Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl 1991
TOLUR
SEGJA MEIRA
EN ORÐ
MIPS
55.5 SPECmarks
17 MFLOPS
MIPS
72.2 SPECmarks
22 MFLOPS
Nýjar HP 9000 / 700
UNIX vinnustöðvar
m
HEWLETT
PACKARD
HP Á ÍSLANDI
Höfðabakka 9, Reykjavík
Sími: 91-671000
KYNNING 8. MAÍ N.K. FREKARI UPPLÝSINGAR HP Á (SLANDI
Bandaríkin
Sérumsamskiptiíslendingavið
kaup á hluta- og verðbréfum
Ungur íslendingur tekinn til starfa hjá Oppenheimer í Wall Street
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Florída.
A FOSTUDAGINN hóf 27 ára
gamall íslendingur, Guðmundur
Franklín Jónsson, störf hjá Opp-
enheimer & Co., einu stærsta
og virtasta verðbréfasölufirma
í Wall Street í New York. Sér-
verkefni hans verður kaup og
sala á alls kyns bandarískum
hlutabréfum og öllum tegundum
yerðbréfa og sparnaðarbréfa til
íslendinga.
Lagði fyrirtækið áherslu á að
fá Guðmund til starfa vegna nýtil-
kominnar rýmkaðrar heimildar til
handa íslendingum að flytja fé úr
landi og fjárfesta í erlendum verð-
bréfum. Eiga íslendingar þess nú
kost að slá á þráðinn til Guðmund-
ar og ákveða kaup á bandarískum
verðbréfum, t.d. hlutabréfum í
IBM, Disney eða McDonalds svo
einhver séu nefnd. íslensku fjár-
festingarsjóðirnir fjórir munu einn-
ig annast milligöngu um slík kaup.
Hefur Guðmundur Franklín ráð-
gert íslandsferð í næsta manuði
til viðræðna við einstaklinga og
forráðamenn fjárfestingarsjóða.
íslendingum er á þessu ári heim-
ilt að kaupa erlend verðbréf fyrir
375 þúsund krónur. Á næsta ári
verður sú heimild hækkuð um
helming og í janúar 1993 eru ís-
lendingum heimil verðbréfakaup
án takmarkana af hálfu íslenskra
stjórnvalda.
Guðmundur Franklín lauk BA-
prófi í viðskiptafræðum við John
Wales University í Rhode Island í
maí 1990. Sérgreinar hans voru
fjármál og alþjóðleg verðbréfasala.
Á sl. hausti baust honum starf hjá
Bersec International sem er lítið
fyrirtæki miðað við Oppenheimer.
Samhliða vinnu sinni hjá Bersec
International hefur Guðmundur
lokið öllum tilskildum prófum til
verðbréfasölu og hefur nú hlotið
löggildingu sem slíkur.
Guðmundur Franklín er sonur
Jóns heitins Bjarnasonar, sem
síðast starfaði sem blaðafulltrúi
Kaupmannasamtakanna, og konu
hans. Heitmey hans er Ásdís Árna-
dóttir Vilhjálmssonar prófessors
og konu hans.
Lúxemborg
íslandskynning í
sjávarafurðum
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
I marsmánuði stóðu Flugleið-
ir ásamt Arctic Fish, Visa og
Sheraton Aerogolf-hótelinu í
Lúxemborg fyrir íslenskri mat-
vælakynningu í borðsal hótels-
ins. Pascal Moranda, markaðs-
stjóri Sheraton-hótelsins, sagði
að kveikjan að íslandskynning-
unni hefði annars vegar verið
gott samstarf hótelsins við Flug-
leiðir og hins vegar möguleikinn
á að bjóða fólki fisk á föstunni.
Moranda sagði að viðurkennt
væri að ísland og ferskur og
góður fiskur færi saman. Það
hefði þess vegna verið tilvalið
að slá tvær flugur í einu höggi,
bjóða góðan fisk á föstunni og
kynna Island.
Fyrirtækið Arctic Fish sem rekið
er af Páli Axelssyni hafði allan veg
og vanda af því að útvega ferskar
sjávarafurðir frá íslandi. Axel
Jónsson, frá Veisluþjónustunni hf.
í Keflavík kom sérstaka ferð til
Lúxemborgar til að aðstoða mat-
sveina hótelsins við að setja upp
boðlegan íslenskan matseðil. Mor-
anda sagði að kynningin hefði
gengið framar vonum og mikill
áhugi væri á hótelinu að standa
árlega fyrir íslandskynningu af
þessu tagi á föstunni þegar mælt
væri með fiskneyslu. í mars hefði
tæplega xh viðskiptavina veitinga-
salar hótelsins komið þangað sérs-
taklega til að kynnast íslenskum
mat og rúmlega helmingur allra
gesta hefði pantað af íslenska
matseðlinum. Vinsælustu réttimir
voru rjómalöguð sjávarréttasúpa
að gömlum íslenskum hætti og
sjávarréttir fiskimannsins sem for-
réttir en gratineraðir íslenskir sjáv-
arréttir, rækjur, hörpuskel og ýsa
og léttreykt lambafilé með madeir-
asósu sem aðalréttir. í eftirrétt
kusu langflestir bláberjaskyr með
rjóma. Á matseðlinum var annars
boðið upp á þrjár tegundir af súp-
um, fimm forrétti, sex aðalrétti og
fjóra eftirrétti. Auk fiskrétta var
boðið upp á fjallalambasúpu og
léttreykt fjallalamb.
Vaskhugi
Vaskhugi erforrit sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfald-
leika í notkun. Fjárh.bókhald, viðskm.bókhald, sölukerfi,
birgðir, uppgjör vsk., jafnvel einföld ritvinnsla... allt í einu
kerfi á mjög hagstæðu verði.
Fáðu frekari upplýsingar hjá okkur í síma 656510.
íslensk tæki, Garðatorgi 5, Garðabæ.
A SKIPAPLÓTUR - INNRETTINGAR
jÉá PLÖTURÍLESTAR
iTim SERVANTPLÖTUR
I .1 I \ SALERNISHÓLF
|U * 1 1 BAÐÞIUUR
^B ELDHÚS-BORÐPLÖTUR
T>í LAGER-NORSKHÁGÆÐAVARA
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
400 ástæður fyrir IBM AS/400
IBM veitir notendum
AS/400 aðgang að fjölmörgum
upplýsingalindum.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLlÐ 24 REYKJAVlK SlMI 697700