Morgunblaðið - 04.05.1991, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991
Morgunblaðið/Haukur
Frosti í heimahöfn, Grenivík, eft-
ir nokkuð langt stopp, en skipið
var um tíma í slipp.
Grenivík:
Frosti aftur
í heimahöfn
FROSTI-ÞH-229 kom til heima-
hafnar fyrir skömmu eftir að
hafa verið í slipp um tíma. I
síðasta veiðitúr bilaði vökvarótor
í spili og varð þá að fara í land,
en hann hafði þó fengið um 100
tonn.
Frosti er með stærra spil en
gengur og gerist í hliðstæðum skip-
um og því var erfiðara að fá vara-
hluti og stoppið varð þar af leið-
andi lengra. Biðtíminn var notaður
til að dytta að öðru og til endur-
bóta á skipinu.
Mestu munar um að skipið var
málað og er það nú í þeim lit sem
um árabil hefur verið einkennislitur
Frosta frá Grenivík, þ.e. neðri hlut-
inn grár og sá efri hvítur. Þykir
sumum sem nú fyrst sé hægt að
tala um skipið sem Frosta.
Bilanir voru þó ekki allar úr sög-
unni, því þegar setja átti í gang
eftir stoppið bilaði ljósavél skipsins.
Fyrsti túrinn eftir þetta stopp gekk
þokkalega og landaði skipið um 70
tonnum hjá frystihúsi Kaldbaks í
vikunni.
Haukur
----------------
■ VÍÐA VANGSHLA UP íslands
fer fram á Akureyri á morgun,
sunnudag, og hefst hlaupið kl. 14
á mjólkursamlagstúninu. Þetta er í
fyrsta sinn sem Víðavangshlaup
íslands fer fram í Eyjafirði og í
annað sinn sem hlaupið er á Norð-
urlandi, en árið 1985 fór hlaupið
fram á Hvammstanga. Keppt verð-
ur í 8 flokkum, frá 12 ára og upp
í flokk öldunga. Margir af bestu
hlaupurum landsins verða á meðal
^Jþátttakenda í hlaupinu, en búist er
“'við að um 200 manns taki þátt í því.
UA á skýlausan siðferðilegan rétt á forgangi á Bandaríkjamarkaði:
Rangt af útgerðarmönnum að hafna
alfarið hugmyndum um veiðigjald
— sagði Pétur Bjarnason formaður stjórnar í ræðu sinni á aðalfundi
Utgerðarfélags Akureyringa
PÉTUR Bjarnason formaður sjórnar Útgerðarfélags Akureyringa
telur rangt af útgerðarmönnum að hafna alfarið hugmyndum
um leigugjald fyrir aflaheimildir eða hugmyndum um önnur skil-
yrði sem hugsanlega mætti ná víðtækri sátt um, án þess að skoða
slíkar hugmyndir til fullnustu. Hann sagði hinn valkostinn áfram-
haldandi hringlandahátt, þar sem stefnan væri mörkuð til fárra
missera í einu. Pétur sagði einnig í ræðu sinni á aðalfundi ÚA
sem haldinn var í gær að félagið ætti skýlausan siðferðilegan rétt
á því að njóta forgangs á Bandaríkjamarkaði nú þegar styrking
dollarans gerir hann aðlaðandi að nýju, en flest islensk frystihús
hafi á undanförnum árum aukið framleiðslu á Evrópumarkað
þegar staða Bandaríkjadollars var veik. Samþykkt var á fundinum
að veita hluthöfum 10% arð og einnig var sljórn veitt heimild til
að auka hlutafé félagins um 50 milljónir króna.
Pétur Bjarnason sem verið hef-
ur formaður ÚA síðustu tvö ár
kom inn á framtíðarstefnu í ræðu
sinni á fundinum og sagði það
vart fara á milli mála að sjávarút-
vegur á íslandi starfaði í afar
órólegu umhverfi. Stjórnun fisk-
veiða væri vandasöm og ekki auð-
velt að gera svo öllum líki. Fyrir-
tæki í sjávarútvegi þurfi að búa
við jafn stöðug skilyrði og unnt
er að skapa, það sé forsenda þess
að hægt sé að taka skynsamlegar
ákvarðanir í rekstri. Víðtæk sam-
vinna verði að nást um þann
ramma sem settur er með stjórnun
fiskveiða, en kvótakerfið hafí
ávallt verið umdeilt.
