Morgunblaðið - 04.05.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 4. MAI 1991
27
ATVINNU/Ul ■! YSINGAR
Innri Njarðvík
Blaðberar óskast í sumar.
Upplýsingar í síma 92-13463.
fRtvgNiÍftbKfrtfr
íþróttakennarar
íþróttakennara vantar til að taka að sér 2-3
vikna sundnámskeið við Grunnskóla Tálkna-
fjarðar. Æskilegt er að námskeiðið geti byrj-
að sem fyrst og því sé lokið í síðasta lagi
um miðjan júnímánuð.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 94-2537
eða 94-2538 og formaður skólanefndar í
síma 94-2636.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Bókari
Óskum að ráða nú þegar til starfa bókara.
Tölvukunnátta nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
alla virka daga í síma 94-4500.
SJOMANNASKOUNN
Mötuneyti
Sjómannaskólans
Rekstur mötuneytis Sjómannaskóians er
laus til umsóknar frá og rpeð 1. september
nk.
Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.
Umsóknir sendist til Sjómannaskólans við
Háteigsveg.
Nánari upplýsingar í síma 19755 og 13194.
Starfsfólk óskast
til humarvinnslu
Upplýsingar í síma 92-12516 á kvöldin.
Hjúkrunarforstjóri
Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina Patreksfirði er laus frá 1. júní nk.
Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna.
Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra sem
jafnframt veitir nánari upplýsingar í símum
94-1110 og 94-1543.
Píanókennara
vantar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar
næsta skólaár.
Vinsamlegast hringið í síma 93-71269 (Björn)
milli kl. 10 og 12, eða í síma 93-71279 (Guð-
mundur) milli kl. 13 og 17.
Skólastjóri.
Skrifstofustarf
Duglegur starfskraftur óskast til starfa í heild-
verslun við símavörslu, vélritun og nótna-
útskrift í Ópuskerfi. Reynsla nauðsynleg.
Skriflegar umsóknir sendist inn fyrir 7. maí
nk. merkt: „H - 1000“.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
fylgi. Ollum umsóknum verður svarað.
TILKYNNINGAR
REYKJAVÍKURHÖFN
Frá Reykjavíkurhöfn
Á geymslusvæði við öskuhaugana í Gufunesi
eru 7 illa farnir nafnlausir smábátar sem fjar-
lægðir voru á síðustu árum af hafnarvæði
Reykjavíkurhafnar. Bátarnir eru allir nafn- og
númerslausir og ekki hefur tekist að hafa
uppá eigendum þeirra. Vegna lokunar ösku-
hauganna í Gufunesi á næstunni verða bátar
þessir urðaðir þar án frekari viðvörunar ef
réttir eigendur gefa sig ekki fram fyrir 21.
maí nk. og greiða af þeim áfallinn kostnað.
Upplýsingar um bátana veitir svæðastjóri
Reykjavíkurhafnar.
Reykjavíkurhöfn.
Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur
Hverfaskipulag borgarhluti 3 Tún,
Holt, Norðurmýri og Hlíðar
Orðsending frá Borgar-
skipulagi til íbúa og hags-
munaaðila
Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er að hefjast
vinna við hverfaskipulag borgarhluta 3, sem
afmarkast af Kringlumýrarbraut að austan,
Fossvogi að sunnan, Snorrabraut að vestan
og strandlengju að norðan. íbúar og aðrir
hagsmunaaðilar á þessu svæði eru hvattir
til þess að koma ábendingum á framfæri við
Borgarskipulag um það sem þeir telja að
betur mætti fara í borgarhlutanum t.d. varð-
andi umferð, leiksvæði og önnur útivistar-
svæði. Þær munu verða teknar til gaumgæfi-
legrar athugunar og metnar með tilliti til
heildarskipulags borgarhlutans.
Ábendingum óskast skilað munnlega eða
skriflega fyrir 1. júní 1991 til Ingibjargar R.
Guðlaugsdóttur, deildarstjóra hverfaskipu-
lags, eða Ragnhildar Ingólfsdóttur, arkitekts,
á Borgarskipulagi Reykjavíkur.
.1 'T.|>
HUSNÆÐIOSKAST
Húsnæði óskast
Húsnæði óskast í Reykjavík handa erlendum
íslenskunemum á ýmsum aldri sem munu
sækja námskeið í Háskóla íslands og í Nor-
ræna húsinu nú í sumar. Námskeiðin eru frá
8. júlí til 2. ágúst.
Þeir sem hafa áhuga á að leigja þátttakend-
um á öðru hvoru námskeiðinu húsnæði hafi
samband við Úlfar Bragason í síma 26220
eða Guðrúnu Magnúsdóttur í síma 17030.
Stofnun Sigurðar Nordals,
Norræna húsið.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Seinni hluti aðalfundar
björgunarsveitar og slysavarnadeildarinnar
Fiskakletts verður haldinn miðvikudaginn 8.
maí kl. 20.00.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins
Stjórnin.
