Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 32
-, 32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 Afmæliskveðja: mmmt : wiímwm ELFA IVORTICEl viftur í úrvali Spaðaviftur - borðviftur - bað- herbergisviftur - gróðurskála- viftur - röraviftur - iðnaðarviftur fjósviftur Hagstætt verð. Bnar Farestvert&Co.hf. BORGARTÚMl 28, SÍMI622901. /'///'///'///'/ Þ.ÞORGRÍMSSON&CO mm RUTLAND mm ÞÉTTIEFNI ÁÞÖK-VEGGI-GÓLF ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Páll H. Wium málarameistari Páll Wium málari er áttræður í dag. Hann er fæddur í Bárugerði í Sandgerði 1911. Foreldrar hans voru Gissur Hans Wium og kona hans, Rannveig Pálsdóttir. Páll lærði málaraiðn hjá Tómasi Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni, fór til Kaupmannahafnar og lauk sveinsprófi 1935. Meistari varð Páll 1943. Hann hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur 1940. 1934 giftist Páll móðursystur minni, Þorbjörgu Guðrúnu Guð- laugsdóttur. Þau eignuðust fimm börn, Vigdísi, Rannver Hans Narfa, Guðlaugu, Hlín og Karl Viðar. Fyrstu kynni mín af Páli voru að lítill polli úr austfirskri sveit fór í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar eða Knútsskólann eins og hann var nefndur eftir skólastjóranum, Knúti Arngrímssyni, og átti samastað hjá þeim hjónum í svokölluðum Goða- húsum vestur á Hringbraut. Þetta mun hafa verið veturinn 1944-45. Raunar höfðu Vigdís og Narfi, tvö elstu börn Páls og Þorbjargar, dvalið hjá okkur í Hlíðinni þá um sumarið. Þessi fyrsti reykvíski vetur minn var mikil upplifun og mikið ævin- Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 Utaná hús týri fyrir óharðnaðan sveitadreng. Lengst af bjuggu þau Þorbjörg og Páll í Drápuhlíð 15. Þangað var gott að koma, mikil gestrisni og myndarbragur. Þrátt fyrir háan aldur er Páll sí- vinnandi sem fyrr með syni sínum Narfa. Ég vil af þessu tilefni þakka Páli og hans fólki öllu vinsemd í garð okkar hjóna og óska honum gæfu og gengis á ókomnum árum. Hilmar Jónsson • I dag er tengdafaðir minn, Páll H. Wium málarameistari, 80 ára. Páll er fæddur í Bárugerði í Miðnes- hreppi, sonur hjónanna Hans Wium og Rannveigar Palsdóttur. Foreldr- ar Páls voru bæði fædd þarna syðra. Hans fæddur í Bárugerði, einn af 15 systkinum og er ein systir hans á lífi, Guðbjörg á Sjónarhóli í Hafn- arfirði sem gift var Birni Eiríks- syni. Móðir Páls var fædd á Þóru- stöðum í Kirkjubólshverfi, en það er mitt á milli Garðskaga og Sand- gerðis. Systkini Páls eru þrjú, Guð- jón búsettur í Bárugerði, Kristín búsett í Garði og Sveinbjörg búsett í Reykjavfk. Páll er af þeirri kynslóðinni sem fór ung út á vinnumarkaðinn og lét ekki af störfum fyrr en hár aldur sagði, nú er nóg komið. Páll mun hafa verið 10 ára er hann fór til sjós, en um fermingu er hann þurfti af fullum krafti að taka þátt í bú- störfum t.d. um sláttinn. Þá var farið kl. 4 á morgnana út á tún að slá. Og í þá daga var vélaraflið maðurinn sjálfur. Það gerðist ekk- ert nema fólkið sjálft hefði frum- kvæði og gengi að þeim verkum sem nauðsynleg voru til að fram- fleyta sér og sínum. Og þannig hefur lífsstíll þessa heiðursmanns verið. í Sandgerði stundaði Páll al- menna verkamannavinnu hjá fyrir- tæki Haraldar Böðvarssonar, síðar á Akranesi, bæði til sjós og lands. Snemma hefur þó hugur Páls stefnt á önnur störf en þau er tengj- LACTACYD LETTSAPA jyrir viðkyœma staði Lactacyd léttsápan styrkir náttúrulegar varnir húðar- innar og kemur í veg fyrir kláða og óþægindi við kynfæri, endaþarm og undir brjóstum ¦ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH-gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar varnir hennar ¦ Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuð- um og að sjálfsögðu í næsta apóteki ¦ ast sjónum. Árið 1930 fer Páll til Reykjavíkur og hyggst leggja stund á málaraiðn. Það má segja að þetta ár þegar minnst var 1000 ára af- mælis Alþingis, sem talinn er einn af merkisviðburðum íslandssögunn- ar, hafi eyðilagt þessa ætlan hins unga manns. Hann yfirgefur Reykjavík og heldur heim. Biður frændfólk sitt að láta sig vita ef einhver auglýsir eftir nema. Svo er það í apríl 1931 að orð kemur frá frændfólkinu í Reykjavík, að Jón Björnsson málarameistari á Vestur- götu 17 hafði auglýst eftir nema. Það er ekki að orðlengja það, Páll ræðst til Jóns og er hjá honum í verklegu námi, en stundar bóklegt nám í Iðnskólanum sem þá var til húsa í Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina. Á námsárum