Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991
MORGUNBLAÐIB LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Ítalía - ísland
Menningartengsl íslands
og í talíu liggja langt í
aldir aftur. Þau voru einkum
mikil og náin í katólskum sið
hér landi. Þau tengsl voru öld
um saman farvegur margs
konar evrópskra menningar-
strauma til íslenzks samfé-
lags. Og geymdur er en ekki
gleymdur hlutur klaustranna,
sem voru hlekkir í þessum
fornu menningartengslum
okkar við umheiminn, í
íslenzkum bókmenntum fyrri
tíðar; bókmenntum, sem urðu
hornsteinar menningarlegs og
raunar stjórnarfarslegs sjálf-
stæðis íslenzku þjóðarinnar.
Menningartengsl Ítalíu og
íslands eru mikil og marg-
vísleg enn þann dag í dag.
Þau setja og svip sinn á opin-
bera heimsókn forseta Ítalíu,
Francesco Cossiga, hingað til
lands, Hann verður í dag gerð-
ur að heiðursdoktor við laga-
deild Háskóla íslands. Forset-
inn færir og háskólanum stóra
bókagjöf, sem verður stofn að
ítölsku bókasafni við skólann.
Fyrir hans tilstilli kemur og
hingað lektor til kennslu í
ítölsku — á háskólastigi. End-
urmenntunardeild háskólans
hefur um árabil gengizt fyrir
námskeiðum í ítölsku og
ítalska hefur verið valgrein
við nokkra menntaskóla í
landinu.
íslendingar hafa lengi sótt
nám til Ítalíu, einkum í söng-
og tónlist. Þar hafa þeir átt
góðu gengi að fagna, einkum
söngvarar, svo sem ýmis
dæmi sanna, bæði ný og eldri.
Á seinni árum hefur náms-
greinum, __ sem íslendingar
sækja til Ítalíu, fjöjgað mjög.
Nú stunda um 50 íslendingar
margvíslegt framhaldsnám á
Ítalíu, samkvæmt heimildum
frá Lánasjóði íslenzkra náms-
manna. Trúlega er þó tala
íslenzkra námsmanna þar
nokkru hærri.
Forseti Ítalíu, Francesco
Cossiga, á að baki glæsilegan
feril, bæði sem háskólakenn-
ari í stjórnlagafræðum og
stjórnmálafrömuður í flokki
Kristilegra demókrata. Hann
hefur gegnt ráðherraembætt-
um í mörgum ríkisstjórnum
og verið forseti öldungadeild-
ar ítalska þingsins. Hann var
kjörinn forseti Ítalíu 24. júní
1985 með 752 atkvæðum af
977 — í ítalska þinginu —, sem
er eitt hæsta atkvæðahlutfall
í forsetakjöri á Ítalíu frá því
lýðræði komst á í landinu.
Hann er glæsilegur fulltrúi
sinnar gamalgrónu menning-
arþjóðar og íslendingum góð-
ur og kærkominn gestur.
Verzlunarviðskipti íslands
og Ítalíu eiga sér og langa
sögu. ítalir hafa alla þessa öld
verið í hópi beztu kaupenda
okkar á saltfiski. Þeir kaupa
einkum af okkur, auk salt-
fisks, skreið og sútuð skinn.
Heildarsala okkar á sl. ári til
Ítalíu nam um 2,7 milljörðum
króna og hafði aukizt sem
hlutfall af heildarútflutningi
úr 1,8% 1985 í 2,9% .1990.
Fleiri og fleiri ítalskir ferða-
menn heimsækja og landið
með hverju árinu sem líður.
Þeir voru u.þ.b. 800 árið 1979
en nálægt 3.500 á síðasta ári.
Innflutningur frá Ítalíu hef-
ur og farið vaxandi hin síðari
árin: var 1,4% af heildarinn-
flutningi árið 1975 en 3,1%
1990. Lengi vel voru bifreið-
ar, fatnaður og skór helzta
innflutningsvaran, en á síðari
árum hafa kaup á vélum og
tækjum — til iðnaðar og sjáv-
arútvegs — aukizt mjög. Þá
hefur Italía verið og er eitt
vinsælasta „sólarland“ íslend-
inga um áratugaskeið.
