Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991
25
3lfor0ii9siM$Mfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 100 kr. eintakið.
Sumarþmg - kær-
komið tækifæri fyrir
nýia ríkisstiórn
Sumarþing heyra til undan-
tekninga. Síðast var sumar-
þing sett árið 1974 — á Þingvöllum
— til að minnast ellefu alda Is-
landsbyggðar. Meginverkefni þess
þings, sem sett var í fyrradag, er
að staðfesta stjórnarskrárbreyt-
ingu, þess efnis, að Alþingi starfí
framvegis í einni málstofu, með
og ásamt tilheyrandi breytingu á
þingsköpum.
Ekki var gert ráð fyrir að þetta
sumarþing tæki önnur mál til um-
fjöllunar. Stjómarandstaðan gerði
hins vegar kröfu um að Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, flytti
Alþingi stefnuræðu nýrrar ríkis-
stjómar. „Það segir reyndar í lög-
um að leggja beri fram stefnu-
skrárræðu innan hálfs mánaðar frá
því að þing kemur saman,“ sagði
forsætisráðherra í viðtali við Morg-
unblaðið í gær, „en það er viður-
kennt að þar er átt við hefðbundið
þing sem kemur saman að hausti,
en ekki takmarkað aukaþing sem
stendur í stuttan tíma og er um
afmarkaða þætti.“
Engu að síður brást forsætisráð-
þerra á þann hátt við tilmælum
stjómarandstöðunnar að stefnu-
ræðan verður flutt næstkomandi
þriðjudag og þá fer fram umræða
um hana. í ljósi þeirra upplýsinga,
sem ný ríkisstjórn hefur lagt fram
um stöðu ríkisfjármála og viðskiln-.
að fyrri stjómar, er heldur ekki
óeðlilegt, að umræður fari fram á
Alþingi um þau málefni. Að því
leyti er þinghaldið nú kærkomið
tækifæri fyrir stjómarflokkanna
til þess að leggja fyrir þing og
þjóð ítarlegar upplýsingar um
stöðu mála og tillögur til úrlausn-
ar. Ekki er líklegt að þingmenn
standi fyrir miklum málatilbúnaði
á sumarþinginu. Hitt er svo annað
mál, að það er illskiljanlegt hvað
ríkisstjóm hveiju sinni leggur
mikla áherzlu á að ljúka þingstörf-
um á tilteknum tíma og senda
þingið heim. Alþingismenn eru á
fullum launum allt árið um kring
og engin ástæða til annars en þing-
ið sitji þann tíma, sem nauðsynleg-
ur er til þess að umræður geti far-
ið fram um veigamestu mál, sem
á döfínni eru.
Það skiptir þó ekki meginmáli,
hvern veg stjórnárliðar og stjórnar-
andstaða haga störfum á sumar-
þingi. Mergurinn málsins er, að
ríkisstjómin fái það svigrúm, sem
hún þarf, til vandaðs málatilbúnað-
ar — í samrætni við stefnuyfírlýs-
ingu sína, og til að bregðast við
þeim brýna vanda, sem við henni
blasir, bæði í ríkis- og þjóðarbú-
skapnum.
Ríkisstjórnin þarf að fá svigrúm
til að skipuleggja störf sín. Meða!
annars og ekki sízt til að „tryggja
stöðugleika í efnahagslífinu og
sáttagjörð um sanngjöm laun“,
eins og segir í stefnuyfirlýsingu
hennar; og til að „ijúfa kyrrstöðu
og auka verðmætasköpun í at-
vinnulífínu, sem skili sér í bættum
lífskjörum“.
Fyrsta skrefið að því marki er
að hemja ríkisútgjöld innan eðli-
legra marka, til dæmis sem hlut-
fall af þjóðartekjum. Annað skref
er að búa íslenzkum atvinnuvegum
rekstrarlega jafnstöðu við sam-
keppnisgreinar í grannríkjum; sem
og að fylgja eftir áformum um
nýtt álver. Eða með öðrum orðum
að örva efnahagslegar framfarir,
það er að auka svo verðmætasköp-
un í þjóðarbúskapnum að hún rísi
undir sambærilegum lífskjörum
hér á landi og í grannríkjum.
