Morgunblaðið - 04.05.1991, Page 4

Morgunblaðið - 04.05.1991, Page 4
4 MORGÍJNBLÁÐIÐ LAÚGARDAÓUR 4. MAÍ 1991 Umferðarslysið 1 Devon í Englandi: Fjórir á góðum batavegi, líðan eins eftir atvikum 35 slys urðu á þessum vegarkafla á síð- asta ári, að sögn blaðamanns í Exeter FJÓRIR íslendinganna, sem enn liggja á Royal Devon and Exeter sjúkrahúsinu í Exeter í Englandi eftir umferðarslys sem kostaði þrjá menn lífið aðfaranótt fimmtudags, eru á góðum batavegi. Líðan eins þeirra, Róberts Arnar Jónssonar, er eftir atvikum, að sögn starfsfólks sjúkrahússins. Fréttastjóri dagblaðsins Echo and Express í Exeter, en í frétt blaðsins á fimmtudag var vegarkaflinn sagður alræmdur slysa- kafli, sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær að 35 umferðarslys hefðu orðið á þessum kafla á siðastliðnu ári. Talsmaður lögreglunnar í Exeter segir ekki rétt að vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hætt- ulegur. „Slæmir vegir valda ekki slysum, heldur aðgæsluleysi öku- manna,“ sagði hann. Hann vísaði á héraðsskrifstofu samgönguráðu- neytisins í Bristol um u'pplýsingar um slysafjölda á veginum en ekki náðist samband við hlutaðeigandi mann þar í gær. Fréttastjóri Echo and Express sagði það á almanna vitorði í Devon að þessi vegur væri slysagildra og nefndi að þingmaður Norður- Devon, íhaldsmaðurinn Antony Speller, hefði margsinnis krafíst úrbóta, bæði þannig að gerðar yrðu tvær aðskildar akreinar í hvora átt og einnig hefði hann krafíst bættr- ar löggæslu í kjördæminu, ekki síst yfír ferðamannatímann. Fyrirspurn í neðri málstofunni Nefndur þingmaður, Antony Speller, beindi fyrirspurn til John Majors forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins á fímmtu- dag í framahaldi af fréttum af slys- inu. Eftirfarandi fór þingmanninum og forsætisráðherranum á milli: Speller: Hefur háttvirtur forsæt- isráðherra haft spumir af slysinu skelfílega á tengiveginum í Norður- Devon um þijúleytið í morgun þeg- ar sendibíll, sem kom frá Suður- Molton, lenti í árekstri við litla rútu með nokkra íslenska ferðamenn, sem varð til þess að þrír (svo þeirra fórust og sex slösuðust alvarlega? Er háttvirtur ráðherra samþykkur því að nú þegar ferðamannatíðin er hafín sé brýnt að lögreglan hafi bolmagn til að tryggja öryggi í umferðinni, en besta leiðin til þess VEÐURHORFUR í DAG, 4. MAÍ YFIRLIT: Vestur af Bretlandseyjum er 1042 mb hæð og önnur heldur minni yfir Grænlandi en hægfara lægðardrag yfir landinu. Um 800 km suð-suðaustur af Hvarfi er 108 mb lægð á hreyfingu norður. SPÁ: Fremur hæg suövestlæg átt um sunnanvert landiö en hæg breytileg átt noröanlands. Suðvestanlands verður þokuloft eða súld framan af degi en liklega rigning síðdegis. Dálítið rignir einnig á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi en austantil á landinu verður þurrt og sums staðar nokkuð bjart veður. Hiti víðast á bil- inu 5-12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Noröaustanátt á Vestfjörðum og á annesj- um norðanlands en vestlæg eða suðvestlæg átt um sunnanvert landið. Rigning víða um land og hiti víða á bilinu 4-8 stig. HORFUR Á MÁNUDAG:Á mánudag styttir upp að mestu með norðlægri átt, þó má búast við skúrum sunnanlands fram eftir degi. Heldur kólnandi. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda f—* / * * * * * * * Snjókoma * # # f* 1 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \/ Skúrir Él — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur þgumuveðvr VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl, tíma Akureyri Reykjavík htti 8 7 veður skýjað súld Bergen 10 léttskýjað Hetslnki 8 skýjað Kaupmannahöfn 7 alskýjað Narssarssuaq 6 úrkomaígrennd Nuuk 3 súld Osló 13 skýjað Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 17 heiðskfrt Amsterdam 7 hagiél Barcelona 13 skýjað Berlín 9 skýjað Chicago 6 skýjað Feneyjar 11 rigning Frankfurt 9 skýjað Glasgow 10 rigning Hamborg 4 léttskýjað LasPalmas vantar London 10 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 7 skýjað Madrtd 13 léttskýjað Malaga 20 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 10 skýjað Róm 16 skýjað Vín 11 rigning Washington 13 léttskýjað Winnipeg vantar Morgunblaðið/Andrés Pétursson Slysstaðurinn í Devon. BíII íslendinganna kom úr sömu átt og sendi- bíllinn á miðjunni en hinn bíllinn úr gagnstæðri átt. Að sögn lögreglu í Exeter þykir allt benda til að áreksturinn hafi orðið á akreininni er að gera henni kleift að hafa menn á vegunum? Forsætisráðherrann: Það fékk mjög á mig þegar ég frétti af þessu hræðilega slysi og ég er viss um að þingið tekur undir