listamannasöfn. Áætl- aður kostnaður við hvert verk er um 300 þúsund íslenskar krónur og sagði Þorgeir að unnið væri að því að afla fjármagns hjá menning- arstofnunum í heimalöndum lista- mannanna 15 sem eru frá Finn- landi, Frakklandi, Japan, Norcgi, Mexíkó, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkj- unum, Þýskalandi og íslandi. ís- lendingarnir eru Kristján Guð- mundsson, Brynhildur Þorgeirs- dóttir og Magnús Kjartansson. Af erlendu listamönnumum má nefna Sebastian frá Mexíkó og Jurg Alt- herr frá Sviss. Listahátíðin í Hafnarfirði hefst 1. júní með opnun vinnustofunnar í Straumnesi. 9. júní verður Kiýn- ingarmessan flutt í Hafnarborg. Einsöngvarar verða Sigríður Gröndal, sópran, Guðný Árnardótt- ir, mezzósópran, Þorgeir Andrés- son, tenór, og Ragnar Davíðsson, j baríton. 13. júní verða fyrirlestrar og kynningar á listamönnum í Hafnarborg en 15. júni hefst Lista- hátíðin formlega með opnun mynd- listarýningar í og við Hafnarborg. Daginn eftir verður sónötukvöld í Hafnarborg þar sem fram koma Ármann Helgason, klarinett, David Knowles, píanó, Guðrún Guð- mundsdóttir, píanó, Gunnar Gunn- arsson, þverflauta, og Martin Frew- er, fiðla, en sama kvöld verða popp- tónleikar á vegum Smekkleysu í Eigenda- skiptiá Naustinu INGÓLFS KYNNIR LISTA, ÓPERU OG SÆLKERAFERÐ - ÞAÐ BEZTA Á ÍTALÍU TÖFRAR ITALÍU 2ja vikna listskoðun og lífsnautn í fegurstu héruðum og borgum Ítalíu. Brottför 23. ágúst. Kaplakrika. Meðal þeirra sem koma fram eru sveitirnar Todmobile, Risaeðlan, Bubbi Mortens með ný- stofnaðri hljómsveit, Quireboys, Thunder, Poison, Slaughter og GCD. 23. júni verður Óperusmiðjan með dagskrá í Hafnarborg og Sigr- ún Eðvaldsdóttir og Selma Guð- mundsdóttir halda tónleika á sama stað 30. júní. 13. júlí vígja lista- menn Höggmyndagarðinn með uppákomu. Frá 3. júní er Straumur opinn almenningi milli 17:00 og 22:00. Undirbúningsnefnd Menningardag- anna í Hafnarfirði skipa Sverrir Ólafsson, formaður, Þorgeir Ólafs- son, ritari, Eiríkur Óskarsson, og Gunnar Gunnarsson. Stefnt er að því að halda Listahátíð í Hafnar- firði annað hvert ár en að sögn Þorgeirs Ólafssonar er reiknað með að áhersla verði á mismunandi list- greinar á hátíðunum. Morgunblaðið/Arni Sæberg Listahátíð í Hafnarfirði kynnt. F. v.: Árni Ibsen, Þorgeir Ólafsson, Guðmundur Jónsson, Eiríkur Óskarsson, Sverrir Ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Hafsteinn Ólafsson. FERÐAMATI: Flug til MILANO og til baka frá Róm. Akstur um Ítalíu í glæsilegustu gerð farþegavagna. GISTIIUG: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum, sérvöldum með tilliti til gæða og staðsetningar. Hlaðborðsmorgunverður. HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: 1. MILANO, m.a. LA SCALA óperan, Dómkirkjan, BRARI safnið og Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci í Santa Maria delle Grazie. 2. VERONA, hin heillandi miðaldaborg Rómeós og Júlíu og óperan TURANDOT í ARENUNNI með frægustu söngvurum heimsins. Gist á splunkunýju glæsihóteli, LEON D'ORO. 3. GARDAVATNIÐ með töfrandi fegurð og bæjunum SIRMIONE, BARDOLINO, GARDA, TORBOLE, RIVA. Siglt á vatninu. 4. Listir og líf í FENEYJUM. Þar sem gist verður á HOTEL LUNA við CANAL GRANDE, rétt við MARKÚSARTORG til að upplifa töfra borgar hertoganna á nóttu sem degi. 5. ítalska hjartað - listaborgin FLÓRENS, þar sem gist er 3 nætur á BERNINI PALACE, mitt í heimslistinni til að sjá með eigin augum snilld endurreisnarinnar, mestu listfjársjóði veraldar í söfnunum UFFIZI og PITTI. 6. PISA, SIENA OG ASSISI, borgirnar, sem eru sjálfar eins og undurfagurt safn aftan úr öldum, ótrúlegri en orð fá lýst. Gist á PERUGIA PLAZA. 7. RÓM, borgin eilífa, fyrrum miðpunktur heimsins, hefur engu tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið hefur að ferðamenn fá öllum heimshornum í 2000 ár. Gist 4 nætur á REGINA BAGLIONE hótelinu við sjálfa VIA VENETO. Ef listir, saga og fegurð höfða til þín, er þetta ferð sem þú mátt ekki missa af. Allur viðurgerningur, matur og vín eins og bezt gerist í gósenlandi sælkera. EIMDURTEKIN, ENDURBÆTT FRÁ í FYRRA. Aðrar ferðir HEIMSKLÚBBSINS í ár eru uppseldar. REYNSLA FARÞEGA: „Við hjónin höfum verið tvisvar á Italíu áður, en okkur opnað- ist nýr heimur í Lista- og óperuferðinni, slíkur unaður var hún og samfelld veizla, sem við vildum gjarnan endurtaka. Þetta þökkum við fyrst og fremst skipulagi og fararstjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem við teljum alveg í sérflokki. Ef fólk vill kynnast fegurð Ítalíu, þá er þetta ferðin. Beztu kveðjur.“ EDDA GÍSLADÓTTIR LAXDAL Athygli er vakin á að hámarksfjöldi þátttakenda í þessari ferð er 40. "fERÐAKYNNING: Ingótfur Guðbrandsson kynmr I ferðina í máli ocj myndum i ARbAL lferÖHÓTELSÖGUámorgun, sunnudag 5. mai ki.16. As^o^n.irÓkeVPIS- AUSTURSTRÆTI17, SIMI: (91)622011 & 622200 HEIMSKLUBBUR Skipulag og fararstjórn: Ingólfur Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.