Morgunblaðið - 04.05.1991, Side 42
~42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991
Rkkþ
-Hut
i>etha/-
GeAAJM'
Hótel Esju • Suðurlandsbraut 2 • Sími 680809. §
Það er mikið sem
býr í þessu liði
- segir Kristinn Björnsson, þjálfari U-16 ára
liðsins, sem heldurtil Sviss á sunnudag
LATTU SENDA ÞER
PIZZU YFIR„NINU”
Ekki misBa mínútu úr söngvakeppninni og notfærðu
þér fría heimsendingarþjónustu PIZZA HUT.
Nú bjóðum við fjölskyldupizzur fyrir 4-6 scm henta
einnig vel í samkvæmi og fyrir hópa.
ÁFRAM ÍSLAND !
Guðmundur Benediktsson er
.helsta vopn íslenska liðsins.
ÍBK, Lúðvík Jónasson, Stjörnunni,
Orri Þórðarson, ÍA, Sigurbjörn
Hreiðarsson, Val og Þorvaldur Ás-
geirsson, Fram.
Aðalfararstjóri liðsins er Sveinn
Sveinsson. Auk hans fara Sigmund-
ur Stefánsson, Snorri Finnlaugsson
og Jóhannes Sveinbjörnsson frá
KSÍ. Læknir liðsins er Einar Jóns-
son og dómari Eyjólfur Ólafsson.
ísland er í riðli með Spánveijum
Sovétmönnum og Júgóslövum.
Fyrsti leikur liðsins verður gegn
Júgóslöum miðvikudaginn 8. maí.
Síðan verður leikið gegn Spánveij-
um föstudaginn 10. maí og síðan
gegn Sovétmönnum 12. maí. Tvö
efstu liðin komast áfram í undan-
úrsiit keppninnar.
ÍSLENSKA landsliðið skipað
leikmönnum 16 ára og yngri
tekur þátt í úrslitakeppni Evr-
ópumótsins í Sviss sem hefst
á miðvikudaginn. Þjálfarar liðs-
_>ins, Kristinn Björnsson og
Þórður G. Lárusson hafa valið
16 leikmenn, sem fara til Sviss
á sunnudag.
Kristinn Bjömsson, þjálfari,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að leikirnir yrðu erfiðir enda
ekki neinar smáþjóðir á knatt-
spyrnusviðinu sem leikið er gegn.
„Þetta verður eldskírn fyrir strák-
ana. Möguleikar okkar eru kannski
ekki miklir fyrirfram en enginn leik-
ur er tapaður fyrirfram. Það er
mikið sem býr í þessu liði og það
sannaðist í leiknum gegn Wales sem
vannst 6:0 og tryggði liðinu í úr-
slitakeppnina," sagði Kristinn.
• Kristinn sagði að besti leikmaður
íslenska liðsins, Guðmundur Bene-
diktsson, hafi átt við meiðsli að
stríða og setti það óneitanlega strik
í reikninginn. Hann vonaðist þó til
að Guðmundur væri að ná sér enda
gæti það skipt sköpum fyrir liðið.
Islenska liðið var í æfingabúðum
um páskana á Möltu og lék þá tvo
æfingaleiki. Vann heimamenn, 2:1
og Kýpur, 3:2.
Eftirtaldir 16 leikmenn skipa
íslenska liðið: Alfreð Karlsson, ÍA,
Arni G. Árnason, ÍA, Einar Baldvin
Árnason, KR, Gunnar Egili Þóris-
son, Víkingi, Gunnlaugur Jónsson,
IA, Guðmundur Benediktsson, Þór
Ak., Helgi Sigurðsson, Víkingi,
Hrafnkell Kristjánsson, FH, ívar
Bjarklind, KA, Jóhann Steinarsson,
KNATTSPYRNA / EM U-16 ARA
KORFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Einar Falur
Norðurlandameistarar unglinga 1991
Islenska piltalandsliðið sem sigraði á Norðurlandamóti unglinga í körfuknattleik í Stykkishólmi um síðustu
helgi. Efri röð frá vinstri: Jón Arnar Ingvarsson, Sigfús Gissurarson, Benedikt Sigurðssbn, Hjörtur Harðarson,
Jón Stefánsson, Sigurður Jónsson og Jón Sigurðsson, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Eggert Garðarsson, Bragi
Magnússon, Hermann Hauksson, Birgir Guðfinnsson og Marel Guðlaugsson. Nökkvi Már Jónsson var ekki viðstadd-
ur myndatökuna þar sem hann var farinn til Bandaríkjana þar sem hann stundar nám.