Stórt skref
til umhverf-
isverndar
að fer ekki á milli mála að
með opnun hinnar nýju mót-
töku- og flokkunarstöðvar Sorpu í
Gufunesi var stigið stórt skref til
umhverfisverndar. Sorpeyðing höf-
uðborgarsvæðisins er í eigu allra
sveitarfélaga á svæðinu og þjónar
57% landsmanna, sem og um-
fangsmikilli atvinnustarfsemi. Með
þessu skrefi hafa sveitarstjórnir á
höfuðborgarsvæðinu sýnt lofsvert
framtak og frumkvæði.
Aætlað er að atvinnustarfsemi
á höfuðborgarsvæðinu skili árlega
um 70 þúsund tonnum af hvers
kyns úrgangi — eða um 60% þess
heildarmagns sem til fellur. Þáttur
fyrirtækjanna í þessari nýju skipan
er því mjög mikilvægur. í frétta-
bréfi Félags íslenzkra iðnrekenda,
A döfínni, er á það bent að margt
er hægt að gera til að draga úr
úrgangi frá atvinnurekstri. „Mörg
dæmi eru þess erlendis frá,“ segir
þar, „að átak innan fyrirtækja
varðandi úrgang og notkun spilli-
efna hafí leitt til spamaðar fremur
en aukins kostnaðar."
Stóraukin byggð og vaxandi og
atvinnustarfsemi á höfuðborgar-
svæðinu krefst aukins aðhalds og
varúðar í sambýli við umhverfið
og lffríki þess. Astæða er til að
hvetja bæði heimili og fyrirtæki til
að virða vel þær nýju reglur, sem
fylgja breyttri sorphirðu. Með sam-
átaki geta heimilin, fyrirtækin og
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu vísað farsælan veg í umhverfis-
vernd — inn í framtíðina.
Frá aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands á Hótel Sögu í gær. Morgunbiaðið/Þorkeii
Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands:
Stöðug'leikinn verði tekiiin
umfram önnur markmið
Á AÐALFUNDI Vinnuveitenda- kaupmáttur hafi farið vaxandi að meiri en á liðnu ári. Bati i viðskip-
sambands íslands í gær var sam- undanförnu og ætla megi, að á takjörum hafi gengið eftir og
þykkt ályktun þar sem segir að þessu ári verði hann allt að 2% gott betur. „Reynist sá bati varan-
legur eru þar efni til endurnýjun-
ar kjarasamninga með stígandi
kaupmætti við stöðugt verðlag og
það þrátt fyrir þá efnahagslegu
stöðnun sem einkennir þjóðarbú-
skap íslendinga," segir í ályktun-
inni.
í ályktun aðalfundarins er lögð
áhersla á áframhaldandi stöðugleika
í efnahagsmálum umfram önnur
markmið og því verði kjarasamning-
ar í haust að grundvallast á af-
rakstri atvinnulífs, • stöðugu gengi
og að verðlagsbreytingar fari ekki
umfram það sem gerist í nálægum
ríkjum.
Segir í álytkuninni að opinberir
aðilar verði að sníða útgjöld að tekj-
um. Taumlaus útgáfa ríkistryggðra
skuldabréfa, einkum húsbréfa hafí
nú knúið fram hækkun vaxta á al-
mennum lánamarkaði sem dragi úr
fjárfestingu og nýsköpun í atvinn-
ulífinu.
„Niðurskurður opinberra útgjalda
þarf ekki að felast í samdrætti opin-
berrar þjónustu, né þess öryggis,
sem velferðarkerfið veitir. Kostnaði
má hins vegar halda í skeijum með
aukinni hagkvæmni, kostnaðarað-
haldi og samkeppni," segir í ályktun
VSÍ.
Segir þar ennfremur að stjómvöld
hljóti að kosta kapps um að auka
kostnaðarvitund í opinberum rekstri
og grynnka á skuldum hins opinbera
með því m.a. að selja opinber fyrir-
tæki og banka á markaði.
Á aðalfundinum var Einar Oddur
Kristjánsson endurkjörinn formaður
Vinnuveitendasambandsins.
Einar Oddur Krisljánsson á aðalfundi VSÍ:
Breytingar á tekjuhlutföllum
verða ekki við samnmgaborðið
Segist treysta því að launþegar komi til samninga af ábyrgð og alvöru
EINAR OddHr Kristjánsson, formaður Vinnuveitcndasambands íslands,
sagði á aðalfundi sambandsins í gær, að aðeins væru tvær leiðir færar
til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Annars vegar að bæta almennan
hag landsmanna, til að auka það sem væri til skiptanna og hins vegar
með almennu líknar og mannúðarstarfi einstaklinga og samtaka þeirra.
