Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 2
leei i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 Bjargað heilum eftir 27 mínútur í ísköldum sjó: Hugsaði ekki um neitt ann- að en halda mér á floti ÞRJÁTÍU og tveggja ára gömlum manni, Jóhanni Jónssyni, var bjargað heilum á húfí eftir að hann tók út af Sjávarborginni GK 60 á Dohrn-banka á miðnætti í fyrrinótt og hafa verið 27 mínútur í sjónum í venjuleguni sjógalla en hitastig sjávarins var 0,1 gráða undir frostmarki. Félagi Jóhanns, Snorri Guðmundsson, 2. sl.ýri- maður á Sjávarborginni, fór í flotbúning og kastaði sér í sjóinn á eftir Jóhanni og hjálpaði honum að halda sér á floti meðan skipinu var snúið við þeim til bjargar. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var kölluð til og var Jóhann fluttur með henni i sjúkrahús i Reykjavík. „Við vorum á stími og að klára að íáta trollið fara þegar ég flækt- ist í taug og hentist fyrir borð," sagði Jóhann Jónsson, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Landspítalanum. „Ég fór á bólakaf en náði mér strax upp aftur en skipið hélt áfram og fjarlægðist, því það gat ekki stoppað strax. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast en hugsaði ekki um neitt annað en að halda mér á floti. Snorri, 2. stýrimaður, fór í flotbún- ing, kastaði sér í sjóinn og synti til mín, það tók nokkrar mínútur og ég var orðinn kaldur og dofinn. Snorri hélt í mig og við svömluðum saman þangað til báturinn gat snúið við og komið að okkur. Þá var sett út lína og ég hífður um borð." Þá voru liðnar 27 mínútur frá því að Jóhann tók út. Þegar Jóhann var kominn um borð í Sjávarborgina missti hann meðvitund en rankaði við sér niðri í klefa þar sem búið var að dúða hann upp í koju. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluð til og var hún komin á staðinn á fjórða tím- anum. Læknir seig niður úr þyrl- unni og var Jóhann mældur og reyndist líkamshiti hans þá 34 gráður. Flogið var með hann til Reykjavíkur, þar sem þyrlan lenti klukkan tæplega hálfsjö og var Jóhann rakleiðis fluttur á Lands- pítala. Hann kvaðst állur vera að braggast þegar Morgunblaðsmenn ræddu við hann á spítalanum um klukkan hálfellefu í gærmorgun en kvaðst þó enn vera mjög dofinn á höndum. 10 dagar voru liðnir af fyrsta túr Jóhanns með Sjávar- borginni þegar þetta óhapp bar að höndum. Hann kvaðst telja að hann ætti einhverri óútskýranlegri heppni það að þakka að hafa hald- ið svo lengi út í ísköldum sjónum en snarræði stýrimannsins,« Snorra Guðmundssonar, hefði sjálfsagt riðið baggamuninn. Morgunblaðið náði ekki sam- bandi við björgunarmanninn, Snorra Guðmundsson, um borð í Sjávarborginni í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Morgunblaðið/Júlíus Jóhann Jónsson á sjúkrastofu á Landspítalanum í gærmorgun. Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ: Nýir samningar í meginat- riðum eins og núgildandi Útilokað að segja hvernig samið verður í haust, segir Ásmundur Stefánsson EINAR Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasam- bands Islands, sagði í ræðu á aðalfundi sambandsins í gær, að kjarasamningar í haust yrðu án efa erfiðir en fullyrða megi að þeim mun lægri krónutöluhækk- anir sem samið verði um þeim mun meiri líkur yrðu á því að samningarnir leiddu til bættra kjara. Kvaðst hann vera þess fullviss að samningarnir í haust verði í meginatriðum eins og núgildandi samningar. Riða komin upp að nýju í Kelduhverfi: Öllu fé á Lóni verður