Morgunblaðið - 04.05.1991, Side 44
Flugleiðir:
Tilboð opn-
uð vegna elds-
—nejdiskaupa
OLÍUFÉLÖGIN þrjú gerðu öll til-
boð í sölu eldsneytis til Flugleiða
vegna innanlandsflugsins og tvö
þeirra vegna flugs til Evrópu. Til-
boðin voru opnuð á fimmtudaginn
en ekki er enn ljóst hver fær samn-
inginn.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að hér væri um að
ræða 350 milljóna króna samning á
ári, en tilboð hefðu verið gerð í sölu
á öllu eldsneyti tíl félagsins vegna
innanlandsflugsins og vegna flugs
til Evrópu, sem er um 40% þess elds-
neytis sem notað er í millilandaflug
félagsins. Ameríkuflugið er ekki inni
__j.myndinni því Flugleiðir flytja sjálf-
ír inn nokkurt eldsneyti sem þeir
nota á þeirri leið.
„Skeljungur hefur verið með þessa
þjónustu til fjölda ára en í fyrra var
samningurinn framlengdur til níu
mánaða og rennur hann út um næstu
mánaðaiífiót. Það buðu öll olíufélögin
í olíuafgreiðslu á Keflavíkui’velli
vegna Evrópuflugsins, en Olís og
Skeljungur buðu í afgreiðsluna á
Reykjavíkurflugvelli," sagði Einar.
Hann sagði að þetta væri gert til
að reyna að fá hagstæðara verð á
—áfldsneyti og afgreiðslugjöldum.
Isafjörður:
Japanir vilja
kauparauð-
magasvil
Hugsanlega nýr
markaður fyrir
hrognkelsi
UNNIÐ hefur verið við undir-
búning á vinnslu grásleppu-
hrogna fyrir Japansmarkað
undir stjórn Kristjáns Jóakims-
sonar sjávarútvegsfræðings hjá
Norðurtanganum hf. á ísafirði.
Síðastliðið sumar fór prufu-
sending til Japans og líkaði hún
svo vel að nú eru tveir Japanir
komnir til Isafjarðar til rann-
sókna á hrognkelsum og hugs-
anlega skelfisktegundum sem
hingað til hafa ekki verið nýtt-
ar.
Að sögn Kristjáns tókst að
vinna grásleppuhrognin í höndum
í fyrra þannig að þau uppfylltu
kröfur, en slíkt er alltof dýrt. Nú
" unnið að hönnun vélbúnaðar til
verksins.
En Japanirnir eru ekki eingöngu
hér til að skoða vinnslu á hrogn-
um. Þeir telja víst margir þarna
eystra að svil auki kyngetu manna
og á nú að kanna hvort rauðmaga-
svil séu ekki hinn eini sanni elexír.
Þá hafa Japanir lýst áhuga sínum
á að kaupa bolinn, bæði af grá-
sleppunni og rauðmaganum, og
yrði þá um nýja útflutningsafurð
að ræða.
Sigurður Finnbogason kom úr
"^yrsta hrognkelsaróðrinum á
fimmtudag með um 100 kg af
hrognum og nokkra rauðmaga.
Japönsku fulltrúárnir hafa síðan
verið í matreiðslu á þessum afurð-
um. Síðan er áformað að fara í
leiðangur um Isafjarðardjúp með
köfurunum Kjartani Haukssyni og
- -Gissuri Skarphéðinssyni og kanna
ígulker, beitukóng og triónu-
krabba. _ Úlfar
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Verðandi rækjusjómenn
Strákarnir eru farnir að safnast saman niður á bryggju á Bíldudal til verðandi rækjusjómenn, voru vel hressir að veiðum um borð í Drif-
að veiða marhnút og ufsaseiði. Þeir eru óhræddir við að fara um borð felli þegar fréttaritari Morgunblaðsins kannaði mannlífið við höfnina
í rækjubátana til að fá betri veiðistaði. Þessir strákar, hugsanlega í vikunni.
