Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 Herdís Jóhanns- dóttir — Minning Fædd 9. ágúst 1902 Dáin 22. apríl 1991 Þann 22. apríl sl. kvaddi Herdís þennan heim komin fast að níræðu. Kynni mín af þessari sæmdarkonu urðu til þess að auðga líf mitt á margan hátt og langar mig því til að minnast hennar með nokkrum orðum nú þegar komið er að leiðar- lokum. Ég kynntist Herdísi fyrst fyrir u.þ.b. 20 árum, er ég giftist frænda hennar, en hún var þá lið- iega sjötug. Þó u.þ.b. hálf öld skildi okkur að í aldri tókst góð vinátta með mér og þessari litríku konu, sem ekkert gaf þeim eftir sem yngri voru. Herdís bjó yfir víðfeðmri reynslu, enda lifði hún tímana tvenna. Hún kynntist þrotlausri vinnu aldamóta- kynslóðarinnar, þess fólks sem á ósérhlífinn hátt var tilbúið til að vinna að hvers konar uppbyggingu í þágu lands og þjóðar. Eiginhags- munasjónarmið, sérgæska og sjálfsvorkunn, sem oft virðast ein- kenna þá sem.aldrei hafa kynnst öðru en velmegun og velsæld, voru lítilmannlegir eiginleikar í hennar huga. Hún lét þá skoðun sína í ljósi tæpitungulaust á sinni hljómfögru norðlensku. Jákvætt hugarfar var hennar aðal og þrátt fyrir langvinn veikindi tókst henni að varðveita einstaka kímnigáfu og náungakær- leika til hinstu stundar. Það var alltaf gaman að líta inn hjá Herdísi. Maður kom alltaf rík- ari af fundi hennar. Hún kunni ógrynni sagna og var ævinlega til- búin til að rifja upp liðnar stundir frá þeim tíma þegar hún var „upp á sitt besta“ eins og hún orðaði það. Sá tími var ekki skammur og Minning Fæddur 1. ágúst 1917 Dáinn 29. apríl 1991 Mánudaginn 29. apríl sl. varð bráðkvaddur á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja frændi minn Sigurður Jóelsson, sem oft var kenndur við fæðingarstað sinn Sælund í Vest- mannaeyjum. Hann var fæddur 1. ágúst 1917, sonur Jóels Eyjólfssonar frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og síð- ari konu hans Októvíu Einarsdóttur frá Bjólu í Holtum, sem bjuggu að Sælundi í Vestmannaeyjum, er stóð á homi Vesturvegar og Bárugötu. Fyrri kona Jóels var Þórdís Guð- mundsdóttir frá Vesturhúsum í Eyjum,' en hún andaðist árið 1907 frá tveimur komungum sonum Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 1 minningargreinum skal hinn Iátni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. margs var að minnast. Með lifandi frásögnum gaf hún mér hlutdeild í bernskuárum sínum í Eyjafirði, æskuárum á Sauðárkróki, síldarár- unum á Siglufirði, kreppu-- og stríðsárunum í Reykjavík og vel- sældarárunum eftir stríð. Það voru oft skrautlegar lýsingar á mannlíf- inu og ekki fór á milli mála að Herdís hafði notið þeirra gæða sem tímarnir höfðu boðið upp á hveiju sinni. Hún var óvenju sjálfstæð kona, sem kunni að njóta listisemda lífsins og var í mörgu tilliti langt á undan sinni samtíð. Hún fór sínu fram, þó ekki væri alltaf í samræmi við viðtekin sjónarmið samtímans. Hún var einhleyp alla tíð og vann lengst af sem verkakona, þar af í 30 ár hjá kaffibrennslu 0. Johnson & Kaaber hf. Herdís var myndarleg kona, rösk í framgöngu og gat ver- ið nokkuð snögg upp á lagið, ef því var að skipta. Hún átti sér þann draum að skoða sig um í heiminum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst. Hún var fagurkeri sem vildi fegra umhverfi sitt, gestrisin húsmóðir og hrókur alls fagnaðar í vinahópi, gjafmild vinkona og einlægur og traustur vinur vina sinna. Og ef marka má af frásögnum hennar var hún svo lánsöm að kynnast einung- is einstöku sómafólki og alltaf var hún sólarmegin í lífinu. Ég vissi þó eftir öðrum leiðum að líf hennar hafði alls ekki alltaf verið dans á