Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 t JMta$ttnMafeifr Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Sumarþing - kær- komið tækifæri fvrir nýjaríkisstjórT Sumarþing heyra til undan- tekninga. Síðast var sumar- þing sett árið 1974 — á Þingvöllum — til að minnast ellefu alda Is- landsbyggðar. Meginverkefni þess þíngs, sem sett var í fyrradag, er að staðfesta stjórnarskrárbreyt- ingu, þess efnis, að Alþingi starfi framvegis í einni málstofu, með og ásamt tilheyrandi breytingu á þingsköpum. Ekki var gert ráð fyrir að þetta sumarþing tæki önnur mál til um- fjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði hins vegar kröfu um að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytti Alþingi stefnuræðu nýrrar ríkis- stjórnar. „Það segir reyndar í lög- um að leggja beri fram stefnu- skrárræðu innan hálfs mánaðar frá því að þing kemur saman," sagði forsætisráðherra í viðtali við Morg- unblaðið í gær, „en það er viður- kennt að þar er átt við hefðbundið þing sem kemur saman að hausti, en ekki takmarkað aukaþing sem stendur í stuttan tíma og er um afmarkaða þætti." Engu að síður brást forsætisráð- ljerra á þann hátt við tilmælum stjórnarandstöðunnar að stefnu- ræðan verður flutt næstkomandi þriðjudag og þá fer fram umræða um hana. I ljósi þeirra upplýsinga, sem ný ríkisstjórn hefur lagt fram um stöðu ríkisfjármála og viðskiln- að fyrri stjórnar, er heldur ekki óeðlilegt, að umræður fari fram á Alþingi um þau málefni. Að því leyti er þinghaldið nú kærkomið tækifæri fyrir stjórnarflokkanna til þess að leggja fyrir þing og þjóð ítarlegar upplýsingar um stöðu mála og tillögur til úrlausn- ar. Ekki er líklegt að þingmenn standi fyrir miklum málatilbúnaði á sumarþinginu. Hitt er svo annað mál, að það er illskiljanlegt hvað ríkisstjórn hverju sinni leggur mikla áherzlu á að ljúka þingstörf- um á tilteknum tíma og senda þingið heim. Alþingismenn eru á fullum launum allt árið um kring og engin ástæða til annars en þing- ið sitji þann tíma, sem nauðsynleg- ur er til þess að umræður geti far- ið fram um veigamestu mál, sem á döfinni eru. Það skiptir þó ekki meginmáli, hvern veg stjórnarliðar og stjórnar- andstaða haga störfum á sumar- þingi. Mergurinn málsins er, að ríkisstjórnin fái það svigrúm, sem hún þarf, til vandaðs málatilbúnað- ar — í samræfni við stefnuyfirlýs- ingu sína, og til að bregðast við þeim brýna vanda, sem við henni blasir, bæði í ríkis- og þjóðarbú- skapnum. Ríkisstjórnin þarf að fá svigrúm til að skipuleggja störf sín. Meðal annars og ekki sízt til að „tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og sáttagjörð um sanngjörn laun", eins og segir í stefnuyfirlýsingu hennar; og til að „rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í at- vinnulífinu, sem skili sér í bættum lífskjörum". Fyrsta skrefið að því marki er að hemja ríkisútgjöld innan eðli- legra marka, til dæmis sem hlut- fall af þjóðartekjum. Annað skref er að búa íslenzkum atvinnuvegum rekstrarlega jafnstöðu við sam- keppnisgreinar í grannríkjum; sem og að fylgja eftir áformum um nýtt álver. Eða með öðrum orðum að örva efnahagslegar framfarir, það er að auka svo verðmætasköp- un í þjóðarbúskapnum að hún rísi undir sambærilegum lífskjörum hér á landi og í grannríkjum. Stórt skref til umhverf- isverndar Það fer ekki á milli mála að með opnun hinnar nýju mót- töku- og