Morgunblaðið - 04.05.1991, Side 21

Morgunblaðið - 04.05.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAI 1991 21 EB-fréttir NATO verður áfram kjami vama í Evrópu Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NATO verður áfram kjarni evrópskra varna, að mati Leons Brittan, eins af varaforsetum framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins (EB). I yfirlýsingu sem Brittan birti á blaðamanna- fundi í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn er lögð áhersla á trún- að aðildarríkja EB við Atlantshafsbandalagið (NATO). Brittan segir í yfirlýsingunni að fjölmiðlar hafi í fréttum af umræðu um nýskipan evrópskra öryggis- og varnarmála fært málið úr samhengi og lagt áherslu á fréttir af sundrungu og ósamkomulagi. Enginn fótur sé fyrir slíkum fullyrðingum. Innan EB sé fullur stuðningur við NATO þó svo að aðildarríki EB greini á um hlutverk banda- lagsins í framtíðinni. Sumir óttist að NATO geti tafið fyrir nauð- synlegri þróun sameiginlegra varna Evrópuríkjanna á meðan aðrir telji að aukin samvinna á sviði öryggis- og varnarmála inn- an EB geti veikt NATO. Brittan telur ástæðulaust að líta á um- ræðuna innan EB um sameigin- legar varnir sem ógnun við NATO eða bandaríska hagsmuni í Evrópu. Það sé ljóst að NATO verði áfram kjarni sameiginlegra varnarhagsmuna Evrópuríkja, ástæðulaust sé að telja að trún- aður við Atlantshafsbandalagið geti ekki farið saman við fyrir- ætlanir um sameiginlega stefnu EB í öryggis- og varnarmálum. Það sé skynsamlegt að taka upp aukna hagnýta samvinnu innan EB á sviði varnarmála s.s. sam- eiginlega þjálfun heija aðild- arríkjanna og jafnvel stofnun evrópskra hraðsveita sem beita megi í átökum utan varnarsvæð- is NATO. Brittan telur að það hljóti að vera góður kostur að samræma reglur um vopnasölu og fram- leiðslu til þess að draga úr óhag- kvæmni og stuðla að aukinni samhæfingu búnaðar heija EB- ríkjanna. Það fyrirkomulag sem nú sé við lýði hvetji til sóunar og kostnaðarsamrar óhag- kvæmni. Þess vegna sé skynsam- legt að fella út úr Rómarsáttmál- anum grein 223 sem gerir aðild- arríkjunum kleift að halda her- gagnaiðnaði sínum einangr- uðum. Brittan telúr og skynsam- legt að innlima Vestur-Evrópu- sambandið, varnarbandalag níu aðildarríkja EB, inn í stofnanir EB innan fárra ára. í yfirlýsing- unni kemst Brittan að þeirri nið- urstöðu að tafir á umræðunni um sameiginlegar varnir Evr- ópuríkjanna séu mun líklegri til að grafa undan NATO en um- ræðan sjálf þegar hún fer fram. Evrópa árið 2000 í erindi sem Henning Christo- phersen, einn varaforseta fram- kvæmdastjórnar EB, flutti á fundi Alþjóða efnahagsmála- stofnunarinnar í Washington 29. apríl vék hann m.a. að möguleg- um umsækjendum um aðild að EB í framtíðinni. Christophersen sagði að ljóst væri að ríkin í Mið- og Austur-Evrópu litu á bandalagið sem örugga höfn bæði pólitískt og efnahagslega. Þau vildu ganga í EB vegna þess að aðild að. bandalaginu gæti tryggt lýðræði og efnahags- legar framfarir innan þeirra. Aðild að EB tryggði jafnframt aðgang að mörkuðum, þekkingu, ljái-magni og nýrri tækni. í raun- inni sæju þessi ríki ekki aðra lausn á pólitískum og efnahags- legum vandamálum sínum en að nálgast EB svo sem unnt væri. En þessi ríki væru ekki ein um áhuga á aðild. Hann sagði að þau ríki sem hefðu lagt áherslu á hlutleysi væru óðum að átta sig á því að það hefði litla þýðingu við núver- andi aðstæður. Þetta ætti við um Austurríki, Svíþjóð og Finnland. Jafnframt væri ljóst að töluverð umræða væri bafin bæði á Is- landi og í Noregi um samband landanna við EB. Christophersen taldi líklegt að öll eða flest þess'- ara ríkja hefðu sótt um aðild fyrir lok þessa áratugar. Líklegt væri að Austurríki og Svíþjóð og hugsanlega eitt eða tvö önnur aðildarríkja EFTA yrðu fullgildir meðlimir um miðjan þennan ára- tug. Gro Harlem Brundtland í Brussel Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, er vænt- anleg til viðræðna við Jacques Delors, forseta framkvæmda- stjórnar EB, í Brussel á föstudag í næstu viku. Samkvæmt óstað- festum heimildum í Brussel hyggst forsætisráðherrann ræða m.a. sjávarútvegshagsmuni