Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991
Fiskverðsdeilan:
Samið á Sauðárkróki
ÁHAFNIR togara Fiskiðju Sauðárkróks hf. samþykktu á mánudag-
inn tilboð fyrirtækisins um nýtt fiskverð sem gildir frá 1. apríl og
fram að áramótum.
Atkvæði áhafna togaranna
þriggja voru talin á mánudaginn
og voru 24 fylgjandi en 14 vildu
ekki samþykkja tilboð útgerðarinn-
ar. Samningurinn gildir frá 1. apríl
til áramóta og er ekki uppsegjan-
legur á samningstímanum.
Samkomulagið er í anda þéss
sem samið var um á Neskaupstað
í síðasta mánuði, stærðarflokkun
á þorski og gæðamat. Það er þó
nýjung að fyrir lok ársins eiga all-
ir í áhöfnum togaranna að hafa
lokið námskeiði um gæðamat og
gæðastjómun um borð í ísfisktog-
urum.
ar um stóriðjumál
Byggðahreyfingin Utvörður og nokkur almenn samtök á Austur-
landi standa fyrir ráðstefnu um orku- og storiðjumál með tilliti til
byggðastefnu í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum laugardaginn 18. maí
n.k.
Fleiri prestar hafa ekki
verið víg’ðir síðastliðin 47 ár
BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði siðastliðinn sunnu-
dag sex guðfræðikandidata til preststarfa. Athöfnin fór fram í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Þetta er fjölmennasta prestavígsla frá
1944, eða í 47 ár, en þá voru níu kandidatar vígðir til preststarfa.
Viðstaddur athöfnina var for-
seti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir.
Prestavígslan var einnig sér-
stæð fyrir þær sakir að í þetta
sinn voru vígðir tveir sérþjónustu-
prestar, annars vegar til þjónustu
við aldraða og hins vegar héraðs-
prestur í Kjalarnesprófastdæmi,
sem er nýtt embætti. Guðrún
Helga Ásgeirsdóttir þjónar öldr-
uðum og Bjarni Þór Bjarnason
þjónar sem héraðsprestur í Kjalar-
nesprófastdæmi.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
Innritun í sumarskólann
SUMARSKÓLI verður starfræktur við Fjölbrautaskólann í Breið-
holti í sumarbyrjun en skólinn var starfræktur í tilraunaskyni í fyrra-
sumar. Sú tilraun mæltist að sögn Erlu Gísladóttur, skrifstofustjóra,
vel fyrir bæði meðal kennara og nemenda. Innritun í sumarskólann
stendur yfir á skrifstofu fjölbrautaskólans milli klukkan 10.00 og
15.00 út þessa viku. I sumarskólanum eru kenndir 26 námsáfangar
úr námsskrá framhaldsskóla. Einingis er þó heimilt að leggja stund
á tvö námskeið í skólanum á sumri. Skólinn hefst 27. mai og stend-
ur yfir til 24. júní. Kennsla fer fram milli klukkan 17.30 og 22.00 á
kvöldin. Prófað verður 26,- 27.- og 28. júní.
Bandaríkjunum.
Nemendafjöldi á hverju nám-
skeiði í sumarskólanum er á bilinu
15 til 20 og er mætingaskylda 90%.
Skólagjald er krónur 11.800.
í fréttatilkynningu frá fundar-
boðendum segir m.a um ráðstefn-
una: „Gerð verður úttekt á stöðu
orkumála í landinu í heild og fengn-
ir menn frá öllum þeim stofnunum
sem hlut eiga að máli til að skýra
sín sjónarmið. Sérstaklega verður
litið til orkulinda á Austurlandi og
nýtingar þeirra og fá þá gjarna
fram umræðum réttastöðu og for-
ræði landshlutans yfir þeim nú og
í framtíðinni. Einnig verður athug-
að hvort stjórnkerfið sjálft skipti
máli í þessu sambandi.
Þórarinn Lárusson stjórnarmað-
ur í Útverði mun setja ráðstefnuna
með stuttu inngangserindi. Fundar-
stjórar verða þeir Aðalsteinn Jóns-
son formaður BSA og Adolf Guð-
mundsson framkvæmdastjóri,
Seyðisfirði. Eftirtaldir menn flytja
erindi um ýmsar hliðar byggða- og
orkumála á Austurlandi: Sigurður
Helgason, fyrrverandi sýslumaður
N-Múl, Finnbogi Jónsson, Neskaup-
stað, stjórnarmaður í Landsvirkjun,
Hörður Þórhallsson fyrrv._ sveita-
stjóri á Reyðarfirði, Bragi Árnason,
prófessor við Háskóla Islands og
Theodór Blöndal forstjóri á Seyðis-
um
firði.