„Það hefur verið ákveðið til
skamms tíma í senn og vegna
deilna um það hefur framtíð þess
aldrei verið trygg. Af þessum sök-
um hefur kvótakerfið aldrei náð
að skila því hagræði sem það
gæti. Stjórnendur fyrirtækja geta
ekki treyst því að ákvarðanir sem
að óbreyttu ástandi eru skynsam-
legar verði ekki hvenær sem er
eyðilagðar af nýjum herrum í
valdastóli," sagði Pétur í ræðu
sinni.
Rangt að hafna alfarið
hugmyndum um veiðigjald
Hann sagði þá óvissu sem
stjórnvaldsaðgerðir hafi ætíð sett
fyrirtæki í sjávarútvegi í vera
fyrirtækjunum dýrar og erfiðar,
afrakstur greinarinnar rýrni og
sú arðsemi sem starfsemi þeirra
skapar og berist með beinum eða
óbeinum hætti út um allt þjóðfé-
lagið rýrni að sama skapi. Þessi
óvissa um rekstrarumhverfi sé því
þjóðfélaginu öllu dýr. Pétur sagði
kvótakerfið hafa þróast með till-
tölulega góðri samstöðu hags-
munaaðila í sjávarútvegi, en um-
ræður í þjóðfélaginu um óréttlæti
kerfisins og ábendingar um að
ekki sé tekið tillit til hagsmuna
annarra þegna en aðila í sjávarút-
vegi fari vaxandi.
„Mörgum þykir rétt að skilyrða
úthlutun veiðileyfa þannig að við
veiðar og ráðstöfun afla sé tekið
tillit til heildarhagsmuna og eða
að þeir sem úthlutun hljóta greiði
fyrir þau réttindi á einhvern hátt.
Stjórn Útgerðarfélags Akur-
eyringa hefur ekki tekið efnislega
afstöðu til þessara mála. Ég leyfi
mér að setja það fram sem mína
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hluthöfum í Útgerðarfélagi Akureyringa var boðið að skoða fyrir-
tækið fyrir aðalfund þess sem haldinn var í gær og var myndin
tekin við það tækifæri.
eigin skoðun, að mér finnst rangt
af útgerðarmönnum að hafna al-
farið hugmyndum um leigugjald
fyrir aflaheimildir eða hugmynd-
um um önnur skilyrði sem hugs-
anlega mætti nást víðtæk sátt um,
án þess að skoða slíkar hugmynd-
ir til fullnustu. Ég held við verðum
að gera okkur grein fyrir því að
valkosturinn er áframhaldandi
hringlandaháttur, þar sem stefn-
an er mörkuð til fárra missera í
einu með þeim kostnaði sem ég
hef minnst á.“
Skýlaus siðferðilegur réttur
á forgangi á
Bandaríkjamarkaði
í ræðu Péturs kom einnig fram
að vegna veikrar stöðu Banda-
ríkjadollars undanfarið ár hafi
flest íslensk frystihús aukið fram-
leiðslu sína til Evrópulanda í stað
þess að framleiða fyrir Bandaríkj-
amarkað. Hann sagði fulla ástæðu
hafa verið til að óttast um hags-
muni félagsins á þeim markaði
vegna fiskskorts. Þegar slík staða
kæmi upp þyrftu framleiðendur
að gera upp hug sinn varðandi
að hve miklu leyti taka eigi tillit
til skammtímasjónarmiða og
langtímasjónarmiða. ÚA hafi va-
lið að bregðast ekki markaðnum
í Bandaríkjunum, heldur reyna
eftir mætti að fylla upp í þau
skörð sem þar mynduðust þegar
Evrópumarkaður gaf betur.
