Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 ______í____________________________' I ¦" . i____|______Q____i___1______t ..i .17 f Nýtt skólahús við MA: Þrjár tillög- ur skoðaðar af dómnefnd ÞRJÁR tillögur í samkeppni um nýtt skólahús við Menntaskól- ann á Akureyri verða skoðaðar t gaumgæfilega af dómnefnd á næstu dögum, en þær verða síð- an lagðar fyrir skólanefnd eftir um hálfan mánuð. Efnt var til lokaðrar samkeppni um skólahúsið, sem reisa á í tengslum við Möðruvelli, raun- greinahús menntaskólans. Fimm arkitektar sendu inn þrjár tillögur, Fanney Hauksdóttir, þeir Finnur Birgisson og Svanur Eiríksson sameiginlega og Gísli Kristinsson og Páll Tómasson sendu einnig inn sameiginlega tillögu. Húsið sem byggt verður á að ., tengjast Möðruvöllum, það verður 2.500 fermetrar að stærð og á að rúma 10 kennslustofur, bókasafn skólans og nýjan sal. Tillögum í samkeppninni var skilað á föstudag og hefur dóm- nefnd hafið störf, en málið verður lagt fyrir skólanefnd á fundi 28. maí næstkomandi þar sem skorið verður úr um hvaða tillaga verður fyrir valinu. Vortón- leikar blás- aradeilda VORTÓNLEIKAR blásara- deilda Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir í íþróttaskemmunni á morgun, fimmtudaginn 16. maí, og hefjast þeir kl. 20. A- B- C- og D-blásarasveitir skólans leika fjölbreytta efnis- skrá, m.a. verk eftir Mozart, Beethoven, Sigvalda Kaldalóns, Pál P. Pálsson, Trevor Ford og Carl Orff. Kynnir á tónleikun- um verður Jón Stefán Kristjáns- son leikari og stjórnendur sveit- anna eru Sveinn Sigurbjörns- son, Ingvi V. Alfreðsson, Christopher A. Thornton og Roar Kvam. Bíladap Framsækinn bíll í fremstu röð, sýndur í dag. Isuzu Trooper. •— mm SAMBAND 151ENSKRA '$*% Bílasala """ Glerárgötu 36, ] Akureyri. Þórshamars, Is og aspir íssalar eru eflaust kátir þessa góðviðrisdaga sem norðanmenn hafa notið að undanförnu og hið sama má segja um Guðmund Grétar sem var svo heppinn að fá ís í gönguferð um Innbæinn. En ekki fá allir að virða heiminn fyrir sér sleikjandi ís í kerru. í gær unnu starfsmenn umhverfisdeildar Akureyrarbæjar að því að flytja aspir á flötina við Umferðarmiðstöðina þar sem þær munu væntanlega setja svip sinn á umhverfið á næstu árum. Fundur sambandsstjórnar VMSI: Pólitísk öfl standi við loforð um hækkun skattfrelsismarka STJÓRN Verkamannasambands Islands telur að næsti kjarasamning- ur sem gerður verður geti verið án tímatakmarkana og byggður upp á því að allir samningsaðilar taki ábyrgð á að standa um hann vörð. Stjórnin telur óhjákvæmilegt að til komi sérstök hækkun lægstu launa, en það verði meginmarkmið komandi kjarasamninga að auk kaupmátt lægstu launanna og halda því jafnvægi sem febrúarsamn; ingurinn frá síðasta ári skapaði. Fundur sambandsstjórnar VMSÍ var haldin á Akureyri í gær og fyrradag Fundur sambandsstjórnar VMSÍ telur að árangur sá sem febrúar- samningur aðila vinnumarkaðarins og þáverandi ríkisstjórnar stefni að hafi náðst í flestum meginmarkmið- um. Aðeins eitt markmið samnings- ins, hækkun kaupmáttar launa, og þá fyrst og fremst hinna lægstu eigi eftir að koma fram. Fundurinn taldi þá reynslu sem þessi samn- ingsgerð færði dýrmæta varðandi það að halda verðbólgu í skefjum og halda aftur af kostnaðarhækk- unum, sé um að almenn samstaða í