Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 43
ÍAM SS • - - IvH. 1 fÍITTCMrWli 3I0A,iaWJ K MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR LAUGAKDAGUR 25. MAÍ 1991 43 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Reynum alltaf að leika sóknarknattspyrnu ISLAND gæti tvöfaldað stig sín Í3. riðli Evrópukeppni landsliða hér í Albaníu á morgun, með sigri. Albanía hef ur enn ekki fengið stig íriðlinum, eítir fimm leiki, en ísland hefur tvö af fjór- um leikjum loknum — sigur vannst á Albaníu í fyrsta leikn- um á Laugardalsvellinum, 2:0. Landslið Islands hefur átt í mikl- um erfiðleikum með að skora í undanförnum leikjum, nema hvað liðið gerði fjögur mörk í vináttuleik gegn Möltu á dög- unum — mjög veik- um andstæðingum. Sigurður Jónsson gerði mark á Spáni 8.1. haust, en síðan hefur ísland ekki skorað í leik gegn sterku liði. Bo Johansson boðaði það, þegar hann tók við stjórn landsliðsins að hófuðáhersla yrði lögð á sóknarleik. „Já, við höfum átt í erfiðleikum með að gera mörk. En ég bendi á að andstæðingar okkar í Bretlandi á dögunum, B-lið Englands og Wales, voru mjög erfiðir. Það eru ekki mörg lið í heiminum, sem sækja þessi lið heim og ná að skora mikið af mörkum. Það verður til dæmis gaman að sjá hvernig Þjóð- verjum gengur í Evrópuleiknum í Wales, sem fer fram fljótlega," sagði Bo við Morgunblaðið. Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Dúrres Um helgina KNATTSPYRNA Dómarafundir: Áriegur dómarafundur með Landsdómurum verður haldin á mánudaginn í íþróttamiðstöðinni í Laugardag og hefst hann kl. 20. Dómarafundur með öllum unglinga- og héraðsdómurum í KDR og KDK verður haldin á sama tíma á þriðju- dag í ÍSÍ hótelinu kl. 20. Fyrirmæli sumarsins frá Dómaranefnd KSÍ verður kynnt og farið í breytingar á knattspyrnulögunum. Þá mun David Elleray, þekktur enskur 1. deildar dómari sýna myndband og ræða um ensk dómaramál. Mót: Vormót Kiwanisklúbbsins Viðeyj- ar og FVam fyrir 6. flokk c og 7. flokk fer fram á Framvellinum við Safamýri í dag og hefst keppni klukkan 9:30. Víkingur og Pepsí standa einnig fyrir 7. flokks móti í dag sem hefst kl. 9 í dag á vellinum við Hæðargarð. FIMLEIKAR íþróttafélagið Gerpla í Kópavogi heldur árlega vorsýningu á sunnu- daginn í íþróttahúsinu í Digranesi og hefst sýningin kl. 14. Að þessu sinni verður sýningin helguð 20 ára afmæli Gerplu og boðið verður upp á mörg glæsileg sýningaratriði. HLAUP Neshlaup Gróttu og trimmklúbba Seltjarnarness verður haldið í dag kl. 14 og hefst keppni við sundlaug- ina. Hlaupnar verða tvær vegalengd- ir, 3.5 og sjö km.og verða veitt verð- laun í öllum aldursflokkum. Allt áhugafólk um útivist og góða fjöl- skylduskemmtun er hvatt til þátt- töku. Skráning verður í Gróttuher- berginu á keppnisdaginn kl. 11-13:30. Innritunargjald er kr. 400 fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir börn. Vorskokk IR verður haldið á sunnudaginn en það er fimm km aldursflokkaskipt mót fyrir almenn- ing. Nánari upplýsingar gefur Dýri í síma 623704 og 695114 KENDO A sunnudaginn verður haldið í íþróttahúsi Hagaskólans fyrsta ís- landsmótið í japönsku skylmingar- [þróttinni Kendo. Keppni hefst kl. 15 en úrslitin liðlega tveimur klst. síðar. Aðgangur er ókeypis. GOLF „Opna Endurvinnslumótið" verður