BADMINTON / HM
ísland í 23. sæti
- vann Búlgaríu 5:0 ígær
Islenska landsliðið í badminton
sigraði lið Búlgaríu, 5:0, í liða-
keppninni á heimsmeistaramótinu í
Kaupmannahöfn í gær. ísland hafn-
aði í 4. sæti af 5 í 6. riðli mótsins,
en Noregur sigraði í riðlinum vann
alla sína leiki. ísland varð því í 23.
sæti af 35 þjóðum í heimsmeistara-
keppni landsliða.
Leikir íslenska liðsins fóru þann-
ig: Elsa Nielsen vann Diana
Filipovu, 6:11, 11:8 og 12:10.
Broddi Kristjánsson vann Boris
Lalov, 15:10 og 15:6. Ása Pálsdótt-
ir og Kristín Magnúsdóttir unnu
Diana Koleve og Diena Filipovu í
tvíliðaleik kvenna, 3:15, 15:11 og
15:10. Broddi og Guðmundur
Adolfsson unnu Ivan Ivanov og
Yassen Borisov, 15:7 og 15:10 og
Kristín Magnúsdóttir og Broddi
unnu S. Tzankov og Nedjalokovu,
15:4 og 15:3.
Einstaklingskeppnin hefst á
sunnudag.
íþróttir
helgarinnar
Körfuknattleikur
Fjórir leikir verða í Evrópu-
keppni landsliða í körfuknatt-
leik í Laugardalshöll um heig-
ina. í dag leika íslendingar
og Norðmenn kl. 15 og Finnar
og Danir strax á eftir kl. 17.
Á morgun lýkur mótinu með
leikjum Portúgals og Norð-
manna kl. 13 og leik íslend-
inga og Finna kl. 15.
Víðavangshlaup
Víðavangshlaup íslands fer
fram á Akureyri á morgun,
sunnudag. Keppt verður í 8
flokkum karla og kvenna.
Skíði
Meistaramót íslands á
skíðum 30 ára og eldri fer
fram í Bláfjöllum í dag, laug-
ardag, kl. 11.. Keppt verður
í alpagreinum, svigi og stór-
svigi, og göngu. Mótið er opið
öllum skíðamönnum sem náð
hafa 30 ára aldri.
Fatlaðir
Hægsmótið, opið íþrótta-
mót, iyrir fatlaða, fer fram í
íþróttahöllinni á Ákureyri um
helgina og lýkur á sunnudags-
kvöld.
Golf
Golfklúbbur Grindavíkur
heldur Atlantikmót í golfi í
dag, laugardag, á Húsatófta-
velli.
Keila
Öskjuhlíðarmót í keilu verð-
ur í Öskjuhlíð í kvöld kl. 20.
Tunglskinsmót verður einnig
í kvöld á sama stað kl. 23.
Allir velkomnir.
Leiðrétting
Lokastaðan í 2. deild karla í hand-
knattleik var röng í blaðinu á þriðju-
daginn. Völsungur var sagður með
þijú stig og ÍBK eitt. Keflvíkingar
sigruðu í leik liðanna, en hann fór
ekki jafntefli eins og sagt var. Bæði
lið luku því úrslitakeppninni með tvö
stig.
Konur og íþróttir
Ráðstefna í Garðalundi, Garðabæ,
þriðjudaginn 7. maí kl. 20.30-22.30.
Dagskrá:
Konur - hreyfing og aldur
Jón Ingi Benediktsson, lífeðlisfræðingur.
Konur og þjálfun
Sólveig Þráinsdóttir, sjúkraþjálfari.
Anorexia/Lystarstol - áhættuþættir.
Olga L. Garðarsdóttir íþrótta- og félagsfræðingur.
Kaffihlé.
Konur - íþróttir - mataræði
Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur.
Konur og stjórnunarstörf.
Lovísa Einarsdóttir, íþróttakennari.
Jafnrétti f íþróttum?
Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður.
Ráðstefnustjórar: Erla Rafnsdóttir og
Unnur Stefánsdóttir.
Allt áhugafólk um konur og íþróttir
er hvattt til að mæta.
Þátttaka ókeypis.