Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 37
'IV. g! ffJDAQL'a MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 37 Hrólfur Sigurjóns- son - Minning Fæddur 30. september 1911 Dáinn 6. maí 1991 Að morgni 6. þ.m. lézt í Borg- arspítalanum svili minn, Hrólfur Sigurjónsson. Með honum er geng- inn góður og vammlaus drengur, sem ég vil gjarnan minnast á útfar- ardegi hans með fáeinum orðum. Báðir tengdumst við Hrólfur stórri og mannvænlegri fjölskyldu frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum. um svipað leyti fyrir nær 40 árum. Segja má, að upp frá þeim tíma hafi leiðir okkar Hrólfs mjög oft legið saman, bæði á gleði- og al- vörustundum innan fjölskyldunnar. Þó er það svo, að ég er fremur ókunnugur ætt hans og uppruna og eins tímaskeiði hans fyrir kynni okkar. Þannig fer líka oft svo, að menn hnýsast ógjarnan í slíkt, þeg- ar allt leikur í lyndi og grafskriftir og minningarorð eru víðs fjarri. Þó eru hér nokkur atriði úr ævi svila míns, sem ég hef dregið saman. Hrólfur var fæddur á ísafirði 30. sept, 1911. Vantaði hann því tæpa fimm mánuði í áttræðisaldur, þegar hann lézt. Foreldrar hans voru hjón- in Rósa Jóhannsdóttir, ættuð úr V.-Húnavatnssýslu, og Sigurjón Sigurðsson sjómaður, sem var úr Garði í Gullbringusýslu. Áttu þau tíu börn og komust fimm þeirra til fullorðinsára. Nú lifir eftir yngsti bróðirinn, Herbert, sem lengi var bakarameistari hér í Reykjavík. Var einkar kært með þeim bræðrum. Hrólfur ólst upp á ísafirði með foreldrum sínum og systkinum, en trúlega hefur hann snemma þurft að taka til hendinni með fjölskyldu sinni, enda erfiðir tímar á fyrstu áratugum aldarinnar. Hrólfur vann alla almenna verkamannavinnu og eins stundaði hann síldveiðar á sumrin fyrir Norðurlandi. Kynntist hann því vel þeim kjörum, sem verk- amenn og sjómenn bjuggu þá við, en þau voru oft bág. Þá mun það lífsviðhorf hans hafa mótazt að skipa sér þar í sveit, sem menn berjast fyrir félagslegu réttlæti þeirra, sem minna mega sín í þjóðf é- laginu. Er ég ekki í vafa um, að þar hefur ráðið rík réttlætiskennd svila míns, því að hann mun aldrei haf a viljað gera nokkuð á hlut nokk- urs manns. Meðan Hrólfur dvaldist á ísafirði eignaðist hann tvö börn með Heið- veigu Árnadóttur. Eru það Sigurjón strætisvagnstjóri, sem búsettur er í Kópavogi, og Erla, sem einnig býr þar í bæ. Árið 1936 hleypti Hrólfur heim- draganum og settist að hér í Reykjavík. Líklegt þykir mér, að þar hafi að einhverju leyti ráðið von um betri afkomu en fyrir vestan, enda var þetta í miðri kreppunni, sem svo hefur verið kölluð. Hér syðra stundaði hann alla algenga verkamannavinnu, svo sem hann hafði gert fyrir vestan, og vann lengst af hjá Eimskip við fermingu og affermingu skipa þess. Þar hefur Hrólfur örugglega ekki legið á liði sínu, enda kom hvort tveggja til, miklir kraftar í kögglum og einstök lipurmennska, þegar til hans var leitað. Hann var líka ekki látinn hætta hjá félagi sínu fyrr en hann varð að víkja fyrir aldursmarki. Hygg ég, að honum, þessum mikla starfsmanni, hafi fallið það nokkuð þungt í fyrstu. Hins vegar bjó hann yfir léttri lund, sem hefur áreiðan- lega oft