haldið á Strandavelli- að Rangárvöilum í dag. Leiknar verða álján holur með og án for- gjafar. Ræst verður út frá kl.8:00. SIGLINGAR Keppnistímabi! siglingarmanna , hefst í dag með fyrsta móti ársins. Keppni á kjöbátum hefst utan mynn- is Reykjavíkurhafnar kl. 10:00. Keppni á kænum og seglbrettum hefst í hádeginu i Akranesvogi. Það er Siglingarklúbburinn Vogur sem stondur fyrir þessari keppni. Landsliðsþjálfarinn benti einnig á að keppnistímabil íslenskra knatt- spyrnumanna væri svo til að hefj,- ast, aðeins einum leik væri lokið í „alvörumóti", íslandsmótinu, og sumir landsliðsmannanna hefðu leikið á möl á mánudaginn var. Með tilliti til þess væri spennandi að sjá hvernig menn næðu sér á strik hér. Albanir líka í vandræðum meöaðskora „Ég á von á því að þetta verði öðruvísi leikur en gegn Englandi og Wales á dögunum. Albanir hljóta að leggja allt í sölurnar til að vinna og ég veit að þeir verða erfiðir við að eiga, þó liðið sé ekki skipað sömu leikmönnum og áður — þeir spila eins knattspyrnu. Frakkar komu hingað og unnu aðeins 1:0, Tékkar voru hér nýlega og unnu 2:0 — en Albanir fengu fj'ögur mjög góð tækifæri til að skora. Þeir hafa ein- mitt verið í vandræðum með að gera mörk og verða það vonandi áfram." Albanir hafa enn ekki skor- að í leikjum sínum í riðlinum, en fengið á sig 19. íslendingar hafa hins vegar gert fjögur mörk og fengið á sig fímm. Bo rifjaði það einnig upp að Svíar komu hingað fyrir tveimur árum, fengu tvö færi og nýttu þau bæði — unnu 2:1 og markvörður þeirra átti stórleik. „Eg viðurkenni auðvit- íttílfinR FOLK ¦ ÍSLENSKU liðin tvö flugu saman til Tirana á fímmtudag frá Ziirich, en síðan skildu leiðir á flug- vellinum. A-liðið hélttil hafnarborg- arinnar Diirres, sem var um hálftíma keyrsla, en 21 árs liðið fór til borgarinnar Elbasan, sem er ekki nema um 60 km leið, en það tók á þriðju klukkustund að keyra þangað. ¦ VERKFALLIÐ, sem nú stend- ur yfír í Albaníu og hefur breiðst mjög út undanfarið eftir því sem heimamanna segja, olli því að á fimmtudaginn var ekkert heitt vatn á Hótel Adriatic í Diirres, þar sem landsliðið býr. Vegna verkfallsins var engin olía til og því aðeins ískalt vatn í sturtunum. Flestir leik- manna létu sig hafa það eftir fyrstu æfinguna, en nokkrir röltu þó yfir á næsta hótel, sem er alveg við hliðina, og fóru þar í heita sturtu. Þar er hitað upp með kolum og nóg til af þeim. ¦ HÓTEL Adriatic var byggt árið 1956 og hefur verið sannkallað glæsihótel á þeim tíma. Salarkynni eru glæsileg, en staðnum hefur ekki verið sérlega vel við haldið. Engu að síður lítur húsið og um- hverfið nokkuð vel út. íslendingun- um líður vel og hafa ekki yfir neinu að kvarta. ¦ AÐSTÆÐUR hafa komið mönnum nokkuð á óvart. T.d. er stundum ekkert mál að hringja héðan til íslands, en aftur á móti er nær útilokað að ná hingað frá íslandi. ¦ EGGERTMagnússon, íorma.