Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 23
¥ \f\. c~l MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. lit i!. q 2» mstarf ðir tgsins á aðalfundi síiuini á Hótel umfjöllunarefnið á fundinum var nga í ríkjum austur Evrópu. ýmsum sviðum. Þetta verði meðal annars gert með því að skiptast á hugmyndum og skoðunum um ýmis vísindaleg viðfangsefni og hugsan- lega með því að byggja smám saman upp samstarf á milli vísindamanna í austri og vestri," sagði hann. Jaques sagði að innan Vísinda- nefndarinnar væri almennt sam- komulag um þessi markmið og nú hefði verið talin þörf á að ræða í smáatriðum um hvernig þeim verði náð. Sagði hann að nefndin hefði samþykkt að gera tillögur um verk- efni og framkvæmd þeirra til að ná til vísindamanna í löndum Austur Erópu, sem lagðar verða fyrir Atlats- hafsráðið. sagði hann að um væri að ræða sex lönd, Sovétríkin, Pólland, Tékkó- slóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu og Búlgaríu. „Við viljum veita vísinda- mönnum þessara landa möguleika á að hagnýta sér rannsóknir og vísindaþekkingu á Vesturlöndum og hjálpa þeim til að stunda vísindaleg- ar aðferðir við eigin rannsóknarverk- efni. Og gefa þeim einnig kost á að kynna sér vísindarit og rannsókna- niðurstöður. Þetta felur ekki aðeins í sér samstarf heldur að einnig að veita þeim aðstoð til að þeir fá notið þekkingar sinnar að fullu." Jaques sagði að aðrar samstarfs- hugmyndir væru einnig til umræðu en of snemmt væri að segja frá þeim. Vísindanefndin hefur í mörg ár styrkt vísindarannsóknir íslendinga og sagði Jaques að á því yrði engin breyting. Við megum aldrei gleyma okkar eigin aðildarlöndum í þessu samstarfi. „Við höfum veitt íslensk- um námsmönnum sérstaka styrki, veitt þeim kost á að sækja sumar- skóla og svo framvegis en aðstaðan er auðvitað allt önnur hér en í Aust- ur Evrópu því ísland er auðugt land en vísindamenn í Austur Evrópu hafa þurft að glíma við stór vanda- mál. Við veitum þeim nú þegar nokk- urn fjárhagsstuðning en þetta er allt á byrjunarstigi þó ég vænti þess að við fáum nokkur hundruð umsóknir frá þessum löndum," sagði hann. Grundvallarreglur Vísindanefnar- innar eru að starfa á fremstu sviðum vísindanna, styðja framþróun rann- sókna og þekkingar og ekki síst að styðja ungt fólk sem við framast getum því þekking unga fólksins er vísindunum frumnauðsyn," sagði Jaques Ducuing. íslenskur kristniboði í Eþíópíu: Sidney Holt „Það sem þarf að vita, spurningin sem brenn- ur, er: „Hvað er svona sérstakt við hugarstarf hvala og höfrunga?" Til að svara þeirri spurn- ingu þarf að teygja vit- und mannsins út að endamörkum." sakaði leðurblökur). Payne fékk áhuga á hljóðum sem hvalir gefa frá sér og komst að því að hvalir syngja mjög flókin og síbreytileg stef — nokkuð sem ekki er vitað til að aðrar tegundir en maðurinn geti. Carl Sagan prófessor, virtur stjarnfræðingur hjá Cornell- háskóla, var þegar kominn lengra í rannsóknum sínum en Griffin. Hann hafði verið að reyna leiðir til að taka á móti „viturlegum" raf- merkjum utan úr geimnum, og skrifaði, árið 1973: „Leitin að upp- lýsingum utan úr geimi getur tekið mjög langan tíma, en bezta byrjun- in væri að vinna að endurreisn mennskunnar með því að vingast • við hvali og höfrunga." Sagan hafði, held ég, orðið fyrir áhrifum af til- raunum dr. Johns Lilly til tjáskipta á ensku við fangaða höfrunga — tilraunum sem mistókust en leiddu