Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 9
-mor<Íunb: >IÐ LAUGARDAGUR 25, MAI 1991 % Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á nírœöisafmœlinu 7. maí sl. meÖ heim- sóknum, gjöfum, heillaskeytum og símtölum, og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Maren Jónsdóttir frá Eskifirði. Skylmingafélag Reykjavíkur auglýsir sumarnámskeið í skylmingum. Kennari verður búlgarski slylminga- meistarinn Nikolay Mateev. Undanfarin 10 ár hefur Nikolay verið meðal 5 bestu manna í heiminum í skylmingum. Þetta er því einstakt tækifæri til að læra þessa fögru íþrótt. Upplýsingar gefur Örn Leifsson, sími 74985. Stúdentastj araan, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.400 Jon Slpunítaon Skortyripaverzlun LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 Stöðugleiki í gengismálum Forystugrein „Á döf- inni" leggur rika áherzlu á nauðsyn þess að halda gengi krónunnar stöð- ugu. Orðrétt: „Það verður að haga efnahagssfjórn og þá sér- staklega stjórn peninga- mála þannig að þetta gangi eftir. Starfsskil- yrði þurfa að samrýmast þvi sem gerizt í helztu samkeppnislöndum. Stöðugleiki í gengismál- um er hins vegar einnig undir því kominn að til sé tæki til að jafna skað- Ieg áhrif ytri sveiflna sjávarútvegs á tekjur og afkomu en einnig þarf stefnan í opinberum fjár- málum að samrýmast peningastefnu sem lýtur markmiði um stöðugt gengi. Þetta er enn mikil- vægara í Jjósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað og munu eiga sér stað varðandi aukið frelsi í gjaldeyrismálum, þar á meðal varðandi fjárfestingar íslendinga erlendis. Langt er síðan sjónir beindust að þvi, hvort ekki mætti breyta efna- hagsumgjörð atvinnulífs- ins á þann veg að dregið yrði úr skaðlegum áhrif- um tekjusveiflna til sjós á annan atvinnurekstur en sjávarútveg sjálfan. Þannig var Verðjöfnun- arsjóður fiskiðnaðarins stofnaður árið 1969 og Verðjöfnunarsjóður sjáv- arútvegsins tók við af honum á siðasta ári. Hlutverk siíks verðjöfn- unarsjóðs er að draga úr skaðlegum áhrifum verð- sveiflna á sjávarafurðum á þjóðarbúskapúui. Ljóst er að verðjöfnun- arsjóður einn og sér dug- ar ekki til að draga úr skaðlegum áhrifum tekjubreytinga til sjós á þjóðarbúskapinn þvi verðbreytingar eru ein- ungis hluti tekjubreyt- inga. Eftir standa þvi Gengisstefna og stöðunleiki Hjiifinun vcifthilíi hcfur i ífiuhdfiníluín befur K'i- Irfa lcill f Ijrt* mitllsxci þc>- *"> lulda jeng i líiinunruir vti*uru. Pjíí vctour afi vcm ulinl að hakhi vemlcf ra foni* ¦ ,¦ |„-i, r efnatup«4jt»n \ wjóm pcning«i \ gangi cliu. Sl» uuniýnuu þvf » NamlcppnMíindui. Vj.. ¦"" jenjÍMnilum CT h \ "^-"" Gengið, stöðugleikinn og verðþróunin „Hjöðnun verðbólgu undanfarin misseri og það jafnvægi, sem verið hefur í efna- hagsmálum, hefur berlega leitt í Ijós mik- ilvægi þess að halda gengi krónunnar stöðugu. Það verður að vera unnt að halda genginu stöðugu yfir lengri tíma- bil, án verulegra fórna af hálfu atvinnulífs- ins og þannig að jafnvægi sé í utanríkis- viðskiptum," segir í ritstjórnargrein Á döfinni, fréttabréfs Félags íslenzkra iðn- rekenda. Staksteinartíunda þessi sjónar- mið FÍI í dag. „Markaðurinn ákveðifram- skaðleg áhrif uppgripa i aflabrögðum. Að draga úr slíkmn áhrifum er við- fangsefni sem verður að leysa. Ein leið til að draga úr skaðlegum áhrífum uppgripa í aflabrögðum er stofnun jöfnunarsjóðs, þar sem framlög eru inn- heimt af úfgerðarfyrir- tækjum og ákveðin í sam- ræmi við