rósum. En það var ekki hennar háttur að víla og hún vildi helst muna það sem best hafði gengið. Á síðustu árum átti hún við alvarlega sjúkdómserfiðleika að stríða. Liti maður inn hjá henni og spyrði um líðan hennar svaraði hún að bragði: þeirra Jóels, þeim Þorgeiri og Guð- mundi, sem fóru við lát móður sinnar í fóstur til vina og ættingja. Árið 1911 kvæntist Jóel síðari konu sinni Októvíu og eignuðust þau fimm börn: Einar, Jóel, Ottó, Þórdísi, Sigurð og Edwin og lifir nú Þórdís ein þein-a systkina. Októ- vía dó eftir stutta legu úr lungna- bólgu á gamlárskvöld árið 1929. Börnin voru þá öll í æsku, Einar elstur 18 ára að aldri. Sigurður dvaldi áfram á Sælundi hjá föður sínum og bróður, Þorgeiri, sem hóf skömmu síðar búskap á Sælundi með fyrri konu sinni Guðfinnu Lár- usdóttur frá Áftagróf í Mýrdal. Mjög kært var alltaf með þeim bræðrum Þorgeiri og Sigurði og byijaði Sigurður sjómennsku korn- ungur með honum á Lunda VE 141, en Þorgeir var þá kominn í röð fremstu formanna í Eyjum. Sig- urður var alltaf sjóveikur fyrstu árin, en harkaði af sér og stundaði sjóinn í yfir 40 ár. Líf og störf Sigurðar Jóelssonar voru samofin Eyjunum, sem hann var tengdur mjög sterkum böndum. Hann fór rétt 15 ára gamall með Jóel föður sínum og Sigurgeiri Jóns- syni frá Suðurgarði til bjargsiga og eggjatöku í Bjarnarey, en þeir voru báðir tveir afburða fjallamenn og í hópi þeirra bestu, sem hafa verið í Vestmannaeyjum. Af þeim lærði Sigurður handtökin, en mikið vin- fengi var með öllu þessu fólki. Unun var að heyra Sigurð lýsa þess- um ferðum og er óhætt að segja að hann hafi eftir þeirra dag tekið við forystuhlutverki þeirra í fjalla- ferðum, en Sigurgeir hrapaði í Bjamarey árið 1935 og var öllum mikill harmdauði. Sín manndómsár var Sigurður Jóelsson forystumaður „Tölum um eitthvað skemmtilegra. Ég hugsa um sjúkdóminn þegar ég er ein, við skulum láta okkur líða vel á meðan þú ert hérna.“ Og síð- an tók gleðin völd. Hún vildi fá að heyra hvað á daga mína og fjöl- skyldunnar hefði driflð. Eða þá að hún tók að rifja upp atburði löngu liðinna stunda og leyndi sér þá ekki blikið í augunum. Énda sagði hún sjálf að dýrmætasta eign hennar í ellinni væru minningamar frá yngri árum. Hún þyrfti ekki annað en að loka augunum og þá stæðu henni lifandi fyrir hugskotssjónum at- burðir sem hún gæti ornað sér við í sjúkdómslegunni. Síðustu ár ævinnar bjó Herdís í þjónustuíbúðum aldraðra á Dal- braut 27 í Reykjavík. Hún taldi það gæfu sína að fá að njóta aðstöðunn- ar þar og varð tíðrætt um einstaka umönnun starfsfólksins. Það var oft gestkvæmt hjá Herdísi enda vina- mörg og ræktarsöm við frændfólk sitt. Sérstök ástæða er til að geta þeirra nánu tengsla er voru alla tíð á milli Herdísar og Huldu systur- dóttur hennar. í fjallaferðum og eggjatöku í öllum úteyjum Vestmannaeyja og þekkti hann þar má segja hveija snös og þúfu. Sigurður Jóelsson var myndar- legur maður, fríður sýnum eins og allt hans móðurfólk, þrekvaxinn og karlmenni að burðum, fjaðurmagn- aður og léttur á sér eins og verið hafði Jóel faðir hans, sem fram á gamals aldur var kattliðugur og einn mesti fjallamaður í Eyjum um sína daga. Það hafa menn sagt mér sem fóru með Sigurði til eggja í Súlna- sker, að unun hafi verið að sjá hann fara á lærvaði suður af Skerinu á Helli. Það hafi verið gert af slíkri leikni og kunnáttu að því hefði mátt líkja við list. Hann spyrnti langa spyrnu út frá berginu um leið og hann slakaði lausum vaðnum og síðan stöðvaði hann jafnléttilega við bergið. Sigurður var jafnfimur laus í bergi, en bundinn á öðrum í eggjaferðum var hann vegna krafta sinna hveijum manni