Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991 39 HJA SIMPSON Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Barnaleikur 2 („Child's Play 2"). Sýnd í Laugarásbíói. Leik- stjóri: John Lafia. Aðalhlutverk: Alex Vincent, Jenny Aqutter og Brad Dourif talar fyrir brúðuna. Bandaríkin. 1990. Þær þurfa ekki að vera merki- legar bandarísku bíómyndirnar til að geta af sér framhald. Þetta á sérstaklega við um hryllingsmynd- ir sem jafnvel ná tölunni átta áður en þær deyja drottni sínum. Barna- leikur 1 var ekki beysinn hryllir og Barnaleikur 2 er það ekki held- ur. Það hefur eitthvað að gera með aðalpersónuna er ég viss um - morðóða dúkku. Hún einhvern veginn skelfir mann skelfilega lítið. Dúkkan er andsetin af fjölda- morðingja og þótt sá ágæti Brad Dourif (Særingamaðurinn) Ijái henni öfluga rödd sína nægir það ekki til að hræða. Efnið er máski nýstárlegt en leikstjórinn, John Lafia, sem gerði margt gott fyrir Bláu eðluna hans Sigurjóns Sig- hvatssonar og Propaganda Films, beitir lítt nýstárlegum brögðum til að vekja ótta. Gamalkunnar þrum- ur og eldingar þjóta um himininn, gleiðhornslinsan skapar óttalegt andrúmsloft og hvert gabbið rekur annað áður en alvöruhrekkurinn " kemur. Hrollurinn er í hæfilegu hlut- falli við spaugið eins og títt er um hryllingsmyndir fyrir unglinga- markaðinn en heildaráhrifin eru harla lin. Dólgslegur dúkkuhúmor- inn fór þó vel oní bandarísk ung- menni því myndin gekk ágætlega vestra. Hinn léttlyndi spaughiyllir kem- ur best fram í lokaatriðinu sem er líflegasti hluti myndarinnar en það fer fram í dúkkuverksmiðjunni sjálfri. Þar er gert af alvöru út á grínið með tækjum og tólum dúkkugerðarinnar. Annars er söguþráðurinn þessi að drengurinn litli úr númer eitt er nú tekinn í fóstur hjá Simpson- fjölskyldunni (já, Simpson) á með- an móðir hans er að jafna sig eft- ir fyrri myndina en hin andsetna dúkka er síst dauð og reynir morð- óð sál hennar sem fyrr að komast yfir í drenginn. Snáða gengur illa að sannfæra fólk um að hann sé ekki valdur að óhöppum og dauðsföllum í ' kringum sig heldur bévuð dúkkan en tekst það svona álíka vel og myndinni að sannfæra okkur um að nokkurt vit sé í sögunni. PROLINE BEKKJALÍNAN Daníel Magnússon ¦ DANÍEL Magnússon opnar sýningu í Gallery Westlund í Stokkhólmi 7. maí næstkomandi. Sýningin ber yfirskriftina Niður- staða landkönnunar. Verkin á sýn- ingunni eru unnin í handteipað eld- húsfílabein, tré og akríl með bland- aðri tækni. Verkin eru öll frá þessu ári. 1 AEG FRÁBÆR BORVÉL Á FRÁBÆRU VERÐI • SNYSTIBAÐARATTIR • M/HÖGGI "• STIGLAUS HRAÐI • 380-W MÓTOR 4.995 ***%. BRÆÐURNIR ^Jqrmssonhf ^tqj^^ LáQmúli 8-9 H 8760. 128 Reykjavik. island UMBOÐSMENN UM ALLT LAND KR. STGR auglystngar FELAGSLIF I.O.O.F. Rb. 4 = 140578 G.H. 8'/s I D EDDA 5991757 - Lf. I.O.O.F. 8 = 173588'/* = Lf. HÚTIVIST GtóHMHI 1 • KYKMVÍK • SÍMI/SÍMSVUI l«06 Kvöldganga Miðvikud. 8. maí kl. 20.00: Vogavfk - Vogstapi, eitt af skemmtilegri útivistarsvæðum hér á suðvesturhorninu, sem allt of fáir þekkja. Gengiö upp Reyðarskarð og niður Brekku- skarð, áfram upp Rauðaskarð (Heljarskarð) og upp á Grímshól en þaðan er mjög gott útsýni til allra átta. Haldið til baka niður á ströndina um Urðarskarð, Einnig boðið upp á Ijúfa strand- göngu. Að göngu lokinni verður kveikt fjörubál, hlýtt á drauga- sögur frá þessu magnaða svæði og raddböndin þanin við harm- óníkuleik. Tvaer góðar f erðir 9./10.-12. maí: Eyjafjallajökull Gist í Básum. Þaðan veröur gengin Hátindaleið yfir jökulinn og komið niður við Seljavelli. Þórsmörk - Giljagöngur M.a. farið í hin stórfenglegu gil, Bœjargil og Nauthúsagil, enn- fremur Merkurkerið, Selgil, Grýtugil og Smjörgilin. Þá verður einnig boðið upp á göngur upp á Morinsheiði og yfir í Hamra- skóla ef farið er 9. maí. Jöklaför- unum fagnað í Seljavallalaug. í Útivistorf erð eru aílir velkomnir. Sjáumstl Útivist. FERÐAFELAG ISIANDS ÖLDUGÓTU3 S11798 19S33 Hvítasunnuferðir Ferðafélagsins 17.