„Breytingar á launum milli einstakra launþegahópa eiga sér því ekki
stað við samningaborðið, heldur verður farvegur þeirra að iiggja inni
í fyrirtækjunum sjálfum, með vinnurannsóknum, með hagræðingu og
hvers kyns betrumbótum á vinnutilhögun og stjórnun," sagði Einar.
Einar fullyrti að í haust yrðu gerð-
ir kjarasamningar við launþega sem
yrðu í öllum megin atriðum eins og
núgildandi samningar. „Það er engin
ástæða til annars en að trúa því og
treysta að íslenskir launþegar komi
til næstu samninga af ábyrgð og
alvöru," sagði hann.
Sagði Einar að afram ætti að leita
að heildarlausnum í samraði og sam-
vinnu við launþegahreyfingarnar en
við slíka samningsgerð gegndi ríkis-
valdið lykilhlutverki. „Hvað biðja
aðilar vinnumarkaðarins ríkisvaldið
að tryggja? Sú beiðni verður ein og
skýr: Aframhaldandi stöðugleika
efnahagslífsins, áframhaldandi fast-
gengi krónunnar - að ísland verði
verðbólgulaust land,“sagði Einár.
„Samningarnir á haustinu verða án
efa erfiðir, en um þá ætla ég aðeins
að fullyrða einn hlut: Þeim mun lægri
krónutöluhækkanir sem um verður
samið, því meiri líkur á því að samn-
ingamir leiði til bættra kjara,“ sagði
hann.
Finna nothæfa leið í
samningum við sjómenn
Einar sagði í ræðu sinni að með
nýjum kjarasamningi við flugmenn
hefðu allar starfsstéttir þjóðfélagsins
af fúsum og fijálsum vilja, gengist
undir markmið febrúarsamkomu-
lagsins frá síðasta ári. Á því væru
þó tvær veigamiklar undantekning-
ar. Annars vegar væru sjómenn sem
hefðu kunnað að nýta sér hækkun
fiskverðs og gengið á lagið til að
krefjast kauphækkana. „Því miður
hafa einstaka skipshafnir gerst of-
farar, gerst skiptökumenn og hrein-
lega kúgað eigendur skipanna til að
hækka fiskverð umfram það sem
eigendurnir töldu rétt og skynsam-
legt. Til allrar hamingju er hér um
undantekningartilvik að ræða, en
eigi að síður er það stórkostlega al-
varlegt og algjörlega óviðunandi.
Atvinnurekendur í sjávarútvegi
verða að finna nothæfa leið til að
semja við sjómenn um kaup þeirra
og kjör. Það er alveg víst að aðrar
starfstéttir þessa lands geta ekki og
munu ekki sætta sig við að sjómenn
einir fái ríflegar kjarabætur en aðrir
ekki,“ sagði Einar.
Hinn hópurinn sem ekki hefði
gengist undir febrúarsamkomulagið
sagði Einar vera félagsmenn BHMR.
Sagði hann ekkert launungarmál að
VSI hefði beitt sér af alefli fyrir því
að lögin á BHMR voru sett. „Ef þetta
eða eitthvað svipað á eftir að end-
urtakast, verða viðbrögð Vinnuveit-
endasambandsins örugglega
nákæmlega þau sömu,“ sagði'hann.
Falskar væntingar
Einar sagði margt hafa farið úr-
skeiðis að undanfömu enda hefðu
kosningaár löngum reynst ógæfuár
í íslenskri hagsögu. Sparnaður í þjóð-
félaginu hefði minnkað og innflutn-
ingur aukist og vænti þjóðin nú mjög
batnandi kjara. „Eitt er þó allra verst
í þessum væntingum um betri kjör
en það eru þessar hástemmdu yfirlýs-
ingar stjórnmálaflokkanna, Iaun-
þegahreyfinganna og fjölmiðla, að
nú skuli sem aldrei fyrr snúa sér að
því að hækka laun hinna lægst laun-
uðu. Þetta er hörmulegast fyrir þær
sakir að enginn meinar neitt með
þessu tali nú frekar en áður. Fyrir
þessu liggja skjalfestar sannanir.
Enginn hópur launþega er tilbúinn
til þess í reynd að samþykkja að
Morgunblaðið/Þorkell
Einar Oddur Kristjánsson.
annar hópur, sem er Iægra launaður
fái meiri kauphækkanir en þeir sjálf-
ir,“ sagði Einar.
