Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 33 Tinna ÝrFriðriks- dóttir - Kveðjuorð Fædd 5. júlí 1986 Dáin 3. apríl 1991 Það var fyrir tæpum 2 árum að lítil stúlka bankaði uppá hjá okkur og spurði hvort hér byggi stelpa sem vildi leika við sig. Þessu boði var tekið fagnandi af annarri stúlku sem sáran vantapi leikfélaga. Þetta var Tinna litla Ýr. Fjölskylda Tinnu hafði þá nýlega flutt frá Sauðárkróki á Kjalarnesið og var Tinna að kynnast nýjum krökkum. Þarna upphófst innilegur vinskapur á milli Tinnu og Hilmu. Þetta samband var spennandi og vinkonurnar þurftu að hittast á hveijum degi. Fljótlega var lært að hringja og síminn notaður óspart. Iðulega þegar pabbi eða mamma Tinnu kom að sækja hana þá þurfti að byrja á að finna fötin hennar. Því til var kassi með ýmsum furðu- fötum sem gaman var að búa sig upp í, einnig voru ilmvötn og máln- ing notuð í miklu mæii. Fyrr mátti ekki sjást sólargeisli en vinkonurnar voru komnar í sundföt eða stuttbux- ur með teppi og báðu um að fá nesti til að fara með út í garð og skipti þá engu hvort úti var 10 stiga frost eða snjókoma. Heimsóknir Tinnu urðu margar og því margs skemmtilegs að minnast. Tinna var líflegt og skemmtilegt barn sem veitti mikilli birtu inn í líf okkar allra þó ekki síst Hilmu sem nú á um, sárt að binda fyrir vinarmissinn. Þó árin séu ekki mörg og lítið fólk skilji ekki allan lífs- ganginn þá vakna samt margar spurningar og mörg áhyggjuefni koma upp í hugann. „Á Guð brauð- rist var spurt," því Tinnu þótti rist- að brauð alveg óskaplega gott. „Hittir Tinna nú Krumma, kisuna sína sem dó í vetur,“ var önnur spurning. Nú er Tinna farin og söknuðurinn er mikill, þessi litla stúlka sem hafði gefið svo mikið af sér, tekin alltof snemma burt frá ijölskyldu og vin- um. Sorg foreldra, systur og íjöl- skyldu er mikil, þetta er áfall sem erfitt er að lifa með en samheldin fjölskylda styrkir og gerir harminn léttbærari. Við þökkum stutta en ánægju- lega samfylgd. Blessuð sé minning Tinnu Ýr Friðriksdóttur. Elsku Steina, Frissi og Telma, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fjölskyldan Esjugrund 7, Hilma, Elín Rós, Gísli Steinn, Freydís, Sigurlína og Pétur. Ingileif Brynjólfs- dóttir - Minning Fædd 5. september 1913 Dáin 23. apríl 1991 í dag verður amma okkar, Ingi- leif Brynjólfsdóttir, jarðsett. Hún fæddist að Kirkjulæk í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Gróa Þórðar- dóttir og Brynjólfur Sigurðsson. Okkur langar að skrifa fáein orð um ömmu sem veitti okkur svo mikið. Þær eru margar stundirnar sem við höfum bæði hlegið og grát- ið hjá henni. Amma var glaðlynd og einstak- lega réttvís kona sem kenndi okkur margt sem á eftir að koma sér vel fyrir okkur á lífsleiðinni. Hún studdi okkur með ráðum og dáð. Hún tal- aði oft um uppvaxtarár sín og æsk- ustöðvar, Fljótshlíðina, og hafði frá mörgu fróðlegu að segja. Og þótt á móti blési þá bjó hún yfir ótrúleg- um styrk. Þá er helst að nefna að þijú börn sín missti hún ung að árum en sagði alltaf að Guð hefði ætlað þeim annað og meira hlut- verk og kenndi okkur að í trúnni væri styrk að fá. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við ömmu okkar og biðjum Guð að geyma hana og varðveita. Látum við nú fylgja bænirnar sem amma kenndi okkur fyrstar. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Ingileif, Margeir, Anna Sigríður, Ægir, Guðbjörg Bjarney og. Hansína Guðný. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar, AUÐAR HELGU ÓSKARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítalans. Bent Scheving Thorsteinsson. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför bróður okkar, OKTÓS GUÐNASONAR, Svalbarðseyri. Birna Guðnadóttir, Sigríður Guðnadóttir og fjölskyldur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Útför bróður okkar og vinar, ÞÓRÐAR KR. JÓNSSONAR, frá Hvammi í Dýrafirði, fer fram frá Fossvogskirkju að ósk hins látna miðvikudaginn 8. maí kl. 1 5.00. Sigríður Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Inga Jónsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Kristbjörg Bjarnadóttir, Sævar Gunnarsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR VILMUNDSSON, frá Löndum, Grindavík, Þórusttg 26, Njarðvik, lést á Landspítalanum 30. april. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 10. maí kl. 14.00. Guðjón Eyjólfsson, Marta A. Hinriksdóttir, Snorri Eyjólfsson, Ingileif Emilsdóttir, Kristín Eyjólfsdóttir og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, KRISTÍNAR SVEINSDÓTTUR, Uxahrygg. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra aðstandenda. Gróa Guðjónsdóttir, Óskar Guðjónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, VILBORGAR ÓLAFSDÓTTUR, Rauðalæk 53, Reykjavik. Ólafur Stefán Sigurðsson, Þórður Örn Sigurðsson, Brynhildur Ósk Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MARKÚSAR JÓHANNS EIRÍKSSONAR. Sérstakar þakkir til Magna Jónssonar læknis og alls starfsfólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans fyrir frábæra umönnun. Salome Mariasdóttir, Þórunn Stella Markúsdóttir, Sigurjón Markús Jóhannsson, Þórunn Þórisdóttir, Helga Unnur Jóhannsdóttir, Hermann Björgvinsson, Atli Már Jóhannsson, María Björk Hermannsdóttir, Þórunn Stella Hermannsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU SIGRID MAGNÚSDÓTTUR, Kirkjuvegi 59, Vestmannaeyjum. Sigurður Gissurarson, Pétur L. Marteinsson, Áslaug Árnadóttir, Karl G. Marteinsson, Svandis Sigurðardóttir, Þórarinn S. Sigurðsson, Guðrún R. Jóhannsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, GUÐRÍÐAR HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Bíldsfelli. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11 e á Landspítalanum. Sigurður Jónsson og synir, tengdadætur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.