Almennar viðræður verða
erindi og álit umræðuhópa sem
stofnað verður til undir lok ráð-
stefnunnar, en Einar Már Sigurðs-
son formaður SSA mun slíta hann.“
Þjóðviljinn:
Svavar skrif-
ar leiðara
AÐ undanförnu hefur Svavar
Gestsson, fyrrverandi ráðherra,
ritað leiðara í Þjóðviljann,
merkta með bókstafnum S.
Árni Bergmann, annar ritstjóra
Þjóðviljans, sagði að Svavar ætlaði
að hlaupa í skarðið á meðan Helgi
Guðmundsson,' hinn ritstjóri blaðs-
ins, væri í sumarleyfi, en hann kem-
ur aftur til starfa í júní.
Svavar er ekki ókunnugur á Þjóð-
viljanum því þar var hann blaða-
maður og síðar ritstjóri um árabil,
eða þar til hann varð ráðherra árið
1978.
„Ég held ég megi segja að sumar-
skólinn hafi mælst mjög vel fyrir í
fyrra,“ sagði Erla Gísladóttir, skrif-
stofustjóri, í stuttu samtali við
Morgunblaðið. „Kennarar voru til
dæmis almennt ánægðir en námið
var auðvitað stíft og einhveijir
töluðu um að helst hefði þurft að
vera aðeins meiri tími til að melta
námsefnið. Annars vakti eftirtekt
hve nemendur voru áhugasamir og
skiluðu vel vinnu sinni. Mér hefur
fundist á nemendunum að þeim
þyki gott að geta tekið námskeið í
sumarskólanum, sem annars hefðu
tafið fyrir þeim í námi, og sumir
kjósa að taka námskeið sem þeir
óttast eða hafa átt í erfiðleikum
með,“ sagði Erla en í samtalinu kom
fram að einhveijir nemendanna í
fyrra hefðu ekki fengið sumarvinnu
um vorið og kosið að nota tímann
og flýta fyrir sér í námi. í fyrra
voru auk nema úr íjölbrautaskólun-
um nemendur úr framhaldskólum á
höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni
höfuborgarinnar sem fengu námið
metið í sínum skóla. )
Hugmyndin að sumarskólanum
‘vaknaði að sögn Erlu í fyrravetur
og var þá sótt um leyfi til mennta-
málaráðuneytisins sem veitti leyfið
í 17. maí og var þá hafist handa
við undirbúning fyrir vorið. Sumar-
skólar sem þessi eru algengir víða
um heim til dæmis í Bretlandi og
Aðlögun sauðfjárframleiðslu
að innanlandsmarkaði:
Starfsreglur um kaup
fullvirðisréttar
STARFSREGLUR um hvernig staðið verður að aðlögun fullvirðisrétt-
ar í sauðfjárframleiðslu að innanlandsmarkaði, samkvæmt ákvæðum
búvörusamningsins frá því í vor, verða á næstunni kynntar Búnaðar-
félagi íslands, búnaðarsamböndum og ráðunautum, en landbúnaðar-
ráðherra hefur samþykkt tillögur framkvæmdanefndar búvörusamn-
inga um hvernig að aðlöguninni verður staðið.
Samkvæmt búvörusamningnum
mun ríkissjóður kaupa upp fullvirð-
isrétt sem svarar 3.700 tonnum
fram til 31. ágúst næstkomandi,
og verða bændum greiddar 600 kr.
á kíló. Einnig mun ríkissjóður kaupa
allt að 55 þúsund kindur í haust,
en afurðir af þeim eiga ekki að
koma fram á innlendum markaði.
Heimild er í lánsfjárlögum til að
gefa út skuldabréf fyrir 4/5 hlutum
þess sem samningar við bændur
hljóða upp á, en fimmtungur upp-
hæðarinnar verður greiddur með
peningum.
Orðsending til viðskiptavinn
(A)mstrong
á íslandi
(X)-mstrong
World Industries
Hér meó tilkynnist
að Vatnsvirkinn hf.,
hefur tekið vió sölu
og dreifingu á
(Afmstrong
einangrunarefnum
á Islandi.
(A)-mstrong
einangrunarefni
eru viðurkennd um
heim allan og hafa
verið á markaði hér
á landi í fjölda ára.
W VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966
■ÉÉÉI LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416
Egilsstaðir:
Ráðstefna Útvarð-
Frá athöfninni í Dómkirkjunni sl. sunnudag. Frá vinstri: Séra Axel Árnason, séra Þór Hauksson,
séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, herra Olafur Skúla-
son biskup Islands, séra Ingileif Malmberg, séra Bjarni Þór Bjarnason, séra Egill Hallgrímsson.