Sagði hann einnig að í tilefni af
umræðu um að auðveldlega megi
bæta kjör hinna lægst launuðu með
skattabreytingum mætti rifja upp,
að á síðustu tíu árum hefði löggjaf-
inn gert mjög mikið í þá veru. I sum-
um tilfellum væri jaðarskattur fólks
kominn upp í 62%. „Þetta er vanda-
mál sem þjóðirnar í kringum okkur
hafa lent í og eru að leitast við að
koma sér út úr. Hvað svo sem allri
umræðu um „réttlætið" líður, hef ég
efasemdir um að tekjuhlutföllum á
íslandi verði breytt svo einhveiju
nemi. Nema þá á mjög löngum tíma
í hægri þróun,“ sagði hann.
Veija verðgildi krónunnar
Einar sagði að það markmið febrú-
arsamninganna að stöðva kaupmátt-
arhrap hefði tekist og gott betur þvl
nú benti margt til að kaupmáttur
taxtakaups verði 2% hærri á þessu
ári en því síðasta. „Þeir möguleikar
sem við eigum eru, að auka hér kaup-
mátt um þetta eitt og hájft til tvö
prósent á ári.“ Sagði hann að stöðug-
leikapólitíkin hefði það eitt aðal-
markmið, að veija verðgildi krónunn-
ar. Staða atvinnurekstrar væri veik
og íslensk fyrirtæki byggju flest við
slæma eiginfjárstöðu en atinnurekst-
urinn stæði þó frammi fyrir stórauk-
inni samkeppni á næstu árum, hvetj-
ir svo sem samningar við ríki Evrópu
kynnu að verða.
Um markmið kjarasamninganna í
haust sagði Einar m.a.: „Ef við náum
ekki að bæta kjör hins dugmikla al-
menna launþega, þá er í fyrsta lagi
fjarstæða að tala um að bæta kjör
þeirra sem sjúkir eru og sorgmæddir
eða á einhvern hátt veikburða. í öðru
lagi er þá eins víst að þeir munu flýja
íslenskan vinnumarkað, þeir dug-
mestu og viljugustu í þjóðfélaginu,
þá megum við síst missa.“ Sagði
hann að aðilar vinnumarkaðar yrðu
að vinna að því sameiginlega og með
atfylgi ríkisins að bæta kjör launþega
og hag atvinnufyrirtækjanna. Kvaðst
hann ekki vantreysta verkalýðs-
hreyfingunni því hún hefði staðið
með vinnuveitendum eins og klettur
í gegnum þykkt og þunnt.
Barátta gegn svartri
atvinnustarfsemi
í lok ræðu sinnar vék Einar að
þeirri spurningu hvort vinnuveitend-
ur væru trúverðugir í augum við-
semjenda sinna. „Það er ekki sjálf-
gefið að svarið sé „Já.“ Það er eitt
öðru fremur, sem ég held að bæði
særi og æri heiðvirt launafólk, en
það er að horfa upp á fólk sem virð-
ist fátt skorta af veraldargæðum, en
borgar þó enga skatta og lætur sem
það hafi litlar tekjur. Margir setja
samasemmerki milli slíks fólks og
vinnuveitenda. Þó það sé mjög ósann-
gjarnt. Samtök atvinnurekenda hafa
á liðnum árum ekki tekið upp sér-
staka baráttu gegn svartri atvinnu-
starfsemi og nótulausum viðskiptum.
Það eigum við að gera. Þessir aðilar
veita atvinnustarfseminni í landinu,
sem fylgir lögum og reglum, greiðir
skatta og skyldur, mjög óheiðarlega
samkeppni," sagði Einar.
Yfirlýsing ráðherrafundar EB og EFTA í Brussel:
Tryggja þarf heildaijafnvægi
ábata, réttínda og skyldna
HÉR fer á eftir í opinberri þýð-
ingu sameiginleg yfirlýsing ráð-
herrafundar Evrópubandalags-
ins og Fríverslunarbandalags
Evrópu í Brussel 13. maí sl.:
1. Ráðherrar aðildarríkja og
framkvæmdastjórnar Evrópubanda-
lagsins og ráðherrkr ríkja Fríversl-
unarsamtaka Evrópu og Liechten-
stein komu saman til fundar í Bruss-
el 13. maí 1991.