fargað umsvifalaust ÖLLU fé á bænum Lóni í Kelduhverfi, alls rúmlega 400 kindum, verður lógað á næstu dögum vegna riðuveiki. Ein sýkt kind fannst í hjörðinni og um leið og sjúkdómsgreiningin hafði verið staðfest var hafist handa við að lóga fénu. Þar sem sauðburður er rétt að hefjast er ekki farið með féð í sláturhús, heldur er það urðað. Sigurður Sigurðarson, sérfræð- ingur Sauðfjárveikivarna, segir að bóndinn á Lóni hafi nýlega tekið eftir kind sem ekki þreifst eðlilega og beðið dýralækni að athuga hana. Þar sem talið var að kindin gæti verið sýkt af riðu hefði hún verið send lifandi til rannsóknar á Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði á Keldum. Sagði Sigurður að riða hefði greinst í kindinni í fyrradag. í gærmorgun var hafist handa við að farga fénu og urða og var byrjað á þeim ám sem komnar voru næst burði. Þetta er fyrsta kindin sem grein- ist með riðuveiki í Kelduhverfi síð- an skorið var niður á helmingi bæja í sveitinni haustið 1986. Reyndar fannst riðuveiki hjá fjár- eiganda á Húsavík í haust og var kindum hans slátrað. Við fréttir af riðukindinni í Lóni sló óhug á menn í Kelduhverfi enda sumir nýlega búnir að taka fé aftur eftir riðuniðurskurðinn 1986 og aðrir ætla að byrja búskap aftur í haust. „Við höfum rætt það mikið innan okkar samtaka að undanförnu hvernig við munum standa að samningum og hvaða áherslur verði, en á þessari stundu er alveg útilokað að segja neitt um hvernig samið verður í haust," sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, í gærkvöldi, um þau ummæli Einars Odds að samn- ingarnir í haust verði í meginatrið- um eins og núgildandi samningar. Ásmundur var staddur á fundi í Lúxemborg. Einar Oddur sagði reynsluna sýna, að tilraunir til að hækka sér- staklega laun hinna lægstlaunuðu hafi farið sem eldur um akur um allt launakerfið. „Hvað svo sem allri umræðu um „réttlætið" líður, hef ég allar efasemdir um að tekjuhlut- föllum á íslandi verði breytt svo einhverju nemi. Nema þá á mjög löngum tíma í hægri þróun," sagði hann. „Ég held að til að ná árangri við að breyta tekjuhlutföllum á Islandi verði að gera tvennt í einu, beita kaupbreytingum og ráðstöfunum af hálfu hins opinbera. Ef það er gert held ég að hægt sé að ná veru- legum árangri," sagði Ásmundur Stefánsson í gærkvöldi. Einar sagði að ríkisvaldið yrði að gegna lykilhlutverki við gerð kjarasamninga og tryggja áfram- haldandi stöðugleika efnahagslífs- ins, fastgengi krónunnar og að ís- land verði verðbólgulaust land. I ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum segir að landsmenn hafi að undanförnu kynnst stöðug- leika í verðlagsmálum og kaupmátt- ur launa farið vaxandi. Megi ætla að á þessu ári verði hann allt að 2% meiri en á liðnu ári. „Umsamin launaþróun byggðist á væntingum um bata í viðskiptakjörum sem gengið hafa eftir og raunar gott betur. Reynist sá bati varanlegur eru þar efni til endurnýjunar kjara- samninga með stígandi kaupmætti við stöðugt verðlag og það þrátt fyrir þá efnahagslegu stöðnun sem einkennir þjóðarbúskap __ íslend- inga," segir í ályktun VSÍ. Sjá frásögn af aðalfundinum á miðopnu. Á sjó án haffærísskírteinis VARÐSKIPIÐ Ægir færði Eleseus BA 328 til hafnar í Ólafsvík í gær að beiðni Siglingamálastofnunar. Báturinn hélt á veiðar án þess að hafa gilt haffærisskírteini og því var hann færður til hafnar. Að sögn Einars Jónssonar, að- stoðardeildarstjóra hjá Siglinga- málastofnun, barst þeim ábending um að Eleseus