Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAI 1991 * Arni Guðmundsson frá Teigi - Minning Fæddur 4. júní 1891 Dáinn 29. apríl 1991 Hann Árni í Teigi er dáinn. Ég ætla að minnast hans nokkrum orðum. Þau verða ekki úttekt á lífshlaupi hans, sem spannaði yfir eina öld, rúman mánuð vantaði hann í 100 árin, en aðeins hrað- ferð yfir okkar kynni, sem hófust 1945. Þá sá ég fyrst tilvonandi tengdaföður minn. Þau voru falleg hjónin Árni og Ingveldur í Teigi, svo sallafín og strokin með höfðingjafasi, ást- fangin eins og unglingar frá því ég sá þau fyrst, allt þar til leiðir skildust, þegar hún var komin þétt að áttræðu. Nú hefir hann aftur hitt fallegu stúlkuna sína eftir rúmlega 20 ára aðskilnað, sem oft hefir verið honum erfiður, en því mótlæti mætti hann eins og öðru, sem á hann var lagt, æðrulaus eins og formanni sæmir. Framan af ævinni var hann ein- mitt formaður og útvegsbóndi í Klöpp og síðan í Teigi í Grindavík. Það fórst honum vel úr hendi eins og annað, sem hann tók að sér. Ég hefi bæði séð í rituðu máli og eins hefir sagt mér gamall háseti hans, að hann hafi verið frábær stjórnandi til sjós, aldrei tapað stillingu á þeim vettvangi, jafnvel á örlagastundum, sem verða svo margar hjá sjómönnum, ekki síst meðan opnu trillurnar voru aðal- farkosturinn, en einmitt slíkum báti stjórnaði Árni. Þau hjónin, Árni og Ingveldur Þorkelsdóttir, f. 14._ des. 1891, eignuðust 11 börn. Úr þeim hópi misstu þau tvo drengi í bernsku, sem var mikil sorg eins og gefur að skilja. 9 komust upp til fullorð- insára, en nú era 4 þeirra dáin, þar af 3 eftir að Árni varð níræður. Ég ætla ekki að dvelja við dap- urleikann, þar var ekki Árna svið. Hann var maður gleðinnar, naut sín vel þar sem fagnað var, söng bæði mikið og vel og var lengi í kór í Grindavík. Hann var kátur og hlýr í dagfari og mjög spaug- samur. Það væri efni í væna bók að lýsa persónuleika Árna og fer ég ekki út í þá sálma, en það seg- ir dálitla sögu, að hans hefir oft verið getið í rituðu máli og vitnað bæði til hans og heimilis hans. Hinn þekkti þáttagerðarmaður Jónas Jónasson átti við hann ítar- legt viðtal í útvarpinu fyrir nokkr- um áram og fór Árni þar á kost- um. Höfð hafa verið við hann blaðaviðtöl og síðast eftir að hann var kominn á tíunda áratuginn. Það var opnuviðtal í Morgunblað- inu. Hann kom fram í tveimur kvikmyndum, sem sýndar hafa verið í Sjónvarpinu, og hefir þá eflaust þar ráðið vali kvikmynda- Fæddur 30. janúar 1928 Dáinn 28. apríl 1991 Mig langar í nokkrum orðum að minnast Arents Hafsteins Arn- kelssonar sem í dag verður lagður til hinstu hvíldar. Hann fæddist 30. janúar 1928 í Bugðlungu, Grindavík. Ég. átti því láni að fagna að kynnast Arent er hann giftist móður minni og áttum við margar góðar stundir saman sem gott er að minnast. Þakklát minning liðinna sam- verustunda rifjast upp fyrir mér, svo sem ferðin í Þórsmörk, Mall- orcaferðin og ferðin til Júgóslavíu stjórans, hvað Árni var mikill per- sónuleiki í sjón, enda sómdi hann sér vel á hvíta tjaldinu. Hann var með hlutverk í auglýsingu frá DAS, sem lengi birtist á sjónvarps- skjánum. Ámi var fljótur að ná sambandi við fólk, sem hann hitti á förnum vegi. Hann hafði mjög gaman af að spila. Við hjónin spiluðum oft við hann og síðast hálfum mánuði áður en hann dó og hafði hann þá fullt vald á spilamennskunni. Hann var sérstaklega bamgóð- ur, enda dýrkaður af afkomendumy sínum og því meira, sem þeir vora yngri. Ég man þeg- ar synir mínir voru litlir. Þá voru afi og amma í Teigi sérstakur við- miðunarpunktur í tilveru þeirra. Þeir ljómuðu og skinu, þegar von var á þeim í heimsókn og neyttu vart svefns né matar af tilhlökk- un, þegar þeir ætluðu í heimsókn til Grindavíkur. Þessi fátæklegu orð era hinsta kveðja frá mér og íjölskyldu minni til Árna pabba, Árna afa og Árna tengdapabba. Hann er þó langt frá því að vera horfinn úr vitund okk- ar, verður eflaust nefndur og til hans vitnað. Með honum er horfinn aldinn ljúflingur, sem öllum lagði gott til. Hann var gæfumaður, þrátt fyrir harða lífsreynslu. Gæfa hans var sú að eiga