Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 10
MORGÚNBLÁÐIÐ LAUGARDAÖÚR 4. MAÍ 1901 10 Þrír í einu — tvisvar __________Ballett____________ Ólafur Ólafsson Listdansskóli Þjóðleikhússins. Ballettskóli Eddu Scheving. Ballettskóli Guðbjargar Björg- vins. Ballettskóli Sigríðar Ármann. Nám í ballett er langt og mjög strar.gt. Ef ekki er bytjað á unga aldri og kappsamlega unnið og samfellt, næst aldrei nema miðl- ungsárangur. Ef nemi í ströngu iistnámi, eins og ballett er, fær ekki tækifæri til að spreyta sig á raunverulegum verkefnum og koma fram, koðnar hann niður og missir áhugann. Hann fær enga umbun síns erfiðis. Þess vegna er Listahátíð æskunnar í senn örvun og viðurkenning til þeirra, sem eru að reyna fyrir sér í þessari list- grein og áskorun um að gera meira og ná lengra — að ná þroska í list- grein sinni. Þetta á reyndar við um allar listgreinar, ekki bara bal- lett. Þessi mörk þegar „nemandi" hættir að teljast nemandi og telst orðinn „listamaður" eru mjög óljós, geta hér legið á milli hluta. Ugg- laust er ekki unnt að greina þau fyrr en löngu eftirá. Þau skipta ekki meginmáli, heldur sú stað- reynd, að þó svo að nemandi hafi hæfileika og fái góða kennslu, er allt unnið fyrir gýg, ef ekkert tæki- færi gefst til að koma fram fyrir áhorfendur. Nú gafst tækifæri og það var gripið. Dagskráin var viðamikil og fór fram á mörgum stöðum, svo sem Gerðubergi, Listasafni íslands, Seljakirkju, Eiðistorgi, Hótel Borg og Borgarleikhúsinu. Erfitt var að fylgjast með öllum atriðunum, og reyndar ekki þörf, því oft var um sömu dagskráratriði að ræða. Ball- ettskólar Eddu Scheving, Guð- bjargar Björgvins og Sigríðar Ár- mann komu iðulega fram þrír í einu með samtvinnaða dagskrá. Þessir frumheijar í íslenskum bal- lett hafa í gegnum tíðina marg- sannað ágæti sitt og þolgæði. Þess- ir skólar ala með nemendum sínum aga og virðingu fyrir listgreininni, sem þeir koma til skila til áhorf- enda. Ballettsýningar einkaskól- anna báru góðan heildarsvip og voru til sóma. Af fjölda atriða, sem boðið var uppá, er samt vert að nefna „Ukraínskan dans“, „Dans- þyt“ og „Spánska dansgleði" sem dæmi um ljómandi góð atriði og öguð vinnubrögð. Nemendur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins komu einnig við sögu á listahátíðinni. Á lokadegi hátíðarinnar sýndu þeir stuttan bailett, „þrír í einu“, í Borgarleik- húsinu. Það verk er samið af Hlíf Svavarsdóttur, Maríu Gísladóttur og Nönnu Ólafsdóttur, en þær eru leiðbeinendur þeirra nemenda skól- ans, sem verkið döpsuðu. Frammi- staðan var sérstaklega góð og ánægjuleg. Þrír höfundar og þrír hópar skiluðu einu góðu verki. Þarna gat að líta dansara morgun- dagsins. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Uppskera námsins er góð og þær Hlíf, María og Nanna vita hvað þær eru að gera. Það sem í byijun vakti samt mesta athygli mína og nærri furðu (vegna reynslu fyrri ára), var sú stað- reynd, að þetta er vanalega kallað lifandi músík, eða handspiluð mús- ík. Svolítið leiðinleg orðatiltæki, en það sem ég á við er, að það þarf að fara til ársins 1989 til að finna ballettsýningu atvinnu- manna, þar sem tónlistarflutning- ur var ekki af bandi og mér er til efs, að áður hafi nemendum gefist tækifæri til að dansa við undirleik hljómsveitar. Það var strengjasveit undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur, sem braut þetta blað í sögunni. Takk fyrir. Reyndar ætti þetta nú varla að vera frétt, að ballettdans- arar fái undirleik hljómsveitar. En þannig hefur háttað til á þessu landi, að skilningur á þessu sviði hefur verið mjög takmarkaður. (Ju, ég veit að það kostar pen- inga.) Að vísu sneri stjórnandinn baki í