Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIj)¥IKUI)AGt)R 15. MAÍ 1991 i ¦" \;.n<)\- Eskifjörður; Klemmd- ist á fæti HÓLMANESIÐ, annar skuttogara Hraðfrystihúss Eskifjarðar, kom til heimahafnar í gærmorgun með slasaðan mann. Maðurinn klemmdist illa á vinstra fæti á svokölluðum skutrennuloka. Hann marðist mikið og var ákveðið að sigla til hafnar með hann. Meiðsli hans voru þó minni en tálið var í upphafi. » ? ? Þjóðleikhúsið: Tæplega 100 sóttu um lausar stöður Fjögur ný íslensk verk á næsta leikári TÆPLEGA eitt hundrað manns sóttu um lausar stöður í Þjóðleik- húsinu, 78 leikarar og 20 leik- stjórar. Ráðið verður í nokkrar leikarastöður og tvær stöður leik- sljóra. Stefán Baldursson, Þjóðleikhús- stjóri, sagði að ekki væri enn ljóst hversu margar stöður leikara yrði ráðið í en leikstjórastöðurnar væru tvær og yrði ráðið í allar stöðurnar frá og með 1. september. Hann sagði mikið verk að fara í gegnum allar umsóknirnar enda væri mikið af hæfileikaríku fólki sem hefði sótt um. Stefán sagði of snemmt að skýra frá því hvaða verk yrðu sýnd á ,næsta leikári. Fyrsta verkefnið á stóra sviðinu í haust verður Gleði- spilir, nýtt íslenskt verk eftir Kjartan Ragnarsson, sem hann leikstýrir. „Um önnur verk á næsta ári er of fljótt að skýra frá. Það verða þó fjögur ný íslensk leikrit sýnd. Barna- leikritið Búkolla eftir Svein Einars- son verður sett upp, en það átti að setja upp síðast liðið vor. Fjórða íslenska verkið er eftir Þórunni Sigurðardóttur. Hún skrif- aði verkið upphaflega fyrir Borgar- leikhúsið, en það urðu leikhússtjóra- skipti þar og verkið féll eitthvað á milli þar á meðan. Núverandi leik- hússtjóri hafði áhuga á að taka það til sýningar en fólk hér í Þjóðleikhús- inu hafði lesið leikritið, og það var "áður en ég kom hingað, og leist vel á það. Verkefnavalsnefnd las síðan verkið og þar var einhugur um að reyna að fá verkið til sýningar og það tókst með vinsamlegum sam- skiptum nýja leikhússtjórans í Borg- arleikhúsinu," sagði Stefán. < ? ? 15.-17. maí kl. 10-17 í Skeifanni 17 Tölvubúnaöur frá Hewlett Packard, Tulip, Star, Synoptics, Novell, Microsoft, og fleirum, allt gæðavörur á góðu verði. Sýningin er sérstaklega ætluð fyrir þá sem hafa þörf fyrir staðarnet, tengingu við SKÝRR, bréf- símakerfi (fax) á neti eða hafa áhuga á Windows. Sérstökkynning verðurá lAr'Z------ M. 15 00 aH*~ ..°ur a Windows O00*"asyningardagana.' Reykjavíkurborg: 2000 ung- menni sækja um vinnu Umsóknarfrestur um Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar rennur út næstkomandi föstudag. Gert er ráð fyrir að um 2.000 ungling- ar starfi við umhirðu garða og hreinsun í hverfum borgarinnar í sumar. Einnig verða verkefni við Nesjavallavirkjun, Rauðavatn og í Heiðmðrk. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur skrifstofustjóra hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar hefur fjöldi ungl- inga sótt um vinnu í sumar og gerir hún ráð fyrir að um tvö þúsund unglingar verði við störf. Það eru unglingar fæddir 1977 og 1976 sem verða ráðnir til vinnu í sumar. Yngri hópurinn mun vinna fjóra tíma á dag og verður tímakaup þeirra 186 kr. Eldri hópurinn vinnur átta stunda vinnudag og tímakaupið verður 164 kr. Unglingavinnan hefst 4. júní og lýkur 2. ágúst. Kíkissamiiin^iir Tufep Whn\ HEWLETT mL'HÆ PACKARD .IL Pantanafrestur hjá Innkaupastofnun ríkisins á tölvubúnaði með stórafslætti rennur út 17. maí. / boði eru m.a.: Tulip dc, 20MHz, 40MB, VGA (s/h), 386 sx tölvur frákr 122.000,- LaserJet III, geislaprentarar með upplausnarauka frákr. 196.200,- Star nálaprentarar frá kr. 18.900,- ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukaup hf. • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260 *m*!^**ft«í%*IM»MS*M*, M 'v "' •HmmttMIHR'M' »t»mtm*tT*vtt«t«nt*ttmf*tnritt«t>Tv«itfiv*'(nt«MMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.