Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAI 1991 „Leviterat“ vatn - orkubættvatn eftir Guðna Rúnar Agnarsson Það er ekki langt síðan ég'heyrði í fyrsta sinn minnst á „leviterat" vatn. Sá sem kynnti mig fyrirbær- inu var danskur félagi minn, einn af þessum lágvöxnu og þybbnu Dönum sem tala í sífellu.' Illskiljan- legur, en kann skil á öllu milli him- ins og jarðar. „Leviterat“ vatn var það síðasta nýtt — „þyngdarlaust" vatn. For- vitni mín var vakin. Ég komst þó ekki að til að spyija nánar. Minn danski félagi var svo uppfullur og óðamála að ég fékk þar að auki eins konar tunguhaft. I sömu andrá talaði hann um orkubætt drykkjar- vatn og austurlenska meistara sem hafa yfirunnið kraft þyngdarlög- málsins og fljúga frjálsir ferða sinna. Nú hefur myndin skýrst; ofsinn í mínum danska félaga hefur lagt sig, samtímis því sem mér hefur gefist tóm til að kynna mér fyrir- bærið með eigin hraða. Og vissu- lega er niðurstaðan athyglisverð: ekki aðeins fyrir þá sem hneigjast að því dularfulla og torskilda, eða aukinni heilsumeðvitund („eilífu lífí?“), heldur einnig, og kannski ekki sízt, fyrir raunvísindamanninn sem leitar svaranna í efninu. Upphafsmaðurinn að „leviter- uðu“ vatni er Þjóðveijinn Wilfried Hacheney, verkfræðingur og eðlis- fræðingur. Hann hefur undanfarin fimmtán ár unnið að mjög ítarleg- um rannsóknum á vatni, eiginleik- um þess og ólíkri formbyggingu. Afleiðingin af þessum rannsóknum er „leviterat" vatn, eða orkubætt vatn (energized water) eins og það kallast vestan hafs; upprunalega venjulegt vatn sem hefur farið í gegnum vél, hannaða af Hacheney, sem dreifir vatninu í mun smærri einingar; breytir formi vatnsins og hleður það orku. Hugtakið „levitation“ (andstæð- an við gravitation; þyngdarafl) gef- ur í skyn eins konar „afnám“ þyngdarkraftsins. „Leviterat“ vatn hefur öðlast þetta heiti þar sem það hefur svipaða eiginleika og það vatn sem er að finna í 80 kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar. Venjulegt vatn hefur dropalaga form og er stærð dropanna um 200 míkrón, sem samsvarar því að yfir- borðsflatarmál eins rúmmetra vatns er 26 þúsund fermetrar (þ.e.a.s. samanlagt flatarmál allra drop- anna). „Leviterat" vatn hefur kúlu- laga form og er stærð hverrar kúlu 10 míkrón í þvermál, sem samsvar- ar að flatarmáli eins rúmmetra af „leviteruðu" vatni er 320 þúsund fermetrar. Þetta kúlulaga form hef- ur í för með sér allt aðra eiginleika vatnsins. „Leviterat" vatn hefur fengið aukið flatarmál, aukinn sog- kraft, sem gerir það að verkum að það bindur sig mun sterkar við önnur efni en venjulegt vatn. Bakgrunnur Árið 1974 hóf Hacheney rann- sóknarverkefni, ásamt nokkrum öðrum vísindamönnum, með það markmið að finna nýjar leiðir hvern- ig auka mætti styrkleika og ending- arþol steinsteypu. Hacheney áleit að svarið væri að finna í vatninu sem notað væri. Vatn hefur sterka viðloðunareiginleika, eins og sést glögglega á því að vatnsdropi getur „haldið sér föstum“ við gluggarúðu þrátt fyrir þyngdarkraftinn. Hac- heney rannsakaði form vatnsins og komst fljótlega að því að vatn sem slíkt er eiginlega ekki til. HO tákn- ar aðeins efnafræðilega samsetn- ingu, en það eru nánast óendanlega margir möguleikar hvemig þessar vatnssameindir raða sér í það sem við almennt köllum vatn. Hacheney hefur stuðst við rann- Vélin sem framleiðir „leviterat" eða orkubætt vatn. sóknir fjölmargra annarra vísinda- manna, þar á meðal bandaríska nóbelsverðlaunahafans Luis Paul- ing. Pauling sótti vatn með sérstök- um tækjum 80 kílómetra upp í and- rúmsloftið. Hann grunaði að vatnið þarna uppi hefði annað og uppruna- legra form en það vatn sem við þekkjum niðri á jörðinni, að það væri nær sínu sameindaformi þar sem vatnið væri dreift í miklu fínni og smærri einingar. Og hann hafði rétt fyrir sér: Pauling komst að því að þrátt fyrir 108 stiga frost