dansarana og þeir í hann. Til að samvinna hljómsveitar og dánsara skili sér til fulls, þurfa allir flytjendur að sjá stjórnand- ann, en samt var þetta ávinning- ur. Vonandi boðar þetta nýja tíma og betri fyrir ballett í landinu. Það er staðreynd, að ef vandað er til vorverkanna í garðinum og jarðvegurinn vel undirbúinn, verða sumarverkin auðveldari og upp- skeran betri. Þetta á líka við um listnám. Þar ræður tilviljun minnu en vandvirkni. Núna var vandað til verka. Raðhús á einni hæð við Álfaskeið í Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu 133 fm. Stór stofa, 4 svefnherb., eldhús, bað og þvottahús, 30 fm bílskúr, á eftirsóttum stað við lokaða götu. Skipti á 3ja~4ra herb. íbúð í Hafnarfirði koma til greina. Fallegur garður. Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., frá kl. 13-17 Austurgötu 10, sími 50764. 1 KA 91 97A LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IQU"LiO/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Á besta stað við Safamýri 3ja herb. ágæt íb. á 2. hæð 88,4 fm nt. Parket. Góð innr. Sérhiti. Ágæt sameign. Stór og góð geymsla í kj. Losun skv. óskum kaupanda. Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti 4ra herb. íb. á 1. hæð um 100 fm. Teppi, harðviður, Danfoss kerfi. Sérlóð - sólverönd. Ný klæðning fylgir utanhúss. Gott verð. Fyrir smið eða laghentan 3ja herb. efri hæð um 80 fm í reisul. steinh. v/Bergþórugötu. Rúmg. geymsluris fylgir. Skuldlaus. Laus strax. Sanngjarnt verð. Góð íbúð með stórum bílskúr á 2. hæð 86,8 fm við Blikahóla. Sólsvalir. Parket. Góð innr. Nýendur- bætt sameign. Bílsk. 31,7 fm nt. upphitaður. Sanngjarnt verð. Skammt frá „Fjölbraut“ í Breiðholti úrvalsíb. 6 herb. Sérinng. Sérþvottah. 4 góð svefnherb. Tvennar sval- ir. Bað- og gestasn. Mikið útsýni. Bílsk. Verð aðeins kr. 8,5 millj. Endurnýjuð við Ránargötu á 2. hæð í reisul. steinh. 2ja herb. íb. 55,6 fm. Innr. og tæki 2-3 ára. Húsnián kr. 2,6 millj. Laus fljótl. Einbýlishús og raðhús Nokkrar góðar eignir í borginni og nágr. Hagvæm eignask. mögul. Vinsaml. leitið nánari uppl. Teikn. á skrifst. Stór og góð á góðu verði 3ja herb. íb. á 2. hæð v/Hraunbæ. Nýmál. og teppalögð. Kjherb. fylg- ir. Skipti æskil. á rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Vantar á söluskrá m.a.: 3ja-4ra herb. íb. miðsvæðis í borginni m/bilsk. eða bílskrétti. Traustur kaupandi. Góð útb. þar af v/kaupsamn. kr. 4,0 millj. 4ra herb. íb. miðsv. i borginni. Bílsk. fylgi. Skipti mögul. á úrvalsg. raðh. • • • Opiðídag kl. 10.00-16.00. Gott skrifsthúsn. óskast miðsvæðis í borginni. Rétt eign borguð út. AIMENNA FASTEIGHASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 .______________ihMMaiÉD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 587. þáttur Sumum hættir til að skrifa feikn og feikilegur með ufsíl- oni, hugsandi sér að þessi orð séu skyld fjúka, fauk, en svo er ekki. Fyrrnefndu orðin feit- letruðu eru í fyrstu hljóðskipta- röð við no. fíkn(i), io. fíkinn og so. fíkjast. Fíkn(i) er áköf löng- un, fíkinn er gráðugur (einnig til fíkur í sömu merkingu), og að fíkjast á fé er að vera sólg- inn í peninga, svo að dæmi sé tekið úr Sólarljóðum. Til var einnig lo. feikn=ógurlegur, skaðvænn og hyggja sumir að þetta sé skylt lo. feigur og no. feigð. Avaxtarheitið fíkja er hins vegar óskylt þessu, tökuorð ætt- að úr latínu. Þetta, sem hér er komið, er eiginlega formáli. Hinn 26. ágúst 1979 birtist bréf frá Herði Jónssyni, þá á Höfn í Hornafirði, nú í Reykjavík, þar sem ég mælti með nýyrði hans, fíkill, í staðinn fyrir „dópisti“. Sjálfur hafði ég baksast með orðið vímill um þann sem tíðum væri undir áhrifum vímugjafa eða fíktist á þá. Sem betur fer, hefur orð Harðar Jónssonar náð að festast í málinu, enda prýðilega gert, og nú hefur Hörður sent mér nýtt bréf með skrá um nýyrði, sem hann hefur smíðað, og sam- setningar af þeim. Skal nú birta hér allmörg dæmi, og eru orðin þegar skráð hjá Islenskri mál- stöð. Úr nýyrðaskrá Harðar Jónssonar: „1) Fíkill, bókafíkill, frétta- fíkill, lyfjafíkill, senufíkill, spila- fíkill, tölvufíkill. 