ítalir og íslendingar sitja
oft hlið við hlið á fjölþjóðleg-
um ráðstefnum um hin marg-
víslegustu efni, vegna heita
ríkjanna, einkum ráðstefnum,
sem haldnar eru í norrænum
og rómönskum ríkjum. Þannig
hafa oft myndast varanleg
vináttutengsl milli einstakl-
inga af þessum þjóðum. Þótt
sitt hvað sé ólíkt með Itölum
og íslendingum, sem og að-
stæðum i þessum tveimur
ríkjum, eiga þjóðirnar margt
sameiginlegt á sviði menning-
ar, viðskipta og viðhorfa í
samtímanum. Þær sitja því
við sama borð um fjölmörg
efni. Það er rík ástæða til að
rækta vel þau vináttutengsl,
sem tekizt hafa með þjóðun-
um tveimur.
Þess vegna — og vegna
gamalgróinna og nýrra menn-
ingar- og vináttutengsla —
fagna Islendingar hingað-
komu forseta Italíu, Franc-
esco Cossiga. Gagnkvæmar
heimsóknir forseta Islands og
forseta Ítalíu varða vináttu-
veg beggja þjóðanna til fram-
tíðar.
23|
Francesco Cossiga forseti Italíu:
Háttprúður ejjaskeggi og
reyndur stjómmálamaður
Bryiya Toiner tók saman
Francesío Cossiga, forseti Ítalíu sem nú er staddur í opinberri
heimsókn hér á landi, fæddist á ítölsku eyjunni Sardiníu 26. júlí
1928. Frá 17 ára aldri var Cossiga virkur í starfi Kristilega demó-
krataflokksins og síðar átti ábyrgð hans innan flokksins eftir að
vaxa til muna. Hann er áttundi forseti Italíu sem í kjölfar þjóðarat-
kvæðagreiðslu árið 1946 varð lýðræðisríki, eftir 21 árs einræðis-
stjórn Mussolinis.
Forsetinn er lögfræðingur og
útskrifaðist frá Háskólanum í Sass-
ari með hæstu einkunn í öllum
greinum. Hann kenndi stjórnlaga-
fræði við Háskólann í Sassari á
Sardiníu frá 1959 til 1974 er hann
var tilnefndur stjómsýsluráðherra í
ríkisstjórn Aldos Moros. Fram að
þeim tíma hafði hann gegnt ýmsum
trúnaðarstöðum innan flokksins,
aðallega á Sardiníu. Francesco
Cossiga sagði sig hins vegar úr
Kristilega demókrataflokknum
daginn eftir að hann var kjörinn
íorseti Ítalíu.
Gefur ekki kost á sér aftur
Cossiga var kjörinn forseti 24.
júní 1985 með 752 atkvæðum af
977, sem er eitt hæsta atkvæða-
hlutfall i forsetakjöri á_ Ítalíu frá
því lýðræði komst á. Á Ítalíu er
forseti kjörinn af þingmönnum og
fulltrúum héraðsstjórnanna til sjö
ára í senn. Kjörtímabilið rennur því
út eftir rúmíega ár og nýlega til-
kynnti Cossiga að hann hygðist
ekki gefa kost á sér að nýju.
Francesco Cossiga hefur lagt til
breytingar á skipulagi ítalskrar
stjórnsýslu sem fælu meðal annars
í sér að forsetinn yrði kjörinn af
ítölsku þjóðinni en ekki af þing-
mönnum. Hann hefur ennfremur
lagt til að hluti af framkvæmda-
valdinu færist til forsetaembættis-
ins, eins og tíðkast til dæmis í
Frakklandi, en sem stendur er for-
seti Ítalíu fyrst og fremst samein-
ingartákn þjóðarinnar. Nokkrar
deilur hafa risið vegna hugmynda
forsetans og hefur hann sætt ásök-
unum af hálfu ráðamanna á vinstri
vængnum og einnig af hálfu valda-
mikilla manna innan kristilega dem-
ókrataflokksins, meðal annars Cir-
iacos De Mita fyrrverandi forsætis-
ráðherra. Mun þetta vera ein af
ástæðum þess að hann hyggst ekki
gefa kost á sér til endurkjörs í for-
setaembættið.