samúðar- kveðjur mínar til fjölskyldna þeirra sem urðu fyrir því. Eins og háttvirt- ur þingmaður veit verður frumvarp- ið um umferðarmál, sem nú liggur fyrir þinginu, til þess að bæta um- ferðarlögin og viðurlögin. Auk þess hyggst háttvirtur ráðherra sam- göngumála veija meira en sex millj- ónum punda í herferð til að auka öryggi í umferðinni með það að markmiði að fækka sem mest þess- um skelfílegu og tíðu slysum, eins og það, sem háttvirtur þingmaður vekur máls á, er dæmi um. Að sögn lögreglunnar í Exeter er þess ekki að vænta að rannsókn á tildrögum slyssins ljúki fyrr en í næstu viku. Talsmaður lögreglunn- ar sagði að talið væti að eitthvert eftirtalinna atriða hefði valdið slys- inu: 1. íslenski ökumaðurinn hefði talið sig vera á hraðbraut þar sem ekki væri von á umferð á móti. 2. Ökumaðiunn hefði gleymt því að hann væri j breskri vinstri handar umferð. 3. Ökumaðurinn hefði sofn- að undir stýri. „Það er óvíst að við fáum nokkum tímann að vita hver þessara skýringa er hin rétta,“ sagði hann. Nínu spáð misjöfnu gengi: Frekar svartsýnn eins og málin standa nú -segir Eyjólfur Kristjánsson höfundur lagsins. Róm, frá Sveini Guðjónssyni blaðamanni Morgunblaðsins. „Eg verð að segja eins og er að ég frekar svartsýnn eins og málin standa nú,“ segir Eyjólfur Kristjánsson höfundur og annar aðalflytj- andi lagsins Nína sem verður framlag íslands til Evrópusöngvakeppn- innar í kvöld. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Eyjólf að lokinni æfingu í Cincitta kvikmyndaverinu í Róm í gærdag þar sem æft var í fyrsta sinn fyrir fullu húsi áhorfenda. Islenski hópurinn fór til kvik- myndversins í lögreglufylgd og mun sú ráðstöfun hafa verið gerð til að koma í veg fyrir seinkun sem hæg- lega getur orðið í því umferðaröng- þveiti sem gjarnan ríkir í Rómaborg á degi hvetjum enda langt að fara fyrir íslendingana, yfír borgina þvera og endilanga. Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdist með æf- ingunni sem var fremur mislukkuð hvað varðar hljómgæði á íslenska laginu. Lagið byijaði vel en þegar kom að samsöng þeirra Eyjólfs og Stefáns Hilmarssonar heyrðist lítið sem ekkert í Stefáni og hljómaði lagið því fremur illa í salnum fyrir fullu húsi þar á meðal blaðamönn- um víðs vegar að úr Evrópu. Auk þess lék hljómsveitin of hægt og var þróttlítil í flutningi sínum enda voru undirtektimar í salnum eftir því og var þessi æfíng því laginu ekki til framdráttar. Annars er Nínu spáð misjöfnu gengi hér í Róm. Sumir eru hrifnir af laginu og telja það vel samið þrátt fyrir að það falli ekki inn í hina dæmigerðu júróvisjón formúlu. Aðrir láta sér fátt um fínnast. Sænsku fulltrúarnir spá því næst neðsta sæti og norska laginu því neðsta en þar er fremstur í flokki íslendingurinn Eiríkur Hauksson. Möltubúar, Grikkir og Kýpurbúar sem búa á sarna hóteli og íslending- ar eru hins vegar sannfærðir um að lagið verið í einu af þremur efstu sætunum. Englendingar segja að það verði í 12. til 16. sæti svo dæmi séu tekin af mismunandi skoðunum fólks hér. Ýmsar getgátur eru uppi um sig- urstranglegasta lagið og telja sum- ir að sænska söngkonan Carola muni sigra með frísklegri fram- komu sinni enda er hún stórstjarna í Evrópu. Ýmsum finnst þó lagið vera dæmigert .júróvisjón formúlu- lag“ þ.e.a.s. miklar umbúðir utan um eEk neitt. Önnur lög sem nefnd hafa verið eru breska lagið, sviss- neska lagið og þegar líða tók á föstudag fór spænska lagið að heyr- ast í umræðunni en úr því fæst skorið í kvöld og er talið að um 800 miljónir manna muni flylgjast með keppninni. íslenskir sjónvarpsá- horfendur geta skráð hjá sér stigin sem dómnefndir gefa lögunum á töflu sem birt er í miðopnu Morgun- blaðsins í dag. ------»-f-4----- Biskupsstofa: Tveir sækja um Langholts- prestakall TVEIR umsækjendur, þau Flóki Kristinsson og Guðrún Edda Gunnarsdóttir, eru um stöðu sóknarprests í Langholtspre- stakalli. Umsóknunum hefur verið skilað til formanns sóknar- nefndar og Jóns Dalbú Hró- bjartssonar, prófasts. Greidd verða atkvæði um stöðuveiting- una á kjörmannafundi sem pró- fastur boðar til í lok næstu viku. Auk þeirra °.em sóttu um stöðu sóknarprests í Langholtspre- stakalli sóttu 10 um stöðu héraðs- presta í Reykjaneskjördæmi og Reykjavík, fimm um hvora. Þá sótti einn um stöðu aðstoðarprests í Árbæjarkirkju og einn um stöðu aðstoðarprests' í Seljakirkju. Einn umsækjandi, Ingileif Malmberg, var um stöðu sóknarprests í Norð- firði. Engar umsóknir bárust um lausar stöður á Patreksfirði 0g Tálknafirði. Biskup íslands mun vígja fimm guðfræðinga 12. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.