2) Áningarfarþegar (stop over passengers), til dæmis far- þegar sem millilenda og/eða á leið sinni (notað af Flugleiðum í auglýsingu 1986; sjá Morgun- blaðið 4. jan. 1991.) 3) Náttúrukær, um vöruj' og/eða annað sem ekki veldur skaða í umhverfinu. Dæmi: „Þessi staður er náttúrukær.“ (Tíminn 6. apríl 1991.) 4) Jarðlyndur, um vörur og/eða annað sem ekki veldur skaða í umhverfinu.“ ★ Magnús Jónsson í Hafnarfirði svarar spurningu minni um eign- arfall af sjór og spinnur í kring- um það Vef fleiri hugleiðinga. Gefum honum orðið litla hríð: „í daglegu tali segjumst við ætla niður að sjó, en stundum í ritmáli og hátíðlegheitum að vissu marki, er talað um að ganga niður til sjávar. Og svo er ein „útgáfan“ sú, að fara til sjós, og er þá um atvinnu að ræða. Af öllum dagblöðunum féll mér bezt við Þjóðviljann um fimm ára skeið. Hann hafði þá venju og hefur víst ennþá, að íslenzka nöfn útlendinga að staf- setningu til, og í því sambandi dettur mér í hug Kínveiji nokk- ur, hvers nafn var annað hvort Sjú En Læ eða Sjó En Læ. Minn- isstætt varð þegar fjórir hagyrð- ingar fengust við að botna vísur - 1955 var það víst - og þá kom þessi: Sólin fægir fold og sæ, fer í maí að hlýna. Sáir fræi’ í sunnanblæ Sjú En Læ í Kína. Þessa vísu hef ég á prenti fyrir framan mig og þar stendur sem sagt Sjú En Læ, en mig minnir að í Þjóðviljanum væri það Sjó En Læ, svo að þeir sem lögðu leið sína til hans hafa því íarið „til Sjós“ eða er það ekki?“ ★ Hlymrekur handan kvað: Sr. Agli var ekki um að kvarta, og þegar Asgerður reif hann í parta, hann barasta byrjaði bóksðng og kyijaði: „Ó, dýrð sé þér, dagstjarnan bjarta.“ ★ „Tungumál er eins og gróður: sumar tegundir gróðurs eru sterkari en'aðrar, ef vissum skil- yrðum er fullnægt. Rótfesta hvers tungumáls eru bókmennt- ir, það eru ljóð og sögur, fróð- leikur alls konar og frásagnir, sem fest hefur verið á bækur og fólk vill lesa ár eftir ár, kyn- slóð eftir kynslóð. Ef þessa rót- festu vantár er tungunni hætt, bæði vegna breytinga á hljóð- kerfi og breytingum, sem ævin- lega sækja á talmál, og vegna áhrifa frá öðrum tungumálum. Enginn vafi er á því, að bók- menntir íslendinga, sem voru varðveittar öldum saman á handritum, hafa valdið mestu um að íslenskan hélst lítt breytt frá því að fyrst var farið að rita hana á bókfell og fram á vora daga.“ (Ólafur Halldórsson: Grettis- færsla, bls. 349.) ★ Sigþrúður sunnan sendir: Mælti Hallvarður (hann átti vífið sem hrapaði niður úr ývið): „Hún er lasin og löskuð og iíklega möskuð. En svo lengist lærið sem lífið.“ ★ Tíningur: 1) Edilon (Edílon, Edelon) kemur fyrir í sögu Karla-Magn- úsar keisara og er höfðingja- heiti. Á öldinni sem leið var þetta gert að skírnarnafni á íslandi. Getur nokkur frætt mig um það, hvaðan orðið sé upprunnið og hvað það merkir? 2) Helgi H. Jónsson í sjón- varpinu fær stig fyrir að segja Evróvisjón, ekki ómyndina „Júróvisjón". 3) Hitt þótti mér lakara sem ég heyrði einhverstaðar, að menn „hefðu væntingar í þá átt“, að eitthvað yrði „staðsett“ o.s.frv. Myndarlegra væri að vonast til þess að eitthvað yrði á tilteknum stað. 4) „Ekki verður bókvitið í asnana látið,“ stundi mædd kennslukona. P.s. í síðasta þætti misprent- aðist „Hjalteyri" fyrir Haleyri. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.