þjóðfélaginu. Fram kemur í drög- um að ályktun, að þrátt fyrir að einstökum hagsmunahópum hafí í krafti stöðu sinnar í viðkvæmum atvinnuvegum tekist að ganga út fyrir launaramma samningsins hafi það ekki breytt meginárangri samn- ingsins. Um markmið komandi samninga segir í drögunum, að auka verði kaupmátt lægstu launa og viðhalda því efnahagslega jafnvægi sem febrúarsamningurinn skapaði. Til að það geti orðið þurfi að ganga til margþættra aðgerða í skatta- efnahags- atvinnu- og félagsmál- um. Stefna verður að því að halda , , ........„...... t uppi fullri atvinnu, leggja áherslu á nýtingu orkulinda og uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar og endur- skoða þarf núverandi fiksveiði- stefnu. „Hækka þarf skattfrelsis- mörk og verður eftir því gengið að hin pólitísku öfl standi við loforð sín í þeim efnum," segir í drögun- um. Þar kemur einnig fram að tekj- utengja þurfi barnabætur, taka upp tekjutengdar húsnæðisbætur, efla félagslega húsnæðiskerfið og byggja a.m.k. 1000 íbúðir árlega, lækka virðisaukaskatt af kjöti, mjólk og fiski, veita auknu fjár- magni ríkis og sveitarfélaga til upp- byggingar dagheimila, jafna orku- verð og húshitunarkostnað, leggja á annað skattþrep á tekjur yfir 170 þús. skattleggja fjármagnstekjur, afnema skattaívilnanir vegna hluta- bréfakaupa og taka beri ákvörðun um jöfnun lífeyrisréttinda allra landsmanna. „Óhjákvæmilegt er að til komi sérstök hækkun lægstu launa. Sú launahækkun verður að vera innan þeirra markmiða sem samningar setja varðandi efnahagslegt jafn- vægi," segir í samþykkt fundarins. Einnig að næsti kjarasamningur gæti orðið án tímatakmarka og byggður á því að allir samningsaðil- ar, aðilar vinnumarkaðarins, sam- tök bænda og ríki og sveitarfé- laga taki ábyrgð á því að standa vörð um markmið hans. Telji ein- hver aðili slíks samnings að einn eða fleiri ábyrgðaraðilar hans hafi hlaupið frá markmiðunum eða rofið friðarskyldu samningsins geti hann krafist viðræðna um ágrein- inginn, en verði að öðru leyti frjálst án samráðs við önnur heildarsam- tök sem að honum standa, að lýsa sig óbundinn af samningnum og geti krafist viðræðna um endurnýj- un hans. Olafsfjarður: Hagnaður Sparisjóðs- ins 10 milljónir króna Ólafsfirði. AÐALFUNDUR Sparisjóðs Ólafsfjarðar var haldinn sl. föstudag. Á fundinum kom fram að staða sjóðsins styrkist stöðugt. Hagnað- ur nemur 10,3 milljónum króna og eigið fé sparisjóðsins er nú 93,5 miujónir króna. Á árinu 1990 jukust innlán og innistæðubréf Sparisjóðs Ólafs- fjarðar úr 432.799 þúsund kr. í 563.846 þús. kr. eða um 30,3% en hækkun lánskjaravísitölunnar var 17,15%. Útlán jukust um 19,2%. Laust fé sparisjóðsins í sjóði og óbundnum bankainnistæðum var jákvætt um 21.111 þúsund kr. í árslok. Á árinu störfuðu að meðal- tali 6 manns hjá sparisjóðnum og námu launagreiðslur samtals 11.740 þúsundum. Rekstrarhagnaður samkvæmt rekstrarreikningi nemur 10.341 þúsund kr. og er hann færður til hækkunar á varasjóði. Eigið fé í árslok nemur 93.444 þúsund kr. Eiginfjárhlutfall er 17,6% en sam- kvæmt lögum má hlutfall ekki vera lægra en 5% hjá sparisjóðum. Sparisjóður Ólafsfjarðar er sjálfseignarstofnun í eign Ólafs- fjarðarbæjar. Sparisjóðsstjóri er Þorsteinn Þorvaldsson. SB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.