2. Af hálfu Evrópubandalagsins
var fundi stýrt af Jacques Poos,
utanríkisráðherra Lúxemborgar og
formanni EB-ráðsins, en' af hálfu
EFTA-landanna af Wolfgang Sc-
hussei, efnahagsmálaráðherra
Austurríkis og formanni EFTA-
ráðsins. Fulltrúi framkvæmda-
stjórnar Evrópubandalagsins á
fundinum var Frans Andriessen,
varaforseti hennar. Georg Reisch,
aðalframkvæmdastjóri EFTA, sat
einnig fundinn.
2. a. Ráðherrar staðfestu þann
ásetning sinn að leiða til lykta við-
ræður um víðtækan EES-samning
á jafnréttisgrundvelli fyrir sumar,
sem skyldi tryggja gagnkvæma
hagsmuni samningsaðilanna til hins
ýtrasta en ná jafnframt til allra
þátta samstarfs þeirra og tryggja
jafnvægi þess.
3. Eftir að hvor aðili um sig hafði
gefið skýrslu um samningastöðuna
lýstu þeir ánægju með þann veru-
lega árangur sem náðst hefur í
samningaviðræðunum frá því að
þeir hittust síðast í desember 1990.
4. Þeir tóku fram að samkomulag
hefði náðst um fjölmarga mikilvæga
þætti EES-samnings og komust að
þeirri niðurstöðu að leiðir virtust
færar til úrlausnar á þeim atriðum
sem enn væru eftir. Þeir minntu á
að lokasamningur hlyti að byggjast
á því að viðunandi lausn fyrir samn-
ingsaðila fengist á öllum þeim svið-
um sem viðræðurnar ná til, jafnt
varðandi efnisatriði sem stofnana-
hliðar. Einnig þyrfti að tryggja
heildaijafnvægi ábata, réttinda og
skyldna. Þeir hvöttu samningamenn
sína til að draga ekki af sér í leit-
inni að leiðum til úrlausnar þeirra
mála sem enn eru ófrágengin.
5. Með vísan til þeirra atriða sem
talin ei-u upp i sameiginlegri yfirlýs-
ingu 19. desember 1990 minntust
þeir á eftirfarandi atriði þar sem
þróun hefur átt sér stað.
6. Þeir fögnuðu þeim árangri sem
náðst hefur við skilgreiningu lausn-
ar á rekstrarvanda kerfis sem tryggt
gæti jöfn samkeppnisskilyrði um
allt EES, þar með talið að því er
varðar ríkisstyrki. Þeir tóku fram
að dregið hefði saman með samn-
ingsaðilum við að skilgreina í megin-
atriðum verkaskiptingu og samstarf
milli framkvæmdastjórnar EB ann-
ars vegar og sjálfstæðrar EFTA-
stofnunar sem hefði samsvarandi
umboð og svipað hiutverk og fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
hins vegar. Þeir hvöttu samninga-
menn sína til að leiða samninga til
lykta eins fljótt og auðið yrði, þar
með talið um nánari útfærslu þess
hvernig skipta mætti málum milli
stofnananna tveggja sem og um
hlutverk dómstóls.
7. Þátttakendur fögnuðu því að
samkomulag hefði náðst um raun-.
hæfar lausnir sem tryggðu jafnt
örugga vernd á sviði heilbrigðis-,
öryggis- og umhverfismála sam-
hliða fríverslun. Þetta mun tryggja
að þorri viðeigandi samþykkta Evr-
ópubandalagsins kemur að fullu til
framkvæmda innan EFTA-landa frá
1. janúar 1993. Á tilteknum öðrum
sviðum verður hindrunum aflétt inn-
an EES frá 1. janúar 1993 á grund-
velli samþykkta Evrópubandalags-
ins þó löggjöf einstakra EFTA-landa
geti gilt á aðlögunartíma. Sam-
komulag náðist um að aflétta hindr-
unum í viðskiptum með vélknúin
ökutæki frá 1.1. 1995 á grundvelli
samþykkta Evrópubandalagsins.
EFTA-lönd geta þó haldið eigin lög-
gjöf þar til lagðar hafa verið fram
nýjar bandalagsreglur sem farið
verður með samkvæmt því verklagi
sem tilgreint verður í samningnuni.
Fyrir vissar afurðir (þ.e. áburð sem
inniheldur kadmium, CFC, Halons)
hefur verið samþykkt ótímabundið
aðlögunartímabil sem tekið verður til
endurskoðunar 1995.