til fjölbreyttari og árangursríkari rannsókna. Hvers vegna höfrungar? Fyrstu tilraunirnar til tjáskipta við apa á þennan hátt mistókust. Líkams- bygging þeirra er þannig að útilok- að er fyrir þá að gefa frá sér mann- leg hljóð. Þessar rannsóknir báru árangur þegar menn fóru að beita aðferðum sem aparnir gátu leikið eftir — táknmáli. Sumir höfrungar geta myndað mannleg hljóð ofan- sjávar, en mun" betur gengur ef neðansjávarhljóðum þeirra og hegð- an er beitt til að þróa sérstakt sam- eiginlegt „tungumál". Það er at- hyglisvert að svo virðist sem mis- munandi afbrigði höfrunga hafi samband sín á milli með einhvers- konar hljóðbylgjum. Fram hefur komið sú hugmynd að tjáskipti höfrunga fari ekki fram á neinu líkingu við „tungumál", heldur — það minnsta að vissu leyti — með því að þeir sendi sín á milli hljóð- myndir. Sé svo ættu tjáskipti milli tegunda ekki að vera neitt vanda- mál. Margir vísindamenn töldu rétt að rannsaka höfrunga vegna þess hve heilinn í þeim er' stór. Mörg þeirra dýra sem okkur fínnst sér- lega „greind" eru, eins og við, með stóran heila: apar, fílar, höfrungar og hvalir. Þeim sem rannsakað höfðu þessa heila þóttu þeir mjög áhugaverðir, og veltu því fyrir sér til hvers höfrungar og hvalir notuðu þá. Mikilsmetinn rússneskur sér- fræðingur, A.A. Berzin prófessor, skrifaði árið 1971: „Heilabú búr- hvalsins er þannig úr garði gert að segja má að hér sé um hugsandi dýr að ræða, með mikla vitsmuna- lega hæfileika." Búrhvalurinn er að sjálfsögðu stærstur ættingja höfr- ungsins. Um þá dýrategund sagði sendifulltrúi Panama hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu eitt sinn: „Þessi heili [hann var með líkan úr plasti hjá sér] er eina líffæri búrhvalsins sem hvalveiðimenn hafa aldrei haft nein not af!" Búrhveli nota heilann til að greina þær hljóðmyndir sem þeim berast frá umhverfinu, til að muna eigin nöfn (sérhver búrhvalur Trúnaðarmaður fyrir eitt- hundrað norræna kristniboða GUÐLAUGUR Gunnarsson kristniboði hefur verið í Eþíópíu í 7 ár ásamt konu sinni og þremur börnum. Hann er nú staddur í höfuðborg landsins, Addis Ababa, þar sem hann gegnir tímabundið trúnaðarmannastöðu fyrir kristni- boða í Eþíópíu. I starfinu felst m.a. að vera í sambandi við sendi- ráð erlendra ríkja í höfuðborginni annars vegar og kristniboðana úti um landið hins vegar. Þeir eru um 100 talsins, flestir frá Dan- mörku, Finnlandi og Noregi en Guðlaugur og fjölskylda hans eru einu íslendingarnir. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástandið í höfuðborginni væri frekar spennt. Uppreisnarherir nálgast borgina úr þremur áttum og eru þegar komnir inn í úthverfi í henni vestanverðri. Herstyrkur stjórnarhersins er orðinn lítill nú miðað við það sem áður var en mikill fjöldi uppgjafarhermanna hefur verið að streyma til borgarinn- ar og í gær var von er á um 30.000 hermönnum til viðbótar frá þjálfun- arbúðum sem Ieystust upp. Mikið framboð er af vopnum í borginni þessa dagana því hermennirnir selja vopn sín fyrir mat og algengt er að óbreyttir borgarar fjárfesti í þeim. Guðlaugur nefndi sem dæmi um auk- ið framboð vopna að á miðvikudag hefði sjálfvirk vélbyssa af rússneskri gerð selst á sem sam svaraði 6.000 ISK, á fímmtudag kostaði sama byssa um 3.000 krónur og í gær um 1.200 krónur. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona Guðlaugs, Valgerður Gísladóttir, heldur á syninum Gísla og fyrir framan þau standa dæturnar Katrín og Vilborg. Flestir kristniboðanna eru í suður- hluta landsins. Þar gengur lífið sinn vanagang og talið er nokkuð öruggt að dvelja þar. Fjölskylda Guðlaugs kom í gær til Konso, sem er um 600 km fyrir sunnan höfuðborgina en hann verður sjálfur að vera í Addis Ababa meðan hann gegnir fyrr- nefndu trúnaðarmannastarfi. Enn sem komið er hefur ekki komið til tals að flytja kristniboðana eða fjöl- skyldur þeirra úr landi en reynt er að koma þeim til öruggra svæða í suðurhluta landsins. Guðlaugur sagði enn næg mat- væli fáanleg í höfuðborginni en verð hefði þó farið hækkandi. Sú kornteg- und sem mest er notuð kemur frá norðurhluta landsins og hefur hækk- að gífurlega í verði. Mikill ótti er við að borgin einangrist því gera má ráð fyrir að þá verði fljótt erfitt um mat. kynnir sig oft með sérstöku hljóð- merki) og til að skilja hljóð sem koma frá öðrum hvölum. Einnig hefur því verið haldið fram að þessi hvalategund, og hugsanlega aðrar, noti sérlega mikil hljóð sem tæki, aðallega til að dasa væntanlega bráð. I framhaldi af rannsóknum Berz- ins hafa margir aðrir — í Sviss, Bandaríkjunum, Frakklandi og Sov- étríkjunum — rannsakað þessa líf- færafræðilegu hlið á „greindarmál- inu" mun ítarlegar. Þær rannsóknir hafa leitt þá í sömu átt, en eftir öðrum leiðum, og Sagan. Hvaldýrin (hvalir og höfrungar) eru ef til vill greind, en þau eru mjög ólík okk- ur, og öpunum. Þau eru ótvírætt framandi. í hópi lífeðlisfræðinga sem vinna að rannsóknum á þessu sviði eru dr. Ilya Glezer frá Sædýrasafninu og Borgarháskólanum í New York, og doktorarnir Myron Jacobs og Peter Morgane. Þau hafa komizt að því að heilar höfrunga varðveita athyglisverð einkenni úr heilum spendýra frá því fyrir 70 til 90 milljón árum, um það leyti þegar forfeður hvala nútímans sneru á nýtil sjávar. Tauganetskerfið í heila höfrungs er- sagt einfalt, einna líkast því sem er í „frumstæðum" landspendýrum á borð við brodd- göltinn. Heilabörkur heilahvelanna í höfrungum er nokkuð samræmd- ur, ekki sérhæfður eins og hjá manninum. Hinsvegar er heilabörk- urinn mjög stór og undirin, jafnvel meira en hjá öpum. Þetta er merki um þróaðri eiginleika tengda æðri greind. Þessi sameining einfaldleika og stærðar gefur höfrungnum, að sögn Glazers, „sína eigin sérgreind". Glazer og dr. Myron Jacobs tala um hliðstæður við tvær tegundir af tölvum: önnur er sú sem margir kannast nú við og er búin flóknum örgjörvum (þetta á við um apana og manninn), hin er af nýrri gerð og búin miklum fjölda nokkuð ein- faldra kubba, svonefndra RISC: Þetta á við um hvaldýrin. Við áttum að vita það að hvaldýr- in eru framandi dýr. Þau hafa átt óralangan þróunartíma í umhverfí gjörólíku umhverfi þurrlendis. Þau hafa lært að skynja það umhverfi og hafa samband sín á milli með virkum lág- og hátíðnihljóðmerkj- um,' og það er alls engin ástæða til að ætlast til að tjáskipta-aðferðir þeirra eigi eitthvað sameiginlegt með tungumáli manna. Þessvegna kemur það enn meira á óvart að Lou Herman prófessor og sam- starfsmenn hans á Hawaii hafa sýnt fram á með rannsóknum að höfrungar „hafa óbeina þekkingu á reglum setningafræðinnar. Þeir geta skýrt og breytt merkingum áður framkominna orða í setningu, það er, greint setningu í orðflokka í samhengi við áður fram komin orð." Eg hef, óbeint, minnzt á þrjár leiðir vísindalegra rannsókna sem saman lfggja að svarinu