Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991 45 - Minning: Jóhann M. Kjartans- son verslunarmaður Fæddur 5. febrúar 1921 Dáinn 29. apríl 1991 Með Jóhanni er fallið frá 18. af þeim 72 skólasystkinum er útskrif- uðust úr Verzlunarskóla íslands vorið 1940. Jóhann andaðist í Borgarspítal- anum 29. apríl eftir stutta og grimma glímu við dauðann, en honum hafði aldrei orðið misdæg- urt um ævina. Við Jói, eins og allir kölluðu hann, vorum nágrannar af Þórs- götunni svo stutt var í gamla „Verzló" á Grundarstígnum og mörg sporin þangað saman. Við vorum því vinir, nágrannar og skólabræður og kynni okkar hafa ætíð haldist. Jói var indæll persón- uleiki, þó stundum dálítið hrjúfur á yfirborðinu sem maður fljótt sá í gegnum, skemmtilegur maður og sífellt gamansamur. Hann var fæddur að Presthúsum í Mýrdal 5. febrúar 1921 og því nýlega orðinn sjötugur. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jóhannsdóttir og Kjartan Finnbogason, söðla- smiður. Var hann einn 9 systkina sem öll eru látin nema 3 systur, Anna, Sigríður og Ásdís sem starf- aði yfir 30 á.r í aðalumboði Happ- drættis DAS. Hans stóra heillaspor steig hann 6. ágúst 1949 er hann giftist eftir- lifandi konu sinni, Soffíu Bjarna- dóttur, og var hjónaband þeirra sérlega farsælt alla tíð. Þau eign- uðust 4 börn: Ingibjörgu, gift Þóri Gunnarssyni veitingamanni og eiga þau 2 börn, Kjartan Odd bank- amann, giftur Björk Jónsdóttur og eiga 2 börn, Jóhann Egil er starfar í Danmörku, í sambúð með Guðríði Dögg Hauksdóttur og eiga þau líka 2 börn, og Önnu Sigríði er nemur arkitektúr í Danmörku, ógift. Eftir útskrift starfaði Jói fyrstu árin hjá hernum, en síðar við inn- flutningsverzlun á skrifstofuvörum með bróður sínum, Finnboga Kjartanssyni, er var pólskur kons- úll, en eftir dauða hans tók Jói við fyrirtækinu og rak allt til seinasta árs, er hann gerðist húsvörður hjá Krabbameinsfélaginu. Jóhann kaus að lifa hljóðlega og var kröfuspar á lífsins lysti- semdir, en samt gleðimaður í góðu meðallagi þegar það átti við. Ég kveð góðan dreng með virð- ingu. Við skólasystkinin öll í EXELL þökkum Jóhanni Kjartanssyni samfylgdina og ánægjuleg og ógleymanleg kynni og kveðjum hann með orðum okkar gamla og góða skólastjóra, síðar útvarps: stjóra, Vilhjálms Þ. Gíslasonar: „I guðs friði." Ekkju hans, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og systrum vottum við dýpstu samúð. Jarðarför hans fer fram frá Bústaðakirkju kl. 13.30 í dag. Baldvin Jónsson Fáein kveðjuorð frá Krabba- meinsfélagi Islands. Allir vilja verða gamlir en engir vera það. Það eru mikil sannindi fólgin í þeim orðum. Það var ömurlegt hlutskipti að' ná háum aidri, en þurfa að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að vera öðrum háður um allar bjargir. Nú á síðari tím- um, tímum velmegunar og fram- fara, hefur þetta því miður orðið hlutskipti æ fleiri. Þetta varð ekki hlutskipti Jó- hanns M. Kjartanssonar og má það vera nokkur huggun ástvinum hans, sem þurftú að sjá honum á bak allt of fljótt. Kynni okkar, starfsfólks Krabbameinsfélagsins, af Jóhanni urðu ekki löng. Hann kom til starfa hjá félaginu í júní- mánuði á síðasta ári sem húsvörð- ur. Jóhann hafði um langt árabil stundað viðskipti hér í Reykjavík þar sem hvers konar innflutningur skipaði öndvegi. Þess vegna nefndi hann það í upphafi okkar sam- starfs, að þessi tvö störf, húsvarð- arstarfið og viðskiptasviðið, færu ekki endilega vel saman. En annað kom á daginn. Hann hafði óvenjugóða tilfinningu fyrir því, hvað hann var að gera og hvað þurfti að gera, en það er kunnara en frá þurfi að segja, að á stóru heimili þarf að hafa auga á hverjum fingri. Þessi eiginleiki Jóhanns samfara snyrtimennsku og hárfínu skopskyni gerði alla samvinnu við hann einstaklega ánægjulega. Fáum hef ég kynnst um dag- ana, sem þekkti fólk og mannlíf stríðsáranna í Reykjavík betur en Jóhann. Mannlíf í Reykjavík var býsna fjölskrúðugt þá eins og nú, en í frásögn Jóhanns fannst manni það beinlínis blasa við sér. Við kveðjum góðan dreng með virðingu og þökk. Olafur Þorsteinsson Mhming: Hartwig Toft fv. kaupmaður Fæddur 8. desember 1900 Dáinn 1. maí 1991 Þegar virtur og elskulegur sam- borgari, faðir og afi flyst yfir landamæri lífs og dauða, myndast tóm í hjartanu og söknuður verður allsráðandi. Smátt og smátt fara svo minn- ingarnar að streyma fram. Þær eru ljúfar og aftur fer að rofa til. Hugurinn fyllist þakklæti fyrir að hafa fengið að vera að njótandi ljúfrar hlýju og glaðværðar