Þau svið sem enn bíða úrlausnar
varða nú aðeins hættuleg efni, tilbúin
efni og lausnir og meindýraeitur.
Samningamenn eru hvattir til þess
að starfa enn að lausn þessara mála.
8. Að því er varðar önnur atriði
vöruviðskipta tóku þátttakendur
fram að góður árangur hefði náðst
um opinber útboð, skaðsemisábyrgð,
prófanir, vottorð og EB-merki, liug-
verkaréttindi. Samningurinn mun
fela í sér aukið samstarf í tollamálum
og bættar og einfaldaðar uppruna-
regiur. Innan ramma samningsins
verður unnið að frekari umbótum.
9. Ennfremur var til þess tekið að
sá árangur hefði náðst að báðir aðil-
ar samþykkja að stál skuli falla und-
ir EES-samninginn að svo miklu leyti
sem ákvæði tvíhliða fríverslun-
arsamninganna um vörur Kola- og
stálbandalagsins gilda ekki, en þau
ákvæði verða áfram í fullu gildi.
Frekari árangur hefur náðst á orku-
sviðinu þar sem samkomulag er um
að samningurinn skuli taka til hluta
af samþykktum Evrópubandalagsins.
Ræða þarf frekar þær samþykktir
Evrópubandalagsins sem kveða á um
framboðsörðugleika.
10. Þeir fögnuðu ennfremur því
samkomulagi sem náðst hefur i
tengslum við hindrunarlausa fjár-
magnsflutninga og þjónustuviðskipti.
EFTA-löndin munu taka upp viðeig-
andi samþykktir Evrópubandalagsins
frá 1. janúar 1993 með þeim undan-
tekningum þó að um vissa þætti
munu gilda aðlögunartímabil. Þau
EFTA-ríki sem í hlut eiga munu beita
núgildandi löggjöf sinni um fjár-
magnsflutninga fijálslega á aðlögun-
artíma. Athuga verður nánar út-
varpstilskipun Evrópubandalagsins.
Ennfremur fögnuðu þeir samkomu-
lagi sem náðst hefur um drög að
samstarfi á sviði efnahags- og gjald-
eyrismála.
11. Þeir tóku fram að frekari ár-
angur hefur náðst á flutningasviðinu
sem skiptir höfuðmáli innan EES
vegna tengsla við frjáls vöru- og þjón-
ustuviðskipti. Þeir komust að þeirri
niðurstöðu að finna þyrfti víðtæka
lausn um flutninga. Þeir hvöttu
samningamenn sína til að ljúka þeim
tvíhliða viðræðum sem nú eiga sér
stað gegnum flutninga sem fyrst og
hafa í huga sérstök hagsmunamál
nokkurra jaðarsvæða EES.
12. Enn er starf óunnið varðandi
búsetu- og atvinnuréttindi.
13. Þeir tóku fram að samkomulag
hefði náðst um það að á nokkrum
sviðum almenns eðlis þar sem sam-
þykktir bandalagsins verða teknar
upp af EFTA-löndunum (félagarétt-
ur, félagsmálastefna, umhverfís-
stefna) munu almennt gilda aðlög-
unaríímabil I allt að tvö ár.
Þeir fögnuðu því samkomulagi sem
náðst hefur til að styrkja og breikka
samstarf utan hins fjórþætta frelsis
Ö'aðarverkefni) innan ramma starf-
semi Evrópubandalagsins, t.d. á sviði
rannsókna og þróunar, þar með talin
upplýsingaþjónusta, umhverfísmála,
menntunarmála, þjálfunar og æsku-
lýðsmála, félagsmálastefnu, neyt-
endaverndar, lítilla og meðalstórra
fyrirtækja, ferðamála og sjónvarps
að svo miklu leyti sem þessi málefni
falla ekki undir aðra hluta samnings-
ins. Þeir tóku fram að nú hefði veru-
lega dregið úr ágreiningi um þá
þætti sem ættu að verða hluti af
EES-samningi til þess að tryggja
traustan lagagrundvöll fyrir víðtækt
og kraftmikið samstarf.
Þeir hvöttu samningamenn sína
til að starfa enn að lausn þeirra ör-
fáu mála sem enn bíða úrlausnar.
