Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAPIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1991 "+ Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JENSÍNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 20b, andaðist í Landspítalanum 14. maí. Ásgeir Sigurðsson, Birgir Raf n Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ardís Henriksdóttir, Kristján Ásgeirsson, Magdalena M. Ólafsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Gerður V. Colot og barnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, FINNBOGI ÞORSTEINSSON, Meistaravöllum 21, andaðist í Landspítalanum 13. maí. Lína Knútsdóttir og börn hins látna. + Eiginmaður minn, EINAR THORODDSEN fyrrv. yfirhafnsögumaður, Hjarðarhaga 27, lést mánudaginn 13. maí. Ingveldur B. Thoroddsen. + Astkær móðir mín, ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR, Hávallagötu 38, andaðist í Hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 13. þ. mánaðar. Reynir Björnsson. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Ægisíðu 50, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 14. maí. Jón Sigurðsson og börn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, NANCY J. KRISTJÁNSDÓTTIR, Háeyri, Bergi, andaðist í sjúkrúsi Keflavíkur 6. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær sonur okkar og bróðir, GUÐMUNDUR RAFN KAABER, Gerðhömrum 13, lést á heimili sínu 13. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 15.00. Svanhildur Guðmundsdóttir, Sverrir Örn Kaaber, Erna Guðrún Kaaber, Katrín Kaaber, Berglind Guðný Kaaber. + Móðir okkar og fósturmóðir, EMILÍA VIGFÚSDÓTTIR, Sunnuhlíð, Kópavogi, áðurtil heimilis íHófgerði 12, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 13. maí. Viktoría Finnbogadóttir, Erla Jakobsdóttir, Amór Ragnarsson. Sigríðurl. Hannes- dóttír - Minning Fædd 1. september 1934 Dáin 22. apríl 1991 Mín kveðja er orð, sem á sér ekkert nafn, aðeins minn hugur mælir — nemur þinn? Fjarlægð er ekki, allur tími jafn eins þó að dauðinn signi hvarminn minn. (Árbók Þingeyinga 1963) I þetta erindi eftir móður mína hef ég reynt að sækja huggun harmi gegn, þessa daga síðan ég frétti. látið hennar Siggu. Minningarnar streyma fram, löngu liðnir dagar verða að lifandi myndum fyrir hug- skotssjónum mínum. Ég er fimm ára gömul, og það er bjartur sumar- dagur. Á Staðarhólstúninu hinum megin við lækinn bylgjast puntur- inn full sprottinn. Þar sé ég litla stúlku í grasinu og ég geng yfir um til hennar og segi: „Vltu koma og leika við við mig?" Hún svarar: „Ég get það ekki núna, því ég er að tína blóm fyrir mömmu." Sjálfsagt hef ég verið búin að hitta hana Siggu fyrr þetta sumar eða vor, sem foreldrar mínir fluttu í Grenjaðarstaðabæinn, en þetta atvik er það fyrsta sem ég man okkar kynni, sem varað hefur æ síðan. Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir fæddist á Staðarbóli í Aðaldal þann 1. september 1934, dóttir hjónanna þar, Hannesar Jonssonar frá Reykjahlíð og Halldóru Magnús- dóttur, borgfirskrar ættar, næst- yngst fjögurra systra. Það var stór barnahópurinn á Staðarbæjunum í uppvexti okkar. Skyldustörfin voru mörg, því sjálfsagt var þá að hvert barn færi að gera gagn, um leið og það gat vettlingi valdið, og störf- in uxu með aldrinum. Þetta var hollt veganesti öllum. Þegar frístundir gafust kom svo hópurinn saman. Systurnar á Stað- arhóli og Hvoli, börnin á Grenjaðar- stað og Aðalbóli, fyrir után sumar- börnin sem komu í hópinn, jafn árvisst og farfuglarnir á vorin. Og þá var farið í slagbolta, fallin spýta, stórfiskaleik, ræningjaleik eða að rekja pílu. Og