Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 31
MÖ'ábUNBLAÐÍÐ MIÐVlKUDÁGUR 15. MAÍ 1991 31 Nóra og náttúran Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: „White Palace“ Leikstjóri Luis Mandoki. Aðal- leikendur James Spader, Susan Sarandon, Eileen Brennan, Kathy Baker, Rachel Levin. Bandarísk. Univeisal 1990. Hann, Max (Spader), er vel menntaður spjátrungur í góðri stöðu, af efnafólki í gyðingaelítu St. Louisborgar. Gáfaður, reglu- samur, þumbari, Volvomaður, snyrtimenni. Dáir Brahms. Er í lægð eftir að hafa misst unga og fagra konu sína í bílslysi. Er 27 ára og gæti verið yngri eftir útlitinu að dæma. Hún, Nóra (Sarandon), hefur kannski klárað grunnskólann, er gengilbeina á hamborgarabúlu, frá uppflosnuðu heimili, nánustu vinir vaktfélagamir. Býr í slömmhverf- inu, Dogcity. Skynsöm, þykir gott að fá sér neðan í því, eldhress, not- ar almenningsvagna borgarinnar, subba, dásamar The Oak Ridge Boys. Nýbúin að missa einkasoninn en reynir að láta það sem minnst á sig fá. Er 43, ber höfuðið hátt, kynþokkinn streymir frá henni. Við fyrstu sýn virðast þessar aðalpersónur hinnar ágætu White Palace tæpast geta verið frábmgðn- ari enda bakgrunnurinn eins ólíkur og hugsast getur. En þau mætast eins og skip á nóttu og viti menn, slompdrukkinn liggur hann konuna. Ekki nóg með það. Nóra státar kannski ekki af mörgum akadem- ískum prófum en í þeirri list að njóta og veita unað undir værð- arvoðum fengi hún A+, enda gamn- ar hún lífslöngunina í Max að nýju og verða með þeim samfarir góðar um sinn. En ólíkt baksviðið hlýtur að koma uppá milli þeirra fyrr en síðar. Það er góð tilfinning þá sjaldan myndir koma þægilega á óvart og White Palace telst einmitt til þeirra sjaldséðu undantekninga. Hún er afar manneskjuleg án þess að vera væmin (svona allt að því ...), er oftast bráðfyndin og eins skynsam- leg og maður getur ætlast til miðað við kringumstæðumar. Persónurn- ar eru heilsteyptar og þar að auki myndast óvenju sterkt, útgeislandi samband á milli Spaders og Saran- don. Ekki síst í einu besta ástarat- lotasambandi sem sést hefur í háa herrans tíð. Þessar senur hafa verið hálfgerður Akkilesarhæll banda- rískra kvikmyndagerðarmanna, oft- ast ömurlega tilfmninga- og nátt- úrulausar, að maður tali nú ekki um hjá spílbergunum. Fyrsta ást- arsenan er allt í senn; eðlileg, heit og sterk, tilfinningarík, krydduð gamansemi, sönn. Að sjálfsögðu er White Palace ein þeirra mynda sem maður kvíðir óumflýjanlegu uppgjöri aðalpei-són- anna en hér sleppa allir heilir fyrir horn. Það má kannski segja sem svo að hlaupið sé á nokkru hunda- vaði hvað snertir hugarfarsbreyt- ingu Spaders en það er gert á ein- faldan hátt, flestir áhorfendur skilja breytta afstöðu hans til þess inni- haldslausa tilgerðarlífs sem hann hefur lifað, plastumhverfís snobbs og ofgnóttar sem hann hefur þrifist í og yfírdrepsskap vinanna og mað- ur tekur til fótanna með honum eftir að hann hefur tekið sína ör- lagaríku ákvörðun. Mandoki, sá ágæti leikstjóri, er snjall að blanda saman gamansemi og tilfínningamálum. Það kom ljóst fram I hans einu mynd til þessa, hinni minnisstæðu Gaby - A Tive Story. Við verðum að vísu að sam- þykkja með sjálfum okkur að mynd- in er nær ævintýrinu en raunveru- leikanum, en leikur og öll efnismeð- ferð er slík að það er auðvelt