ð- ur KSI, segir gríðarlega mikilvægt að sigur vinnist í Tirana á morg- un. „Það er allt lagt undir til að vinna nú. Það er óskaplega mikil- vægt upp á framtíðina að sigra." ¦ ÍSLENDINGAR hafa skorað fjögur mörk í riðlinum hingað til, þar af Atli Eðvaldsson tvö og Sig- urður Jónsson eitt, en þeir eru hvorugur með nú. Fjórða markið gerði síðan Arnór Guðjohnsen. ¦ EFTIRLITSMAÐUR á leikn- um verður Linck frá Lichtenstein. ¦ DÓMARINN kemur frá Búda- pest í Ungverjalandi. að að lið Albana er skipað allt öðr- um leikmönnum nú, en, eins og ég sagði áðan, leika þeir eins í dag." Bo sagðist leggja fyrir leikmenn sín að reyna að leika eins og hann hefur reynt að láta þá gera til þessa. „Við verðum að byggja leik okkar eins upp og hingað til. Við ætlum okkur að sækja sem fyrr — ef þeir byrja með látum og neyða okkur til að bakka, þá gerum við það auðvitað, en reynum síðan að brjótast út úr þeirri stöðu og sækja. Við reynum alltaf að leika sóknar- knattspyrnu — gerum það þegar einhver möguleiki er á því." Fyrirliðinn Atli Eðvaldsson verð- ur fjarri nú vegna leikbanns og sagði landsliðsþjálfarinn að auðvit- að saknaði liðið hans, „en hinir strákarnir hafa einnig gott keppnis- skap, þeir vita að nú þurfa þeir að vinna þetta verk án Atla, og gera það. Og ég veit að Gunnar [Gísla- son] mun standa sig vel í stöðu Atla." Hvað aðra leikmenn varðar sagðist Bo sérstaklega spenntur að sjá hvernig Eyjolfur Sverrisson kæmi út. „Ég hef ekki séð hann spila mikið. Þá verður gaman að sjá hvernig Rúnar [Kristinsson] leikur, hann hefur staðið sig frá- bærlega undanfarið," sagði hann. lOútileikir Síðan Svíinn tók við hefur íslenska liðið aðeins spilað tvívegis á heimavelli, gegn Albönum og Frökkum, en 10 sinnum á útivelli. „Þetta er mjög gott — besta leiðin til að menn öðlist góða reynslu er að leika á útivelli. Menn þurfa að venjast því, það þýðir ekki að dútla endalaust á heimaslóðum, þar sem menn þekkja vel til, ekkert bjátar á og ekkert er á móti mönnum. Þess vegna voru leikirnir í Eng- landi, Wales og Möltu um daginn mjög mikilvægir. Þegar reynsla úr slíkum leikjum er fyrir hendi geta lið farið að vinna stig á útivelli og til að ná langt verður það einmitt að takast," sagði landsliðsþjálfar- Aðeins sigur kemur grema Sævar Jónsson verður fyrirliði landsliðsins á morgun. „Stefn- an hlýtur að vera að flytjast upp um styrkleikaflokk og nú eigum við raunhæfa möguleika á því. Þess vegna kemur ekkert annað til greina en sigur, við verðum að vinna," sagði Sævar. Hann benti samt á að menn yrðu að gera sér grein fyrir að Albanir væru ekki auðunnir á heimavelli eins og úrslitin sýndu. „En albanska liðið er stór spurning og í raun vit- um við ekki mikið um það. Því verð- ur erfitt fyrir Bo að finna út hvern- ig á að leggja dæmið upp, en með eðlilegum leik eigum við að hafa það af." Eyjólfur Sverrisson tók í sama streng. „En hver og einn verður að gefa allt sem hann á, því öðru vísi næst þetta ekki. Þetta verður ekki auðvelt og við verðum að gæta okkar." Eyjólfur Sverrisson verður í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í „alvöru" landsleik. Byrjunarflið íslands Eins og staðan er í dag verður byrjunarlið Islands gegn Al- baníu í Tirana á morgun, sunnu- dag, þannig: Bjarni Sigurðsson úr Val verður í markinu. Sævar, félagi hans, Jónsson verður hægri bakvörður, Guðni Bergsson frá Tottenham „sópari" og Gunnar Gíslason, Hacken, mið- vörður fyrir framan hann — tekur stöðu fyrir- liðans Atla Eðvaldssonar, sem verður í leik- banni. Annaðhvort Ólafur Kristjánsson úr FH eða Valsarinn Einar Páll Tómasson verður vinstri bakvörður og er það í raun eina staðan í liðinu, sem Bo