Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 15 „í einföldu máli sagt þarf að skrá gengið þannig, að hagnaður útgerðar og fiskvinnslu væri óhæfilega mikill nema til kæmi veiði- gjald. Með því móti væri búinn til jarðvegur til að annar útflutnings- iðnaður gæti þróast í skjóli þeirrar nýju gengisstefnu.“ af vaxtarmöguleikum annarra út- flutnings- og samkeppnisiðnaðar- greina, þar á meðal fullvinnslu- greina í sjávarútvegi. Og þegar litið er fram á veginn til þess tíma, þegar sú hagræðing í útgerð og fiskvinnslu næst fram um allt land, sem Þorsteinn Már sér fyrir sér, þá er engin lausn til að jafna metin milli útflutnings sjávarvara og annarra iðnaðarvara önnur en einhvers konar veiðigjald. Veiðigjald er ekki venjuleg skatt- lagning og á ekki að koma afkomu sjávarútvegsins neitt við. Hún á ekki að verða skattlagning til að draga úr því að vel rekið útvegs- og fiskvinnslufyrirtæki hafi 12-14% hagnað af veltu í góðæri og 3-5% þegar illa árar, heldur á að laga gengið að gjaldinu og þannig sjá til þess að aðrar greinar útflutning- siðnaðar, sem lengst af hafa verið afskiptar um starfsaðstæður, hafi góða afkomuvon og verulega mögu- leika til þróunar. Um þetta hefur dr. Þorkell Helg- ason prófessor skrifað greinar, sem eflaust fáir hafa lesið og vísast enn færri skilið. Vísað er til greinar með yfirskriftinni Veiðigjald til við- reisnar, sem birtist í ritinu Hag- sæld í húfi, sem Háskóli íslands — Háskólaútgáfan og Sjávarútvegs- stofnun Háskólans gáfu út 1990, bls. 105. Þar sýnir hann fram á, að sjávarútveginum og þróun hans getur verið vel borgið með veiði- gjaldi af einhveiju tagi og að það þarf ekki að hækka verðlag innan- lands nema óverulega því veiði- gjaldið má nota til að lækka virðis- aukaskatt til að draga úr verðhækk- unum vegna gengisaðlögunar. í einföldu máli sagt þarf að skrá gengið þannig, að hagnaður útgerð- ar og fiskvinnslu væri óhæfilega mikill nema til kæmi veiðigjald. Með því móti væri búinn til jarðveg- ur til að annar útflutningsiðnaður gæti þróast í_ skjóii þeirrar nýju gengisstefnu. Útgerð og fiskvinnsla væri ekki lakar sett en áður, en iðnaður í landinu, — ekki síst til útflutnings, gæti orðið sá horn- steinn hagvaxtar sem Páll Kr. Páls- son sér í grein sinni. Höfundur er lögfræðingur og framkvænidastjóri íslenska járnblendiféiagsins hf. SlJMAR ÚTI OGINNI í tilefni þess að sumarið er komið bjóðum við frábært verð á úrvalsvörum PINOTEX viðarvörn fyrir íslenskar aðstæður 15% afsláttur FJÖLBREYTT ÚRVAL AF GARÐÁHÖLDUM P álníngar L pjúnasian hf akranesí málníngar tar Gólfteppi, verð frá 440 krónum m2 Gólfflísar, verð frá 2.190 krónum m2 MALNINGARDAGAR Nú er rétti tíminn til að mála úti og inni. í tilefni þess höldum við sérstaka MÁLNINGARDAGA og bjóðum 10—50% aíslátt af inni- og útimálningu frá Hörpu og Sadolin. BYGGINGARVELTA - við lánum í allt að þrjú ár. Gólfdúkar, tilboðsverð frá 690 krónum m2 arma HAFNARFIRÐI M METRO i MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík Slmi 670050 jarn & Skio Grensósvegi 11 . Reykjavik • Slml 63500 1 KEFLAVIK G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.