Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 12
•*Í2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 Röntgendeild Borg- arspítalans 2 5 ára i- eftir Órn Smára Arnaldsson Þann 6. maí 1966 var fyrsti sjúklingurinn færður til rannsókn- ar á röntgendeild Borgarspítalans, en það var fyrsta deildin, sem tók til starfa í hinum nýja Borgarspít- ala, sem hafði verið í byggingu frá árinu 1952, en það ár hafði aðeins verið tekinn grunnur fyrir fyrsta byggingaráfanga. Þessi fyrsti áfangi var síðan steyptur upp frá miðju ári 1954 til haustins 1960. Stofndagur spítalans er 28. des- ember 1967 þegar fyrsti legusjúkl- ingurinn var fluttur í Borgarspítal- ann á lyflækningadeild, sem þá var opnuð. Röntgendeildin var þannig fyrsta deildin, sem hóf starfsemi í Borgarspítalanum og eina deildin er þar var starfrækt næstu 20 mánuði. Ásmundur Brekkan pró'- essor var fyrsti yfirlæknir röntgen- deildarinnar og Sigrún Jónatans- dóttir hjúkrunarfræðingur fyrsti deildarstjórinn. Undirritaður var ráðinn fyrsti og eini aðstoðarlækn- irinn að þessari deild á þessum vordögum fyrir 25 árum og var því viðstaddur þennan merkisdag. Það var ákaflega ánægjulegt fyrir alla starfsmenn að hefja störf á þessum vinnustað í nýjum húsa- kynnum með nýjum röntgentækj- um á hverri rannsóknarstofu. Á deildinni áttu að vera 6 rannsókn- arstofur en aðeins 5 þeirra voru fullbúnar þegar opnað var en sú Fyrsta kransæðaþræðingin á deildinni 20. apríl 1990. sjötta-komst í gagnið nokkru síðar. I dag 25 árum síðar eru 11 rann- sóknarstofur í notkun á deildinni. Rannsóknarstarfsemin Fyrstu 8 mánuðina sem deildin starfaði voru gerðar rúmlega 4.200 rannsóknir, en á næsta, ári, 1967, sem var fyrsta heila árið í starf- semi deildarinnar voru gerðar tæp- ar 9.800 rannsóknir. Starfsemi deildarinnar jókst verulega eftir því sem fleiri deildir tóku til starfa í spítalanum, en þó sérstaklega þegar slysavarðstofan var flutt úr húsakynnum Heilsuverndarstöðv- arinnar í Borgarspítalann í maí 1968. Á meðfylgjandi töflu má sjá fjölda rannsókna á hverju ári og hlutfallslega aukningu eða fækkun á milli ára. Flestar rannsóknir eru gerðar vegna þeirra er leita til slydsadeild- ar, u.þ.b. 45%. Röntgenrannsóknir inniliggjandi sjúklinga eru um 30% og vegna utanspítalasjúklinga frá Davíð Oddsson borgarstjóri kveikir á nýju tölvusneiðmyndatæki 30. sept. 1988. sérfræðingum á stofum, heimilis- og heilsugæslulæknum og frá öðr- um stofnunum u.þ.b. 25%. Framfarir og nýjungar Miklar framfarir hafa átt sér stað í myndgreiningu frá þ ví að deildin tók til starfa. Sumar 'rann- sóknir sem gerðar voru fyir 25 árum heyra nú sögunni til og veru- lega hefur dregið úr mörgum öðr- um rannsóknum um leið og nýjar rannsóknaraðferðir hafa verið teknar upp. Stærsta byltingin á myndgreiningarsviðinu á þessum árum var uppgötvun tölvusneið- myndatækisins, sem kom fram á sjónarsviðið í byrjun 8. áratugarins og þróaðist mjög hratt á næstu árum, sem leiddi til þess að minni og minni meinsemdir var hægt að greina mun