-20. maí 1. Snæfellsnes - Snæfollsjök- ull. Jökullinn hefur sitt aðdráttar- afl en það er margt annað i boði m.a. strandgöngur, hellaskoðun í Purkhólahrauni einu hella- auðugasta hrauni landsins (nýtt), gengin verður ný leið af jöklinum. Silungsveisla. Gist á Görðum í Staðarsveit, ein besta svefnpokagisting á Snaefells- nesi. Stutt i sundlaug. Matsala á staðnum. 2. Þótsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal, en þar er að- staðan ein sú besta í óbyggðum. Gönguleiðir við allra hæfi. Það hefur vorað óvenju snemma í Mörkinni. 3. Fimmvörðuháls - Mýrdals- jökull. Jöklaferð á skiðum. Ferð að hluta sameiginleg Þórsmerk- urferðinni. Gist í Þórsmörk. 4. Öræfajökull (Hvannadals- hnjúkur) - Skaftafell. Þvi ekki aö reyna að sigra hæsta fjall landsins. Leiðbeint í jbklatækni áður en lagt er upp. Gönguferð- ir um þjóðgarðinn. 6. Skaftafell - Öræfasveit - Jökulsárlón. Göngu- og ökuferð- ir. M.a. farið um nýju göngu- brúna á Morsá og gengið í Bæj- arstaðaskóg og jafnvel í hina litriku Kjós. Svefnpokagisting eða tjöld á Hofi. í Hvitasunnu- ferðum ættu allir aö finna eitt- . hvað við sitt hæfi. Munið að fé- lagar fá afslátt i helgar- og lengri ferðirnar; skráið ykkur í Ferðafé- lagið. Góð fararstjórn í öllum ferðum. Pamið timanlega á skrifst. Öldugötu 3, 101 Reykjavík. Simar: 19533 og 11798. Fax: 11765. Uppstigningardagur 9. maí: 1. Kl. 10.30 Esja að norðan. 2. Kl. 13.00 Esja - Þverfells- horn. Árleg fuglaskoðunarferð Ferða- félagsins um Suðurnes verður laugardaginn 11. mai kl. 10.00. Fróðleg ferð. Þórsmerkuferð um næstu helgi. Verið með! Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S11798 19533 Miðvikudagur 8. maí kl. 20 Hellaferð í Hrútagjár- dyngju (gosbeltið neðanjarðar) Skoðaðir verða tveir hellar; Hell- irinn eini og HD-3. Hellirinn eini er mjög sérstæður, 170 m tang- ur og skorinn mörgum þverspr- ungum. 'fi klst. gangur að hell- unum. Skemmtileg fjölskyldu- ferð. MuniS vasaljós, húfu og góða skó. Fararstjóri frá Hella- rannsóknafélagi islands. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin (stansað á Kópa- vogshálsi og v. kirkjugarðinn Hafnarfirði). Ferðin er metin sem þriðji áfangi gönguferðar um gosbeltið, en fjóðri áfangi er næstkomandi sunnudag. Ferðagetraun. Fimmtudagur 9. maf kl. 13 a. Esja - Kerhólakambur - Vesturbrúnir. Góð fjallganga. b. Verferð 2. Nes - Borg - Bakki. Létt fjöruganga í Hvalfirði og fjöruskoðun fyrir alla fjöl- skylduna. Munið f uglaskoðunarferð- ina um Suðurnes á laugar- daginn H.maíkl. 10. Helgarferð í Þórsmörk 11.-12. maí Brottför laugard. kl. 8. Góö gist- ing í Skagfjörðsskála Langadal. Helgarferðir og á Eyjafjallajökul verða um mánaðamótin maí- júni'. Ferðafélag islands. Pressubekkur með fóiafæki, róður og mittisbekkur + 46 kg. lyftingarsett. Verð kr. 25.780.- stgr. kr, 24.490. Pressubekkur með fótatæki, róður, mittisbekkur og flug + 46 kg. lyftingarsett. Verð kr. 31.995. -stgr. kr. 29.755. Einstakur sitjandi pressubekkur með fótatæki, róður og mittisbekkur + 20 kg. af lóðum. Verð kr. 35.420. -stgr. kr. 32.940. Fjölhæfur pressubekkur með fótatæki, róður, niðurtog, uppsetur o.fl. + 46 kg. lyftingarsett. Verð kr. 38.500. -stgr. kr. 35.420. Fullkomin, fjölhæf æfingastöð, þyngdir allt að 90 kg. Einföld í notkun, hentar öllum aldurshópum. Verð kr. 75.000. -stgr. kr. 69.750. lÍTTU FftfiMENN VIM PÉR VKINN Tll BTO LífS. LlKA tVI S K /1 !< I A fi V ( 1 R ( i R -friikandi varslun- SKEIFUNNI 19 - SÍMI 681717 - FAX 83064
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.