Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 47
MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 47 fullir þeirrar vissu að fyrst hann lagði þetta til þá værum við að gera réttan hlut, slíkt var traust okkar til hans, enda stóðust allar hans ákvarðanir. Hann var glaðvær maður að eðl- isfari, grínisti, orðheppinn en um leið mjög orðvar, og þær voru marg- ar ánægjustundirnar sem við áttum með honum bæði í starfi og utan þess, og nú á þessum tímamótum rifjast þessar stundir upp. Það rifjast einnig upp þegar horft er aftur til baka að aldrei kom það til að grín hans bitnaði á eða særði einn eða neinn, slíkur maður var Gísli. Við kveðjum góðan vin og vinnu- félaga með söknuði. Við starfsfélagar hans vottum eiginkonu hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna ARD, Hörður Jóhannesson. Að hann hafi verið vinur vina sinna, orðheldinn og laus við allan . hroka eru þau ummæli sem hvar- vetna heyrðust þegar nafn Gísla Bjömssonar bar á góma manna í milli. Og nú er hann farinn yfír móðuna miklu til þeirra mikilvægu starfa sem þar bíða okkar allra. Það var 27. apríl sl. að Gísli varð að láta undan þeim sjúkdómi sem um nokkra hríð hafði tafið hann frá daglegu vafstri. Hann hafði tekist á við sjúkdóminn eins og honum einum var lagið, rætt um afleiðing- ar og það sem framundan var. Hann vissi að hverju hann gekk, hvers var að vænta. Leiðir okkar lágu saman þegar ég hóf störf í lögregluliði Reykjavík- ur 1972, en þá þegar var Gísli einn af yfirmönnum í lögreglu. Hann þekkti að vísu aldrei muninn á því að vera yfirmaður og undirmaður, í hans huga vorum við bara.lög- reglumenn allir saman, til starfans ráðnir að vinna að sameiginlegu markmiði, löggæslu. Þó all-nokkur aldursmunur væri með okkur Gísla, tókst fljótlega mikill vinskapur á milli okkar og fjölskyldna okkar. Réð þar nokkru að saman fóru áhugamál. Einhver hafði kallað hann náttúrubarn, og var það sannmæli því hvergi undi hann sér betur en úti í náttúrunni • eða á óðali sínu í Borgarfirði og gilti þá einu við hvað var fengist, vinna og leikur fóru oftast saman. Samneyti við fjölskylduna, leikur með barnabörnunum, Gísli nánast endurfæddist í hvert sinn er komið var yfír Borgarfjarðarbrú. Hann hefði átt skilið að njóta þess leng- ur, en enginn ræður sínum nætur- stað. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru í Sveinatungu með Gísla og Systu. Það var nánast al- veg sama hverju synir okkar Sillu þurftu að fórna til þess að komast upp í Sveinatungu, þessar ferðir höfðu algeran forgang. Þeir geyma með sér ljúfar minningar um þessar ferðir, sem ávallt voru fullar af ævintýrum. Gísli var mikill gæfumaður. Sjálf- ur sagði hann mér fyrir örfáum dögum, að sennilega væru fáir jafn miklir gæfumenn og hann. Hann hefði alla tíð haft góða samferða- menn, og fjölskyldu eins og hvern dreymir um. Verið heilsuhraustur mest alla sína ævi og náð að gera flest það sem hann langaði til að gera. Að Gísli hafi verið slíkur gæfu- maður, var ekki síst að þakka eigin- konu hans, Elínu B. Magnúsdóttur, sem var honum styrkur og stoð. Sem klettur í úthafinu allt þar til yfir lauk. Missirinn er mikill, barnabörnin, Elín og Hafdís, undra sig á því hvar afi er. Afi sem alltaf átti tíma aflögu handa þeim og var tilbúinn að láta h'ósið lýsa í myrkrinu. Vinir fara og vinir koma, í minn- ingunni áttum ég og fjölskylda min góðan vin. Ég trúi því að næst þeg- ar ég geng um Sveinatunguland í Borgarfirði fari ég ekki alveg einn. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið að blessa minningu hans og veita eig- inkonu hans, syni, dóttur og fjöl- skyldu hans allri styrk í sorginni. Þröstur Jón S. Halldórs- son - Kveðjuorð Það er oft lítið sem skilur á milli lífs og dauða eins og við höf- um enn einu sinni fengið að reyna en nú kveðjum vin okkar og félaga Jón S. Halldórsson, sem kvaddi þennan heim á sviplegan hátt. Við félagarnir aí BFÖ kynnt- umst honum fyrir 12 árum þegar hann tók þátt í ökuleikni félagsins í fyrsta sinn. Hann vildi verða betri ökumaður og ökuleiknin gaf honum tækifæri til þess. Fljótlega hafði hann lært nær alla þá tækni sem góður ökumaður þarf að hafa og þar sem markmið hans sem bindindismanns og áhugamanns um bætta