Morgunblaðið - 04.05.1991, Side 41
MÖRGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAI 1991
01' ■
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
,ur It
* *
Agætastur allra Itala
Von er á Cossica, Ítalíuforseta,
(forsætisráðherra ítala), hingað til
lands og vaknar þá sú spurning
hver hafi verið ágætastur þar í landi
fyrr og síðar, alira manna.
Mörg eru nöfnin sem „meitluðu
svip í ásýnd heimsins“, en þó tel
ég einn bera af. Það er sá sem
uppgötvaði alheiminn.
Brúnó skildi fyrstur óendanleik-
ann, að til væru aðrar sólir, önnur
sólhverfí, tók fram ótal atriði, sem
síðar urðu að mælinganiðurstöðum,
og var ekki í vafa um að alheimur
væri heimkynni lífs en ekki ólífs.
Það hefur sannast að Galileó
hafði flest það sem mest er um
Armband
týndist
Hvítagullsarmband með steinum
týndist sl. sunnudag eða mánu-
dag. Velvakandi hefur verið beð-
inn að koma því á framfæri, að
armband þetta hefur minningar-
gildi og tilfínningalegt verðmæti
fyrir eigandann. Sá sem kann
að hafa fundið armbandið er því
beðinn að hafa samband í síma
24398.
vert, frá Brúnó, en minntist ekki á
það og lá honum það þó fæstir.
Goðsögnina um hindina — sem
veiðimaðurinn eltir í skóginum og
verður sjálfur að bráðinni um leið
og hann fellir hana (Jónas Hall-
grímsson orti eftir þessu), endur-
vakti Brúnó á Vesturlöndum og lifði
eftir henni.
Meiri maður en Michelangelo og
Sesar, djarfari en Garibaldi, betri
en allir páfar samanlagðir, vitrari
en Cicero, Seneca og Leonardó, var
berfætti vitringurinn frá Nóla, sem
lagði upp í háskaför um Evrópulönd
árið 1576, og lifði allt af nema
endurkomuna til fósturjarðar sinnar
sautján árum síðar.
Þegar þeir jarðarmennimir voru
að búa sig undir brennumorðið
hræðilega 17.2. 1600, þar sem voru
saman komnir helstu höfðingjar
Suður-Evrópu, kirkjulegir og ver-
aldlegir, þá sagði hann þeim, að
gneistaflugið mundi bera sál sína
til þeirra veralda, sem skínandi
blasa við hvers manns augum.
Enn í dag er séð til þess að allur
þorri manna nái ekki fram til skiln-
ings á þessum einföldu hlutum sem
Brúnó uppgötvaði og allir hafa
sannir reynst. Nafni hans er útrýmt
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Deilur nm heimaþjón-
ustu fyrir aldraða
FULLTRÚAR Nýs vettvangs í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu á
fimmtudaginn fram tillögu um að komið yrði á í borginni heimilishjálp-
arþjónustu um kvöld og helgar. Guðrún Zoega, formaður félagsmála-
ráðs, lagði til að tillögunni yrði vísað frá, enda væri þegar verið að
vinna að þessu máli á vegum ráðsins.
Tilefni umræðunnar í borgarstjórn
á fínmitudaginn um heimilishjálpar-
þjónustuna var fjölmiðlauniræða,
sem kom í kjölfar yfirlýsinga tals-
manna ríkisspítalanna um þetta efni.
Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi
Nýs vettvangs; taldi að formaður
félagsmálaráðs, Guðrún Zoega, hefði
í sjónvarpsviðtali gert of lítið úr
vanda, sem við væri að glíma í þessu
sambandi. Sagði hún að bæði vant-
aði fleiri stöðugildi til að sinna þess-
ari þjónustu og að vegna launakjara
væru mannabreytingar of tíðar.
Kristín lagði fram tillögu, þar sem
lagt var til að félagsmálaráð kæmi
hið fyrsta á heimilishjálparþjónustu
um kvöld og helgar og með nýju
fyrirkomulagi yrði tekið á kjaramál-
um starfsmanna, þannig að auðveld-
ara yrði að manna þjónustuna og
koma á meiri stöðugleika en nú væri.
Guðrún Zoega, formaður félags-
málaráðs, mótmælti því að hún hefði
fullyrt í fjölmiðlum að heimilishjálp-
arþjónustan væri í fullkomnu lagi.
Reynt væri að fullnægja óskum um
þessa þjónustu en þeim væri ekki
alitaf hægt mæta frá degi til dags.
