Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 29 Kosið verður í utanríkismála- nefnd Alþingis ALLT útlit er fyrir að kosið verði í utanríkismálanefnd sameinaðs þings næstkomandi fimmtudag. Samkomulag var um að kjósa ekki í fastanefndir þingsins á þessu vorþingi en stjórnarandstaðan tel- ur nauðsyn á því að utanríkismálanefnd starfi vegna hinna mikil- vægu viðræðna um evrópskt efnahagssvæði. Stjórnarliðar urðu við tihnælum stjórnarandstæðinga. Á því vorþingi sem nú stendur yfir hefur verið gert ráð fyrir að ekki yrði kosið í fastanefndir Al- þingis, að frátalinni kjörbréfa- nefnd. Til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarskrá og frumvarp til laga um þingsköp Alþingis yrðu skipaðar sérstakar nefndir. I samræmi við þessar ráðagerðir leitaði Geir H. Haarde (S-Rv) eftir því á öðrum fundi sameinaðs þings í gær að leitað yrði afbrigða frá þingsköpum fyrir frestun á kosningu í fastanefndir í sameinuðu þingi. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) sagði að rætt hefði verið um milli þingflokkanna að kjör^ í fastanefndir færi ekki fram. Ólafur Ragnar vildi hins vegar láta koma fram að alþýðu- bandalagsmenn teldu eðlilegt að kjör í nefndir gæti farið fram, eft- ir því sem þörf krefði á þessu stutta þingi. Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins hefði fyrr um daginn samþykkt að óska eftir því að kosið yrði í utanríkismálanefnd hið fyrsta og eigi síðar en á miðviku- dag eða fímmtudag. Ólafur Ragn- ar sagði nú standa yfir einar mikil- vægustu viðræður sem um gæti á starfssviði utanríkismálanefndar. Viðræðurnar milli Fríverslunar- samtaka Evrópu, EFTA, og Efna- hagsbandalagsins, EB, um evr- ópskt efnahagssvæði. Þess var einnig farið á leit að utanríkisráð- herra gerði Alþingi strax og hann kæmi til landsins grein fyrir þess- um viðræðum og að umræður gætu farið fram á þinginu. Ut- anríkismálanefnd væri formlegur ráðgefandi vettvangur fyrir ríkis- stjórn og það væri óeðlilegt að hún starfaði ekki nú þegar þessar við- ræður stæðu yfir. J6n Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagðist myndu koma tilmælum Ólafs Ragnars Grímssonar á framfæri við ut- anríkisráðherra og myndi beita sér fyrir því að þinginu yrði gerð grein fyrir þessum viðræðum svo skjótt sem verða mætti. Til nokkurra skoðanaskipta kom milli þingmanna um hvaða afgreiðslu tillaga Geirs H. Haarde skyldi fá, með tilliti til óska alþýðu- bandalagsmanna. Svavar Gests- son (Ab-Rv) vildi að sérstaklega yrði greitt atkvæði um hvort fresta skyldi kosningu í utanríkismála- nefndina. Páll Pétursson (F-Nv) sagði rétt vera að samkomulag hefði verið gert um að fresta kosningu í fastanefndir en jafnframt hefðu verið gerðir fyrirvarar um að nauð- synlegt gæti reynst að ræða evr- ópska efnahagssvæðið. Páll lagði til að afbrigði yrðu veitt til að fresta kosningu í nefndir með því fororði að forseti þingsins beitti sér fyrir því að kjörið yrði í ut- anríkismálanefnd á næsta fundi. Anna Ólafsdóttir Björnson (SK-Rn) taldi mörg mikilvæg rök hníga til þess að draga það ekki að kjósa í þessa þingnefnd og ræða hið evrópska efnahagssvæði. Davíð Oddsson forsætisráð- herra tók til niáls — í fyrsta sinn á Alþingi. — í hans máli kom fram að hann hefði átt viðræður við formenn flokka og þingflokka til þess að þinghaldið gæti orðið sem skilvirkast. Forsætisráðherra hvatti til þess að afbrigði yrðu veitt til að.fresta kosningu í nefnd- ir þingsins en jafnframt lýsti hann því yfir að hann myndi beita sér fyrir því kosið yrði í utanríkismála- nefnd á fimmtudaginn og að fram færi stutt umræða ef samþykkt yrði um það efni sem menn hefðu gert fyrirvara um að ræða þyrfti. Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði að með hliðsjón af yfirlýsingu for- sætisráðherra myndi hann ekki halda ósk sinni til streitu um að sérstaklega yrði greitt atkvæði um frestun kosningar í utanríkismála- nefndina. Sameinað þing samþykkti af- brigði um frestun kosninga í nefndir með 41 samhljóða at- kvæði. í fundarlok kom til smávægi- legra orðaskipta millum Guðrún- ar Helgadóttur (Ab-Rv) og Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra. Guðrún sagði forsætisráðherra hafa boðið í sinni jómfrúarræðu uppá stutta umræðu, það væri forseti þingsins sem ákvæði hvern- ig umræður færu fram og lengd þeirra færi eftir þingsköpum. For- sætisráðherra sagðist telja sjálf- gefíð að þingmönnum væri friálst að lýsa því yfir að þeir myndu beita sér fyrir einu og öðru. Að þessum öðrum fundi í sam- einuðu þingi afloknum voru fundir í þingdeildum og þar voru einnig samþykkt afbrigði frá þingsköpum