Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 7

Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MlDVlKCpAGl’R 15. MAt 199:1 Eskifjörður: Klemmd- ist á fæti HÓLMANESIÐ, annar skuttogara Hraðfrystihúss Eskifjarðar, kom til heimahafnar í gærmorgun með slasaðan mann. Maðurinn klemmdist illa á vinstra fæti á svokölluðum skutrennuloka. Hann marðist mikið og var ákveðið að sigla til hafnar með hann. Meiðsli hans voru þó minni en tálið var í upphafi. Þjóðleikhúsið: Tæplega 100 sóttuum lausar stöður Fjögur ný íslensk verk á næsta leikári TÆPLEGA eitt hundrað manns sóttu um lausar stöður í Þjóðleik- húsinu, 78 leikarar og 20 leik- sljórar. Ráðið verður í nokkrar leikarastöður og tvær stöður leik- sijóra. Stefán Baldursson, Þjóðleikhús- stjóri, sagði að ekki væri enn ljóst hversu margar stöður leikara yrði ráðið í en leikstjórastöðurnar væru tvær og yrði ráðið í allar stöðurnar frá og með 1. september. Hann sagði mikið verk að fara í gegnum allar umsóknirnar enda væri mikið af hæfileikaríku fólki sem hefði sótt um. Stefán sagði of snemmt að skýra frá því hvaða verk yrðu sýnd á næsta leikári. Fyrsta verkefnið á stóra sviðinu í haust verður Gleði- spilir, nýtt íslenskt verk eftir Kjartan Ragnarsson, sem hann leikstýrir. „Um önnur verk á næsta ári er of fljótt að skýra frá. Það verða þó fjögur ný íslensk leikrit sýnd. Barna- leikritið Búkoila eftir Svein Einars- son verður sett upp, en það átti að setja upp síðast liðið vor. Fjórða íslenska verkið er eftir Þórunni Sigurðardóttur. Hún skrif- aði verkið upphaflega fyrir Borgar- leikhúsið, en það urðu leikhússtjóra- skipti þar og verkið féll eitthvað á milli þar á meðan. Núverandi leik- hússtjóri hafði áhuga á að taka það til sýningar en fólk hér í Þjóðleikhús- inu hafði lesið leikritið, og það var áður en ég kom hingað, og leist vel á það. Verkefnavalsnefnd las síðan verkið og þar var einhugur um að reyna að fá verkið til sýningar og það tókst með vinsamlegum sam- skiptum nýja leikhússtjórans í Borg- arleikhúsinu,“ sagði Stefán. ------------- Reykjavíkurborg: 2000 ung- menni sækja um vinnu Umsóknarfrestur um Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar rennur út næstkomandi föstudag. Gert er ráð fyrir að um 2.000 ungling- ar starfi við umhirðu garða og hreinsun í hverfum borgarinnar í sumar. Einnig verða verkefni við Nesjavallavirkjun, Rauðavatn og í Heiðmörk. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur skrifstofustjóra hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar hefur fjöldi ungl- inga sótt um vinnu í sumar og gerir hún ráð fyrir að um tvö þúsund unglingar verði við störf. Það eru unglingar fæddir 1977 og 1976 sem verða ráðnir til vinnu í sumar. Yngri hópurinn mun vinna fjóra tíma á dag og verður tímakaup þeirra 186 kr. Eldri hópurinn vinnur átta stunda vinnudag og tímakaupið verður 164 kr. Unglingavinnan hefst 4. júní og lýkur 2. ágúst. HEWLETT PACKARD ft mmr Pantanafrestur hjá Innkaupastofnun ríkisins á tölvubúnaði með stórafslætti rennur út 17. maí. / boði eru m.a.: Tulip dc, 20MHz, 40MB, VGA (s/h), 386 sx tölvur frá kr. 122.000,- LaserJet III, geislaprentarar með upplausnarauka frá kr. 196.200,- Star nálaprentarar frá kr. 18.900,- MUNALAN V/SA E EUROCARD Tölvukaup hf. • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260 ÖRTÖLVUTÆKNI = 15.-17. maí kl. 10-17 í Skeifmmi 17 Tölvubúnaður frá Hewlett Packard, Tulip, Star, Synoptics, Novell, Microsoft, og fleirum, allt gæðavörur á góðu verði. Sýningin er sérstaklega ætluð fyrir þá sem hafa þörf fyrir staðarnet, tengingu við SKÝRR, bréf- símakerfi (fax) á neti eða hafa áhuga á Windows. Serstök kynning verðurá m/ k/. 15 oo a/i* ■ a w'ndows s.00a/ia syn/ngardagana. '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.