góða konu og góð börn, sem elskuðu hann og virtu alla tíð. Það voru fleiri en fjölskyldan, sem sýndu Árna vináttu og hlýju. Læknar og starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði veittu honum frábæra umönnun og það viljum við hér með innilega þakka. Sérstaklega vil ég þó nefna konurnar, sem önnuðust hann mest, því það var kennslustund í mannkærleika að sjá og heyra, hvernig þær umvöfðu hann og léttu honum tilveruna svo sem mest mátti. Hafi þær allar innilegar þakkir fyrir og ekki þurfa þær að kvíða framtíðinni, ef allar bænirnar hans Árna þeim til handa verða heyrðar, og ég trúi að svo verði. Megi góður Guð stýra fari hans heilu heim, í höfn á friðarlandi. Þar veit ég að fjölskyldan hans, sem farin er á undan honum, bíð- ur hans með Ingu í fararbroddi og réttir honum landfestarnar. Beri hann þeim öllum kveðju okk- art Auður og fjölskylda Árni Guðmundsson frá Teigi í Grindavík andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt 29. apríl sl. Þegar ég les þess andlátsfregn í Morgunblaðinu daginn eftir, þá vakna svo margar kærar minning- sem gott er að geyma í hjarta sínu. Eftir að ég eignaðist mín börn fengu þau svo sannarlega að kynn- ast því hve bamgóður hann var. Þau hændust mjög að honum. Gaman var að koma til Grindavík- ur og fá að fara með Arent í fjár- húsin eða labba niður í fjöru. Ég veit að þau eiga margs góðs að minnast og eru þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Nú á kveðjustundu, er söknuður sækir að, er gott að minnast með þakklæti allra þeirra stunda er við fengum að eiga með Arent. Megi góður Guð, sem alltaf er hægt að leita til, styrkja og styðja. alla þá er hann unni. ar um samverustundir okkar. Árið 1921, 11. febrúar, kom ég á heim- ili foreldra hans, Guðmundar Jóns- sonar og Margrétar Ámadóttur á Klöpp í Grindavík, ráðinn sjómaður á bát þeirra á vertíðinni. Eftir átta Kveðja: Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur min veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjöm Egilsson.) Mig langar til að kveðja með örfáum orðum ástkæra móður mína, en hún andaðist á Landspítal- anum þann 22. apríl síðastliðinn. Mamma var greind með krabba- mein fyrir 5 árum. Þá hóf hún kraftmikla en erfiða baráttu við þennan illskeytta sjúkdóm. Alltaf lifðum við í þeirri von að henni tækist að yfirbuga þennan vágest, en ekki verður við allt ráðið. Mamma hafði reyndar verið sjúkl- ingur alveg frá því að hún átti mig, fyrir 23 árum. Þá voru henni gefin aðeins 5 ár sem hún ætti ólifuð. Ég er þakklátur fyrir að góður guð leyfði mér að njóta samvista við hana þó þetta lengi, en drottinn gaf og drottinn tók. Mér er styrkur að því að ég var staddur hjá mömmu þegar kallið kom. Andlátið var friðsælt og ég skynjaði svo vel að loksins hafði hún öðlast frelsi. Loksins gerði ég mér fulla grein fyrir þeirri miklu staðreynd, að aðeins eitt andartak skilur milli lífs og dauða. Það er yndislegt að vita, að dauðinn er aðeins upphafið að eilífu lífi og að mömmu líður vel hjá himneskum föður. Ég er henni þakklátur fyrir Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. (Jóh. 11. 25-26) Svana og börn daga ferð að heiman til Grindavík- ur, fannst mér móðir mín taka á móti mér þegar ég heilsaði henni Margréti á Klöpp. Sama ylinn fann ég þegar ég heilsaði Árna á Teigi. Hann var formaður á bát föður síns, tírónum árabát sem hét Lukk- ureynir. Þetta breyttist ekki við kynninguna. Sex vertíðir var ég með Árna. Allan þann tíma heyrði ég hann aldrei tala styggðai-yrði til nokkurs manns. Hann var alltaf sama ljúfmennið hvort gekk vel eða illa. Hann fór vel að sjó eins og sagt var um þá sem völdu rétt veður til sjóferða. Ég vil segja snill- ingur í brimlendingu. Valdi rétt lag og var lagheppinn, lagið entist allt- af í lendingu. Árni átti góða konu sem var honum vel samhent. Þau áttu 11 börn, sex þeirra eru dáin. Konu sína Ingveldi Þorkelsdóttur missti hann fyrir mörgum árum. Það var honum óbætanlegur missir. Að ég var ekki nema sex vertíðir, var af því að þá hættu foreldrar hans að hafa sjómann. Guðmundur bröðir