Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 35 Guðmundur Sigvaldason vann í flokki götujeppa á þessum snyrtiiega Willy’s Jeep jeppa, en keppni í þeim flokki var rnjög jöfn. Liðstýrð grind Gísla Haukssonar sem beygir um liðstýringu í miðjum bílnum, í stað þess að beygja með framhjólunum eins og flest öku- tæki. Þessi tækni er m.a. notuð í þungavinnuvélum. Torfæra OLÍS og JR: Fjöldi nýjunga og hörð keppni FYRSTA torfærukeppm ársins sem fram fór í Grindavík um helgina sýndi að mikil barátta verður um Islandsmeistaratitlana í flokki sérútbú- inna jeppa og götujeppa. Egilsstaðabúinn Stefán Sigurðsson sigraði í sérútbúna flokknum, en hann vann einnig í síðustu keppni liðins árs og hefur tekið forystu í stigakcppninni. Mikil barátta var í flokki götu- jeppa milli Guðmundar Sigvaldasonar og Davíðs Sigurðssonar og vann sá fyrrnefndi með aðeins 50 stiga keppni. Islandsmeistarinn frá því í fyrra í sérútbúnum flokki, Bílddælingur- inn Árni Kópsson, náði ekki að sýna sitt rétta form eftir að bilun í nitró- búnaði plagaði hann í byrjun keppni og lenti hann í fjórða sæti. En mik- il keppni var um fyrsta sætið og margar nýjar og endursmíðaðar grindur settu svip sinn á keppnina. Stefán Sigurðsson sýndi mikið ör- yggi í flestum þrautum, en varð þó að þola kollsteypu eftir að hafa reynt við illkleift barð, sem fáir réðu við. Sömuleiðis velti nýliðinn Árni Grant á sama stað, en hann sýndi góða takta í sinni fyrstu keppni og varð í þriðja sæti á eftir Magnúsi Bergssyni. Mikill ijöldi grindarbíla tók þátt í keppninni og nýsmíðuð liðstýrð grind Gísla Haukssonar vakti hvað mesta athygli, en hún er ekki með hefðbundinn beygjubúnað að fram- mun, sem þykir lítið í svo erfiðri an, heldur stýrist með lið í miðjunni og er í raun skipt í tvennt þannig að fram- og afturhluti bílsins geta vísað í sitt hvora áttina. í fyrstu keppni reyndist bíllinn ekki sem skyldi, en þessi frumsmíði gæti þó náð betri árangri þegar ökumaður nær betri tökum á gripnum, en smíði bílsins þótti mjög vönduð. Lokastaðan í torfæru OLÍS og Jeppaklúbbs Reykjavíkur: Sérútbúnir: 1. Stefán Sigurðsson 2285 2. Magnús Bergsson 2165 3. Árni Grant 2060 4. Árni Kópsson 2025 5. Sturla Jónsson 1870 Götujeppar: 1. Guðmundur Sigvaldason 1990 2. Davíð Sigurðsson 1985 3. SteingrímurBjamason 1900 4. Gunnar Pétursson 1730 5. Rögnvaldur Ragnarsson 1710 ■ FRÆÐSL UFUNDUR mígrensamtakanna verður hald- inn miðvikudaginn 15. maí í Hlað- varpanum við Vesturgötu í Reykjavík kl. 20.30. Örn Jónsson skólastjóri Svæðanuddskóla ís- lands mun ræða um nudd og áhrif þess á lækningu höfuðverkja. Fé- lagsmenn eru hvattir til að mæta en fundurinn er opinn öllum áhuga- mönnum meðan húsrúm leyfir. Om hefur áður haldið fyrirlestur á fundi samtakanna og þótti hann mjög athyglisverður þannig að búast má við að margir sæki þennan fund. Aðalfundur Mígrensamtakanna var haldinn 20. mars sl. í Hlaðvarpan- um í Reykjavík. Stjórn samtakanna skipa nú Guðný Guðmundsdóttir, formaður, Hrafnhildur Þorgríms- dóttir, ritari, Birna Bjarnadóttir, gjaldkeri og Regína G. Pálsdóttir og Anna Sjöfn Sigurðardóttir meðstjórnendur. ■ DAGJVÝKristjánsdóttir lektor heldur miðvikudaginn 15. maí kl. 20.30 erindi í Skólabæ, Suðurgötu 20. Erindið nefnir hún: Sorgin og fegurðin í „ Mín liljan fríð“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Allt áhuga- fólk um kvennarannsóknir og bók- menntir velkomið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þeir bestu komast ekki alltaf allar þrautir eins og Egilsstaðabúinn Stefán Sigurðsson fékk að reyna í torfærukeppninni í Grindavík. Hann vann í keppninni þrátt fyrir að hafa farið kollhnis á grind- arbíl, sem hann kallar Skutluna. IERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? Fáðu aftur þitt eigið hár, sem vex eðlilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum banda- rískra og þýskra staðla Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111, 202 Kópavogi - Sími 91 -641923 á kvöldin - Simi 91-642319. O & TOSHIBA örbylgjuofnar 15 gerðir íslenskar leiðbeiningar. Kvöldnámskeið í matreiðslu án endurgjalds hjá Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkenn ara, sérmenntaöri ímatreiðslu í örbylgjuofnum. Gott verð - greiðslukjör Ektar Farestvett&Co.hf. BOKGIUtTÚNI 28, SMM 622901. Laið 4 stoppar viA dymar /■7/H//-/:7: hvíla þreytta fætur Wicanders >££> Kork-o-Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa ^ ármúla 29, Milatirgi. sínl 31641 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO FYRIR DUGLEGA KRAKKA RV 24" 18 gíra fjallahjól með smellugírum mj ákr. 24.675.- jf 20" 3ja gíra fjallahjól á kr. 13.760. - S 16" fjallahjól á kr. 10.850.- Í 14" fjallahjól á kr. 10.630. - 0 BMX hjól 12", 14", 16" og 20" 1 frákr. 7.780.- —12.720.- Verð á fjallahjólum frá kr. 10.630. Verð á barnahjólum trá kr. 4.970.- DINO REIÐHJÓL rtmnunBflHúsiOHF Laugavegi 164, sími 21901 FALLEG - VÖNDUÐ - VINSÆL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.