að leiða þær hugsanir hjá sér. Þau Sarandon og Spader fara með erfið og krefjandi hlutverk og eru sem sköpuð hvort fyrir annað (stundum í orðsins fyllstu merkingu!) og gera þessa makalausu sambúð trúverð- uga. Sarandon er enn með kynþokk- afyllstu konum kvikmyndatjaldsins og enginn efast um leikhæfíleikana (Atlantic City, Bull Durham, The Witches of Eastwick, o.fl. o.fl.) og Spader er að festa sig í sessi sem einna álitlegasti ungi karlleikarinn vestra. Þá er Brennan eftirminnileg í litlu hlutverki ruglaðrar eldri syst- ur Sarandon og Levin, sem er öllum minnisstæð sem sáu hana í titilhlut- verkinu í Gaby..., skapar hina einu, sönnu, afskiptasömu og uppá- þrengjandi gyðingastúlku. Skraut- legt og einstakt, allt saman. AUGLYSINGAR Vörubílstjórafélagið Þróttur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Borg- artúni, 33 fimmtudaginn 16. maí kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Atvinnumál. 3. Önnur mál. Reikningarfélagsins liggja frammi á skrifstof- unni. _ . . Stjornm. ÝMISLEGT Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavik, sími 678500 Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Hinar árlegu sumarferðir ásamt orlofsferðum að Löngumýri hafa verið skipulagðar og tíma- settar. Nánari upplýsingar birtast í Fréttabréfi um málefni aldraðra, sem sent er öllum Reyk- víkingum 67 ára og eldri. Pantanir fara fram í Félags- og þjónustumið- stöðinni, Bólstaðarhlíð 43, í símum 68 96 70 og 68 96 71 frá og með 14. maí nk. milli kl. 9.00 og 12.00. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Málverk Finnur Jónsson, olía á striga 100x75 sm. Úr Laugarnesi, Viðey, Akrafjall, 1919 merkt. Upplýsingar í síma 26984. Vísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1991 Atlantshafsbandalagið leggur árlega til fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir í aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins á einhverju eftirtalinna sviða: Náttúruvísindum, líf- og læknisfræði, hug- og félagsvísindum og verkfræði. Umsóknum um styrki þessa, „NATO Science Fellowships", skal komið til Vísindaráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. Þeim skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina og meðmæla, svo og upplýsingar um starfs- feril og ritverkaskrá. Umsóknareyðublöð fást hjá Vísindaráði, Bárugötu 3. Afgreiðslutími þar er kl. 10-12 og kl. 14-16 daglega. FÉLAGSSTARF £ Aðalfundur W ; Hugins Aðalfundur Hugins verður haldinn miðvikudaginn 15. maí i Lyngási 12, Garðabæ kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Gestur fundarins mun halda lokaræðu. _... ,, Stjórn Hugms. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins Sumartími Frá 15. mai til 15. september verður skrifstofa Sjálfstæðisflokksins opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga til föstudaga. Kópavogur- Kópavogur Sjálfstæðiskvenna- félagið Edda heldur fund fimmtudaginn 16. maí kl. 20.30. í Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: Kosning á landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna. Gestir fundarins verða Sigríður A. Þóröardottir og Salome Þorkelsdóttir. Eddukonur fjölmennið. Stjómin. i|lll|j||MBggll|»j|l s 1 auglýsingar FFLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliði Kristins- son. Allir hjartanlega velkomnir. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristiboðssamkoma á Háaleitisbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræöumenn Lilja S. Kristjánsdóttir og Skúli Svavarsson. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja Kvöldmessa i kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða" sér um tónlistarflutn- ing. Þorvaldur Halldórsson préd- ikar. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Fimmtudagskvöld 16. maíkl. 20 Fuglaskoðun og sólarlags- ganga á Álftanesi Létt og Ijúf kvöldferð um strönd Álftaness. Þeir, sem huga að fuglum, fara hægar yfir (rútan fylgir hópnum), en hinir lalla um ströndina. Leiðbeinandi í fugla- skoðun verður með. Tilvalið að byrja í Feröafélagsferðum með þessari göngu. Brottför frá BSl, austanmegin (stansað m.a. á Kópavogshálsi og v. Engidal.) Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Opið hús - ferðakynn- ing íkvöld miðvikudagskvöldið 15. maíkl. 20.30 Feröakynningin er í Sóknar- salnum Skipholti 50a. Feröa- nefnd kynnir m.a. Sólstööuferð i Grimsey og Drangey, Vestfjarð- arferð (Strandir - ísafjaröar- djúp), Hornstrandaferðir, Laugar - Þórsmörk, Kjalveg hinn forna, miðsumaferð á Hálendið, Borg- arfjörð eystri, Lónsöræfi, Vonar- skarö - Kverkfjöll, kringum Kerl- ingarfjöll, Þórsmörk, Land- mannalaugar, Hveravellir o.m.fl. spennandi. Einnig kynning á hvítasunnuferðunum og utan- landsferðum (Mt. Blanc, Jötun- heimar í Noregi, Grænlandl). Myndsýning og spjall um lengri sem styttri ferðir sumarsins. Ath. að þegar er mikið pantað f sumarleyfisferðirnar. Glæsi- legar kaffiveitingar í tilefni sumarsins. Aðgangseyrir kr. 500 (kaffi og meðlæti innifalið). Verðlisti yfir ferðirnar mun liggja frammi. Allir velkomnir, jafnt félagar sem aðrir. Gott tækifæri til að kynnast nánar ferðaáætlun sumarsins og til að hitta væntanlega ferðafé- laga. Eignist Ferðafélagsspilin kr. 500 stk. Ferðafélag íslands, ferðir fyrir þig. W ÚTIVIST GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVAR114606 Hvítasunnuferðir 17.-20. maí holl hreyfing - góður félagsskapur Dansað í Básum um hvítasunnu Það er tilvalið að fagna nýju sumri á þessu óviðjafnanlega svæði. Gönguferðir viö allra hæfi, jafnt fjallageitur og þá, sem eru að byrja í gönguferðum. Góð gisting og hin ákjósanleg- asta aðstaða i Útivistarskálun- um Básum. Kvöldvökur, varðeld- ur, gömlu dansarnir á pallinum á laugardagskvöld. Fararstjóri Björn Finnsson. Verð aðeins 6.100/6.700. Skaftafell - Öræfasveit Farið að Jökulsárlóni og í Múla- gljúfur, gengiö í Morsárdal og Bæjarstaðaskóg. Fararstjóri Egill Pétursson. Örætajökull Hér býðst tækifæri til þess að fara á konung jöklanna. Gengin Sandfellsleið á jökulinn. Ekkert klifur, enginn sérstakur útbúnað- ur nauðsynlegur, aðeins góðir gönguskór og hlý föt. Undirbún- ingsfundur fyrir ferðina auglýst- ur síðar. Fararstjóri Reynir Sig- urðsson. Gerðu eitthvað eftirminnilegt um hvítasunnuna og skelltu þér í Útivistarferð. Viðey að kveldi Miðvikud. 15/5. Gengið austurá Stöðina. Minjar þorpsins skoðað- ar og saga þess rifjuð upp. Fjöru- skoðun og fjörubál á Kríusandi í lok göngu. Brottför frá Viðeyjar- bryggju, Sundahöfn kl. 10. Sjáumst. Utivist. KENNSLA Vélritunarnámskeið Notið sumarið og lærið vélritun. Vélritunarskólinn, s. 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.