Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1991 35 Liðstýrð grind Gísla Haukssonar sem beygir um liðstýringu í miðjum bílnum, í stað þess að beygja með framhjólunum eins og flest öku- tæki. Þessi tækni er m.a. notuð í þungavinnuvélum. Torfæra OLIS og JR: Fjöldi nyjunga og hörð keppni FYRSTA torfærukeppni ársins sem fram fór í Grindavík um helgina sýndi að mikil barátta verður um Islandsmeistaratitlana í flokki sérútbú- inna jeppa og götujeppa. Egilsstaðabúinn Stefán Sigurðsson sigraði í sérútbúna fiokknum, en hann vann einnig í síðustu keppni liðins árs og hefur tekið forystu í stigakeppninni. Mikil barátta var í flokki götu- jeppa milli Guðmundar Sigvaldasonar og Davíðs Sigurðssonar og vann sá fyrrnefndi með aðeins 50 stiga mun, sem þykir lítið í svo erfiðri keppni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þeir bestu komast ekki alltaf allar þrautir eins og Egilsstaðabúinn Stefán Sigurðsson fékk að reyna í torfærukeppninni í Grindavík. Hann vann í keppninni þrátt fyrir að hafa farið kollhnís á grind- arbíl, sem hann kallar Skutluna. .1 | 1 1 1 1 | | L' ípoeork 5E 3_ lt ~L- hvíla þreytta fætur Wicanders S>Kork-o-Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa gg Ármúía 29. MúEatoroi. sími 38E4Q 1». Þ0RCRÍMSS0N & C0 íslandsmeistarinn frá því í fyrra í sérútbúnum flokki, Bílddælingur- inn Árni Kópsson, náði ekki að sýna sitt rétta form eftir að bilun í nitró- búnaði plagaði hann í byrjun keppni og lenti hann í fjórða sæti. En mik- il keppni var um fyrsta sætið og margar nýjar og endursmíðaðar grindur settu svip sinn á keppnina. Stefán Sigurðsson sýndi mikið ör- yggi í flestum þrautum, en varð þó að þola kollsteypu eftir að hafa reynt við illkleift barð, sem fáir réðu við. Sömuleiðis velti nýliðinn Árni Grant á sama stað, en hann sýndi góða takta í sinni fyrstu keppni og varð í þriðja sæti á eftir Magnúsi Bergssyni. Mikill fjöldi grindarbíla tók þátt í keppninni og nýsmíðuð liðstýrð grind Gísla Haukssonar vakti hvað mesta athygli, en hún er ekki með hefðbundinn beygjubúnað að fram- an, heldur stýrist með lið í miðjunni og er í raun skipt í tvennt þannig að fram- og afturhluti bílsins geta vísað í sitt hvora áttina. í fyrstu keppni reyndist bíllinn ekki sem skyldi, en þessi frumsmíði gæti þó náð betri árangri þegar ökumaður nær betri tökum á gripnum, en smíði bílsins þótti mjög vönduð. Lokastaðan í torfæru OLÍS og Jeppaklúbbs Reykjavíkur: Sérútbúnir: l.StefánSigurðsson 2285 2. Magnús Bergsson 2165 3. Árni Grant 2060 4. Árni Kópsson 2025 5. SturlaJónsson 1870 Götujeppar: l.GuðmundurSigvaldason 1990 2. Davíð Sigurðsson 1985 3. Steingrímur Bjarnason 1900 4. Gunnar Pétursson 1730 5. Rögnvaldur Ragnarsson 1710 FYRIR DUGLEGA KRAKKA M FRÆÐSLUFUNDUR mígrensamtakanna verður hald- inn miðvikudaginn 15. maí í Hlað- varpanum við Vesturgötu í Reykjavík kl. 20.30. Örn Jónsson skólastjóri Svæðanuddskóla ís- lands mun ræða um nudd og áhrif þess á lækningu höfuðverkja. Fé- lagsmenn eru hvattir til að mæta en fundurinn er opinn öllum áhuga- mönnum meðan húsrúm leyfir. Orn hefur áður haldið fyrirlestur á fundi samtakanna og þótti hann mjög athyglisverður þannig að búast má við að margir sæki þennan fund. Aðalfundur Mígrensamtakanna var haldinn 20. mars sl. í Hlaðvarpan- um í Reykjavík. Stjórn samtakanna skipa nú Guðný Guðmundsdóttir, formaður, Hrafnhildur Þorgríms- dóttir, ritari, Birna Bjarnadóttir, gjaldkeri og Regína G. Pálsdóttir og Anna Sjöfn Sigurðardóttir meðstjórnendur. ¦ DAGJVYKrisljánsdóttir lektor heldur miðvikudaginn 15. maí kl. 20.30 erindi í Skólabæ, Suðurgötu 20. Erindið nefnir hún: Sorgin og fegurðin í „ Mín liljan fríð" eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Allt áhuga- fólk um kvennarannsóknir og bók- menntir velkomið. Frábær reiðhiól á verði sem allir ráða við. 24" 18 gíra fjallahjól með smellugírum á kr. 24.675.- 20" 3ja gíra fjallahjól á kr. 13.760.- 16" fjallahjól á kr. 10.850.- 14" fjallahjól á kr. 10.630.- BMX hjól 12", 14", 16" og 20" frákr. 7.780.—12.720.- Verð á fjallahjólum frá kr. 10.630.- Verði barnahjólum frá kr. 4.970.- _____________DINOREIÐHJÓL__________ FALLEG - VÖNDUÐ - VINSÆL TÓmSTUnÐRHÚSIÐ HF Laugavegi 164, sími 21901

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.