komið honum vel í lífsins ólgusjó. Hér í Reykjavík gekk Hrólfur að eiga Sigurbjörgu Halldórsdóttur. Eignuðust þau eina dóttur, Val- björgu Báru, sem búsett er á Pat- reksfirði. Þau Hrólfur og Sigurbjörg slitu samvistir eftir nokkurra ára sambúð. Árið 1956 urðu þáttaskil í lífi Hrólfs, þegar hann gekk að eiga Njálu Guðjónsdóttur frá Oddsstöð- um í Vestmannaeyjum. Hafði hún nokkrum árum áður flutzt úr Eyjum með einkadóttur sinni, Jóhönnu, eftir lát fyrri manns síns. Þau Njála og Hrólfur bjuggu hér í Reykjavík fyrstu árin, en árið 1968 fluttust þau heim í átthaga Njálu til Vest- mannaeyja og settust þar að. En Heimeyjargosið 1973 breytti öllum þeirra fyrirætlunum sem og svo margra eyjaskeggja. Sneru þau því aftur hingað til Reykjavíkur og áttu síðustu árin heimili að Krummahól- um 10 í nábýli við dóttur Njálu og mann hennar, Þorstein Laufdal bankastarfsmann, og fjölskyldu þeirra. Hvar sem þau bjuggu áttu þau saman notalegt heimili, enda bæði samvalin að snyrtimennsku og hlýju við gesti og gangandi. Ekki leyndi það sér, að Hrólfur reyndist Jóhönnu og dætrum henn- ar og Þorsteins sem bezti stjúpi og afi, og þá naut hann sín ekki síður í langafahlutverkinu. Hér kom hon- um enn að notum, hversu gaman- samur hann var og léttur í fasi. Mátti vel sjá á bliki augna hans, hversu vel hann naut sín innan um ungdóminn. Ég veit og, að hann fékk umhyggju sína rfkulega endur- goldna, þegar árin tóku að færast yfir. Eins og þegar hefur verið minnzt á, hafði svili minn óvenjulétta lund. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÍÐAR STEFANÍU SIGURÐARDÓTTUR, fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma Grundarfirði, Dalbraut 20, Reykjavík. Sigurður Hallgrímsson, Selma Hallgrímsdóttir Ruga, Sveinn Hallgrímsson, Ingibjörg Hallgrfmsdóttir, Halldóra Hallgrímsdóttir Laszlo, Guðni E. Hallgrímsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Erla Eiríksdóttir, Erastus Ruga, Gerður K. Guðnadóttir, Kristinn Ólafsson, Peter Laszlo, Bryndís Theodórsdóttir Guðrfður J. Guðmundsdóttir. Morgunblaðið tekur af mælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Ég sá hann aldrei öðruvísi en kátan og hressan, og styggðaryrði lagði hann ekki til nokkurs manns, svo að ég heyrði. Þá var hann ævinlega búinn til að létta undir með öðrum, ef til hans var leitað. Reyndist hann mágkonu minni frábærlega vel frá fyrstu samveru- stundum þeirra og þá ekki sízt í þeim veikindum, sem því miður hafa oft hrjáð hana. Hrólfur naut þess að lesa góðar bækur, og mun hann einkum hafa sótt áhuga sinn á bóklestri til móð- ur sinnar, sem var sögð mjög fróð- leiksfús og sílesandi. Bóklestur stytti Hrólfi ófáar stundir um ævina og þá ekki sízt nú síðustu árin. Þá hafði hann yndi af söng og hafði gaman af, ef tekið var í orgel. Heyri ég enn óminn áf rödd hans, þegar hann söng fullum hálsi: Sveinar kátir syngið, saman fögur ljóð. Þá dró hann ekki af sér frem- ur en á öðrum sviðum. Heilsuhraustur var Hrólfur með afbrigðum fram á efri ár, enda hélt hann sér vel við með göngu- ferðum og sundi og hæfilegri áreynslu. Svo fór samt að lokum, að hann varð að láta undan síga fyrir Elli kerlingu. En