þess, sem var að kveðja. Við erum þakklát fyrir að erfið- um veikindum er lokið og fögnum í vissunni um, að vinur okkar sé kominn til betri heima, laus við áhyggjur og amstur jarðlífsins, til fundar þeirrar góðu konu, sem svo snemma var kvödd úr lífi hans og átti ást hans og þrá svo fölskva- lausa. í dag, þriðjudaginn 7. maí, verð- ur gerð frá Fossvogskirkju útför tengdaföður míns, Hartwig Toft, fyrrverandi kaupmanns, en hann andaðist í Landakotsápítala 1. maí eftir erfiða sjúkdómslegu. Hartwig var fæddur aldamóta- árið í Aabenraa á Suður-Jótlandi, þriðji í röð átta bræðra, sem nú eru allir látnir. Foreldrar þeirra bræðra voru hjónin Margret Ar- entsen og Nis Toft og bjuggu þau í Aabenraa alla sína ævi, þar sem Nis starfaði síðustu ár sín sem rit- stjóri hjá „Sönder-Jylland Sosial- demokrat". Það voru erfiðir tímar á Suður- Jótlandi í upphafi aldarinnar, ekki síður en hér. Þó Hartwig lenti aldr- ei í beinum átökum stríðsins 1914- 1918, ólst hann upp við mikla vinnu og þröngan kost. Ungur hóf tengdafaðir minn verslunarstörf. Hann stundaði nám við Den Jyske Handelshöjskole í Aarhus. Árið 1923 réðst Hartwig til íslandsferðar á vegum Richards N. Braun í Hamborg, sem þá rak verslanir í Reykjavík, á Akureyri og ísafirði. Hjá honum starfaði hann til ársins 1937, er eigenda- skipti urðu á versluninni í Reykjavík og Ragnar H. Blöndal tók við, en hjá honum starfaði hann áfram til ársins 1942. Eftir að Hartwig hætti störfum hjá R. H. Blöndal stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Verslun H. Toft, lengst af á Skólavörðustígn- um. Að því fyrirtæki starfaði hann meðan heilsa entist eða til ársins 1979. Áður en íslandsferðin réðst, hafði Haxtwig mætt lífsförunaut sínum, konuefninu Christine Harms frá Gr. Grönau við Liibeck í Þýskalandi. Hún kom til íslands síðar á sama ári og voru þau gefin saman á ísafirði, en þar starfaði hann þá á vegum Braunsverslun- ar. Stuttu síðar fluttust þau til Reykjavíkur og starfaði hann við Braunsverslun þar. Christine og Hartwig eignuðust fjórar dætur, þær eru: Sigrid, gift undirrituðum, búsett á Egilsstöð- um, Irmgard, gift Leo Munro, bú- sett í Reykjavík, Margrét, gift Birni Þór Ólafssyni, búsett á Ólafs- firði, Anna, gift Indriða Indriða- syni, búsett í Reykjavík. Árið 1958 lést Christine mjög snögglega. Það var tengdaföður mínum mikið áfall, sem markaði djúp spor í ævi hans. Dæturnar og börn þeirra hafa verið hans sólargeislar. Eftir andlát Christine hefur hann verið í heimili hjá Irm- gard og Leó og þeirra börnum, umvafinn ástúð og hlýju. Alls stað- ar, þar sem Hartwig var, flykktust börnin til hans og gátu unað hjá honum svo tímum skipti. Ekki verður svo skilið við minn- ingú um þennan hugljúfa mann, að ekki sé minnst á ást hans á landinu. Hann var mikill náttúru- skoðandi. Spor hans liggja víða um nágrenni Reykjavíkur og vítt um landið. Esjan heillaði hann. Hann unni henni og þekkti hana öðrum betur. Oft sárnaði honum illa um- gengni fólks um landið og tók þá til hendi, þar sem illa var um geng- ið á áningarstað. Heilsunni hrakaði, sjón og heyrn var smám saman frá honum tekin. En lífsþrótturinn, - léttleikinn og viljinn til að vera sjálfum sér nóg- ur entist til hins síðasta. Hér erum við svo eftir, fjölskylda og ferðafélagar. Við eigum ljúfar minningar, sem aldrei verða frá okkur teknar. Við þökkum um- hyggju og góðvild og biðjum Guð fyrir sálum ástvinanna, sem nú eftir langan aðskilnað hafa sam- einast. Guð blessi minningu hjónanna Christine og Hartwig Toft. Magnús Pálsson © Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöf nun, töflureiknir og stýrikerfi á ^ 15 klst námskeiöi fyrir byrjendurl Fáiö senda námsskrá. ^S óir> Tölvu- og verkfræöiþjónustan Je^^" * Grensásvegi16-flmmárífory8tu dft sj? SYLVAIMIA HEILDSÖLUDREIFING Rafkaup ÁRMÚLA 24, RVÍK. S í M I : 6 8 15 7 4 Heildsala — smásala BOLTAR, rafgalvaniseraöir, ryðfríir og heitgalvaniseraðir. Límtrésboltar, venjulegir (raf- galvaniseraðir) og heitgalvaniseraðir. Opiðfri8-18 Laugardaga9-13 STRANDGATA 75 CAp/Jf HAFNARFJÖRÐUR *T 91-652965 STERKIR ÞÆGILEGIR FALLEGIR ÚtsölustaÖir: Fjarðarkaup, Hafnarfirði Kaupstaður Mjódd, Reykiavík Mikíigarður v/ Surtd, Reykjavík Skagaver, Akranesi Borgarsport, Borgamesi Bjarnabúð, Tálknafirði KEA Vöruhús, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík Verslunarfél. Austurlands, Egilsstöðum Vöruhús K.Á./,Selfossi | Samkaup, Keflavík e Útilíf.Glæsibæ, Reykjavík 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.