aflaverðmæti. Vitanlega er miklum erf- iðleikum bundið að reikna út, hversu stór slík framlög eiga að vera. Reiknimeistarar rikja, þar sem miðstýring og áætlunarbúskapur hafa verið við lýði um langt skeið, hafa þegar gefizt upp á reikniæfingum sem í eðli sínu eru sama eðlis. Um þetta ber hrun sósialismans í A-Evrópu- ríkjuiii vitni. Þessi ríki hafa á hinn bógin snúið sér i att að markaðsbú- skapnum." lögin" „Þetta segir nokkra sögu um það form sem hentugast er við ákvörð- un framlaga í sjóð sem ætlað er að draga úr skaðlegum áhrifum tekjusveiflna til sjós. Hentugast er að markað- urinn ákveði framlögin en það er unnt með sölu allra veiðileyfa á frjáls- um markaði. Framlögin næmu þá andvirði veiði- leyfasölunnar. Skýringin á yfirburðum þessa fyrir- komulags felst í tveimur atriðum, annars vegar i verðmyndun veiðleyfa og hins vegar í ráðstöfun á fé jöfnunarsjóðsins. Þeg- ar vel árar til sjós er afli á sóknareiningu mikill. Við slíkar aðstæður er markaðsverð aflakvóta tillögulega hátt, að öðru óbreyttu. Hið gagnstæða á við þegar aflabrögð eru léleg - þá er verð afla- kvóta lágt. Um þetta er þegar komin reynsla.' Veiðileyfakaup verða því tiltölulega stór kostnað- arliður útgerðar þegar vel árar til sjós en minnka í aflasamdrætti. Þannig minnkar þrýst- ingur á gengisbreytingar í aflasamdrætti en jafn- framt er degið úr offjár- festingu og eyðslu gjald- eyris þegar aflabrögð er góð. Þannig er dregið úr þenslu eftirspurnar. Jafnframt er dregið úr yfirboðum útgerðar á innlendum aðföngum og þannig slegið á óðavöxt kostnaðar og verðbólgu. Einföld endurbót á núverandi hlutaskipta- kerfi þar sem útgjöld útgerðar vegna kaupa á veiðleyfum kæmu til frá- dráttar við skipti sam- hliða hækkun skiptahlut- falls myndi að auki auð- velda útgerðarfyrirtækj- um og sjómönnuni þau umskipti sem sala veiði- leyfa felur í sér. Slik end- urbót þýddi minni sveifl- ur í launagreiðslum og jafnari afkomu sjómanna en samtuiða þvi myndi tekjutogstreita milli sjó- manna og útgerðar- manna minnka. Enginn vafi leikur á því að þær breytingar, sem hér er stungið upp á, eru erfiðar í fram- kvæmd af stjórnmálaleg- um ástæðum, enda eru flestar stórar breytingar umdeilanlegar. Mögu- leiki sem virðist nær því að geta orðið ásættanleg- ur er að ríkið innheimti afnotagjald af útgerð- inni. Slíkt afnotagjald tæki mið af því verði sem greitt er fyrir veiðiheim- ildir á endursölumarkaði. Til að þetta sé vænlegur kostur þarf hins vegar að stofna formlegan markað sem öll viðskipti með veiðheimildir fara su/mfíEiriR TOURISTMENU Á ferð um landið Sleppið nestinu 58 veitingastaðir um landallt, innan Sambands veitinga- og gistihúsa, munu ísumar bjóða SUMARRÉTTISVG. Um er að ræða góðan mat á hóflegu verði. Kynnið ykkur SUMARRÉTTISVG og fáið upplýs- ingar um þátttakendur á Islandsdegi Upplýsinga- miðstöðvarferðamála, sem haldinn verðurf Bankastræti2, ídag, laugard. 25. maíkl. 10-18. Hádegisv. Kvöldveröur Forréttur eða súpa, kjöt- eða fiskréttur, kaffi. 800-950kr 1050- WOOkr. Börn 0 til 5 ára ókeypis Börn 6 til 12 ára 50% afsláttur Gildistími SUMARRÉJTA SVG er 1.júní-15. september Skyndibréfin eru alltaf án innlausnargjalds Fjárfesting í eiría viku? Mánuð? Ár? Skyndibréfin eru einu verðbréfasjóðsbréfin sem eru alltaf innleysanleg án innlausnargjalds. Avöxtun umfram verðbólgu er 6,3% m. v. sl. 3 mánuði. VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI. 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.