Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 13
lyiORfiUNBLAÐip, .UýUGARDAGUR 4. MAÍ ,19,91
Að störfum fyrsta daginn 6. maí 1966.
byggingu er enn brýnni í dag. Eins
og flestum er kunnugt er Borg-
arspítalinn aðal slysa- og bráðam-
óttökuspítali landsins og því mjög
mikilvægt að öll aðstaða sé þar sem
best svo hægt sé að tryggja þeim
er þangað þurfa að leita örugga
og sem fullkomnustu þjónustu og
er óhætt að fullyrða að röntgen-
deild Borgarspítalans er þar einn
mikilvægur hlekkur.
Lokaorð
í grein þessari hefur verið reynt
að stikla á stóru í starfsemi röntg-
endeildar Borgarspítalans og reynt
að vekja athygli á því sem betur
mætti gera. Röntgendeildin hefur
notið þess undanfarinn aldaríjórð-
ung að hafa haft í störfum vel
menntaða og hæfa starfsmenn og
hafa þeir reynt miðað við aðstæður
hveiju sinni að veita Reykvíkingum
og landsmönnum öllum vandaða
og góða þjónustu og er það ósk
mín og von að svo megi verða á
ókomnum árum og vil ég ljúka
þessari grein minni með því að
óska okkur öllum til hamingju með
þetta 25 ára afmæli röntgendeildar
Borgarspítalans.
Höfundur eryfirlæknir
röntgendeildar Borgarspítalans.
Ár Fjöldi % Ár Pjöldi %
1971 29.540 15,7 1981 37.053 3,8
_1972 31.272 5,9 1982 38.836 3,0
1973 31.459 0,6 1983 38.389 -1,2
1974 35.184 11,8 1984 41.931 9,2
1975 35.835 1,9 1985 44.907 7,0
1976 33.355 -7.4 1986 47.675 6,2
1977 31.108 -7,2 1987 49.409 3,6
1978 34.387 10,5 1988 51.806 4,8
1979 34.427 0,1 1989 51.049 -1,5
1980 35.692 3,7 1990 51.781 1,4
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Stúlkurnar í 6. og 7. bekk Grunnskóla Þórshafnar með kaffisölu.
Skólabörn Grunnskólans
a Þórshöfn fagna sumri
Þórshöfn.
SUMARDAGURINN fyrsti hcilsaði á Þórshöfn með siyókomu og
lítt sumarlegu yfirbragði. Skólabörnin hér létu það ekki á sig fá
enda er þetta þeirra dagur og hefur verið það óslitið frá árinu
1947. Þá standa þau fyrir skemmtun og kaffisölu og þykir öllum
hér um slóðir þeirra framtak vera orðið ómissandi hluti af þessum
degi.
Stúlkumar í 6. og 7. bekk sáu
um kaffisölu í skólanum um miðjan
daginn og vitanlega áttu þær allan
veg og vanda af bakkelsinu með
aðstoð Berghildar heimilisfræða-
kennara síns. Þar var einnig sett
upp handavinnusýning stúlkna og
drengja og úrval af teikningum
þeirra prýddu veggi skólans. Hafa
kaffigestir gaman af að rölta um
og skoða afrakstur vetrarins hjá
börnunum.
Um kvöldið hófst skemmtun í
félagsheimilinu og lagði þar hver
einasti nemandi skólans eitthvað
af mörkum, frá þeim yngsta til
elsta. Ýmisiegt er til skemmtunar
og allir skemmta sér. Til dæmis
mátti sjá ellefu ára gamla Gilitrutt
krefja húsfreyju sagna um nafn
sitt og sýnishom úr kennslustund
hjá eldri bekkjunum.
Höfðu allir hið besta gaman af
sýningu bamanna og rennur allur
ágóðinn af henni og kaffisölunni í
ferðasjóð barnanna. Til hans er svo
gripið þegar ferðast þ'arf í aðra
skóla vegna íþróttakeppni eða fara
í skólaferðalög.
Endahnútur skemmtunar þess-
arar er svo diskótek fram eftir
kvöldi og er fögnuður skólabarna
alltaf jafn mikill á ári hveiju þegar
boð koma frá Pálma skólastjóra
um að skóiinn hefjist klukkustund
seinna en venjulega morguninn
eftir.
- L.S.
o!3
Þetta er óneitanlega óvenjulegur og nýstárlegur bíll, - APPLAUSE frá Daihatsu.
Hann sameinar ótal kosti sem nútíma bíleigandi krefst:
Undurgóð fjöðrun ásamt sítengdu aldrifi eða framhjóladrifi valda því að hann liggur
einstaklega vel og er því mun öruggari í akstri.
Kraftmikil, sparneytin vél, vökvastýri og ótrúlega mikið rými fyrir farþega
og farangur gera hann ólýsanlega þægilegan, beinlínis skemmtilegan.
En þetta eru bara orð, við getum haldið lengi áfram.
Þú verður einfaldlega að prófa, þar liggur sannleikurinn.
□AIHATSU
APPLAUSE
- prófaðu bara!
Applause með framhjóladrifi kostar frá kr. 929.000 stgr. á götuna.
Applause með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.245.000 stgr. á götuna.
FAXAFENI8 • SÍMI91 - 68 58 70