Morgunblaðið - 19.05.1991, Side 43

Morgunblaðið - 19.05.1991, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FOLK ífr™ SUNNUDÁGUR 19. MAÍ 1991 43 LEIKLIST Morgunblaðið/kga Leikstjórarnir Árni Pétur og Sylvia. Spennandi að vinna úr mótsögninni Lítill hópur áhugaleikara sem stofnaður var upp úr námskeiði í Kramhúsinu í fyrra, hefur sett upp sérstætt verk byggt á tveimur verka Jean Genet hins franska svo og sjálfsævisögu hans. Talað hefur verið um líkamsleikhús í þessu tilviki þar sem hefðbundnar aðferðir leikhúsa hafa verið settar til hliðar og verkin eru túlkuð jafnt með hreyfingum sem texta. Leikstjórar verksins eru Sylvia von Kospoth og Árni Pétur Guðjónsson og hafði Morgunblaðið tal af þeim síðarnefnda í vikunni. Hver er þessi Genet og hvernig er hægt að gera eitt verk á sviði úr þremur Ámi? „Ef ég svara fyrst fyrri spuming- unni, þá er Genet einn af fremstu rithöfundum Frakka. Ef til vill er hann á lífi enn og því tala ég um hann þannig. Hann fer huldu höfði og lifi hann enn býr hann í undir- heimum Marseilles. Hann var glæp- amaður, morðingi og hórkarl og þar sem hann sat í fangelsi fyrir morð fór hann að skrifa bækur. Og þess- ar bækur bárust mönnum á borð við Jean Paul Sartr og fleiri í þeim hópi. Þeir urðu svo hrifnir að þeir heimtuðu að Genet yrði náðaður, það gengi ekki að slíkt séní sæti í fangelsi. Þetta var tekið til greina, en er Genet var spurður hvort hann myndi myrða aftur svaraði hann neitandi, hann þyrfti þess ekki þar sem hann ætti nú nóg af peningum. Ef ég svara síðan seinni spurning- unni, þá má segja að tekin séu skæri og klippt. Efnið er sem fyrr segir úr tveimur verkum, Svölunum og Vinnukonunum, auk sjálfsævisög- unnar og er verkið mest um Genet sjálfan. Verkið byggist bæði á hreyfingum og texta, ekki síður hreyfingum og oft leyfum við talinu að koðna. Aðalmálið er að tjáning- arformin styðji hvort annað og myndi sterka heild. Það er ekki söguþráður eins og fólk á að venj- ast úr leikhúsi enda ef maður lítur til þess að hægt er að skoða mynd- list eða hlusta á tónlist án sögu- þráðs, því þá ekki leiksýningu?“ Hvert er inntakið? „Það er það sem Genet finnur í soranum og við- bjóðnum. Þar er þrátt fyrir allt að fínna vissan hreinleika, hreinni ást og hreinni vináttu, meiri innileika sem krystallast á sjálfum botninum. Það er spennandi að vinna úr þeirri mótsögn.“ En nú er Kramhúsið ekki stærri vettvangur en svo að þar rúmast aðeins fáir tugir áhorfenda í einu. Hvers lags umgjörð er það fyrir leikhóp? „Það komast þetta 50 til 60 manns á hveija sýningu og ef einhver aðsókn er þá bara fjölgum við sýningum eisn og reyndar stefnir í. Kramhúsið er mikill stemmingsstaður og ég ætla ekki að lasta það. Hins vegar segir þetta okkur sögu um það aðstöðuleysi sem áhugaleikhópar í Reykjavík búa við. Hér er ekkert félagsheim- ili. Skólamir geta sett upp verk, en áhugaleikhópar hafa í fá hús að venda. Hvað aðstöðu varðar, væri maður betur settur heima á Sel- fossi, eða á Fáskrúðsfirði eða bara einhvers staðar. Venjulegt fólk sem vill vera alvarlegir áhugaleikarar getur h'tið hreyft sig. Hefðbundnu leikhúsin eru ekki eina leiklistarfor- mið . Það er alþýðulist á borð við þennan áhugaleikhóp og svo háþró- uð leiklist sem fáir botna í sem Atriði úr sýningunni. skipta ekki minna máli og ættu að fá meiri stuðning." En hversu góður er þessi hópur? „Hann er mjög góður, kraftmikill og hressilegur. Það er fullt af góð- um leikurum út um allar jarðir, sumir meira segja fast að því jafn góðir og bestu atvinnumenn. Við erum með eina fimm barna ein- stæða móður úr Breiðholtinu sem er toppleikkona. Félagar í hópnum eru úr flestum starfsstéttum, allt frá lögfræðingum til pizzugerðar- manna. Ef svona fólk fær tæki- færi, skilar það góðu dagsverki. Draumur minn er að koma upp á svona ljórum árum góðu áhugaleik- félagi með um það bil 200 félögum, en eins og ég segi, að sem stendur væri maður betur kominn austur á Selfossi.