14. Þátttakendur tóku til þess
árangurs sem náðst hefur á landbún-
aðarsviðinu. Þeir staðfestu þann
ásetning sinn að draga úr hömlum
á viðskiptum með landbúnaðarafurð-
ir innan EES í samræmi við landbún-
aðarstefnu hvers lands fyrir sig.
Sérstakt þróunarákvæði verður hluti
af EES-samningnum. Ennfremur
munu EFTA-löndin afnema eða
draga úr innflutningsgjöldum frá
1.1. 1993 á afurðum sem skipta
miður þróUð svæði innan Evrópu-
bandalagsins sérstöku máli. Sérstak-
lega verður unnið að því marki að
afnema viðskiptahindranir af völdum
reglugerða um heilbrigði dýra og
jurta. Að því er hið síðastnefnda
varðar munu EFTA-löndin taka yfir
að svo miklu leyti sem unnt er sam-
þykktir Evrópubandalagsins. Enn-
fremur verða gerðar raunhæfar ráð-
stafanir frá 1.1. 1993 í formi gagn-
kvæmra tvíhliða samninga milli Evr-
ópubandalagsins og EFTA-landanna
innan EES-ramma. Loks verður
greitt fyrir viðskiptum með unnar
landbúnaðarafurðir. Þeir samþykktu
að halda yrði áfram samningavið-
ræðum um þessa þætti og leiða þær
til lykta sem fyrst með tilliti til þess
hversu þungt landbúnaðargeirinn
vegur við að tryggja jafnvægi í
samningnum en einnig sem þáttur í
því að draga úr svæðisbundnu, fé-
lagslegu og efnahagslegu misræmi.
15. Þeir minntu á að sjávarútveg-
ur væri jafnmikilvægur þáttur EES-
samnings og lögðu á það áherslu að
biýnt væri að herða róðurinn við
samningaviðræður til þess að ná
fram lausn sem gæti sameinað á
viðunandi hátt hagsmuni beggja
hliða fyrir lok samningaviðræðn-
anna.
Að því er sjávarútveg varðar vísa
ráðherrar sérstaklega til fjórðu
greinar þessarar yfirlýsingar þar
sem sagt er að lokasamkomulag fari
eftir því hvort lausn fáist um alla
þætti samningaviðræðnanna sem sé
viðunandi fyrir hvern um sig; að lok-
um verður að nást heildaijafnvægi
ábata, réttinda og skyldna fyrir sér-
hvern samningsaðila.
16. Brýnt er ennfremur að vinna
að því að finna leiðir til að ná því
mikilvæga markmiði að draga úr
svæðisbundnu efnahagslegu og fé-
lagslegu misræmi. Þetta markmið
er nauðsynlegt til þess að ná viðun-
andi jafnvægi í EES-samningi. Þeir
tóku til þess að Evrópubandalagið
hefur lagt fram beiðiji um að sett
verði á stofn fjárhagsstofnun sem
muni beita sér á viðeigandi hátt til
þess að ná þessu markmiði og til
þess að EFTA-löndin eru reiðubúin
að athuga þetta. Ganga þarf nú frá
framkvæmdaatriðum.
17. Að því er varðar laga- og
stofnanahliðar ítrekuðu þátttakend-
ur þær meginreglur sem settar voru
fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá
19. desember 1990. Þeir töldu að
starfhæfar stofnanalausnir þyrftu
að nást til að ná sem mestu réttar-
samræmi innan evrópsks efnahags-
svæðis án þess þó að stefna í voða
hvorki sjálfræði samningsaðila við
ákvarðanatöku, sameiningarferli
Evrópubandalagsins né séreðli EB-
löggjafar. Hafandi þetta í huga tóku
þeir sérstaklega fyrir eftirfarandi
atriði:
18. Þeir voru sammála um nauð-
syn þess að samningurinn skyldi
hafa að geyma almennt öryggis-
ákvæði sem hægt væri að beita í
hvert skipti sem alvarleg efnahags-
leg þjóðfélags- og/eða umhverfis-
vandamál í atvinnugrein eða í héraði
væru að koma upp. Samningsaðilar
gætu með einhliða yfirlýsingum, sem
milliríkjaráðstefna bókaði, komið á
framfæri því sem þau vildu um mög-
ulega beitingu þessa almenna örygg-
isákvæðis. Þeir staðfestu einnig þau
atriði varðandi þetta sem tekin voru
frarn í sameiginlegu yfirlýsingunni
frá 19. desember 1990.
