Morgunblaðið - 04.05.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAI 1991
19
Um 2.000 hafa sótt sýn-
ingu Baltasars í Hafnarborg
í HAFNARBORG stendur nú yfir sýning á þrjátíu verkum eftir
Baltasar. Myndirnar eru tengdar og eiga allar rætur í Eddukvæð-
um, sem listamaðurinn segist líta á sem nokkurs konar sál Islend-
inga. Verkin á sýningunni málaði Baltasar á timabilinu 1989 til
1991. Um 2000 manns hafa þegar sótt sýninguna, en hún verður
opin frá kl. 14 til 19 alla daga nema þriðjudaga fram til 12. maí n.k.
Verkin sem Baltasar hefur mál-
að fyrir þessa sýningu hafa, að
hans sögn, djúpa persónulega þýð-
ingu fyrir hann sem listamann.
Þema þeirra er sótt í Eddukvæði,
þar sem ijallað er um forna við-
burði, goðasögur og hetjusögur
löngu liðins tíma. „Það má í raun
líkja þessari hrifningu minni á
Eddukvæðum við ást á manneskju,
þar sem maður byijar á því að
hrífast af ytra útliti en kynnist svo
manneskjunni og fer að elska sál
hennar. A svipaðan hátt hef ég
kynnst Islandi. Eg flutti hingað
fyrir þijátíu árum og hreifst þá af
fegurð landsins en kynntist svo
sögu þess og sál, því Éddukvæðin
eru nokkurs konar sál íslendinga,"
sagði Baltasar, í samtali við Morg-
unblaðið.
Myndirnar á sýningunni eru
flestar mjög stórar en það er, að
sögn Baltasars, nauðsynlegt þegar
myndefnið eru þursar og goð líkt
og í þessu tilfelli. „Það kann að
vera að stærð verkanna sé ókostur
þegar litið er á þau sem söluvöru
en það er mjög gott að tjá sig á
þennan hátt,“ sagði Baltasar.
Annað einkenni verkanna er
hversu dökk þau eru. „Atburðir
Eddukvæða gerðust fyrir mjög
löngu. Allar lýsingar þeirra eru-
seiðmagnaðarar og dulúðugar og
fela í sér ýmis tákn s_em eiga sér
ekki ljósa merkingu. Á sama hátt
vinn ég með kvæðin. Fólk verður
því að skoða myndirnar í rólegheit-
um, gefa sér tíma til að átta sig á
þeim og lifa sig svolítið inn í þá
veröld sem kvæðin lýsa,“ sagði
Baltasar. Jafnframt sagðist hann
hafa lagað lýsingu í sýningarsal
þannig að birta verkanna komi frá
þeim sjálfum en á þann hátt sé
þægilegra að virða þau fyrir sér.
„Ég mála myndirnar eins og
Eddukvæðin virka á mig á svipaðan
hátt og verið sé að mála músík og
nota því þema þeirra án þess að
mála kvæðin eins og þau koma
bókstaflega fyrir. Ég les ekki kvæði
og fer svo að vinna, heldur hef ég
lesið þau margsinnis og mála þau
eins og þau birtast í huga mínum,"
sagði Baltasar.
Baltasar sagðist í verkum sínum
reyna að notfæra sér hversu nú-
tímaleg og manneskjuleg Eddu-
kvæðin væru. „Gagnstætt hinni
grísku, rómönsku goðafræði eru
goðin í Eddukvæðum breysk og
hafa tilfinningar eins og menn. Þau
tala t.d. við dýrin sín líkt og ég
tala við hestana mína. Þessi blæ-
brigði mannlegra tilfinninga sem
þarna er að finna snerta mig mjög
djúpt og ég reyni að draga þau
fram í verkum mínum," sagði Balt-
asar.
Flest verkanna á sýningunni éru
til sölu en nokkur þeirra eru í einka-
eign. Þ.á.m. eru tvö þeirra einka-
eign Spánarkonungs og drottning-
ar.
Frá vinstri: Aðalheiður Eggertsdóttir píanóleikari, Sigurbjörn Bern-
harðsson fiðluleikari og Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari.
Tónlistarskólinn í Reykjavík:
Einleikaraprófstónleik-
ar í Islensku óperunni
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur þrenna einleikaraprófs-
tónleika í íslensku óperunni eftir
helgi.
Fyrstu tónleikarnir eru mánudag-
inn 6. maí kl. 20.30. Þá leika Sigur-
björn Bernharðsson fiðluleikari og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó-
leikari verk eftir A. Dvorák, J.S.
Bach, H. Wieniawski og L. van Beet-
hoven.
Aðrir tónleikarnir eru þriðjudag-
inn 7. maí kl. 20.30. Aðalheiður
Eggertsdóttir píanóleikari flytur
verk eftir J.S. Bach, L. van Beethov-
en, D. Sjostakovitsj og Fr. Chopin.
Þriðju tónleikarnir eru miðviku-
daginn 8. maí kl. 20.30. Unnur Vil-
helmsdóttir píanóleikari leikur verk
eftir J.S. Bach, L. van Beethoven,
C. Debussy og R. Schumann.
Tónleikarnir eru síðari hluti ein-
leikaraprófs Sigurbjarnar, Aðalheið-
ar og Unnar frá skólanum.
Aðgangur er ókeypis.