sem ríkir þarna uppi þá fraus vatnið ekki. Það gerðist fyrst við mínus 200 stig. Þetta vatn hafði allt ann- að form en venjulegt vatn. Formlög- un vatnsins var „hyperbolísk“ (þ.e.a.s. án horna), og hafði að geyma í sér mikla orku. Þegar þetta vatn kemur til jarðar gefur það frá sér þessa samansöfnuðu orku og tekur á sig ennþá nýtt form. Þessa geymdu orku kallaði Pauling fyrir „ Vatnið sem kom út úr þessari vél kallaði hann „leviterat“ vatn, þar sem vélin gaf vatninu aukinn sogkraft sem er svo að segja andstæður póll þyngdarkraftsins. Vatnið er komið í svo smáar einingar að þessi tilkomna orka staldrar við í vatninu — óskert í 2-3 vikur.“ „kosmískan" kraft. Út frá þessum niðurstöðum Luis Paulings hefur Hacheney unnið að því að gera það tæknilega mögulegt að koma venjulegu vatni í það form sem vatn hefur þarna 80 kílómetra. uppi í andrúmsloftinu. Honum tókst að gera vél sem líkir eftir því „kos- míska“ ferli sem vatnið fer í gegn- um. Vatnið sem kom út úr þessari vél kallaði hann „leviterat" vatn, þar sem vélin gaf vatninu aukinn sogkraft sem er svo að segja and- stæður póll þyngdarkraftsins. Vat- nið er komið í svo smáar einingar að þessi tilkomna orka staldrar við í vatninu — óskert í 2-3 vikur. Með því að nota vatn sem var meðhöndlað á þennan hátt gat Hachney framleitt steinsteypu sem var minnst tvisvar sinnum sterkari og endingarbetri en venjuieg stein- steypa. Óháðar rannsóknarstofnan- ir á sviði byggingariðnaðarins stað- festa þessar niðurstöður. Sem þátt- ur í þessu óháða rannsóknarstarfi var hluti frárennsliskerfisins í Ham- borg lagður með rörum steyptum með „leviteruðu“ vatni. Þar þykir árangurinn nú þegat' lofa mjög góðu. En „levitrat“ vatn hentar ekki aðeins til framleiðslu steinsteypu. Fyrst og fremst er það drykkjar- vatn og hentar alls staðar þar sem vatns er þörf; í matlagningu, við brauðbakstur (það eru nú þegar nokkur bakarí í Þýzkalandi sem nota vatnið), við lyljaframleiðslu, grænmetisræktun o.s.frv. Kostirnir við notkun vatnsins þykja augljósir - í mörgum tilvikum ótrúlegir. Lýsing á vélinni Vélin rúmar 35 lítra í einu og getur á einum tíma umbreytt 250-400 lítrum vatns í „leviterat" vatn. Vélin er búin til úr hágæða- stáli. Ytri mál: Flatarmál: 0,65 1,65 m. Hæsta hæð: 1,65 m. Þyngd: 380 kg. Á framleiðslustigi er ný vél sem rúmar 1200 lítra. Vélin er hönnuð sem „hyperból- ískur“ sívalningur. í miðju hennar er eins konar trekt og undir honum er öxull sem snýst 6 þúsund snún- inga á mínútu. Þessi mikli hraði ásamt innra og ytra formi vélarinn- ar orsakar reglubundnar stefnu- breytingar; vatnið verður ýmist fyr- ir miðflóttar eða miðsóknarkröft- um. Út kemur „leviterat“ vatn. Hacheney hefur margoft verið spurður hvort vatn þoli svona kröft- uga meðferð. Hann segist ekki vita annað en það sem hann sjái; vatnið hefur mælanlega kosti framyfir venjulegt vatn. „Ég hef aðeins gert það tæknilega kleift að framleiða svona vatn,“ segir Hacheney, „geti einhver annar komið fram með aðra aðferð sem ekki virkar jafn ofsa- fengin, þá er það vel.“ í dag er um 70 svona vélar í notkun, flestar í Þýzkalandi. Verð einnar slíkrar vél- ar er 38.800 þýzk mörk. Hafi einhver áhuga á að kynna sér nánar þessa aðferð þá er full- trúi á Norðurlöndum Erik Nielsen, Dragebjerggárd, 3300 Fredriks- værk, Danmörku. Höfundur er búsettur í Svíþjóð. Þurfum að auka að- stoð við bágstödd ríki eftir Guðm und Eiríksson Hinn 12. maí nk. gengst Rauði kross íslands fyrir söfnun um allt land undir kjörorðinu Sól úr sorta. Þessi söfnun er iiður í alheimsátaki til hjálpar stríðshrjáðum, sem Rauði krossinn í yfir 100 löndum lýsti yfir hinn 28. janúar í ár. Rauði kross íslands hefur ákveð- in takmörk í huga með söfnuninni. Annars vegar stuðningur við það ógæfusama fólk, sem misst hefur útlimi, fót eða handlegg, í stríðinu við Afg'anistan og hins vegar land- flótta Kúrda, en