19. Þeir lögðu einnig áherslu á
mikilvægi þessa að tryggja hið
fyllsta réttarsamræmi. Til þess að
ná því markmiði þyrfti að þróa á
þeim sviðum sem snertu evrópskt "*
efnahagssvæði stöðugt ferli upplýs-
ingaskipta og samráðs samhliða lög-
gjafarferli Evrópubandalagsins.
Ennfremur þyrfti að gefa sérfræð-
ingum EFTA-landanna kost á því
að eiga hlut að máli að svo miklu
leyti sem hægt er og eftir því hvaða
svið er til umfjöllunar við vinnslu
tillagna framkvæmdastjórnar tii
nefnda EB. í þessu samhengi tóku
þeir fram að þegar framkvæmda-
stjóm undirbýr tillögur sínar mun
hún leita til sérfræðinga EFTA-land-
anna á sama hátt og til sérfræðinga
aðildarríkjanna. Einnig tóku þeir
fram að hægt væri að ræða raunhæf-
ar lausnir fyrir tiltekin sérstök vand- „
amál og ennfremur að staða EFTA-
landanna í nefndum sem varða jaðar-
verkefni mundi að fullu mótast af
■ mögulegri fjárhagslegri þátttöku
þeirra í viðeigandi verkefnum.1
20. Þeir minntu á að ákvarðanir
í evrópsku efnahagssvæði væru
teknar samhljóða af Evrópubanda-
laginu annars vegar og EFTA-lönd-
unum með einum rómi hins vegar
og minntu á að kæmu upp alvarleg
og umfangsmikii vandkvæði á þeim
sviðum sem heyra undir þjóðþing
EFTA-landanna þá yrðu þau vand-
kvæði tekin til athugunar af sameig-
inlegu nefndinni. Hún mundi fyrst
af öliu reyna að finna viðunandi
lausn fyrir báða aðila sem gerði það
kleift að halda öllum samningnum I
gildi án þess þó að útiloka þann
möguleika að grípa síðar, gerðist
þess þörf, til almenns öryggisákvæð-
is og gagnaðgerða í réttu hlutfalli.
21. Þátttakendur lögðu áherslu á
nauðsyn þess að koma á innan evr-
ópsks efnahagssvæðis skilvirku eft-
irlitskerfi sem framkvæmdastjórn
annaðist annars vegar en af hálfu
EFTA stofnun sem starfaði á svipað-
an hátt hins vegar. Þar þyrfti einnig
sjálfstæður úrskurðaraðili að koma
til.
22. Að því er varðar sjálfstæðan
úrskurðaraðila verður að taka tillit
til eftirfarandi meginreglna:
— Tilefndir verða sjö dómarar frá
EFTA-löndunum;
— Settur verður á fót sjálfstæður
EES-dómstóll en í honum munu sitja
fimm dómarar frá Evrópudómstóln-
um og þrír af EFTA-dómurunum
sjö. Hann mundi starfa innan Evr-
ópubandalagsdómstólsins og hafa
umboð til að kveða upp úrskurði:
• Varðandi lausn deilumála (þar
með talið, þegar við á, túlkun EES-
reglna) samkvæmt beiðni sameigin-
legu nefndarinnar eða samningsaðil-
anna.
• varðandi deilur milli eftirlits-
stofnunar EFTA og EFTA-lands.
• varðandi mál sem fyrirtæki eða
ríki taka upp gegn ákvörðunum
EFTA-stofnunar á sviði samkeppni
(þ.m.t. varðandi ríkisstyrki).
— Styrkja verður réttarsamræmi
innan EES með því að gera EFTA-
löndum kleift að koma fyrir Evrópu-
dómstólinn og með því að koma á
verklagi svipuðu því sem starfrækt
er á grundvelli Lugano-samningsins.
23. Þeir tóku fram að aðildarríki
EFTA væru reiðubúin til þess að
setja ákvæði í innri löggjöf sína f
þá veru að regiur samningsins um
evrópskt efnahagssvæði skuli hafa
forgang í þeim tilfellum sem þær
rekast á við Önnur ákvæði innri lög-
gjafar þeirra.
1 Framkvæmdastjórn mun senda EFTA bréf til út-
skýringar á framkvæmd þessarar greinar.
Sjá yfirlýsingu utanríkisráð-
herra Islands á blaðamanna-
fundi í Brussel í gær, á bls. 27.