léttari, þegar hann kom úr ofanferð og var þá oft með ótrúlegt magn af eggjum í einum barmi. Lundaveiðimaður var hann ágæt- ur og stundaði alltaf Iundaveiði á sumrin þegar hann var heima, en nokkur sumur fór hann til síldveiða við Norðurland og var þá m.a. á afiaskipinu Helga Ilelgasyni með Amþóri Jóhannssyni skipstjóra. Sigurður hafði legið við til lunda- veiði í nær öllum úteyjum Vest- mannaeyja, en lengst á unga aldri í Suðurey og Álsey. Hin síðari árin veiddi hann aðallega í Ystakletti og Stórhöfða. Sigurður lauk vélstjóraprófi árið 1941 og var yfir 20 vetrarvertíðir vélstjóri með Þorgeiri bróður sínum, sem hann mat mikið, enda var Þor- geir mikill öðlingur og einn mesti fiskimaður í Vestmannaeyjum á sinni tíð, t.d. fiskikóngur og afla- hæstur á vetrarvertíð 1949. Sigurð- ur lauk einnig skipstjórnarnámske- iði og var um tíma skipstjóri með Kap og fleiri báta, en síðustu 8 árin sem hann var á sjó, átti hann lítinn trillubát, Bensa litla, ásamt Jóel syni sínum. Sigurður stundaði Herdíds fylgdist ávallt vel með þjóðmálum og atburðum líðandi stundar og hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. Þó hún væri að heyja dauðastríðið, skyldi hún njóta lýð- réttinda sinna og kjósa og það gerði hún þó fársjúk væri. Og þegar ég kvaddi hana í síðasta sinn, nokkrum dögum áður en hún lést, hafði hún orð á því að það væri gott að geta kvatt þessa veröld eftir svo góða ævi. Ég gekk út í vorið þakklát í huga fyrir vináttu hennar og minnti sjálfa mig á að læra af viðhorfum hennar og gleyma nú ekki að njóta vorsins. Auður Margar minningar sækja á þegar ég hugsa til baka um konu sem ég þekkti, í yfir 31 ár. í nóvember 1959 fluttum við hjónin í sama hús og Herdís bjó í, á Stýrimannastíg 4, við vorum þá ný gift og fengum á leigu rishæð- ina. Fólk sem á leið fram hjá Stýri- mannastíg 4, hugsar sennilega ekki út í að húsið var einu sinni heimili ungra hjóna með barn, auk húsráð- andans og Herdísar sem leigði lítið forstofuherbergi. „Minnsta höllin í vesturbænum," kölluðum við Herdís það. Herdís var þá 57 ára gömul og okkur fannst það hálf spaugilegt þegar húsráðandinn, Áslaug Jens- dóttir, kynnti hana fyrir okkur sem „unga stúlkan sem leigir hjá mér“, það skrýtna var að eftir því sem árin liðu fannst mér Áslaug hafa rétt fyrir sér, því Herdís. var ung í anda. Herdís var yngst 8 systra og fósturbróðurs, en þau eru nú öll látin. Ég get ekki rakið ættir Herdís- ar, en ég veit að hún átti góða æsku. Það var gaman fyrir mig, útlendinginn, að hlusta á hana rifja upp æskuárin, þá voru aðrir tímar. Herdís var sem ung stúlka í vist og í síld á Siglufirði. Eftir að hún kom tii Reykjavíkur vann hún ásamt vinkonu sinni, sem bakari í sjóinn fram undir sjötugt og sóttu þeir feðgar oft stíft og fiskuðu ágætlega. Sigurður kvæntist frændkonu sinni Fanneyju Ármannsdóttur hinn 22. desember 1945 og var það þeirra mikla hamingja, sérstaklega kært var á milli þeira hjóna og þau samhent í öllum verkum. Sonur þeirra er Jóel, sem er kvæntur Ingu Steinunni Ágústsdóttur, sem er ættuð úr Vestmannaeyjum. Þau eiga tvö böm, Sigurð og Fanneyju. Mér veður minnisstætt síðasta símtalið sem ég átti við Sigga heit- inn nú um páskana, hvað hann sagði mér með mikilli ánægju og fögnuði frá barnabörnunum og litlu telpunni, sem var skírð um hátíð- amar. Þau Fanney og Sigurður reistu sér myndarlegt íbúðarhús við Kirkjubæjarbraut 7 og fluttu í hús- ið árið 1951. Allt fór það á kaf í ösku í eldgosinu 1973, en þá sýndu þau hjón mikla eljusemi og þraut- seigju að hreinsa út vikurinn og fluttu fyrst allra í hverfið á haust- dögum 1973. Eg hafði þekkt Sigurð Jóelsson frá því