Árna sem alltaf var með honum vildi fá mig, en mig langaði til að komast á vélbát, orðinn leiður á árinni. Þess vegna var vera mín allt sem hún gaf mér af sér og allt sem hún kenndi mér: trú á algóðan guð og allt gott. Við mamma vorum náin ogþurft- um oft ekki orð til að talast við. Iiún var ekki aðeins yndislega góð móðir, heldur einnig minn besti trúnaðarvinur. Ég mun búa að heil- ræðum hennar um ókomna framtíð. Ýmislegt brölluðum við saman og minningarnar eru margar og allar góðar. Betri mömmu hefði ekki verið hægt að óska sér. Ég er bara mannlegur og það er stutt í tárin. Ég sakna mömmu minnar meira en orð fá lýst. Mér verður hugsað til bernsku minnar og söngsins hennar mömmu, er hún svæfði mig á kvöldin. Ennþá, svo oft, finn ég hana hjá mér. Mynd hennar er skýr og falleg í huga mínum og sú mynd verður aldrei frá mér tekin. Við Gréta og Karitas Harpa þökkum mömmu og ömmu fyrir allt. Missir föður míns er mikill og við biðjum góðan guð að gefa hon- um styrk á þessum þungbæru tím- um. Að lokum vil ég biðja algóðan guð að blessa og varðveita hana mömmu mína, þar til við hittumst á ný. Fæddur 10. apríl 1952 Dáinn 28. apríl 1991 Okkur langar að minnast í fáum orðum vinar okkar og góðs félaga, Skúia Þórðarsonar, sem lést þann 28. apríl sl. Hvers vegna hann, sem var svo kátur og lífsglaður og átti svo ótal margt eftir. Okkar kynni hófust fyrir u.þ.b. 10 árum þar sem við unnum saman í Saltfiskverkun SVN í Neskaup- stað. Skúli var dugmikill og áreið- anlegur í starfi og vann sitt verk af stakri prýði. Skúli var traustur félagi og vinur og var alltaf hægt að leita til hans. Hann átti marga vini en þó fáa sem hann bar mikið traust til og gat heimsótt. Skúli leit björtum augum á lífið og framtíðina. Ekki er langt síðan að hann minntist á að fara í siglingu með Berki, en á því skipi eru tveir bræður hans. Þetta var orðin árlegur viðburður hjá honum ___________________________31 ekki lengi'i með honum. Ég vil nefna eitt dæmi um rólyndi Árna: Það var 14. mars 1926. Við vorum að koma úr róðri. Ófært var að lenda í heimavör okkar, Buðlunga- vör. Nú var að reyna lendingu í Nesinu. Þann dag hefi ég verið á sjó í mestu brirni. Þegar stefnan var tekin í Nesið sagði Árni með sinni föstu ró: „Róið þið nú vel, drengir mínir.“ Við þuiftum ekki meiri hvatningarorð. Lendingin tókst vel, margar hjálpfúsar hend- ur tóku á móti okkur. Þennan dag fórst bátur á Járngerðarsundi, níu drukknuðu, tveimur var bjargað. Af þeim 11 mönnum sem voru á Lukkureyni vertíðina 1921, er ég nú einn á lífi. Ég býst við kall- inu á hverri stundu, líkt og Jjegar Árni kallaði mig til róðurs. Ég trú því að Árni hafi fengið góða lend- ingu, hann lifði og breytti þannig. Ég enda þessar línur með þökk til hans fyrir hugljúfar samveru- stundir og góðar minningar sem ég á um þær. Börnum hans og öllum vandamönnum votta ég ein- læga samúð. Blessuð veri minning hans. Ágþist Lárusson frá Kötluholti Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. Með sínum dauða’ hann deyddi dauðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi, ekkert mig skaða kann; þó leggist lík i jörðu, lifir mín sála frí, hún mætir aldrei hörðu, himneskri sælu í. (Hallgrímur Pétursson) Davíð Art Sigurðsson og alltaf gaman að hlusta á ferða- sögur hans. Skúli átti aðeins tæpt ár í fertugt og hafði hann þegar gert áætlanir um þau merku tíma- mót og var ofarlega í huga hans utanlandsferð sem hann hafði áhuga á að fara í með vinum sínum. Skúli Þórðarson var sonur hjón- anna Þórðar M. Þórðarsonar og Ingibjargar Finnsdóttur og var hann þriðji í röðinni af fjórum bræðrum. Fráfall hans skilur eftir mikið tómarúm í hjörtum okkar allra sem þekktum hann. Við vott- um fjölskyldu hans, vinum og ætt- ingjum, okkar dýpstu samúð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, guð þér nú fylgir, lians dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Gyða, Guðlaugur og Kristín. Arent H. Amkels- son - Minning Guðríður Hulda Guðmundsdóttir Skúli Þórðarson, Nes- kaupstað - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.