hefði farið á sjó án þess að hann hefði haffærisskír- teini. Hann sagði að langt væri síðan skírteini bátsins hefði runnið út enda hefði hann ekkert verið á sjó að undanförnu. Ægir náði í bátinn þar sem hann var að veiðum á miðjum Breiða- fjrði og færði hann til hafnar í Ólafsvík. Einar sagði að þetta til- vik væri vonandi byggt á misskiln- ingi og málunum yrði kippt í lag. „Það er vonandi ekki algengt að bátar fari á sjó án haffærisskírtein- is, en það getur komið fyrir," sagði Einar. Eleseus er 41 brúttólestar stál- skip og gerður út frá Tálknafírði. Hann var á dragnót og hafði feng- ið um 300 kíló af kola þegar Ægir náði í hann. "í „Skugga- ráðuneyti Framsókn- arflokki ÞINGMENN Framsóknarflokks- ins hyggjast verða með einskon- ar „skuggaráðuneyti" á Alþingi, en að sögn Páls Péturssonar, þingflokksformanns, er ætlunin að einstakir þingmenn flokksins helgi sig ákveðnum málaflokkum og verði talsmenn fyrir þá. Hann sagði að ekki hefði endanlega verið ákveðið hverjir komi til með að sjá um hvern málaflokk, en sagðist þó telja líklegt að Steingrímur Hermannsson verði talsmaður flokksins í utanríkis- og efnahagsmálum. „Við höfum ákveðið að setja upp kerfi þannig að einn úr þingflokkn- um verður talsmaður fyrir hvern málaflokk, kynni sér hann og beri ábyrgð á honum, og hafi forgöngu um að leiða saman sérfræðinga flokksins í málefnavinnu. Þetta kemur til með að ganga þannig fyrir sig að þessi ákveðni aðili kem- ur til með að fylgjast sérstaklega með þingmálum sem heyra til hans málaflokki, bæði frá ríkisstjórn og eins þingmannafrumvörpum, og jafnframt að hafa forgöngu um málefnavinnuna til að móta stefnu flokksins og koma henni í þing- mál," sagði Páll. Hann sagði að ekki væri frágeng- ið hverjir talsmenn þingflokksins yrðu, en þó væru komnar fram fyrstu hugmyndir um hvernig mála- flokkarnir gætu skipst milli manna. „Þetta stendur reyndar ágætlega heima þar sem flokkurinn mun fá tvo menn í hverri hinna 12 þing- nefnda, þannig að flestir 13 þing- manna flqkksins verða í tveim nefndum. Ég geri ráð fyrir að það verði niðurstaðan að Steingrímur Hermannsson helgi sig því sérstak- lega að vera talsmaður í utanríkis- og efnahagsmálum, en síðan geri ég ráð fyrir því að einn verði með skattamál, annar með önnur ríkis- fjármál o.s.frv., en það hefur ekki verið gengið endanlega frá því hverjir það verða." Eimskip flytur allt fyrirvarn- arliðið EIMSKIP mun á næstu mánuð- um sjá uni alla flutninga á sjó til og frá íslandi fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. Bandaríska fyrirtækið Rain- bow Navigation. Hjörleifur Jakobsson, forstöð- umaður áætlanaflutnínga Eim- skips, sagði að félagið hefði gert samning um að sjá um alla flutn- inga fyrir varnarliðið þar til verk- ið yrði boðið út aftur. „Við búumst við því að flutn- ingarnir verði boðnir út í sumar með svipuðum hætti og gert var árið 1987, það er að 65% flutn- inganna verði í höndum félags frá öðru landinu en 35% í hönd- um félags frá hjnu landinu. Þangað til munum við sjá um alla flutninga fyrir varnarliðið," sagði Hjörleifur. Eimskip hefur notað tvö skip á þessari leið en vegna aukinna flutninga í kjölfar samningsins hefur félagið skipt út öðru skip- inu fyrir stærra skip. Rainbow Hope, skip Rainbow Navigation, kom hingað til lands í sína síðustu ferð í síðustu viku, en skipið verður í framtíðinni notað á annarri áætlunarleið á vegum bandaríska hersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.