við spurn- ingunni „Eru hvalir greindir?" Þess- ar leiðir eru líffræði taugakerfisins, tilraunir með tjáskipti milli höfr- unga og manna, og rannsóknir á hegðan, hljóðum og" félagslíffræði lifandi frjálsra hvala og höfrunga. Allar þessar rannsóknir eru mjög erfiðar tæknilega, frábrugðnar því að drepa hvali og opna maga þeirra til að kanna á hvaða fæðu þeir lifa, eða að kenna höfrungum að leika „listir". Þær krefjast hárnákvæms skipulags og ómælanlegrar þolin- mæði. Og þær koma alltaf á óvart. Roger Payne hlustaði á og kannaði ítarlega hljóðupptökur af söng hnúfubaka um tíu ára skeið áður en hann tók eftir því að söngurinn breyttist árlega, ein ljóðlína í hvert skipti, með innri einkennum sem voru í fullu samræmi við kveðskap. Dr. Paul Spong, sem kannaði hljóð, hegðan og fjölskyldumynstur há- hyrninga mestan hluta ævi sinnar, varð það fyrst ljóst að sem tilrauna- sálfræðingur væri hann að fást við rnjög afbrigðilegt dýr þegar honum varð ljóst að „hans" háhyrningur kunni skil á tölfræði. Hann var að kanna hve fljótur háhyrningurinn væri að læra ýmislegt með því að prófa sig áfram, og komst þá að því að hann var mun fljótari að læra en vitað var til um nokkurt annað dýr. En þegar háhyrningnum tók að leiðast leikurinn, fór hann að gefa röng svör — ekki handa- hófssvör — sem í fólst mikil töl- fræðileg merking, og benti það til að reyna bæri flóknari verkefni. Eitt vandamálið í þessu sam- bandi er að skíðishvalir eru allt önnur dýrategund en tannhveli. Þessir tveir hópar hafa sennilega þróazt frá ólíkum landdýrum sem sneru aftur til sjávar. Að því er bezt er vitað hafa skíðishvalir enga hljóðsjá, en þeir tjá sig langar leið- ir með hljóðum. Þeir nota sennilega einnig segulskyn til að komast lang- ferðir sínar milli æxlunar- og fæðu- svæða sinna. Heilar þeirra eru mjög stórir, en þó ekki hlutfallslega jafn stórir heilum höfrunga. Sagt hefur verið að hvalir hafi stóra heila vegna þess að þeir eru stór dýr. Það er alls ekki rétt. Sum mjög stór dýr, eins og til dæmis beinhákarlinn, eru með litla heila. Frekar mætti snúa dæminu við:, Búkur hvalsins er stór vegna þess að hann er með stóran heila. Ef dýr snýr höfðinu óhóflega hratt getur það valdið skemmdum á við- kvæmum heilavefjum þess. Stórum heila er hættara við að skaddast en litlum heila. Þessvegna mega dýr með stóra heila ekki vera fær um að snúa höfðinu of hratt. Stórir búkar eru ekki færir um að snarsnú- ast jafn hratt og þeir litlu, rétt eins og að risaolíuskip tekur ekki jafn krappar beygjur og árabátur. Til að tryggja vörn heilans er háls stóru dýrategundanna ósveigjanlegur. Og hvaldýr þurfa vissulega ekki stóran heila til þess eins að taka við hljóðbylgjum. En stórir heilar þróast heldur ekki án tilgangs. Heilar hvalanna hljóta því að gegna einhverju öðru hlutverki. En svar vantar við spurningunni: „Til hvers?" Spurningin í umræðum Lífsbjargar í norðurhöfum er röng. „Greind" er enginn línulegur eigin- leiki þótt menn reyni að skilgreina hana þannig þegar þeir meta aðra menn samkvæmt greindarvísitölu. Og það er alveg fráleitt að færa það mat yfir á aðrar tegundir. Það sem þarf að vita, spurningin sem brennur,er: „Hvað er svona sérstakt við hugarstarf hvala og höfrunga?" Til að svara þeirri spurningu þarf að teygja vitund mannsins út að endamörkum. Höfundurá sæti i vísindanefnd alþjóðah valveiðiráðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.