Guðrún sagði að af hálfu borgar-
yfirvalda væri vilji til að stánda vel
að málefnum heimilisþjónustunnar
og á síðasta kjörtímabili hefðu átt
sér stað breytingar á skipulagi þess-
arar starfsemi. Þá hefði verið komið
á hverfaskiptingu öldrunarþjón-
ustunnar, sem leiddi til þess að auð-
veldara væri að átta sig á þörfínni
á hveijum tíma en áður. Hún sagði
að lokum að tillaga Nýs vettvangs
væri óþörf þar sem þessi mál væru
þegar í athugun hjá félagsmálaráði
og lagði til að henni yrði vísað frá.
Frávísunartillagan var samþykkt
með 10 atkvæðum sjálfstæðismanna
gegn 5 atkvæðum fulltrúa minni-
hlutaflokkanna.
Umhverfissýning
við Hagatorg í Reykjavík
12.-15. júní 1991.
Síðustu forvöð að tilkynna þátttöku.
Hafið samband við Sigurlín í síma
609560 eða Guðrúnu í síma 45155.
Undirbúningsnefnd.
nniuo9i
úr fræðibókunum og settar blekk-
ingar í staðinn.
Og ekki aðeins úr nýjum bókum,
heldur er nákvæmar að unnið. Hafa
menn reynt að fá bækur hans til
láns eða lestrar á bókasöfnum? Ef
til vill er það einhvers staðar hægt,
en ekki víða. Þær „hverfa" og þar
er Landsbókasafn íslands ekki und-
anskilið. (Hafa menn í svörtum
kuflum verið á kreiki?)
Þorsteinn Guðjónsson
Svissneskur
hótel- og ferðamálaskóli
1 árs nám í hótelrekstri. Lýkur með prófskírteini.
2 ára nám íhótelstjórnun. Lýkur með prófskírteini.
Námið er viðurkennt af HCIMA.
Námið fæst metið í bandarískum og evrópskum há-
skólum.
1 árs nám í ferðamálafræði. Lýkur með prófskírteini. HOSTR
Námskeið í almennum ferðaskrifstofustörfum.
IATA réttindi.
32 ára reynsla
SEH réttindi.
Skrifið til:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL,
1854 D Leysin, Switzerland.
Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821.
Þessir hringdu . .
Kettlingar
Þrír gullfallegir fresskettlingar
fást geftns. Upplýsingar í síma
672248.
Köttur
Ungur fressköttur tapaðist 1.
maí. Hann er eyrnamerktur, er
með hálsól og gegnir nafninu
Alex. Vinsamlegast hringið í síma
39766 ef hann hefur einhvers
staðar komið fram.
Frakki
Svartur síður leðurfrakki hvarf
á bar á Hótel íslandi fyrir um það
bil einum og hálfum mánuði síð-
an. Þetta er mjög sérstakur frakki
sem þekkist hvar sem er, leðrið í
honum er allt röndótt, matt og
glansandi og það eru engar
hneppingar á honum. Ef einhver
hefur tekið frakkann í misgripum
eða veit hvar hann er niður kom-
inn vinsamlegast hafið við sam-
band við Ástur Dís í síma 30645
eða Hótel ísland.
Kettir í óskilum
Nokkrir kettir eru í óskilum á
Dýraspítalanum í Víðidal: Brún-
bröndóttur fress með hvíta bringu
og hosur. Fannst við Borgarspítal-
ann.
Svartur síamsblendingur, fress,
snögghærður. Fannst við Nönn-
ustíg.
Svartur fress með hvít hár í eyr-
um. Fannst við Miðtún.
Upplýsingar í síma 674020.
Frakki
Hinn 24. apríl var tekinn frakki
í steikhúsinu Argentínu. Um er
að ræða grábrúnan herrafrakka,
stærð 56. í vasa frakkans voru
húslyklar og bíllyklar. Vinsamleg-
ast skilið frakkanum í afgreiðslu
Argentínu eða hringið í síma
19555.
1
.
9
V
KVENNA
ATHVARF
BORNI
OFBELDISHEIMI
AD ALAST UPP A HEIMIU ÞAR SEM
PABBIHN MISÞYRMIR MÖMMUNNI
Mánudaginn 6. maí kl. 20.00 mun danski sálfræðingurinn Else Christensen, sem
hér er stödd í boði Samtaka um kvennaathvarf, halda fyrirlestur í Norræna
húsinu um reynslu barna sem alast upp á heimilum þar sem móðirin er beitt
ofbeldi af eiginmanni sínum eða sambýlismanni. (fyrirlestrinum mun hún með-
al annars gera grein fyrir upplifun barnanna, viðbrögðum þeirra og vörnum. í
framhaldi af fyrirlestrinum verða umræður.
Fundurinn er öllum opinn og eru þeir sem starfa að málefnum barna sérstak-
lega hvattir til að mæta.
Aðgangseyrir kr. 200,-.
Samtök um kvennaathvarf.