um frestun á kosningu í nefndir þingdeildanna. Nýkjörnir forsetar Alþingis. Matthías Bjarnason forseti neðri deildar, Salome Þorkelsdóttir forseti sam- einaðs þings og Karl Steinar Guðnason forseti efri deildar.' Embættismenn Alþingis: Salome Þorkelsdóttir forseti sameinaðs þings SALOME Þorkeisdóttir (S-Rn) var kosin forseti sameinaðs þings í gær. Salome er ekki með öllu óreynd í þeirri íþrótt og stjórnlist að stýra þingfundum en hún var fyrri varaforseti sam'einaðs þings á síðasta þingi. Fyrsta fundi sameinaðs þings var framhaldið síðdegis í gær. Og þá voru kosnir helstu embættis- menn Alþingis. I sameinuðu þingi var Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) kjörin þing- forseti, Jón Helgason (F-Sl) var valinn fyrri varaforseti og Gunn- laugur Stefánsson (A-Al) síðari varaforseti. Skrifarar voru valdir, Árni Mathiesen (S-Rn) og Val- gerður Sverrisdóttir (F-Ne). Að loknum fundi í sameinuðu þingi voru fundir í þingdeildum og kjörnir forsetar og skrifarar deildanna. Matthías Bjarnason (S-Vf) var kjörinn forseti neðri deildar. Fyrri varforseti er Hjör- leifur Guttormsson (Ab-Al) og Össur Skarphéðinsson (A-Rv) er hinn síðari. Gunnlaugur Stefáns- son (A-Al) og Kristinn H. Gunn- arsson (Ab-Vf) voru kjörnir til skrifarastarfa. Karl Steinar Guðnason (A-Rn) var valinn forseti efri deildar. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) var kjörin fyrri varaforseti og Egill Jónsson (S-Al) hinn síðari. Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv) og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) voru valdar sem skrifarar deildarinnar. Allir embættismenn voru kjörn- ir mótatkvæðalítið, forseti samein- aðs þings hlaut t.a.m. 50 at- kvæði. Þess má geta að Karl Stein- ar Guðnason hlaut eitt atkvæði sem forseti neðri deildar. Það at- kvæði var ógilt þar eð Karl Stein- ar á sæti í efri deild og varð þar fyrir valinu sem deildarforseti. Stjórnarskrá og þing- sköp á dagskrá í dag fM Rannsóknastof nun fiskiðnaðarins boðar til kynningarfunda um rannsóknir og nýjungar í fiskiðn- aði. Fundirnir eru haldnir á vegum útibúanna á ísafirði, Akur- eyri og Neskaupstað. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Mánudaginn 13. maí kl. 20.00 á Hótel ísafirði. Fimmtudaginn 16. maí kl. 20.00 í húsnæði sjávarútvegsdeild- ar Háskólans á Akureyri við Glerárgötu. Miðvikudaginn 22. maíkl. 20.00 íEgilsbúð á Neskaupstað. Dagskrá fundanna verður sem hér segir: 20.00 Starfsemi útibúanna. Á ísafirði: Ágústa Gisladóttir útibússtjóri. Á Akureyri: Arnheiður Eyþórsdóttir útibússtjóri. Á Neskaupstað: Þorsteinn Ingvarsson útibús- stjóri. 20.15 Hverju skila rannsóknir í fiskiðnaði? Grímur Valdimarsson, forstjóri. 20.30 Vannýttar fisktegundir. Sigurjón Arason, deildarstjóri. 20.45 Betri nýting hrognkelsa. Halldór Þórarinsson matvælaverkfraeðingur. 21.00 Kaffihlé. 21.30 Umhverfismál í fiskiðnaði. Stefán Einarsson, efnafræðingur. 21.45 Ný viðhorf í hreinlætismálum. Hjörleifur Einarsson, örverufræðingur. 22.00 Hagræðing og þróun ífrystihúsum. HannesÁrna- son, verkfræðingur. 22.15 Þróun tilbúinna fiskrétta. Guðmundur Stefánsson, deildarstjóri. 22.30 Almennar umræður FRUMVARPINU til stiórnskip- unarlaga um breytingu á sljórn- arskránni og frumvarpi til laga um þingsköp Alþingis var út- býtt til þingmanna í gær og verða til fyrstu umræðu í dag. Stuttar þingfréttir Kæru hafnað Heimastjórnarsamtökin sendu Alþingi kæru vegna meintra kosn- ingaspjalla. Samtökin mótmæltu m.a. fjárveitingu til kosningabar- áttu flokka sem sæti áttu á þingi, einnig var meintri mismunun í umfjöllun ríkisfjölmiðlanna mót- mælt. Alþingi barst einnig erindi frá Flokki mannsins þar sem tekið var undir þessar umkvartanir. Þegar kjörbréf voru rannsökuð var einnig fjallað um þessar ákærur. Ekki voru talin efni til að taka þessar umkvartanir til greina. Meginverkefni þessa vorþings er að afgreiða þessi tvö frumvörp. Frumvarpið um breytingar á stjórn- arskránni svo Alþingi geti framveg- is starfað í einni málstofu var sam- þykkt á síðasta þingi en til þess að það öðlist lagagildi verður nýkjörið þing að staðfesta það með sínu samþykki. Samhliða stjórnarskrár- frumvarpinu er nú lagt fram frum- varp til laga um þingsköp Alþingis. Frumvarpið um stjórnarskrárbreyt- inguna er lagt fram í efri deild en þingskapafrumvarpið í þeirri neðri. Gert er ráð fyrir því að sérstakar þingnefndir verði skipaðar til að fjalla um þessi tvö frumvörp. Holldór Þórorinsson Sigurjón Aroson Hjörleifur Einorsson Stefón Einorsson Þorsteinn Ingvorsson ALLIR VELKOMNIR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.