Fjarskiptasambönd, sakamála-
sögur og njósnamyndjr eru meðal
áhugamála forseta Ítalíu. Hann
hefur í Ijöldamörg ár verið radíó-
áhugamaður og rætt við fólk víða
um heim í gegnum talstöðina. I slík-
um samskiptum kallar hann sig
„þreyttu kengúruna" og meðal við-
mælenda hans eru Juan Carlos
Spánarkonungur og Hussein Jórd-
aníukonungur sem báðir hafa sama
áhugamál og Cossiga. Cossiga er
rólegur og yfirvegaður í fasi, öfugt
við forvera hans, Sandro Pertini,
sem hvai'vetna vakti athygli fyrir
óformlega framkomu. Sandro Pert-
ini var dáður af ítölsku þjóðinni,
hann var kjörinn forseti 82 ára að
aldri og þótti hafa aukið mjög virð-
ingu forsetaembættisins með
mannlegri framkomu og
heiðarleika.
Cossiga þykir háttprúður maður
og er þekktur fyrir að vera orðvar.
Forsetafrúin, Giuseppina Cossiga,
kemur örsjaldan fram opinberlega
með manni sínum og hið sama má
segja um börnin þeirra tvö, þau
Giuseppe og Önnu Mariu.
Vann að umbótum og
endurskipulagningu gegn
hryðjuverkum
Aldo Moro, fyrrverandi formaður
Kristilega demókrataflokksins og
ráðherra, var að mörgu leyti læri-
faðir Cossiga, bæði hvað varðar
stjórnmál og einkalíf. í þriðju ríkis-
stjórn Aldos Moros (sem tók við
völdum í febrúar 1966) var Fran-
cesco Cossiga aðstoðarvarnarmála-
ráðherra. í fjórðu ríkisstjórn Moros
(nóvember 1974) var hann stjórn-
sýsluráðherra og síðan formaður
alþjóðlegrar nefndar sem vann að
samhæfingu á sviði löggæslu í þeim
löndum sem hlut áttu að máli. Á
sama tíma stóð Cossiga fyrir um-
bótum varðandi bætta menntun lög-
reglumanna.
I fimmtu ríkisstjórn Moros (febr-
Francesco Cossiga forseti ítaliu:
Hann hefur sýnt og sannað að
hann getur svarað fyrir sig og
sýnt klærnar er á hann er ráðist.
úar 1976) var Cossiga innanríkis-
ráðherra, en hann var einnig inn-
anríkisráðherra í þriðju og fjórðu
ríkisstjórn Giulios Ándreottis. Hann
vann meðal annars að uppbyggingu
sérdeilda sem unnu gegn hryðju-
verkastarfsemi og endurskipulagði
löggæslu í landinu með það meðal
annars að markmiði að hefta um-
svif hefndarverkamanna.
Hryðjuverkamenn Rauðu her-
deildanna rændu Aldo Moro vorið
1978, þegar Cossiga var innanríkis-
ráðherra. Eftir að hafa verið haldið
í gíslingu í tvo mánuði var Moro
myrtur, 10. maí 1978, og í kjölfar-
ið sagði Cossiga af sér. Sandro
Pertini, þáverandi forseti Ítalíu,
fékk Cossiga umboð til að mynda
ríkisstjórn 1979 og á rúmlega eins
árs tímabiii, frá 1979-1980, stýrði
hann samsteypustjórn. Á þessum
tíma sinnti hann mjög alþjóðlegum
málum og var meðal annars í for-
sæti á fundi sjö stærstu iðnríkja
heims.
ÁriðJ983 var Francesco Cossiga
kjörinn forseti öldungadeildar ít-
alska þingsins með 280 atkvæðum
af 315 og tveimur árum síðar varð
hann forseti Ítalíu. Hann verður
gerður að heiðursdoktor við laga-
deild Háskóla íslands í dag, en
hann hefur hlotið sömu nafnbót við
marga aðra háskóla og mennta-
stofnanir víða um heim.