Verð á svartolíu og gasolíu lækkar:
Útgjaldalækkun útgerðarmnar
nemur um 300 milljónum á ári
Laun sjómanna hækka um 1,4% vegna breytinga á hlutaskiptum
VERÐLAGSRÁÐ ákvað í gær
lækkun á verði svartolíu um
16,1% og á verði gasolíu um
12,6% og er olíuverðið nú að
lækka aftur í kjölfar þeirrar
hækkunar, sem varð vegna
Persaflóastyrjaldarinnar. Krist-
ján Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenskra
útgerðarmanna, segir að þessar
breytingar á olíuverði hafi í för
með sér um 400 miiljóna króna
lækkun útgjalda fyrir útgerðina
á ári. Þar af renni um 100 millj-
ónir til sjómanna vegna breyt-
inga á hlutaskiptum þannig að
útgjaldalækkunin sé nettó um
300 milljónir. Verðlagsráð sam-
þykkti jafnframt á fundi sínum
í gær hækkun á verði sements
og á farmgjöldum skipafélaga.
Verð á tonni af svartolíu var á
fundi verðlagsráðs í gær ákveðið
11.750 kr., úr 14.000 kr., oger það
lækkun um 16,1%. Verð á gasolíu-
lítranum var jafnframt lækkað um
12,6%, eða úr 24,60 kr. í 21,50 kr.
Ekki voru gerðar neinar breytingar
á bensínverðinu.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍU, sagði í samtáli
við Morgunblaðið í gær, að olíu-
verðslækkunin hafi í för með sér
sem svarar um 400 milljóna króna
lækkun kostnaðar á ári. Þar af renni
um 100 milljónir til sjómanna vegna
breytinga á hlutaskiptum, þannig
að kostnaðarlækkunin verði um 300
milljónir nettó. Breytingin á hluta-
skiptunum hafi í för með sér um
1,4% launahækkun til sjómanna.
Kristján segir, að þessi olíuverðs-
lækkun sé mun minni en ella vegna
gengisþróunar Bandaríkjadals og
þrátt fyrir þessa lækkun sé útgerð-
in enn að kaupa olíu á mun hærra
verði en svari til markaðsverðs er-
lendis.
Verðlagsráð samþykkti einnig á
fundi sínum í gær beiðni um 7%
hækkun á sementsverði og er þar
um að ræða hækkun, sem gert var
ráð fyrir í fjárlögum. Þá var sam-
þykkt að leyfa 4% hækkun á farm-
gjöldum skipafélaganna, en þau
höfðu hins vegar sótt um 6% hækk-
un vegna kostnaðarhækkana innan-
lands.
Svava Haraldsdóttir
kjörín Ungfrú Island
SVAVA Haraldsdóttir, átján ára Reykvíkingur, var kjörin feg-
urðardrottning íslands á Hótel íslandi í gærkvöldi. Hún var
valin úr hópi átján stúlkna sem komust í lokakeppnina. Svava
er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð, dóttir Haraldar
Skarphéðinssonar og Hafrúnar Albertsdóttur. Svava var kjörin
Fegurðardrottning Reykjavíkur fyrr í vetur.
Í öðru sæti varð Sigún Eva
Kristinsdóttir, nítján ára úr
Innri-Njarðvík. í þriðja sæti varð
Sólveig Kristjánsdóttir, nítján ára
Hafnfirðingur.
Besta ljósmyndafyrirsætan
var kjörin Telma Birgisdótir, átj-
án ára Keflvíkingur. Hún varð í
fjórða sæti í keppninni. Vinsæl-
asta stúlkan var kosin Selma
Stefánsdóttir, nítján ára Isfirð-
ingur.
Fegurðardrottning íslands
mun væntanlega taka þátt í
Svava Haraldsdóttir.
keppninni Ungfrú Heimur í
London síðar á árinu.