Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 33
MÓ&UyBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 33f- fclk f fréttum Morgunblaðið/Ölafur Bragason LISTFLUG Sumarkoma í fluginu Einkaflugmenn og önnur flugdýr fara á kreik méð hækkandi sól enda er sumarið s'á tími þegar mest er um að vera á þeirra vettvangi. Björn Thoroddsen fluglistamaður með meiru, er einn þeirra sem stunda flug af lífi og sál, jafnt í starfi sem leik. Þegar kappinn hefur gert Shell-listflugvél sína klára fyrir sumarið og er farinn að skjótast um loftin blá eins og flugeldur er j>að ótvírætt merki um að flugsumarið er að renna upp. Sumarstarf Flugmálafélags Islands verður fjölbreytt í sumar og í hverri viku frá maí til september verð- ur alltaf nóg um að vera. Alls eru búið að skipuleggja á sjötta tug móta fyrir flugáhugafólk á tímabilinu. Það þarf auðvitað að halda uppi öflugu félagslífi meðal áhugafólks um flug því á-síðasta ári flugu einka- flugvélar hvorki meira né minna en 23 þúsund stundir og í lok ársins voru þær nálægt 300 talsins. Karl sveiflar priki sínu. POLO Karl prins farinn að keppa á nýjan leik Karl Bretaprins er kominn á fleyg- iferð í hrossapólóinu á nýjan leik, tíu mánuðum eftir að hann hrat úr hnakki sínum í miðjum pólóleik og braut handlegg sinn svo illa að óttast var að hann gæti aldrei beitt honum af neinu viti á ný. Varð prins- inn m.a. af laxveiðitúr til íslands af þeim sökum. Það var í júní á síðasta ári að óhappið varð og varð að brjóta brotið upp oftar en einu sinni til þess að koma beinpípunum á réttan kjöl. Auk þess þótti tiltökumál hversu seint og illa brotið greri. En allt um það, Karl er kominn af stað á ný. Karl þótti leika með prýði í nokkrum æfingaleikjum, en félagar hans og mótherjar þjörmuðu lítið að honum í návígum. Komst prinsinn vel frá leikj- unum og framundan er stíf deiidar- keppni og ætlar Karl sér ekki að missa af neinu. Um er að ræða 60 leiki. Ron Ferguson, faðir Fergie her- togaynju, er þjálfari liðsins og hann sagði tækni Karls vera með ólíkindum með hliðsjón af því hversu illa hann hefði slasast. Aðspurður hvað orðið hefði um hrossið sem þeytti Karli af baki svaraði Ron að það hefði verið selt til Bandaríkjanna! Nanna Ingvarsson leikkona. LEIKLIST Islensk leik- kona heiðr- uð í Banda- ríkjunum Islensk leikkona var nýlega heiðruð í Bandaríkjunum. Hér var á ferð- inni Nanna Ingvarsson, en hún var í hópi leikara sem hlutu viðurkenn- ingu úr sjóði sem ber nafn hinnar þekktu og dáðu bandarísku leikkonu Helen Hayes. í skjalinu sem Nanna hlaut m.a. segir að hún hafi sýnt framúrskarandi leikhæfileika í túlkun sinni á aðalhlutverki „Rocky Horror Show" eftir Wooly Mammoth. Nanna er dóttir Ingvars Ingvarsson- ar og konu hans. Ingvar var skóla- stjóri Tækniskóla íslands og síðar prófessor við Union Collage í Was- hington. GEGNHEILAR FLÍSAR Frostþolið útiefni. Stærð20x20kr.1979/m2 Stærð30x30kr.2199/m2 Tröppuflísar Stærð 30 x 30 kr. 295/stk ÁLFABORG P Byggingarmarkaöur Knarrarvogi 4 - Sími 686755 ÚÍltiU&JlÁllÐÁÖAl. UjJJilj1 Viö bjóðum þig velkomin í 6, 7 eöa 8 daga hvíldar- og hressingardvöl í Júní og júlí. Þar veröa kynntar leiöir til ab bæta heilsuna, öölast meiri iífsorku og fyrirbyggja sjúkdóma. ^SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR Jm PLÖTURÍLESTAR ||Pim SERVANTPLÖTUR I 11 I 1 SALERNISHÓLF [Ml ' I BAÐÞIUUR ^l ELDHUS-BORÐPLOTUR i4 LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Vid bjóðum uppá: * Makrobiotískt fæði (fullt fæöi) ¥ Líkamsæfingar, yoga ¥ Hugkyrrö, slökun ¥ Fræöslu og uppskriftir úr Makrobiotik ¥ Sundlaug, nuddpott ¥ Rúmgóð 2ja manna herbergi ¥ (möguleiki á eins manns) ¥ Bátsferð um eyjarnar ¥ Gönguferðir ¥ Erlendan matreiðslumeistara *Nudd Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug Hannesdóttir í síma 35060 milli kl. 9-10 á morgnana. Kær kveðja. Sigrún Olsen Þórir Barðdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.