„Þetta er umdeilanleg stefna en
ætla má að sá fórnarkostnaður
sem henni fylgdi hafi að nokkru
leyti unnist upp með minni uppi-
höldum í framleiðslunni í landi,
því pakkningar til Bandaríkjanna
eru seinunnari en aðrar pakkning-
ar. Hitt er einnig, að Útgerðarfé-
lag Akureyringa hf. á skýlausan
siðferðilegan rétt á því að njóta
forgangs á Bandaríkjamarkað nú
þegar styrking dollarans gerir
hann aðlaðandi að nýju,“ sagði
Pétur Bjarnason.
Iðnaðarhúsnæöi á Akureyri
Til sölu eru verksmiðjuhús Álafoss á Gleráreyrum á
Akureyri. Um er að ræða núverandi verslunarhús
ásamt góðri lageraðstöðu (vörugeymslu), samkomusal
(Félagsborg), ásamt tveimur stórum vinnslusölum.
Húseignirnar seljast sem ein heild eða í smærri eining-
um.
Upplýsingar fást hjá Fasteignasölunni, Brekkugötu 4,
Akureyri, sími 21744.
MYNDLISTASKOLINN
Á AKUREYRI
Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku
nýrra nemenda í fornámsdeild veturinn 1991-
1992.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans,
Kaupvangsstræti 16.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma
96-24958.
Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Skólastjóri.
Tæplega 186 milljóna
hagnaður af rekstri ÚA
HAGNAÐUR af rekstri Útgerð-
arfélags Akureyringa á síðasta
ári nam 185,6 milljónum króna,
en var árið 1989 91,5 milljónir
króna. Rekstrartekjur félagsins
námu tæpum tveimur milljörðum
á liðnu ári og hækkuðu þær um
■ HALLDÓR Haraldsson píanó-
leikari heldur tónleika í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju sunnu-
daginn 5. maí kl. 17. Á efnis-
skránni eru verk eftir Beethoven,
Bartók, Ravel, Debussy og Chop-
in. Halldór er löngu landsþekkt-
ur fyrir leik sinn og kennslu-
störf. Hann hefur auk fjölda ein-
leikstónleika leikið með Gísla
Magnússyni verk fyrir tvö píanó
og árið 1988 stofnaði hann Tríó
Reykjavíkur ásamt Guðnýju Guð-
mundsdóttur og Gunnari Kvaran
og hafa þau leikið bæði hérlendis
og erlendis. Halldór er deildarstjóri
píanódeildar , Tónlistarskólans í
Reykjavík og hefur útskrifað
marga efnilega píanóleikara sem
nú taka virkan þátt í tónlistarlífi
landisins.
21,8% á milli ára sem er 2,6%
raunvirðisaukning miðað við
byggingarvísitölu.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
síðasta árs var 208 milljónir króna,
en vegna mismunar milli almennra
verðlagsbreytinga og hækkunar eða
lækkunar erlendra gjaldmiðla
gagnvart krónunni, að teknu tilliti
til erlendra verðlagsbreytinga, nem-
ur reiknaður gengishagnaður 64
milljónum króna. Aðrir óreglulegir
liðir innihalda gjöld upp á um 77
milljónir króna, en að verulegu leyti
er um að ræða kostnað vegna sam-
einingar við Hraðfrystihús Kefla-
víkur í kjölfar kaupa á Sólbaki
EA-307 (áður Aðalvík KE). Þegar
tillit er tekið til óreglulegra liða er
hagnaður tii ráðstöfunar eftir eign-
askatt 185,6 milljónir króna.
Heildareignir félagsins voru bók-
færðar á rúma 2,7 milljarða, skuld-
ir námu rúmlega 1,4 milljörðum og
eigið fé í árslok var 1,3 milljarðar
króna.
Samtök til styrktar
krabbameinssjúklingum
STOFNFUNDUR samtaka til
styrktar krabbameinssjúklingum
og aðstandendum þeirra verður
haldinn næstkomandi mánudags-
kvöld, 6. maí, kl. 20 í Glerárgötu
36, 2. hæð. Félagsskapur þessi
mun starfa á svipuðum grunni
og Styrkur í Reykjavík.
Markmið samtakanna er m.a. að
miðla upplýsingum og veita fræðslu
um sjúkdóminn, að styðja og styrkja
þá sem við hann eiga að etja og
aðra þá sem þurfa að vinna sig út
úr erfiðleikum sem sjúkdómnum
fylgja.