umferðarmenningu fóru saman við starf BFÖ fór hann fljótlega að starfa fyrir félagið. BFO fékk að njóta hugmynda- auðgi hans og krafta. Hann tók ýmis erfið verkefni að sér fyrir félagið þar sem áhugi hans og samviskusemi nutu sín. Alltaf var hægt að leita til hans með erfið og vandasöm mál. Síðustu árin sat hann í stjórn félagsins og er það m.a. honum að þakka hversu vel ökuleiknin sem félagið heldur á hverju sumri, hefur gengið vel. Hans frjóa hugs- un kom víða fram í starfi félagsins og er nú stórt skarð höggvið í raðir okkar eftir hið sviplega frá- fall Jóns. Um leið og við vottum eiginkonu hans, börnum, systkinum og for- eldrum okkar dýpstu samúð, þá viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Jóni, starfa með honum og hafa notið starfskrafta hans. Stjórn Bindindisfélags ökumanna BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. l®m<awal Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Legsteinar Framleiðum allar stæröir og geröir af legsteinum. Veitum f úslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. ÍSS.HELGASQNHF ISTEINSMIÐJA ¦ SKEMMUVEGI48.SIMI 76677 t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, OLAFUR H. SIGURIÓNSSON, Hjaltabakka 4, lést á Landspítalanum 3. maí. Fyrir hönd vandamanna. Inga Bergþórsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR VILMUNDSSON, frá Löndum, Grindavík, Þórustíg 26, Njarðvík, lést á Landspítalanum 30. april. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 10. maí kl. 14.00. Guðjón Eyjólfsson, Snorri Eyjólfsson, Kristín Eyjólfsdóttir og barnabörn. Marta A. Hinriksdóttir, Ingileif Emilsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINÞÓRS MAGNÚSSONAR, Stekkjarholti 20, Akranesl. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar, Sjúkrahúss Akraness. Sumarlína Jónsdóttir, Súsanna Steinþórsdóttir, Jón Jóhannsson, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Jón Kr. Baldursson, Jónfna Steinþórsdóttir, Böfivar Ingvarsson, Slgur&ur M. Stelnþórsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, móður og ömmu, FANNEYJAR ÁSDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR, Laugavegi 27a. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks á deild 14G á Landspítalanum. Aðstandendur. t Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför, SKÚLA ÞÓRÐARSONAR, Valsmýri 5, Neskaupstað. Ingibjörg Finnsdóttir, Þórður Þórðarson, Anna Finnsdóttir, Þórður, Finnur, Sturla og fjölskyldur. t Þökkum innilega öllum þeim sem heiðruðu minningu ÁSMUNDAR J. ÁSMUNDSSONAR og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hans. Hanna Helgadóttir, Ragnhildur Ásmundsdóttir, Finnur P. Fróðason, Sigrún Ásmundsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Helgi Ásmundsson, Ásmundur Páll Ásmundsson, Magnús Þór Ásmundsson, Soffía G. Brandsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GÚSTAFS R. KRISTIANSEN pfpulagningamanns, Stóragerði 28. Þóra Kristiansen, Sverrir Einarsson, Svandís Kristiansen, Gylfi Birgisson, Davíð Bergþór Sverrisson, Finnur Árni Sverrisson, Einar Gústaf Sverrisson, Ingibjörg Helga Sverrisdóttir, Birgir Gylfason, Bergþóra Gylfadóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, SIGRÚN GISSURARDÓTTIR, Álfaskeiði 40, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. mai kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð um Guðmund Gissurarson, Sólvangi. Kristján Steingrímsson, Steingrímur Kristjánsson, Margrét Ág. Kristjánsdótttr, Júlíus Hinriksson, Gissur V. Kristjánsson, Dóra L. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við lát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLSSVEINSSONAR, Miðleiti 3, Reykjavfk. Guðrún Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð, hlýjar kveðjur og ómetanlega hjálp við fráfall og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERLU ÞORSTEINSDÓTTUR, Þverholti 2, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki lyfjadeild- ar F.S.A. Guð veri með ykkur öllum. Zóphonías Baldvinsson, Svanur Elvar Zóphoníasson, S. Ósk Zóphoníasdóttir, Karl Haraldsson, Brynjar Zóphoníasson, Sólveig Hallsdóttir, Guðbjörn Olafur Zóphoniasson, Baldvin Zóphoníasson og bamabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.