Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 35
MORÖUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 1. MAÍ 1991
fclk í
fréttum
Kristján Sæmundsson liðssljóri, Kristján Gunnarsson, Bjarni Óli Haraldsson og Vilhelm Vestmann.
M ATREIÐSLU S AMKEPPNI
Islenskir matreiðslu-
nemar í fyrsta sæti
ívar Bragason og Jóhann Jóhannsson.
Tslenskir matreiðslunemar, þeir
Bjarni Óli Haraldsson og Kristj-
án Gunnarsson, báru sigur úr být-
um í matreiðslu í Norrænni nema-
keppni í matreiðslu og framreiðslu
á Hótel Sögu um síðustu helgi. í
öðru sæti urðu Danir og Norðmenn
í því þriðja. Norðmenn sigruðu
keppni í framrejðslu, Danir urðu í
öðru sæti og íslendingar urðu í
þriöja sæti. I liði íslendinga voru
Ivar Bragason og Jóhann Jóhanns-
son.
Keppnin hófst á föstudagsmorg-
uninn með skriflegu prófi þar sem
meðal annars var prófað í næring-
arfræði en daginn eftir áttu nem-
arnir að útbúa hádegisverð úr hrá-
efni sem þeim var úthlutað. Þá tók
við undirbúningur fyrir kvöldverð-
inn en nemarnir höfðu fengið þau
fyrirmæli að hafa lax í forrétt,
lambákjöt í aðalrétt og súkkulaði-
rétt í eftirrétt.
Ann^r nemanna , Kristján Gunn-
arsson,1 satði í saihtali við Morgun-
blaðið að| félagarnir hefðu verið
yinna ána^gðastir með hádegisverð-
mn. „Viðí vorurn til dæmis mjög
ánægðir með aðalréttinn," sagði
Kristján, „skriflega prófið gekk líka
ágætlega hjá okkur, við gerðum
engar villur, en yfirleitt hefur þetta
verið sá hluti sem dregið hefur Is-
lendingana niður ef eitthvað hefur
lækkað þá. Kvöldið gekk líka nokk-
uð vel hjá okkur. Það eina sem ef
til vill hefði mátt vera öðruvísi var
eftirréttatertan. Þegar við fórum
að bera hana saman við hina eftir-
réttina fannst okkur hún í stærra
lagi.“
I samtali við Bjarna Óla kom
fram að farið hefði fram undan-
keppni fyrir þessa keppni í febrúar
en undirbúningur hefur staðið yfir
í tvo mánuði. Bjarni Óli sagði að
keppnin hefði að þessu sinni verið
mjög jöfn. „Ég held að einungis
smáatriði hafi skilið á milli kepp-
endanna," sagði Bjarni Óli.„Til
dæmis held ég að margir hafi ekki
gætt sín nógu vel hvað varðar
snyrtimennsku sem gat skipt sköp-
um vegna þess hve keppnin var
jöfn.“
Þetta er í fimmta sinn sem Is-
lendingar taka þátt í keppninni sem
haldin hefur verið tíu sinnum.
Keppnin_ nú er fyrsta keppnin á
íslandi. í samtali við Kristján kom
fram að afar vel hefði verið að henni
staðið. Þeir Bjarni Óli voru sam-
mála um að keppnin sem þessi
væri afar hvetjandi fyrir nemana
auk þess sem hún gæfi þeim tæki-
færi til að kynnast norrænum
starfsfélögum sínum.
COSPER
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fánaberar fóru fyrir skrúðgöngu skáta á Selfossi.
SELFOSS
65 ungskátar vígðir
á sumardaginn fyrsta
Skátar voru burðarásinn í hátíða-
höldum á sumardaginn fyrsta
á Selfossi. Þeir gengu fylktu liði í
ski-úðgöngu frá barnaskólanum til
skátamessu í Selfosskirkju þar sem
65 ungir skátar unnu skátaheitið
og voru vígðir inn í hreyfinguna.
Þátttaka í skrúðgöngunni var
góð þrátt fyrir að frekar napurt
væri. Fyrir skrúðgöngunni fóru
fánaberar skátanna og lúðrasveit.
Gengið var fylktu liði um götur
bæjarins og staðnæmst fyrir fram-
an Ljósheima, hjúkrunarheimili
aldraðra, þar sem lúðrasveitin lék
viðbótarlag.
I skátamessunni að lokinni
skrúðgöngunni fylgdust kirkju-
gestir með því þegar 65 ungir skát-
ar voru vígðir inn í hreyfinguna.
Þetta var hátíðleg stund og
ógleymanleg fyrir börnin og ungl-
ingana sem þarna stigu þýðingar-
mikil skref í uppbyggilegu tóm-
stundastarfi.
Séra Sigurður Sigurðarson
minnti á það í ræðu sinni hversu
uppbyggilegt skátastarfið er og
notadijúg sú reynsla sem skátar,
og þeir sem taka þátt í félags-
starfi, fá við það að leggja sig fram.
Síðar um daginn gengust skátar
fyrir barnaskemmtun í Hótel Sel-
fossi og buðu upp á sumarkaffi að
henni lokinni. Var þar glatt á hjalla
og ekki að sjá annað en ungviðið
skemmti sér vel.
- Sig. Jóns.
10. tíma námskeið haldið í maí
Bamadansar 3ja—5 ára
Samkvæmisdansar,
Gömlu dansar,
Rock'n Roll og Tjútt.
Street Dancing.
Byrjendur — framhald.
Innritun stendur yfir
Auðar h a r a l ds^—
SKEIFUNNI 11 B, SÍMI39600 FRÁ KL.13 - 19