Eyjaskegginn Cossiga
Cossiga var þar til á síðasta ári
fremur lítið áberandi í íjölmiðlum,
hann veitti ekki viðtöl og ljósmynd-
urum og blaðamönnum var ekki
hleypt inn á heimili hans. Hann
vakti ekki athygli á Ítalíu fyrir ann-
að en að vera háttprúður fulltrúi
þjóðarinnar. Síðasta sumar tóku að
heyrast gagnrýnisraddir vegna
meintra tengsla forsetans við
Gladio-sveitirnar svonefndu. Mark-
miðið með Gladio var að koma upp
sérþjálfuðum sveitum til að koma
í veg fyrir hugsanlegar valdaránstil-
raunir öfgamanna. í fyrrasumar
voru gerð opinber bréf sem Aldo
Moro skrifaði meðan hann var gísl
Rauðu herdeildanna og sumir telja
sig geta lesið úr þeim ásakanir
Moros um að Cossiga hafi svikið
hann. Þegar þessar umræður hófust
varð Cossiga meira áberandi en
áður í fjölmiðlum. Þá sýndi hann
og sannaði að hann gat svarað fyr-
ir sig og sýnt klærnar þegar á hann
var ráðist. Hann hefur þótt standa
sig prýðilega í umfjöllun um þetta
mál og varist fimlega þeim ásökun-
um sem á hann eru bornar.
Francesco Cossiga nýtur þess að
vera heima í faðmi fjölskyldunnar.
Hann er kirkjurækinn maður og
töluverður einfari, sem nýtur þess
að grúska í bókum. Hann ber sterk-
ar taugar til fæðingarstaðar síns,
Sardiníu, enda er það að margra
áliti einn fallegasti staður Ítalíu þar
sem andstæður í landslagi og lifnað-
arháttum eru áberandi. Annars
vegar eru torfærir vegir um mið-
svæði eyjunnar þar sem fjöll og
fremur hijóstrugt landslag umlykja
Daginn sem Francesco Cossiga var kjörinn forseti í fyrstu atkvæða-
greiðslu í ítalska þinginu. Sandro Pertini, forveri hans, er vinstra
megin á myndinni. Hann var kjörinn forseti 82 ára að aldri og var
89 ára er hann lét af embætti.
þorp og bændabýli, og hins vegar
er strandlengjan allt í kringum eyj-
una þar sem efnaðir ferðamenn
njóta lífsins.
Quirinale er opinber bústaður
forseta Ítalíu, en Cossiga býr í glæs-
ilegu hverfi í miðborg Rómar. Þar
býr hann í 300 fermetra íbúð í
húsi sem er vel gætt. Með sjón-
varpsbúnaði er fylgst með ferðum
manna í nágrenni við húsið og skot-
helt gler er í öllum gluggum. Frú
Giuseppina Cossiga er sögð rögg-
söm og ákveðin kona. Hún er
heimavinnandi húsmóðir og fylgir
manni sínum sjaldan er hann gegn-
ir opinberum skyldum. Sonur
þeirra, Giuseppe, er 28 ára verk-
fræðingur, býr enn í foreldrahúsum,
en dóttirin Ánna Maria er gift og
flutt að heiman. Dæmi um það
hversu lítinn áhuga frú Giuseppina
hefur á sviðsljósinu er að hún vildi
enga ljósmyndara við brúðkaup
dóttur sinnar Önnu Mariu og
Claudios Coretti. Haldin var látlaus
veisla að lokinni athöfninni fyrir
nánustu ættingja og sáu brúð-
guminn og broðir brúðarinnar um
að taka ljósmyndir til skiptis.
Hann er vinur vina sinna, segja
þeir sem þekkja til hans. „Cossiga
var þingforseti þegar ég gekkst
undir hjartauppskurð og meðan ég
var í aðgerðinni hringdi hann stöð-
ugt til að fá fréttir," segir Giovanni
Terrosu kosningastjóri forsetans
meðal annars í viðtali við ítalska
blaðið Europeo. Hann er árrisull og
fer á hverjum morgni til rakarans
í Corso Rinascimento í Róm, sem
opnar stofuna sérstaklega fyrir for-
setann klukkan sjö á morgnana.
Þar spjallar hann við rakarann,
spyr hann frétta af fjölskyldunni
og þeir ræða um íþróttir og hvers-
dagslega atburði.