flokkunarstöðvar Sorpu í Gufunesi var stigið stórt skref til umhverfisverndar. Sorpeyðing höf- uðborgarsvæðisins ér í eigu allra sveitarfélaga á svæðinu og þjónar 57% landsmanna, sem og um- fangsmikilli atvinnustarfsemi. Með þessu skrefí hafa sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu sýnt lofsvert framtak og frumkvæði. Aætlað er að atvinnustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu skili árlega um 70 þúsund tonnum af hvers kyns úrgangi — eða um 60% þess heildarmagns sem til fellur. Þáttur fyrirtækjanna í þessari nýju skipan er því mjög mikilvægur. í frétta- bréfi Félags íslenzkra iðnrekenda, A döfinni, er á þ'að bent að margt er hægt að gera til að draga úr úrgangi frá atvinnurekstri. „Mörg dæmi eru þess erlendis frá," segir þar, „að átak innan fyrirtækja varðandi úrgang og notkun spilli- efria hafi leitt til sparnaðar fremur en aukins kostnaðar." Stóraukin byggð og vaxandi og atvinnustarfsemi á höfuðborgar- svæðinu krefst aukins aðhalds og varúðar í sambýli við umhverfið og lífríki þess. Astæða er til að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til að virða vel þær nýju reglur, sem fylgja breyttri sorphirðu. Með sam- átaki geta heimilin, fyrirtækin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu vísað farsælan veg í umhverfis- vernd — inn í framtíðina. Morgunblaðið/Þorkell Frá aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands á Hótel Sögu í gær. Aðalfundur Vinnuveitendasambands Islands: Stöðugleikinn verði tekinn umfram önnur markmið Á AÐALFUNDI Vinnuveitenda- sambands íslands í gær var sam- þykkt ályktun þar sem segir að kaupmáttur hafi farið vaxandi að undanförnu og ætla megi, að á þessu ári verði hann allt að 2% meiri en á liðnu ári, Bati f viðskip- takjörum hafi gengið eftir og gott betur. „Reynist sá bati varan- lej ar ka þa sti sk áh í m; ar ra og ur ríl aí ur sk ní m fjl ul þs be se m ai hi V hl k( of m tí K V Einar Oddur Kristjánsson á aðalfundi VSÍ: Breytingar á tekjuhluti verða ekki við samninga Segist treysta því að launþegar komi til samninga af ábyrgð c EINAR OddHr Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, sagði á aðalfundi sambandsíns í gær, að aðeins væru tvær leiðir færar til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Annars vegar að bæta almennan hag landsmanna, til að auka það sem væri til skiptanna og hins vegar með almennu líknar og mannúðarstarfi einstaklinga og samtaka þeirra. „Breytingar á launum milli einstakra launþegahópa eiga sér því ekki stað við samningaborðið, heldur verður farvegur þeirra að liggja inni í fyrirtækjunum sjálfum, með vinnurannsóknum, með hagræðingu og hvers kyns betrumbótum á vinnutilhögun og stjórnun," sagði Einar. Einar fullyrti að í haust yrðu gerð- ir kjarasamningar við launþega sem yrðu í öllum megin atriðum eins og núgildandi samningar. „Það er engin ástæða til annars en að trúa því og treysta að íslenskir launþegar komi til næstu samninga af ábyrgð og alvöru," sagði hann. Sagði Einar að afram ætti að leita að heildarlausnum í samfaði og sam- vinnu við launþegahreyfingarnar en við slíka samningsgerð gegndi ríkis- valdið lykilhlutverki. „Hvað biðja aðilar vinnumarkaðarins ríkisvaldið að tryggja? Sú beiðni verður ein og skýr: Aframhaldandi stöðugleika efnahagslífsins, áframhaldandi fast- gengi krónunnar - að ísland verði verðbólgulaust land,"sagði