ég man eftir, bæði áttum við til frændsemi að telja, en feður Sigurður Jóels- son frá Sælundi Þingholtsstræti, ef ég man rétt, og þar á eftir í um 30 ár hjá kaffi- brennslu O. Johnson & Kaaber. Fyrir hver jól fékk hún sendingu frá þeim sem héldu áfram að ber- ast, enda þótt liðinn væri meira en áratugur síðan hún hætti þar störf- um. Herdís hafði gaman af því að ferðast á meðan heilsan leyfði og var gaman að heyra hana segja frá því sem hún hafði upplifað í útlönd- um, það var aðeins eitt sem var svolítið slæmt á ferðalögum henn- ar, hún talaði aðeins íslensku og hafði stundum orð á því, að það hefði verið mesta vitleysan hjá sér, að hafa ekki lært ensku til að geta bjargað sér á ferðalögunum. Herdísi hafði alltaf dreymt um að sjá Versali, sem hún hafði lesið um í bókum um frönsku bylting- una. Ég vissi líka, en því miður ekki fyrr en heilsu Herdísar hafði hrakað, að hún hafði þráð að sjá sögustaðinn á Hlíðarenda. Ég held að Herdís hafi verið rík- asta kona sem ég hef þekkt, að vísu átti hún aldrei fleiri veraldlega hluti en komust fyrir í litlu einstakl- ingsíbúðinni, en í vöggugjöf fékk hún jákvæðan og góðan hugsunar- hátt. Herdís flutti á Dalbraut 27, dag- inn sem það opnaði, þar leið henni vel og voru allir henni góðir. Hún átti góða að, bæði innan fjölskyld- unnar, og eins vini sem hlúðu að henni, ég veit að hún var þakklát þeim öllum. Á síðustu árunum var Herdísi hætt á að brotna og var orðin hrædd um að vera öðrum háð meira en orðið var, og var hún farin að þrá að fá hvíldina. Andlegri heilsu hélt hún fram í andlátið og var meira að segja búin að kjósa sinn flokk í alþingiskosningunum, þá helsjúk á Borgarspítalanum. Mér finnst ég rík að hafa kynnst Herdísi og sendi öllum sem sakna hennar mínar bestu kyeðjur. Megi hún hvíla í friði. Karen Karlsson okkar voru bræðrasynir og svo var mikið vinfengi milli foreldra minna og hjónanna á Sælundi, Finnu og Þorgeirs. Ég man hann þar ungan glaðværan mann, en þó er það svo undarlegt að ég kynntist honum fyrst vel, eftir að vík var orðin á milli vina hin síðustu ár eftir eldgos- ið í Heimaey. Þegar ég hefi komið til Vestmannaeyja eftir eldgosið hefi ég ætíð átt góða stund hjá þeim hjónum Sigurði og Fanney og notið gestrisni þeirra og höfðings- skapar. Þakka ég nú góðar stundir, sem urðu færri en ég hefði kosið. Við sátum stundum á spjalli heilu dagana og fræddi Sigurður mig um fjallaferðir og örnefni í Vestmanna- eyjum, sem við höfðum báðir áhuga á, en hann þekkti út í hörgul. Eg dáðist þá oft að þekkingu hans og nákvæmni. Hann var hafsjór af fróðleik um þessa hluti, nákvæmur og minnugur og hafði góða frásagn- argáfu, og sá oft hið broslega við tilveruna. Ég fór í hvert skipti fróð- ari af hans fundi og mun verulega sakna hans næst er ég kem til Eyja, en enginn má sköpum renna. Öldruðum föður mínum, Eyjólfi Gíslasyni frá Bessastöðum, þótti mjög vænt um þau hjón og dvaldi hann hjá þeim um tíma fyrir nokkr- um árum. Mikill harmur er nú kveðinn að Fanneyju, tjölskyldu Jóels, systur hans Þórdísi og öðrum ættingjum við skyndilegt fráfall Sigurðar. Við sendum Fanney og þeim öllum inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng og vammlausan lifir. Blessuð sé minning Sigurðar Jóelssonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson ---------*-*-*----- Leiðrétting í minningargrein um Guðríði Huldu Guðmundsdóttur frá Bílds- felli misritaðist borgarnafn er sagt var frá syni hennar, Sigurði Óm- ari, tölvunarfræðingi. Hann lauk námi frá fylkisháskólanum í borg- inni Chico í Kaliforníu, ekki borg- inni Chicago.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.