Norðmanna og fyrirkomulag þjónustu á olíusvæðum í Norð- ursjó. Innri markaðurinn Framkvæmdastjórn EB hefur lagt fram allar tillögur sem varða innri markað bandalagsins og taka eiga gildi 1. janúar 1993. Af 282 tillögum á ráðherrai'áðið enn eftir að afgreiða 95. Tæp- lega helmingur þeirra tillagna sem óafgreiddar eru Ijalla um heilbrigðiskröfur en á meðal hinna eru nokkrar sem töluverð- ur ágreiningur er um. Mjög tak- markaður árangur hefur náðst í tillögum sem varða fijálsa flutn- inga fólks, landamæraeftirlit, eftirlit -með innflytjendum og samræmdar reglur um vega- bréfsáritanir. Góðar líkur eru hins vegar taldar á að málamiðl- un finnist um samræmingu virð- isaukaskatts innan aðildarríkja bandalagsins. Reuter Maddy Ditton, starfsniaður Ladbroke’s veðbankans í Lundúnum, skráir inn á töflu nýjustu stöðu rnála í stjórnmálunum í Bretlandi. Samkvæmt henni eru 80% líkur á að Verkamannaflokkurinn sigri í næstu kosningum í landinu. Bretland: íhaldsflokkur bíd- ur ósigur í sveitar- stj órnakosningum St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKI Ihaldsflokkurinn beið verulegan ósigur í sveitarstjórna- kosningunum sl. fimmtudag. Bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn unnu vel á. í sveitarstjórnakosningunum var kosið um ríflega 12 þúsund sæti. íhaldsflokkurinn tapaði yfir 800 sætum. Verkamannaflokkurinn vann tæplega 450 sæti og fijáls- lyndir unnu rúmlega 450 sæti. Þetta er meira tap íhaldsflokksins en flestir bjuggust við. í hundraðshlutum talið fékk Verkamannaflokkurinn 37% at- kvæða, íhaldsflokkurinn 36%, Fijálslyndi flokkurinn 21%, aðrir 6%. í sveitarstjórnakosningum fyrir fjórum árum gekk íhaldsflokknum mjög vel. Fylgi hans er nú 9% minna en þá. Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar aukið fylgi sitt um 7%. Það hefur vakið athygli, að mesta fylgisaukningin hjá honum varð í suðurhluta Englands, þar sem hefur verið traustasta vígi íhaldsmanna. Frammistaða fijálslyndra kom mest á óvart í þessum kosningum. Þeim hafði gengið sérlega vel fyrir fjórum árum og enginn átti nú von á, að þeir héldu öllum sínum mönn- um frá því þá. En þeir bættu veru- legu fylgi við sig. Ef sams konár úrslit yrðu í þing- kosningum, fengi enginn flokkur hreinan meirihluta í Neðri deild breska þingsins. Þessi niðurstaða kosninganna þýðir að útilokað er að John Major forsætisráðherra boði til þingkosn- inga í júní og dregur úr líkum á þeim í haust. Neii Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, krafðist kosninga í júní og sagði Verkamannaflokkinn reiðubúinn að taka við stjórnar- taumunum. Chris Patten, formaður íhaldsflokksins, sagði þessi úrslit nokkur vonbrigði, en þess yrði að gæta, að hann væri enn stærsti flokkurinn í breskum sveitarstjórn- um. Paddy Ashdown, leiðtogi frjáls- lyndra, sagði úrelitin sýna fram á, að Verkamannaflokkurinn væri ekki aðal stjórnarandstöðuaflið í landinu. Ítalía: Stjómar- samstarfíð að bresta Róm. Reuter. ÞRIGGJA vikna gömul ríkis- stjórn Italíu virtist vera að falli komin í gær þegar spenna jókst vegna deilna um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Guido Carli fjármálaráðherra hefur greint Giulio Andreotti for- sætisráðherra frá áhyggjum sínum um að stjórnarflokkarnir standi ekki einhuga að baki áætlunum rikisstjórnarinnar. Stjórnmálaskýrendur segja að á ríkisstjórnarfundi 11. maí nk. ráð- ist hver örlög ríkisstjórnarinnar, sem er sú 50. í landinu frá stríðs- lokum, verði. Deilan snýst um til- lögur um að minnka eftirlauna- greiðslur ríkisins, löngu tímabæra aðgerð að sögn hagfræðinga, en sem fyrri ríkisstjórnir hafa ætíð veigrað sér við að ráðast í. Stærsti samstarfsflokkur Andreottis í ríkisstjórninni, Sósíal- istaflokkurinn undir forystu Bett- inos Craxis, hefur varað við því að hann muni ekki styðja tiilögurn- ar. 1111 i i í mm | i i I í I I i i j I j I w ; I i, ERTU í BÍLAHUGLEIÐINGUM? VERÐ FRÁ KR: 680.000.- TIL AFHENDINGAR STRAX! BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HR Ármúla 13108 Reykjavík Símar 68 12 00 & 312 36 I mm i I I I I ■M i I I i I i i i i i mm mm I mm i s J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.