Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 47
reei 'av mi*'rl;Q$MI oiaAja/TjoHOM
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTlR MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991
*
47
HANDKNATTLEIKUR
KARFA
Gunnar
tilÞórs
Gunnar Örlygsson, hinn
efnilegi leikmaður
Njarðvíkinga, sem átt.i stóran
þátt í að þeir tryggðu sér ís-
landsmeistaratitilinn, hefur
ákveðið að ganga til liðs við Þór
á Akureyri. Hann kemur til með
að fylla skarð Jóns Arnar Guð-
mundssonar, sem leikur ekki
með félaginu næsta vetur.
Bróðir Gunnars, Sturla, þjálf-
aði liðið í fyrra en verður ekki
þjálfari I vetur. Harin leikur þó
áfram með liðinu.
Gunnar Örlygsson.
Bogdan Kowalczyk.
Gunnar Einarsson.
Atli Hilmarsson.
Jóhann Ingi Gunnarsson.
Framarar hafa rætt
við Bogdan Kowalczyk
Fjórir þjálfarareru inni í myndinni hjá 1. deildarliði Fram
BOGDAN Kowalczyk, fyrrum
landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, er einn af þeim mönnum
sem eru inni í myndinni sem
næsti þjálfari 1. deildarliðs
Fram í handknattleik. Framarar
hafa rætt við Bogdan um starf-
ið.
Það er rétt, við höfum rætt við
Bogdan, en það hefur engin
ákvörðun verið tekin hjá okkur.
Þrír aðrir eru stórlega inni í mynd-
inni hjá okkur og við höfum einnig
rætt við þá. Allt eru þetta menn
sem við treystum fyrir hinu unga
liði okkar,“ sagði Lúðvík Halldórs-
son, nýkjörinn formaður hnadknatt-
leiksdeildar Frarn.
Framarar hafa einnig rætt við
Jóhann lnga Gunnarsson, fyrrum
þjálfara KR, Essen, Kiel og íslenska
landsliðsins, Gunnar Einarsson,
fyrrum þjálfara Fredrinborg SKI í
Noregi og Stjörnunnar, sem er nú-
KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOTIÐ
verandi þjálfari 21 árs landsliðsins
og Atla Hilmarsson, fyrrum leik-
mann Fram, sem er að koma heim
frá Spáni, þar sem hann lék með
Granollers, en Atli lék áður í V-
Þýskalandi.
Utém
KR-ingar meistar-
arfjórða árið í röð:
„Vonandi
ekkisá
sídastiu
- segir Guðni Kjart-
ansson, þjálfari meist-
araliðs KR
KR-ingar sigruðu Valsmenn í
gær í úrslitaleik Reykjavíkur-
mótsins í knattspyrnu með
einu marki gegn engu. Rafn
Raf nsson gerði sigurmarkið
strax íbyrjun síðari hálfleiks
eftir að hafa komist í gegnum
vörn Valsmanna. Rafn kom
inná sem varamaður fyrir bróð-
ur sinn, Björn, eftir leikhlé.
Leikurinn var í jafnvægi lengst
af en KR-ingar fengu heldur
fleiri færi og voru nálægt því að
bæta við marki á lokamínútunum.
Gervigrasið var reyndar ekki heppi-
legur vettvangur fyrir knattspymu
og áttu leikmenn í miklu basli með
að fóta sig á blautu teppinu.
„Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður með titilinn og þetta er
vonandi ekki sá síðasti í sumar,“
sagði Guðni Kjartansson, þjálfari
KR. „Það var svolítið stress í þessu
hjá okkur en ég er sáttur við leik-
inn. Sumarið leggst vel í mig en
ég treysti mér ekki til að spá um
gengi okkar," sagði Guðni.
Morgunblaðið/KGA
Atli Eðvaldsson, fyrirliði KR-liðsins, hampar Reykjavíkurbikarnum, sem Ari Guðmundsson, formaður íþróttabanda-
lags Reykjavíkur, afhenti honum.
KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Tuttugu leikmenn fara til Andorra
Torfi Magnússon, landsliðsþjálf-
ari í körfuknattleik, hefur valið
karla- og kvennalandsliðið, sem
leikur á Smáþjóðaleikunum í And-
orra, sem hefjast í næstu viku. Tíu
leikmenn verða í hvoru liði.
Karlaliðið leikur í riðli með Kýpyr
og Mónakó, en kvennaliðið með
Kýpur, Möltu og Luxemborg.
Karlalandsliðið er þannig skipað:
Guðni Guðnason og Axel Nikulás-
son, KR, Teitur Örlygsson,
Njarðvík, Valur Ingimundarson,
Tindastóli, Guðmundur Bragason
og Rúnar Árnason, Grindavík, Jón
Amar Ingyarsson, Haukum, Falur
Harðarson, Albert Óskarsson, Jón
Kr. Gíslason, Guðjón Skúlason og
Sigurður Ingimundarson, Keflavík.
Kvennaliðið er þannig skipað:
Anna María Sveinsdóttir, Björg
Hafsteinsdóttir, Margrét Sturlaugs-
dóttir, Keflavík, Guðbjörg Norðfjörð
og Sólveig Pálsdóttir, Haukum,
Hrönn Harðardóttir og Linda Stef-
ánsdóttir, ÍR, Vigdís Þórisdóttir,
Vanda Sigurgeirsdóttir og Hafdís
Helgadóttir, IS.
Einn íslenskur dómari dæmir á
Smáþjóðaleikunum. Það er Kristinn
Albertsson.
FOLX.
■ GUNNAR Gunnarsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, sem leik-
ið hefur í Svíþjóð undanfarin ár,
leikur hér á landi næsta vetur með
Víkingi.
■ Sigurður Sveinsson, horna-
maðurinn sterki í KR, hefur til-
kynnt félagaskipti í FH.
■ GARY Pallister leikur með
Manchester United gegn Barce-
lona í kvöld í úrslitaleik Evrópu-
keppni bikarhafa. Hann meiddist í
leik United gegn Crystal Palace
um síðustu helgi og var ekki búist
við að hann yrði búinn að ná sér
fyrir leikinn. Þá er talið líklegt að
Les Sealey verði í marki United
en hann hefur ekki leikið með liðinu
síðan hann meiddist í úrslitaleik
deildarbikarkeppninnar gegn
Sheffield Wednesday.
■ KRISTO Stoichkov, búlgarski
framherji Barcelona, á einnig við
meiðsli að stríða og ekki verður
tekin ákvörðun um hvort hann leik-
ur fyrr en í dag. Barcelona verður
örugglega án tveggja leikmanna,
markvörðurinn Andoni Zubizarr-
eta og miðvallarleikmaðurinn
Guillermo Amor eru báðir í leik-
banni.
H ALEX Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Manchester United,
hefur gengið vel í Evrópukeppni
bikarhafa. Hann var við stjórnvöl-*
inn hjá Aberdeen er liðið sigraði
Real Madrid í úrslitaleik keppninn-
ar fyrir átta árum.
■ RÚMLEGA 20.000 stuðnings-
menn United verða á leiknum í
Rotterdam og búist er við svipaðri
tölu frá Barcelona. Til þess að sjá
um að allt fari vel fram hafa verið
fengnir um þúsund lögregluþjónar
og um fimm hundruð öryggisverðir.
■ BEN Johnson mætir Carl
Lewis í fyrsta sinn í tæp þrjú ár á
móti í Frakklandi 1. júlí. Þar eig-
ast þeir við í 100 metra hlaupi, en
þeir hafa ekki keppt á sama móti
síðan á Ólympíuleikunum 1988 er
Johnson sigraði en féll á lyfjaprófi.
■ IVAN Lendl hefur ákveðið að
taka þátt í opna franska meistara-
mótinu í tennis í lok mánaðarins,
þrátt fyrir meiðsli í hendi. Lendl
keppti ekki á mótinu í fyrra og lagði
allt í sölumar fyrir Wimbledon en
það er eina risamótið sem hann
hefur ekki náð að sigra á.