þjáningar þeirra sjáum við á sjónvarpsskjánum dag eftir dag. Rauði krossinn hefur undanfarin tvö ár rekið lítil gervilimaverkstæði í gamalli reiðhjólaverksmiðju í Kab- úl við mjög svo ófullnægjandi að- stæður. Þar hafa starfað sjö gervi- limasmiðir á vegum Rauða krossins með um 70 lærlinga. Þeim er kennt að nota nútíma tækni við gerð gerv- ilima og meðferð þeirra gerviefna sem nú eru notuð í stoðtæki og gervilimi í stað trés og leðurs, eins og tíðkast hefur með Afgana. Nú í sumar á að taka í notkun nýtt og fullkomið verkstæði sem mun gjör- breyta aðstöðunni og stórauka framleiðsluna. Að því kemur síðan að lærlingarnir geta starfað sjálf- i 4 ^'W**' 5ÓL ÚR 1 30 Alheimsótcik til hjóipctr striðshrjádum stætt og opnað sín eigin verkstæði. Ekki veitir af því þörfin er brýn og væntanlega verður ekkert lát á eft- irspurn á næstu árum. Nú eru um 2.700 manns á biðlista eftir að fá gervilimi og þúsundir eða tugþús- undir þurfandi eru hvergi á skrá. Daglega fjölgar í þeim hópi. I stríðinu í Afganistan, sem enn geisar, hefur um 30 milljónum jarð- sprengja verið dreift um byggðir landsins. Þessar sprengjur eru stöð- ug ógnun við líf og limi fólks, og þær munu verða í jörðu um fyrirsjá- anlega framtíð. Nær ógerlegt er að fjarlægja þær meðan stríð geisar, og jafnvel við bestu aðstæður og með hjálp sérþjálfaðra manna gæti það tekið áratugi. Það er háskalegt verk og áætlað er að fýrir hveijar Börn verða fyrir jarðsprengjum ekki síður en fullorðnir. Einfald- ur gervilimur breytti miklu fyrir þennan unga dreng... 5.000 sprengjur sem fjariægðar eru, láti einn maður lífið og tveir Guðmundur Eiríksson slasist og er þá miðað við að kunn- áttumenn séu að verki. Þetta þýðir að 6.000 menn látist og 12.000 særist við það eitt að fjarlægja sprengjurnar. Lítið sem ekkert er unnið í því nú, með núverandi hraða tæki það 1700 ár að hreinsa jarð- sprengjurnar úr jörðu í Afganistan. Þær stríðshörmungar sem gengið hafa yfir Afganistan hafa eins og annars staðar bitnað mest á hinum varnarlausu, fyrst og fremst börn- um. Hátt á aðra milljón manna hefur hlotið varanleg meiðsl og ör- kuml síðan stríðið hófst 1978, og af þessum fjölda er meira en helm- ingurinn börn og ungmenni innan 18 ára aldurs. Mörg þessara ung- menna hafa misst útlim eða útlimi af völdum jarðsprengja og annarra vítisvéla. Án vel gerðra gervilima bíður þeirra dapurleg framtíð. Nýja gervilimaverkstæðið, sem söfnunin 12. maí mun styrkja, er í raun þróunarverkefni. Sú þekking sem þar er verið að leggja grunn að verður eftir í landinu og mun nýtast stríðshijáðum á mjög áþreif- anlegan hátt. Af nýlegri skoðanakönnun að dæma er meirihluti íslendinga þeirrar skoðunar að framlag íslands til aðstoðar við þróunarlöndin sé hæfilega mikið og sjá þeir ekki ástæðu tii að auka það. Samt er framlag íslands til aðstoðar við bágstödd ríki minna en nokkurt annað vestrænt ríki telur sér sæma. Vera má að fólk á íslandi geri sér ekki grein fyrir því hve lánsöm þjóð við erum að hafa aldrei kynnst þeim hörmungum sem yfir fólk ganga í þriðja heiminum. í ávarpi sínu um alheimsátak til hjálpar stríðshijáðum segir frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands: „Við Islendingar skulum minnast þess láns að hafa aldrei átt aðild að stríðsátökum í þeim mæli sem svo margar þjóðir hafa orðið að þola. íslendingar hafa ávallt haft samkennd með þeim sem þjáðst hafa og hugsa með hryggð og djúp- ri samúð til þeirra sem nú hafa orðið fómarlömb blóðugra styijalda þar sem vopnuð átök eiga sér stað og stríð geisa.“ Þegar söfnunarátakið undir kjör- orðinu „Sól úr sorta“ fer fram hinn 12. maí gefst íslendingum kostur á að sýna í verki með framlögum sín- um hug sinn til ógæfusamra fórnar- lamba stríðs til hins betra. Höfundur er sendiherra ogsitur ínlþjóðanefnd Rauðn kross íslnnds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.