ekki má gleyma glerjabúunum og hornabúunum, svo eitthvað sé talið. Á veturna voru svo teknir fram sleðarnir, skíðin og skautarnir, og aldrei skorti verkefnin í leik og starfi. í þessu umhverfi ólst hún Sigga upp til fullorðinsára. Á unglingsár- unum tók hún ríkan þátt í fþróttum í héraði, og ég veit að veturnir henn- ar í Laugaskóla urðu henni drjúgt veganesti. Þegar ég kom heim nýútskrifuð úr Ljósmæðraskólanum, var hún Sigga vinkona mín næstfyrsta kon- an sem ég sat yfir, þegar hún eign- aðist fyrsta barn sitt, þá trúlofuð Garðari Guðmundssyni á Ólafsfirði. + Bróðir okkar, INGVI ÞÓRÐARSON, Álafossvegi 21, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Systkini hins látna. + Ástkær sonur okkar og bróðir, SIGURJÓN AXELSSON, lést 13. maí. Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir, Axel Eiriksson, Grímur Axelsson, Hjalti Axelsson. + Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, PÉTUR OTTESEN JÓNSSON rakarameistari, Sogavegi 164, Reykjavík, lést á öldrunardeild Borgarspítalans þriðjudaginn 14. maí. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Kristín Elíasdóttir, Elsa Pétursdóttir, Steinarr Guðjónsson. + Faðir okkar, SIGURÐUR ÁGÚSTSSON, Birtingarholti, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 12. mai sl. Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju föstudaginn 17. maí kl. 14.00. Sætaferðir verða frá B.S.l'. kl. 11.30. Börnin. + Útför föður míns, tengdaföður og afa, HILMARS ÁRNASONAR, Brekku við Vatnsenda, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. maí kl. 10.30. I Ijörleifur Hilmarsson, Hilmar Hjörleifsson, Hafdís Magnúsdóttir, Baldur Hjörleifsson. Þangað fluttist hún þetta sumar 1957 og þau giftu sig og stofnuðu heimili. Fyrst á Brekkugötunni hjá foreldrum Garðars, en síðan byggðu þau sér húsið á Hlíðarvegi 50. Sam- hent skópu þau sér og börnunum sínum fjórum einstaklega fallegt heimili. Hver var hún svo í raun, þessi kona, sem við kveðjum nú, svo langt um aldur fram? Svarið er einfalt. Hun var sérstök mannkostamann- eskja, svo fæstir kynnast mörgum slíkum í lífínu. Hennar einstaka skaphöfn, dugnaður og glaðlyndi, laðaði alla að henni í leik og störf- um. Og þegar erfiðleikar börðu að dyrum, þá var hún annars styrkur. Á heimilinu á Hlíðarveginum ríkti líka gestrisnin_ eins og hún best getur verið á íslandi. Þar átti við máltækið: „Gott hús er gestum heill." Og eftir að börnin stofnuðu sín eigin heimili fannst manni í raun og veru að þau væru eins og útibú frá HHðarvegi 50. Þar var eftir sem áður allra staður, barna, tengda- barna og barnbarna. Og þannig vildi Sigga hafa það. Maður sem átti leið um Ólafs- fjörð daginn sem hún dó, sagði við mig: „Ég hef aldrei séð annað eins, það blakti fáni í hálfa stöng við næstum því hvert hús í bænum." Kannski segir það meira en mörg orð. Ef allir væru eins og hún Sigga, þá væri heimurinn betri en hann er. Ég minnist litlu stúlkunnar 5 ára gömlu, sem ekki mátti vera að því að leika sér í augnablikinu, af því hún var að tína blóm fyrir mömmu. alla sína ævi var hún að tína blóm handa samferðafólki sínu, vinum og vandamönnum og flest sínum nánustu. Hún gengur til hvíldar að loknurn starfsdegi með hreinan skjöld. í lífsbókinni finnst ekki gróm eða óhreinindi. Við stöndum eftir í hljóðum trega og þakklæti fyrir það sem hún var okkur, og gaf okkur öllum, sem þótti vænt um hana. Guð fylgi vinu minni á nýja veg- inum og hafí hún þökk fyrir allt. Brynhildur Lilja Bjarnadóttir Birting aímælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sfjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.