Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 15 Átta vikna blaðgræðlingur. Saini græðlingur 4 vikum síðar. Lítið eitt um græðlinga Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 202 þáttur Sá siður hefur lengi tíðkast hér á landi og sjálfsagt víðar, að áhug- afólk komi sér upp blómum með „afleggjurunum", ýmist illa fengnum og kannske ekki síður með þeim sem hnuplað var frá nágrannanum þegar enginn sá til. Má segja að plöntur sem þann- ig eru tii komnar, á hvorn veginn sem er, séu jafnan í miklu uppá- haldi hjá ræktandanum. Með vax- andi menningu og menntun lands- manna hefur hið gamla notalega nafn „afleggjari“ svo til týnst úr málinu og „græðlingur", sem viss- ulega er ágætisnafn, leyst hann af hólmi. Græðling má e.t.v. skil- greina þannig að hann sé plöntu- hluti sem getur myndað rætur og þannig orðið að nýjum einstakl- ingi ef ákveðin skilyrði eru fyrir hendi hvað snertir hita, raka og annan aðbúnað. Fjölmörgum algengnum blóm- um má fjölga með græðlingum en rétt er að geta nokkurra atriða sem vert er að hafa í huga ef ráðist er í græðlingaæxlun. Fyrst og fremst má loftið í kringum þá ekki vera mjög þurrt, þá skal og varast dragsúg sem hægiega get- ur valdið rakatapi og þótt græð- lingar þarfnist nokkurar birtu er nauðsynlegt að veija þá fyrir sól þangað til greinilegt er að þeir hafi myndað rætur. Græðlingum er ýmist:. 1) Stungið beint ofan í pott með rakri mold sem þarf að vera ríflega blönduð sandi og vikri. Þjappa skaí þéttingsfast að þeim og gott er að setja síðan plastpoka yfir til þess að koma í veg fyrir of mikla útgufun. 2) Settir í vatn, t.d. í hið sí- gilda glas í eldhúsglugganum sem nútímamenningunni virðist ekki hafa tekist að útrýma með öllu enda gefst þessi frumstæða að- ferð oft furðu vel og varla fyrirf- innst heppilegri staður til þess að gleyma þeim ekki. í gi'æðlinga má nota ýmsa plöntuhluta. Al- gengast er að nota nýja sprota og má með þeirri aðferð fjölga ótal tegundum, t.d. pelargoníum, iðnu-lísu, neríu, gyðingum, berg- fléttu o.fl. o.fl. Einnig má nota stöngulbúta (t.d. rósir, hawaiirós, gúmmítré, mánaguli, passíublóm, dieffenbacia o.m.fl.) og jafnvel einstök blöð eða blaðliluta (t.d. blaðbegoníur, st. pálíur og gloxin- íur). Einna best þykir gefast þeg- ar græðlingar eru teknir með „hæl“, þ.e. að þeim fylgi smáhluti af grein þeirri eða stofni sem þeir eru teknir af (á það einkum um tijákenndar jurtir). Ef til vill er þar fengin að einhveiju leyti skýr- ing á því sem í almæli hefur ver- ið frá ómunatíð að stolnir græð- lingar þrífist best. En til sanns vegar má færa að sé græðlingur tekinn í miklu flaustri er ósköp hætt við að „hæll“ fylgi óvart með. Að lokum má geta þess að græðlinga-aðferðin er í fullu gildi hvort heldur um er að ræða stofu- blóm, fjölærar jurtir eða jafnvel tré og runna. Bænadagurinn er á sunnudag: Beðið fyrir fórnar- lömbum stríðsátaka NÆSTKOMANDI sunnudagur, sem er fimmti sunnudgur eftir páska, er bænadagur í íslensku þjóðkirkjunnar. Biskup íslands hefur beðið presta að minnast í bænum í guðsþjónustum fórnarlamba stríðsátaka. „Víða um heiminn á saklaust fólk um sárt að binda vegna ófriðar og í löndum við Persaflóa sjáum við nú greinilega sem oft fyrr að hernaður skapar fleiri vandamál en leysir; hungur, þjáningar og dauði eru nú hlutskipti margra. Það er von mín að íslenska þjóð- in sem býr við frið og öryggi muni sameinast í bæn á bænadegi fyrir fórnarlömbum stríðsátaka og að við hugleiðum sérstaklega hlutskipti Kúrdanna, smáþjóðar sem á sér fáa málsvara og biðjum þess að þeir megi lifa án ótta við tortímingu og dauða," segir í frétt frá hr. Ólafi Skúlasyni biskupi íslands. Afhenti trúnaðarbréf Ingvi S. Ingvarsson afhenti ný- lega Francesco Cossiga forseta It- alíu trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Ítalíu. Rauði kross Islands gengst fyrir málþingi um Genfarsáttmála og önnur mannúðarlög laugardaginn 4. maí nk. í Háskólabíói. Við höfum fengið valinkunnan hóp fólks til þess að fjalla um þessi mál, reynslu af styrjöldum, hlut fjölmiðla, börn og mannréttindi, mannréttindi og mannréttindakennslu í skólum hérlendis og fleira athyglisvert. Við bjóðum alla velkomna sem láta sig mannúðarmál einhverju skipta og hvetjum þá til að mæta. Málþingið sett - Björn Friðfinnsson formaður Alþjóðanefndar RKÍ 1. Fórnarlömb styrjalda Dr. Guðjón Magnússon formaður RKÍ 7. Hvernig og hvaða fréttir fær almenningur af stríði og mannréttindabrotum? Ólafur Gíslason blaðamaður 2. Genfarsáttmálar - (almenn kynning) Sölvi Sölvason lögfræðingur 8. Ríki laganna Atli Harðarson heimspekingur 3. Methods of Warfare and the Law of War Dr. Esbjörn Rosenblad 9. Mannréttindi á Islandi Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur 4. Með stríðshrjáðum börnum Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur 10. Börn og mannréttindi Anna G. Björnsdóttir lögfræðingur 5. Á meðal fórnarlamba stríðs og ofbeldis Dr. Gísli Sigurðsson læknir 6. Mannréttindi og mannúðarlög Gréta Gunnarsdóttir lögfræðingur 11. Uppeldi til mannúðar - þáttur grunnskólans séra Ingólfur Guðmundsson Rauði kross Islands Málþing um Genfarsáttmála og önnur mannúðarlög í Háskólabíói laugardaginn 4. maí frá kl. 13-17 Allir velkomnir. t-rjj&ii >71 i d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.