Ráðstefna Félags ráðgjafarverkfræðinga:
Þarf pólitísk kraftaverk
til að vernda umhverfið
Eiður Guðnason umhverfisráðherra:
Athugar starfsveitingu forvera
ÓVISSA er kominn upp um ráðningu deildarstjóra mengunarvarna-
sviðs Siglingamálastofnunar en Július Sólnes, fyrrverandi umhverfis-
ráðherra, réði Þóri Hilmarsson, fyrrverandi brunamálastjóra, í stöðuna
29. apríl. Siglingamálastjóri hafði hins vegar gert aðra tillögu til sam-
gönguráðherra um ráðninguna.
Vegna ágreinings ráðherranna um
hveijum bæri að ráðstafa stöðunni
vísaði Júlíus málinu til Steingríms
Hermannssonar.forsætisráðherra,
sem úrskurðaði að staðan heyrði
undir umhverfisráðuneytið. Eiður
Guðnason, umhverfisráðherra, hefur
þetta mál nú til athugunar og vildi
hann ekkert um það segja í gær en
kvaðst vonast til að það leystist með
friði. Magnús Jóhannesson, siglinga-
málastjóri, vildi ekkert um málið
segja í gær.
Staðan var auglýst laus til um-
sóknar 8. janúar sl. Siglingamála-
stjóri gerði tillögu um ráðningu í
stöðuna til Steingríms J. Sigfússon-
ar, þáverandi samgönguráðherra, 12.
febrúar. Við breytingar á lögum um
Siglingamálastofnun á síðasta ári,
þegar verkefni umhverfisráðuneytis-
ins voru ákveðin, var sá þáttur starf-
semi stofnunarinnar, sem varða
mengun sjávar, færður undir
umhverfisráðuneytið.
Steingrímur J. Sigfússon sagðist
í samtali við Morgunblaðið hafa talið
eðlilegast að þeir leystu málið með
samkomulagi. Umhverfisráðherra
ákvað hins vegar að fá forsætisráð-
herra til að leysa úr málinu og úr-
skurðaði forsætisráðuneytið síðan
með bréfi að umhverfisráðherra ætti
að ráða í stöðuna að fengnum tillög-
um siglingamálastjóra.
Steingrímur sagði að á meðal
umsækjenda um stöðuna hefðu verið
margir hæfir einstaklingar og hann
hefði ekki verið búinn að velja á
milli þeirra þegar úrskurður forsætis-
ráðuneytisins barst honum. Sagði
hann að þar með hefði afskiptum
samgönguráðuneytisins af málinu
lokið.
Júlíus gekk frá ráðningunni 29.
apríl og valdi Þóri Hilmarsson, sem
var frambjóðandi Fijálslyndra á
Norðurlandi vestra, til starfsins og
gekk þar með gegn tillögu siglinga-
málastjóra. Júlíus sagði að hann
hefði ekki verið í vafa um að Þórir
hefði verið hæfastur þeirra umsækj-
enda sem sóttu um stöðuna og hann
hefði talið fráleitt að láta hann gjalda
stjórnmálaskoðana sinna. Þórir hefur
ekki hafíð störf í stofnuninni. ■
„Ekkert nema klar pólitísk stefnumörkun, lagasetning og öflugt eftir-
lit getur verndað umhverfið. Miðað við þá stöðu sem heimurinn er
kominn í er kannski nær að tala um pólitísk kraftaverk. Verkfræðing-
ar eiga þar litla möguleika nema gerast pólitískir kraftaverkamenn.
Það stendur þeim raunar nærri sakir þekkingar þeirra á lögmálum
náttúrunnar. Það mun þó ekki gerast nema tækniskólar heimsins dragi
úr framleiðslu á einhæfum sérfræðingum og taki að útskrifa tækni-
menntuð leiðtogaefni," sagði Pétur Stefánsson formaður Félags ráð-
gjafarverkfræðinga í lokaorðum fyrirlestrar sins á ráðstefnu félagsins
sem haldin var i gær undir yfirskriftinni: Ábyrgð verkfræðinga á
umhverfinu.
Ellefu sérfræðingar á ýmsum svið-
um fluttu erindi og Eiður Guðnason
umhverfisráðherra flutti ávarp í upp-
hafi ráðstefnunnar. Sagði hann verk-
fræðinga gegna lykilhlutverki í um-
hverfismálum og taldi þá sýna vax-
andi skilning á þeim. Sagði hann þá
ekki aðeins bera fjármálaábyrgð
heldur einnig siðferðilega varðandi
skipulag og hönnun mannvirkja. Pét-
ur Stefánsson og Tryggvi Sigur-
bjarnarson sem var ráðstefnustjóri
sögðu í samtali við Morgunblaðið að
það hefði greinilega komið fram á
ráðstefnunni að sjónarmið fram-
kvæmdamanna og þeirra sem starfa
að umhverfismálum nálguðust.
Verkfræðingar yrðu í auknum mæli
að taka mið af umhverfissjónarmið-
um þótt það gæti reynst dýrt þótt
skylda þeirra væri áfram sú að leita
jafnan hagkvæmustu lausnanna.
Töldu þeir ráðgjafarverkfræðinga
taka æ skýrari afstöðu í umhverfis-
málum enda væri þeim tilmælum
þess efnis nú beint til aðildarfélaga
alþjóðasamtaka ráðgjafarverkfræð-
inga.
Meðal þeirra sem fluttu fyrirlestur
á ráðstefnunni var bandaríkjamaður-
inn James A. Roberts sem er skipu-
lagsfræðingur og hefur tveggja ára-
tuga reynslu af mati á umhverfisleg-
um áhrifum framkvæmda. Skýrði
hann hvernig umhverfismat fer fram
og sýndi myndir frá Islandi.