Cossiga leggur ekki mikið uppúr
veraldlegum gæðum. Fjölskyldan,
hagur Italíu og kristin trú skipta
hann öllu. Hann er einn af fáum
stjórnmálamönnum sem ekki hafa
efnast af þátttöku í ítölskum stjórn-
málum. Stóra gráa húsið við Via
Asproni í Sassari, þar sem forsetinn
fæddist fyrir tæpum 63 árum, er
nú fjölbýlishús. Þetta var áður að-
setur Cossiga-fjölskyldunnar. Á efri
hæð hússins bjuggu Zanfarino-
hjónin, móðurafi og amma hans,
en á neðri hæðinni bjuggu Cossiga-
hjónin, foreldrar. Francescos Coss-
iga. Þau voru félagar í Kristilega
demókrataflokknum, voru í góðum
efnum og höfðu þó nokkur völd í
Sassari.
Á æskuheimili forsetans var stórt
og mikið bókasafn og strax sem
barn þótti hann hafa þroskaðan
bókmenntasmekk. Á unglingsárun-
um voru rit danska heimspekingsins
og guðspekingsins Sörens A.
Kierkegaards í uppáhaldi hjá hon-
um og einnig hafði hann gaman
af því að lesa heimspekitexta Pasc-
als. Inn á milli las hann sígildar
barna- og unglingabækur eins og
flestir jafnaldrar hans.
Og sagan gengur í hring. Á heim-
ili forsetans í Róm er stórt og mik-
ið bókasafn þar sem börnin hans
ólust upp innan um Kierkegaard,
Pascal, barnabækur og ... eina og
eina sakamálasögu.
Pétur Björnsson, nýr aðalræðismaður Ítalíu á íslandi, Massimo ,
Curcio, sendiherra Italíu á íslandi og Ragnar Borg, sem nú lætur
af störfum sem aðalræðismaður.
Pétur Björnssonnýr
aðalræðismaður ItaJíu
RAGNAR Borg lætur nú af störfum sem aðalræðismaður Ítalíu á
íslandi. Við tekur Pétur Björnsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrif-
stofunnar Sögu.
Pétur var við nám á Ítalíu í nokk-
ur ár og hefur verið leiðsögumaður
íslenskra ferðamanna þar í fjölda
ára. Auk þess hefur hann tekið á
móti mörgum hópum ítalskra ferða-
manna á íslandi.
Fyrst um sinn_ mun skrifstofa
aðalræðismanns Ítalíu verða til
húsa hjá Ferðaskrifstofunni Sögu.
Heimsókn Italíuforseta:
Gróðursett tré í
Yinaskógi og Arna-
stofnun heimsótt
FRANCESCO Cossiga, forseti Ítalíu, kemur í tveggja daga opinbera
heimsókn til íslands í dag. Er áætlað að vél forsetans lendi á
ReykjavíkurflugveHi klukkan ellefu en þar tekur forseti Islands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, og ríkisstjórn Islands á móti lionum. l för
með Ítalíuforseta er Gianni de Michelis, utanríkisráðherra Italiu,
og mun hann eiga fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráð-
herra Islands, í hádeginu í dag en hann heldur aftur af landi brott
síðdegis.
Cossiga mun í dag m.a. heim-
sækja Árnastofnun og taka við
heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla
íslands. Þá heldur borgarstjórinn í
Reykjavík móttöku í Höfða honum
til heiðurs. I kvöld verður svo kvöld-
verður til heiðurs forseta Ítalíu á
Hótel Sögu í boði forseta íslands.
í fyrramálið mun Ítalíuforseti
sækja guðsþjónustu í Landakots-
kirkju en að henni lokinni verður
ekið að Kárastöðum og tré gróður-
sett í Vinaskógi. Þaðan verður hald-
ið að Almannagjá þar sem forsætis-
ráðherrahjónin taka á móti forset-
anum. í hádeginu heldur svo for-
sætisráðherra hádegisverð til heið-
urs foreeta Ítalíu á Hótel Holti/.
Francesco Cossiga heldur af landi
brott síðdegis á sunnudag.
Þetta er fyrsta_ heimsókn ítalsks
þjóðhöfðingja til íslands.
Söngra-
keppnin
í kvöld
SÖNGVAKEPPNI sjónvarps-
stöðva í Evrópu fer fram í Róm
á Italíu í kvöld. Þetta er í 36.
sinn sem keppnin er haldin.
Framlag íslands verður Nlna
eftir Eyjólf Kristjánsson.
Höfundur mun syngja lagið
ásamt Stefáni Hilmarsyni en bak-
raddir syngja Erna Þórarinsdóttir,
Eva Ásrún Albertsdóttir, Eyþór
Arnalds og Richard Scobie. Eyþór
leikur auk þess á selló og Richard
á flygil.