skýrar en nokkru sinni áður. Fyrsta tölvusneiðmyndatæk- ið sem kom til landsins var tekið í notkun á röntgendeild Borg- arspítalans í október 1981 og var það tæki notað á deildinni til 1988 þegar nýrra og fullkomnara tæki leysti það af hólmi. Á árinu 1980 var tekið í notkun myndgerðar- kerfi, þar sem notuð voru geisla- virk efni og svokölluð „Gammaka- mera" og var tækjabúnaður vegna þessarar starfsemi endurnýjaður með fullkomnari tækjabúnaði á árinu 1989. Á árinu 1984 var enn bætt við nýrri tækni þegar svokall- að ómskoðunartæki var keypt. Stefnt er að því að endurnýja þenn- an búnað á þessu ári. Með tilkomu þessara nýju myndgreiningarað- ferða dró verulega úr æðaþræðing- Örn Smári Arnaldsson um, sem var ein aðal sérhæfða myndgreiningaraðferðin á árunum á undan. Nýr og fullkominn tækja- búnaður til æðaþræðinga var keyptur til deildarinnar og settur upp á árinu 1989 og var þá hægt að framkvæma slíkar rannsóknir á deildinni að nýju frá miðjum desember eftir nokkurra mánaða hlé. Kransæðaþræðingar hófust 20. apríl 1990. Þær eru nú algeng- ustu æðarannsóknirnar og veru- legur biðtími var orðinn eftir slíkum rannsóknum í landinu. Allar þessar nýjungar hafa leitt til skjót- ari og nákvæmari sjúkdómsgrein- ingar, sem hafa gert meðferð markvissári, mögulega fyrr en ella og fækkað mjög mikið legudögum vegna hinnu ýmsu sjúkdóma og slysa. Þessar nýju rannsóknarað- ferðir eru auðveldari fyrir sjúkl- inga, valda minni sársauka og öðr- um óþægindum, sem oft voru óhjá- kvæmilegar áður. Sparnaður sem náðst hefur vegna þessara nýju tækniframfara er ómældur. Fjárveitingarvandi Röntgendeild Borgarspítalans var búin nýjum röntgentækjum í nýjum húsakynnum fyrir aldar- fjórðungi og sinnti vel hlutverki sínu næstu árin. Fljótlega kom að því að end- urnýja þurfti tækjabúnaðinn sök- um aldurs og slits og bæta við nýjum rannsóknartækjum vegna nýrra myndgreiningaraðferða. Röntgentæki hafa verið talin dýr og afskriftir hafa aldrei verið reiknaðar í rekstrarkostnaði sjúkrahúsa. Ætíð hefur reynst erf- itt að fá eðlilegar fjárveitingar til endurnýjunar á eldri tækjabúnaði og til kaupa á nýjum myndgrein- ingartækjum og hefur röntgen- deild Borgarspítalans óneitanlega liðið fyrir þetta ár eftir ár. Hús- næði röntgendeildarinnar sem svo margra annarra deilda í Borg- arspítalanum varð fljótt of lítið og óhagkvæmt. Þegar á fyrri hluta 8. áratugarins voru uppi áætlanir um nýbyggingu svokallaðrar þjón- ustuálmu, sem m.a. átti að hýsa nýja röntgendeild. Þörfin á slíkri ISLANDSKEPPNIN í hárgreiðslu og hárskurði Breiðvangi 5. maí. Keppnin hefst kl. 10.00 — Komið og fylgist með spennandi keppni. Glæsilegur viðhafnarkvöldverður (Gala dinner) hefst kl. 20.00. Fjölbreytt skemmtiatriði — Allir velkomnir — Borðapantanir í síma 77500. INTGR Síöumúla 17,-Rvk. Símí 91-687166. KEUNE HAIRCOSMETCS La Perle SHHM KEMT Sc. UNIC Er^OY TUIC VAITIQI ITQ PIUP<TT BPl l<^J UAVPD ^^. ¦ ^^^ THE WOHLDS FINEST BRUSH MAKER INTERNATIONAL ^^k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.