Einár. „Samningamir á haustinu verða án efa erfiðir, en um þá ætla ég aðeins að fullyrða einn hlut: Þeim mun lægri krónutöluhækkanir sem um verður samið, því meiri líkur á því að samn- ingarnir leiði til bættra kjara," sagði hann. Finna nothæfa leið í samningum við sjómenn Einar sagði í ræðu sinni að með nýjum kjarasamningi við flugmenn hefðu allar starfsstéttir þjóðfélagsins af fúsum og frjálsum vilja, gengist undir markmið febrúarsamkomu- lagsins frá síðasta ári. Á því væru þó tvær veigamiklar undantekning- ar. Annars vegar væru sjómenn sem hefðu kunnað að nýta sér hækkun fiskverðs og gengið á lagið til að krefjast kauphækkana. „Því miður hafa einstaka skipshafnir gerst of- farar, gerst skiptökumenn og hrein- lega kúgað eigendur skipanna til að hækka fiskverð umfram það sem eigendurnir töldu rétt og skynsam- legt. Til allrar hamingju er hér um undantekningartilvik að ræða, en eigi að síður er það stórkostlega al- varlegt og algjörlega óviðunandi. Atvinnurekendur í sjávarútvegi verða að finna nothæfa leið til að semja við sjómenn um kaup þeirra og kjör. Það er alveg víst að aðrar starfstéttir þessa lands geta ekki og munu ekki sætta sig við að sjómenn einir fái ríflegar kjarabætur en aðrir ekkí," sagði Einar. Hinn hópurinn sem ekki hefði gengist undir febrúarsamkomulagið sagði Einar vera félagsmenn BHMR. Sagði hann ekkert launungarmál að VSI hefði beitt sér af alefli fyrir því að lögin á BHMR voru sett. „Ef þetta eða eitthvað svipað á eftir að end- urtakast, verða viðbrögð Vinnuveit- endasambandsins örugglega nákæmlega þau sömu," sagði'hann. Falskar væntingar Einar sagði margt hafa farið úr- skeiðis að undanförnu enda hefðu kosningaár löngum reynst ógæfuár í íslenskri hagsögu. Spamaður í þjóð- félaginu hefði minnkað og innflutn- ingur aukist og vænti þjóðin nú mjög batnandi kjara. „Eitt er þó allra verst í þessum væntingum um betri kjör en það eru þessar hástemmdu yfírlýs- ingar stjórnmálaflokkanna, laun- þegahreyfinganna og fjölmiðla, að nú skuli sem aldrei fyrr snúa sér að því að hækka laun hinna lægst laun- uðu. Þetta er hörmulegast fyrir þær sakir að enginn meinar neitt með þessu tali nú frekar en áður. Fyrir þessu liggja skjalfestar sannanir. Enginn hópur launþega er tilbúinn til þess í reynd að samþykkja að Morgunblaðið/Þorkell Einar Oddur Krisrjánsson. annar hópur, sem er lægra launaður fái meiri kauphækkanir en þeir sjálf- ir," sagði Einar. Sagði hann einnig að í tilefni af umræðu um að auðveldlega megi bæta kjör hinna lægst launuðu með skattabreytingum mætti rifja upp, að á síðustu tíu árum hefði löggjaf- inn gert mjög mikið í þá veru. I sum- um tilfellum væri jaðarskattur fólks kominn upp í 62%. „Þetta er vanda- mál sem þjóðimar í kringum okkur hafa lent í og eru að leitast við að koma sér út úr. Hvað svo sem allri umræðu um „réttlætið" líður, hef ég efasemdir um að tekjuhlutföllum á íslandi verði breytt svo einhverju nemi. Nema þá.á mjög löngum tíma í hægri þróun," sagði hann. Verja verðgildi krónunnar Einar sagði að það markmið febrú- arsamninganna að stöðva kaupmátt- arhrap hefði tekist og gott betur því nú benti margt til að kaupmáttur taxtakaups verði 2% hærri á þessu ári en því síðasta. „Þeir möguleikar sem við eigum eru, að auka hér kaup- mátt um þetta eitt og hálft til tvö P k- n a o, s! u ii ii k h e n f; þ e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.