Johansson er ekki viss um hver|Um hann eigi að fela. Miðvallarteikmenn verða síðan Þorvaldur Örlygsson, Nottingham Forest, hægra megin, Rúnar Kristinsson, KR, og Ólafur Þórðarson, Lyn, inni á miðjunni, og Sigurður Grétarsson, Grasshoppers, vinstra megin. í framlínunni verða svo Eyjðlfur Sverr- isson, Stuttgart, og Arnór Guðjohnsen, Borde- aux — ef hann mætir. Arnór lék með Borde- aux í Frakklandi í gærkvöldi og á að koma til Tirana í dag frá Frakklandi með viðkomu i Róm. Komi hans hins vegar ekki verður Valsarinn Anthony Karl Gregory í byrjunarlið- inu í hans stað. Sævar Jónsson verður fyririiði i leiknum i dag. Varamenn verða Ólafur Gottskálksson úr KR, Anthony Karl Gregory, Val, Hlynur Stef- ánsson, ÍBV, Andri Marteinsson, FH, og ann- aðhvort Einar Páll eða Ólafur. U-21liðinleikaídag Hólmbert Friðjónsson, þjálfari U-21 liðsins, sem mætir Albönum í dag, sagðist í gær ekki alveg ákveðinn hvernig hann ætlaði að^ hafa byrjunarliðið í leiknum gegn* Albönum. Hann sagði að liðið myndi leika með þijá í vörn, fímm á miðj- unni og tvo frammi. Líklegt byrjunarlið er þannig að Kristján Finnbogason úr KR stendur í markinu, Kristj- án Halldórsson, ÍR, Þormóður Egilsson, KR og Ágúst Ólafsson, Fram, verða ! vörninni. Á miðjunni verða Steinar Guðgeirsson, Fram, Finnur Kolbeinsson, Fylki, Steinar Adolfsson, Val, Arnar Grétarsson, UBK og annað hvort Þorsteinn Jónsson úr Þór Akureyri eða Ágúst Gylfason úr Val. Frammi verða Ríkharður Daðason úr Fram og annað hvort Grétar Steindórsson úr UBK eða Valdimar Kristófers- son úr Stjörnunni. FOTBOLTI / KVENNALANDSLIÐIÐ Steinn og Sigurð- ur rádnir þjálfarar STEINN Helgason og Sigurður Hannesson haf a verið ráðnir þjálfarar A-landsliðs kvenna i knattspyrnu til tveggja ára. Fyrsta verkef nið f elst í leikjum gegn þýsku úrvalsliði í júlí, en leikir í Evrópukeppninni fylgja íkjölfarið. Landsliðið tekur þátt í Evrópu- keppninni eftir langt hlé og leikur í riðli með Skotum og Eng- lendingum, en á næstunni verður samið um leikdaga. „Ég vona að við fáum einn leik í haust og síðan þrjá næsta sumar," sagði Steinn við Morgunblaðið. Þýska úrvalsliðið kemur til lands- ins á vegum þýska knattspyrnu- sambandsins og verða tveir eða þrír leikir 3.-10. júlí. Steinn sagði að þeir væru mikilvægir fyrir Evr- ópukeppnina, „en það sem vantar er að æfa meira og vetrarþjálfunin hefur mikið að segja í því efni." Steinn sagðist lítið vita um vænt- anlega mótherja í Evrópukeppninni, en reynt yrði að haga undirbúningn- um sem best. Þjálfararnir ætla að velja hóp á næstunni og sagði Steinn að gera mætti ráð fyrir~ blöndu af yngri og eldri stelpum. „Það hafa orðið framfarir síðan við spiluðum síðast landsleik. Ungu stúlkurnar núna hafa miklu betri grunn en áður var og og sennilega verður um 10 ára munur á þeim yngstu og elstu í hópnum." Tennisklúbbur Víkings býður upp ó tjölbreytta starfsemi í sumar: Tennisskóla fyrir börn og unglinga 6-12 ára. Æfingar fyrir unglinga. Kennslu fyrir fólk á öllum aldri með reyndum þjálfurum. Starf semin fer f ram á tennisvöllum Víkings í Fossvogi. Lægri vallarleiga fram til kl. 16.00 virka daga. Skráning og upplýsingar í síma 33050 daglega frá kl. 13.00-22.00. Stjórn Tennisklúbbs Víkings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.