Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 47
reei • a da__U-_ MORGUNBLAÐIÐ kfTOHII (SgAJgMUOHOM MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 47 KARFA Gunnar til Gunnar Örlygsson, hinn efnilegi leikmaður Njarðvíkinga, sem átti stóran þátt í að þeir tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn, hefur ákveðið að ganga til liðs við Þór á Akureyri. Hann kemur til með að fylla skarð Jóns Arnar Guð- mundssonar, sem leikur ekki með féiaginu næsta vetur. Bróðir Gunnars, Sturla, þjálf- aði liðið i fyrra en verður ekki þjálfari í vetur. Harin leíkur þó áíram með liðinu. HANDKNATTLEIKUR Bogdan Kowalczyk. Gunnar Einarsson. Atli Hilmarsson. Jóhann Ingi Gunnarsson. Gunnar Öriygsson. Framarar hafa rætt við Bogdan Kowalczyk Fjórir þjálfarar eru inni í myndinni hjá 1. deildarliði Fram BOGDAN Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari í handknatt- leik, er einn af þeim mönnum sem eru inni í myndinni sem næsti þjálfari 1. deildarliðs Fram íhandknattleik. Framarar hafa rætt við Bogdan um starf- ið. Það er rétt, við höfum rætt við Bogdan, en það hefur engin ákvörðun verið tekin hjá okkur. Þrír aðrir eru stórlega inni í mynd- inni hjá okkur og við höfum einnig rætt við þá. Allt eru þetta menn sem við treystum fyrir hinu unga liði okkar," sagði Lúðvík Halldórs- son, nýkjörinn formaður hnadknatt- leiksdeildar Fram. FVamarar hafa einnig rætt við Jóhann Inga Gunnarsson, fyrrum þjálfara KR, Essen, Kiel og íslenska landsliðsins, Gunnar Einarsson, fyrrum þjálfara Fredrinborg SKI. í Noregi og Stjörnunnar, sem er nú- KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOTIÐ KR-ingar meistar- arfjórðaáriðí röð: „Vonandi ekkisá sídasti" - segir Guðni Kjart- ansson, þjálfari meist- araliðs KR KR-ingar sigruðu Valsmenn í gær í úrslitaleik Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu með einu marki gegn engu. Rafn Rafnsson gerði sigurmarkið strax í byrjun síðari hálfleiks eftir að hafa komist í gegnum vörn Valsmanna. Rafn kom inná sem varamaður fyrir bróð- ur sinn, Björn, eftir leikhlé. Leikurinn var í jafnvægi lengst af en KR-ingar fengu heldur fleiri færi og voru nálægt því að bæta við marki á lokamínútunum. Gervigrasið var reyndar ekki heppi- legur vettvangur fyrir knattspyrnu og áttu leikmenn í miklu basli með að fóta sig á Mautu teppinu. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með titilinn og þetta er vonandi ekki sá síðasti í sumar," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari KR. „Það var svolítið stress í þessu hjá okkur en ég er sáttur við leik- inn. Sumarið leggst vel í mig en ég treysti mér ekki til að spá um gengi okkar," sagði Guðni. Morgunblaöið/KGA Atli Eðvaldsson, fyrirliði KR-liðsins, hampar Reykjavíkurbikarnum, sem Ari Guðmundsson, formaður fþróttabanda- lags Reykjavíkur, afhenti honum. KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Tuttugu leikmenn fara til Andorra Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari í körfuknattleik, hefur valið karla- og kvennalandsliðið, sem leikur á Smáþjóðaleikunum í And- orra, sem hefjast í næstu viku. Tíu leikmenn verða í hvoru liði. Karlaliðið leikur í riðli með Kýpyr og Mónakó, en kvennaliðið með Kýpur, Möltu og Luxemborg. Karlalandsliðið er þannig skipað: Guðni Guðnason og Axel Nikulas- son, KR, Teitur Örlygsson, Njarðvík, Valur Ingimundarson, Tindastóli, - Guðmundur Bragason og Rúnar Árnason, Grindavík, Jón Arnar Ingvársson, Haukum, Falur Harðarson, Albert Óskarsson, Jón Kr. Gíslason, Guðjón Skúlason og Sigurður Ingimundarson, Keflavík. Kvennaliðið er þannig skipað: Anna María Sveinsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Margrét Sturlaugs- dóttir, Keflavík, Guðbjörg Norðfjörð og Sólveig Pálsdóttir, Haukum, Hrönn Harðardóttir og Linda Stef- ánsdóttir, ÍR, Vigdís Þórisdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Hafdís Helgadóttir, IS. Einn íslenskur dómari dæmir á Smáþjóðaleikunum. Það er Kristinn Albertsson. verandi þjálfari 21 árs landsliðsins og Atla Hilmarsson, fyrrum leik- _ mann Fram, sem er að koma heim frá Spáni, þar sem hann lék með Granollers, en Atli lék áður í V- Þýskalandi. ÍÞffanR FOLK. H GVNNAR Gunnarsson, lands- liðsmaður í handknattleik, sem leik- ið hefur í Svíþjóð undanfarin ár, leikur hér á landi næsta vetur með Víkingi. ¦ Sigurður Sveinsson, horna- maðurinn sterki í KR, hefur til- kynnt félagaskipti í FH. ¦ GARY Pallister leikur með Manchester United gegn Barce- lona í kvöld í úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa. Hann meiddist í leik United gegn Crystal Palace um síðustu helgi og var ekki búist við að hann yrði búinn að ná sér fyrir leikinn. Þá er talið líklegt að Les Sealey verði í marki United # en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan hann meiddist í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar gegn Sheffield Wednesday. ¦ KRISTO Stoichkov, búlgarski framherji Barcelona, á einnig við meiðsli að stríða og ekki verður tekin ákvörðun um hvort hann leik- ur fyrr en í dag. Barcelona verður örugglega án tveggja leikmanna, markvðrðurinn Andoni Zubizarr- eta og miðvallarleikmaðurinn Guillermo Amor eru báðir í leik- banni. H ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, hefur gengið vel í Evrópukeppni bikarhafa. Hann var við stjórnvöl'-B inn hjá Aberdeen er liðið sigraði Real Madrid í úrslitaleik keppninn- ar fyrir átta árum. ¦ RÚMLEGA 20.000 stuðnings- menn United verða á leiknum í Rotterdam og búist er við svipaðri tölu frá Barcelona. Til þess að sjá um að allt fari vel fram hafa verið fengnir um þúsund lögregluþjónar og um fimm hundruð öryggisverðir. ¦ BEN Jobnson mætir Carl Lewis í fyrsta sinn í tæp þrjú ár á móti í Frakklandi 1. júlí. Þar eig- ast þeir við í 100 metra hlaupi, en^ þeir hafa^ ekki keppt á sama móti síðan á Ólympluleikunum 1988 er Johnson sigraði en féll á lyfjaprófi. ¦ IVAN Lendl hefur ákveðið að taka þátt í opna franska meistara- mótinu í tennis í lok mánaðarins, þrátt fyrir meiðsli í hendi. Lendí keppti ekki á mótinu í fyrra og lagði allt í sölurnar fyrir Wimbledon en það er eina risamótið sem hann hefur ekki náð að sigra á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.