hann stóð meðan stætt var. Fyrir fáum vikum fékk hann blóðtappa og lamaðist hægra megin. Var þá sýnt, að hverju dró. Honum var því orðin þörf á hvíld, þegar hann sofnaði sinn síðasta blund að morgni 6. maí. Ég færi Njálu mágkonu minni og fjölskyldu hennar samúðarkveðj- ur okkar Villu og barna okkar og eins aldraðrar móður minnar á þess- ari skilnaðarstundu. Við minnumst öll góðs drengs, sem nú er genginn. Ég veit, að allir þeir, sem honum kynntust á langri ævi, gera slíkt hið sama. Jón Aðalsteinn Jónsson Okkur langar að minnast í nokkr- um orðum afa okkar, Hrólfs Sigur- jónssonar, en hann lést í Borg- arspítalanum 6. maí sl. Hann var fæddur á ísafirði 30. september 1911. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Sigurðsson, ættaður úr Garðinum, og Rósa Jó- hannsdóttir, ættuð af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Þau hjónin eignuð- ust 10 börn. Komust fimm þeirra upp og var afi þeirra yngstur. Afi fluttist til Reykjavíkur 1936. Þar stundaði hann margskonar störf en lengst af starfaði hann hjá Eimskip. Afi var tvíkvæntur og átti hann þrjú börn. Þau eru Sigurjón, Erla og Bára. Seinni kona hans er Njála Guðjónsdóttir, ættuð úr Vest- mannaeyjum. Amma á eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Jóhönnu, sem reyndist afa sem besta dóttir. Afí og amma bjuggu lengst af í Reykja- vík en fimm ár bjuggu þau í Vest- mannaeyjum. Þau áttu sérstaklega fallegt heimili sem gaman var að koma á og var ánægjulegt að sjá hvað samrýnd þau voru. Þegar von var á þeim í heimsókn til okkar var hátíðarstemmning yfir öllu og alltaf komu þau með eitthvað til þess að stinga upp í litla munna. Þau höfðu mikla ánægju af að gefa. Afi var sérlega glaðlyndur maður og hafði hann mjög gaman af tón- list. íþróttamaður var hann á sínum yngri árum og stundaði hann þá knattspyrnu og glímu, og á seinni árum fylgdist hann vel með enska fótboltanum i sjónvarpinu. Síðasta ár var afa nokkuð erfitt hvað heilsufar varðar og stóð amma sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Við viljum þakka afa samfylgd- ina og biðjum góðan Guð að styrkja ömmu á þessum erfiða tíma. Blessuð sé minning hans. Sveinn, Jón Hrólfur, Hörður, Anna Rósa, Helga og Heiðar. Vors herra Jesú verndin blíð veri með oss á hverri tíð. Guð huggi þá, sem hryggðin slær, hvort þeir eru fjær eða nær, kristnina efli og auki við, yfirvöldunum sendi lið, hann gefi oss öllum himnafrið. (Ólafur Jónsson.) I dag kveðjum við elskulegan afa okkar sem lést í Borgarspítalanum 6. maí sl. Það er mikill tómleiki og söknuð- ur sem fyllir hugann, svo náinn okkur sem hann var. Á okkar upp- vaxtarárum voru Njála amma og Hrólfur afi aldrei langt undan, þar sem þau bjuggu í sama húsi eða í nágrenni við okkur. Samgangur var því mikill og góður. Og allt vildi hann gera fyrir „dúllurnar" sínar, en það kallaði hann okkur oftast. Afi hafði létta lund og var oftast kátur og þannig viljum við muna hann. Við systurnar þökkum afa fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Við biðjum algóðan Guð að styrkja elsku ömmu. Njála, Helga og Osk Fyrir hvítasunnuhelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.