Bein útsending frá keppninni
hefst í Sjónvarpinu klukkan 19.00
í kvöld.
Atkvæðin verða greidd í lokin
og hér við hliðina fylgir tafla sem
lesendur geta notað til að færa
atkvæðatölur inn jafnóðum.
EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN K / / / / /j/ L/ / / / / / / Á/ / / / / L í Róm, Ítalíu, 4. maí 1991 Á/f Land Heiti lags ö V #/W/#A Röð
1. Júgóslavia Brazil
2. ÍSLAND Nina
3. Malta Could it be
4. Grikkland i Anixi
5. Sviss Canzone per te
6. Austurríki Venedig im Regen
7. Lúxemborg Un baiser volé
8. Svíþjóð Fángad av en stormvind
9. Frakkland C'est le dernier qui a parlé..
10. Tyrkland Iki Dakika
11. írland Could it be that l'm in love
12. Portúgal Lusitana Paixao
13. Danmörk Lige der hvor hjertet staar
14. Noregur Mrs Thompson
15. ísrael Kann
16. Finnland Hullu Yö
17. Þýskaland Dieser traum darf niemals..
18. Belgía Geef Het Op
19. Spánn Bailar Pegados
20. Bretland A message to yor heart <
21. Kýpur S.O.S.
22. Ítalía "Come E" Doce O Mare
Forseti Ítalíu sæmdur
heiðursdoktorsnafnbót
Háskóli íslands:
FRANCESCO Cossiga forseti Ítalíu verður sæmdur heiðursdokt-
orsnafnbót við lagadeild Háskóla Islands við athöfn sem fram fer
í Háskólabíói í dag og hefst kl. 16.45. Með því að sæma Francesco
Cossiga heiðursnafnbót, vill Háskóli íslands tjá virðingu sína fyr-
ir ítölskum menntum, fornum og nýjum, og staðfesta þann vilja
sinn að efla menningarsamband íslands og Ítalíu.
Francesco Cossiga á að baki
glæstan námsferil. Hann stundaði
laganám í Háskólanum í Sassari
og lauk þaðan prófi 1948 með ein-
stökum árangri. Síðar stundaði
hann rannsóknir og framhaldsnám
í lögum við Rómarháskóla. Að því
loknu sneri hann aftur til Sassari,
þar sem hann var prófessor í
stjórnskipunarrétti um árabil. Eft-
ir hann liggja fjölmörg lögfræði-
rit, m.a. á sviði stjórnskipunarrétt-
ar, stjórnarfarsréttar, refsiréttar
og réttarfars.
Á stúdentsárum sínum hóf
Cossiga afskipti af stjórnmálum,
' en þá gekk hann í Kristilega demó-
krataflokkinn. Hlaut hann fljótt
frama í flokknum og var kjörinn
á þing 1958, en á næstu árum
átti hann sæti í og hafði forystu
fyrir ýmsum af áhrifamestu nefnd-
um þingsins í Róm, m.a. réttar-
farsnefnd þess. Hann var aðstoð-
arráðherra í ýmsum ráðuneytum,
fyrst í ríkisstjórn Aldos Moros, en
þeir voru nánir samstarfsmenn.
Árið 1974 hvarf Cossiga úr próf-
essorsembætti er hann var skipað-
ur ráðherra stjórnsýslumála í ríkis-
stjórn Ítalíu. Eftir að hafa gegnt
embætti stjórnsýsluráðherra, var
Cossiga innanríkisráðherra
1976-78. Á árunum 1979-80 var
hann forsætisráðherra og jafn-
framt um skeið forseti Evrópu-
bandalagsins. Þá var hann kosinn
forseti öldungadeildar ítalska
þingsins árið 1983. Árið 1985 tók
Cossiga síðan við embætti forseta:
Ítalíu.
Cossiga hefur hlotið heiðurs-
nafnbætur frá York-háskóla í Tor-
onto, Melbourne-háskóla, háskól-
anum í Aix-en-Provence, Col-
umbia-háskóla í New York og
Oxford-háskóla í Bretlandi. Þá er
hann heiðursfélagi í Oriel College,
Oxford.
(Fréttatilkynning frá Háskóla íslands.)