“ Eitt að lokum, hópurinn er á för- um til Danmerkur á leiklistarhátíð eða hvað? „Já, fyrir tilstilli dansks milla og listfrömuðar sem sá til þeirra og varð svona hrifinn. Það fer hluti af hópnum og sýnir verk- ið, eða útfærslu af því á leiklistar- hátíðum í Viborg og Árósum. Með í pakkanum er tveggja vikna leik- listarkúrsus. Þetta verður lærdóms- ríkt fyrir þetta fólk,“ segir Ámi Pétur. SÓFASETT - HORIMSÓFAR Sófasett með áklæði, aðeins kr. 125.000 stgr. Ný sending af sófasettum með áklæði Mikið úrval - hagstætt verð 6 sæta hornsófi klæddur lúxefni með leðri á slitflötum, kr. 129.000 stgr. Litir: Rautt, brúnt og svart. Ármúla 8, símar: 8*22'75 og 68*53a75 KARLAR Ég klúðraði því Eg hef miklar áhyggjur af því hve erfitt er að breyta heiminum — og þá ekki síst karlmönnunum í heiminum. Ef marka má tíu ára son minn t^^^mmmmmmm og vini hans munu konurnar í lífi þeirra eiga í nákvæmlega sömu erfiðleik- um með þá og við, þessar eldri, höfum átt í með okkar karla. (Og við sem ætluð- eftir Jónínu Leósdótlur um að senda strákana svo mjúka og meðfærilega í faðm tilvonandi eiginkvenna!) Umræddur einkasonur og bekkjarfélagar hans eru allir meira eða minna ástfangnir upp yfir haus og af forvitni spurðist ég fyrir um það um daginn hvaða kvenmenn þetta væru sem þeir elskuðu svona heitt. í ljós kom að nánast allt strákastóðið var hrifið af tveimur stelpum sem við skul- um kalla Önnu og Siggu. Ég kannast við Önnu og veit að hún er mjög klár í kollinum og stendur sig afar vel í skólan- um. Þetta fannst mér lofa góðu minnug þess að i mínu ung- dæmi voru telpur af þessu tagi kallaðar kúristar og kennara- sleikjur. En nútímadrengir fengu greinilega enga ininni- máttarkennd þótt hinni heitt- elskuðu vegnaði vel í lífinu svo þeir yrðu eflaust afbragðs mannsefni fyrir framakonur framtíðarinnar. Að áliti strákanna var Sigga hins vegar herfilega heimsk. Alveg vonlaust tilfelli sem varla kunni að lesa. Og það gladdi mig lika, merkilegt nokk. Mér fannst þetta nefni- lega staðfesting á því að sonur- inn og vinir hans væru nógu þroskaðir til að skilja að vel- gengni í námi og vinnu er ekki endilega besti mælikvarðinn á manneskjur. Þess vegna klappaði ég drengnum minum á kollinn og sagðist vera hreyk- in af því að hann léti ekki glepj- ast af einhverju, sem engu máli skipti. Þessi Sigga væri örugglega vænsta stúlka og það væri fínt hjá þeim að vera líka skotnir i henni. „Glætan, mainma," svaraði þá litli einkalingurinn minn. „Auðvitað erum við ekkert að pæla í þvi hvort stelpurnar eru duglegar að læra eða ekki. Þetta snýst bara um útlitið. Ef stelpan er sæt er manni sko skítsama hvort hún er ólæs eða ofsalega gáfuð!“ „Móðurhjartað sleppti úr mörgum slögum og eiginlega er ég ekki enn búin að ná mér. Það er erfitt að horfast i augu^ry við þá staðreynd að tíu ára inn- ræting og uppbyggingarstarf hafi verið unnið fyrir gýg. Allir fyrirlestrarnir, sem ég hafði haldið um skaðsemi yfirborðs- mennskunnar, höfðu augljós- lega verið fluttir fyrir daufum eyrum. Meira að segja þótt ég hefði sett boðskapinn fram í auðmeltri, heimatilbúinni dæmisögu um stóran, fallegan afmælispakka með hallæris- legri gjöf og litinn, ljótan pakka með fínni gjöf! „Eftir þetta skil ég betur hvers vegna okkur kvenfólk- inu gengur svona erfiðlega að breyta heiminum því það er ekki heiglum hent að skipta um forrit i höfðinu á karlmönn- um. Ég ætlaði mér ekki stærra hlutverk en að sjá til þess að einn lítill strákur skildi að fag- urt útlit væ’ri tómur hégómi. miðað við fegurð hins innri manns. En ég klúðraði því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.