sínum bjó Páll hjá Vigdísi Halldórsdóttur á Bjarg- arstíg 7, en hún rak þar greiðasölu. Þar bjó einnig frænka Vigdísar, Þorbjörg Guðlaugsdóttir frá Eski- firði. Þorbjörg hafði stundað nám í Samvinnuskólanum, en vann við verslunarstörf hjá R.P. Leví á þess- um árum. Á Bjargarstígnum lágu leiðir þeirra Páls og Þorbjargar saman. Málarasveinninn hikaði ekki, bað um hönd stúlkunnar þótt námi væri ekki lokið, þau giftu sig í september 1934. Hjúskaparár þeirr'a urðu tæplega fimmtíu og eitt, en Þorbjörg lést 23. ágúst 1985. Fljótlega eftir giftinguna fer Páll til Kaupmannahafnar og lýkur þar námi og tekur sveinspróf um vorið 1935. Kemur heim í apríl það ár og fer að vinna hjá Jóni Ágústssyni málarámeistara. Ungu hjónin festu kaup á húsi við Hörpugötu 13 í Skerjafirði og má segja að Jpar hafi þau byrjað sinn búskap. A næstu árum búa þau á ýmsum stöðum, en 1946 festa þau kaup á íbúð við Drápuhlíð 15 í Reykjavík og þar býr Páll enn. Páll og Þorbjörg eign- uðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífí. Elst var Vigdís, en hún lést árið 1983. Rannver Narfi mál- arameistari, Guðlaug Malhildur húsmóðir, Hlín húsmóðir og Karl Viðar bifvélavirki. Ég geri ráð fyrir því að snemma hafi það komið upp í huga Páls að verða sjálfstæður í sinni atvinnugrein. Þegar ég kynn- ist honum fyrir 36 árum þá rekur hann sitt málarafyrirtæki og gerir enn, en pensillinn hefur fengið hvíldina. Já, vinnudagurinn er orðinn lang- ur, nærfellt 70 ár. Það geta því varla talist helgispjöll eftir slíkan vinnudag þótt hægt sé á ferðinni. Ég hef stundum velt því fyrir mér, þrátt fyrir þá staðreynd að Páll hefur notið virðingar sem mjög góður fagmaður, hvort hæfileikar hans á tónlistarsviðinu hefðu ekki átt að koma meira fram. Mér er nær að halda að hann hafi fengið tónlistina í vöggugjöf ef svo má að orði komast. Ekki er mér kunnugt um hvaða möguleikar hafa verið á tónlistarnámi er Páll var að vaxa úr grasi. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi ekki verið miklir og örugglega ekki í neinni líkingu við það sem er í dag. Páll hefur í gegnum árin spilað á orgel og leikur lipurlega á munnhörpu. Og hver skyldi nú hafa kennt honum? JÚ, hann sjálfur. Þessi heiðursmaður hefur ræktað þennan eiginleika með sjálfum sér, spilað fyrir sig og sína, okkur sem á hlustum til mikillar ánægju. Öldnum heiðursmanni óska ég til hamingju með áttræðisafmælið og bið honum Guðs blessunar á komandi árum. Ragnar S. Magnússon Afmæliskveðja Jón Sigbjörnsson fyrrv. deildarstjóri Sjötugsafmælin dembast nú yfir útvarps-Jóna, góðvini og samstarfs- menn frá árum áður. í dag fyllir Jón Sigbjörnsson sjöunda tuginn, hinn trausti tæknimeistari útvarps- ins um áratugi og mikinn hluta þess tíma deildarstjóri. Þótt tæknimál hafi alla tíð verið mér gersamlega framandi og oftast með öllu óskiljanleg átti ég ekki í neinum vandræðum með að um- gangast starfsmenn tæknideildar. Þar unnu samtímis mér miklir öðl- ingsmenn, og er Jón yfirmaður þeirra gott dæmi um mannvalið á þeim stað. I starfi mínu á dagskrárdeild útvarpsins var um mikil samskipti að ræða við tæknideildina og þá ekki sízt við deildarstjórann, og er mér sérstök ánægja að minnast hversu árekstralaus og vinsamleg þau voru. Og ekki var síður gott að blanda geði við Jón, þegar við brugðum okkur í ferðalag. Langoftast voru það dagsferðir að vorlagi, sem starfsmannafélagið stóð fyrir, en svo er ekki sízt minnisstæð ferð okkar vestur til Kanada sumarið 1975, sem stóð u.þ.b. 2 vikur. Þetta var raunar bændaferð að undirlagi Búnaðarfélags íslands, og var t.d. skemmtilegt fyrir mig sem Hún- vetning að hafa þarna einnig sem ferðafélaga tvær aldnar heiðurs- kempur þaðan úr sýslu, Guðmund frá Brandsstöðum og Sigurjón á Rútsstöðum. Og ekki spilltu fyrir ferðagleðinni Guðmundar tveir af Vestfjörðum, skáldið á Kirkjubóli og búfræðingurinn Bernharðsson frá Ingjaldssandi. Jón Sigbjörnsson var þarna mætur fulltrúi Austur- lands, ásamt fleirum. Hin ágæta kona Jóns, Vigdís Sverrisdóttir frá Hvammi í Norður- árdal, var einnig með í vesturför- inni og jafnan endranær í ferðum útvarpsfólksins. Hún íþyngir ekki andrúmsloftinu, svo glaðlynd sem hún er og hláturmild. Þessum ágætishjónum árna ég nú allra heilla á heiðursdegi húsbón- dans. Fyrir nokkru átti hann við alvarlegar heilsufarsþrengingar að búa en hefur nú náð sér verulega á strik aftur. Og gott er nú það. Þakka löng og góð kynni. Baldur Pálmason t-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.