Pæjumót Þórs og R.C.
í knattspyrnu kvenna verður haldið í Vest-
mannaeyjum dagana 6. til 9. júní.
Keppt verður í 2., 3., 4. og 5. flokki A og B.
Allir leikirnir verða leiknir á grasvöllum við
bestu aðstæður.
Þátttaka tilkynnist fyrir 14. maí.
Upplýsingar í símum 98-12060, 98-11816
og 98-12458.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
Þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum:
Tjarnarkambur 4, Bolungarvík. Þingl. eig. Vélsmiðjan Mjölnir hf., fer
fram á eigninni sjálfri mánudaginn 6. maí nk. kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan i Bolungarvik og Sigriður Ás-
geirsdóttir hdl.
Mávakambur 2, Bolungarvik. Þingl. eig. Þjóðólfur hf. fer fram á eign-
inni sjálfri mánudaginn 6. mai nk. kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan i Bolungarvík og Sigríður Anna
Ásgeirsdóttir hdl.
Hóll 2, Bolungarvík. Þingl. eig. Þorkell Birgisson, fer fram á eigninni
sjálfri mánudaginn 6. mai kl. 15.30.
Uppboösbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hdl., og Veðdeild Lands-
banka Islands.
Bæjarfógetinn i Bolungarvik.
■ 3 " t •»’«> r. (I U'i !) fl £1 l-mmmmmm
Nauðungaruppboð
Þriðja og síðasta á eigninni Vatnseyri 1, Sauðarárkróki, þingl. eig-
andi Hreinn Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 6.
mai 1991 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðandi er Sigurður 1. Halldórsson, hdl.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
Nauðungaruppboð
Þriðjudaginn 6. maí 1991
fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum i dómsal
embættisins, Hafnarstræti 1, isafirði, og hefjast þau kl. 14.00:
Aðalgötu 37 og 39, Suðureyri, talin eign Sveinbjörns Jónssonar,
eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins. Annað og siðara.
Dýrfirðingi IS 58, þingl. eign Þórðar Sigurðssonar, eftir kröfum inn-
heimtudeildar RÚV og Þingeyrarhrepps.
Engjavegi 17, neðri hæð, isafirði, þingl. eign Sigriðar Svavarsdóttur
og Davíðs Höskuldssonar, eftir kröfum innheimtumanns rikissjóðs,
Tryggingastofnunar ríkisins, Bilaverkstæði Sigurðar og Stefáns og
Efnaverksmiðjunnar Sjafnar.
Fiskverkunarhúsi á hafnarbakka, Suðureyri, þingl. eign Fiskiðjunnar
Freyju hf., eftir kröfu Hannesar Halldórssonar.
Grundarstíg 4, Flateyri, þingl. eign Magnúsar Benediktssonar, eftir
kröfum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, þrotabús Kaupfélags Önfirðinga
og Sparisjóðs Önundarfjarðar.
Hnífsdalsvegi 13, (safirði, þingl. eign Ragnheiðar Benediktsdóttur
og Magnúsar Jóhannessonar, eftir kröfu Bæjarsjóðs isafjarðar.
Hvilft, Fiateyrarhreppi, þingl. eign Gunnlaugs Finnssonar, eftir kröfu
Lífeyrissjóðs Vestfirðinga.
Suðurtanga 6, Naustið, isafirði, þingl. eign Skipasmiðastöðvar Mars-
ellíusar hf., eftir kröfu lönlánasjóðs, islandsbanka hf., ísafirði og
Byggðastofnunar. Annað og síðara.
Vallargötu 10, Þingeyri, þingl. eign Mikaels Ágústar Guðmundsson-
ar, eftir kröfu innheimtudeilar RÚV.
Þriðja og síðasta nauðungaruppboð:
Seljalandsvegi 40, isafirði, þingl. eign Guðmundar Helgasonar, fer
fram eftir kröfum Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Jóns Fr. Einars-
sonar, Hagfelds sf., islandsbanka hf., ísafirði, og Rikissjóðs, á eign-
inni sjálfri mánudaginn 6. maí 1991, kl. 14.00.
Túngötu 13, kjallara, ísafirði, þingl. eign Viðars Ægissonar, fer fram
eftir kröfu Bílaskipta hf., á eiginni sjálfri, föstudaginn 10. maí 1991
kl. 15.30.
Bæjarfógetinn á ísafirði.
Sýslumaðurinn i isafjarðarsýslu.
ATVINNUHUSNÆÐI
Til leigu í miðbænum
Skrifstofuhúsnæði til leigu á efstu hæð við
Austurstræti. Húsnæðið er u.þ.b. 265 ferm.
og hentar vel til hvers konar skrifstofurekst-
urs. Sérlega heppilegt fyrir lögmenn vegna
nálægðar við nýtt dómhús. Frábært útsýni.
Upplýsingar veitir:
Helgi Jóhannesson hdl.,
Lágmúla 1, sími 82622.