Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 15 Er rétt að veiða hvali? Ráðstefna um hvalveiðar eftir Orn D. Jónsson Má veiða hvali ef ekki er um ofveiði að ræða? Niðurstaða vísindanefndar hval- veiðiráðsins verður líklega sú að nokkrir hvalastofnar séu ekki í út- rýmingarhættu og að þeir séu það sterkir að þeir leyfi veiði. Einnig er líklegt að lagðar verði fram til- lögur vísindaráðsins um stjórn veið- anna. Hvort Alþjóðahvalveiðiráðið fer að þessum tillögum er óráðið og jafnvel þó veiðar verði leyfðar halda hvalfriðunarsinnar baráttu sinni áfram. Spurningin er þá ekki lengur um ofveiði, eða vistfræðilega hlið málsihs, heldur er hún siðfræði- legs eðlis. Eru hvalveiðar sið- fræðileg spurning? Hvalamálið snýst ekki aðeins um útrýmingarhættu og stjórn veið- anna heldur um heimspekilegar for- sendur veiðanna. Robbins Barstow, forstöðumaður Cetacean Society International, er þeirrar skoðunar. Ámóta hugleiðingar er að finna í grein eftir dr. Sidney Holt sem á sæti í vísindanefnd Alþjóða hval- veiðiráðsins fyrir Seychelles-eyjar.1 Að þeirra mati er málið ekki hvort það sé vistfræðilega réttlætanlegt að veiða hvali og jafnvel ekki hvem- ig og hvar eigi að veiða þá, heldur hvort rétt sé að veiða hvali yfir- leitt. Stjórnunarreglur snúast þá ekki um veiðar heldur um sambýli manns og hvals á jörðinni eða eins og Robbins Barstow orðar það: „ .. .hvalamálið er orðin siðfræðileg spurning og við verðum að meta heildaráhrif þeirra mismunandi leiða sem við stöndum frammi fyrir að meta þær og forsendur þeirra á gagnrýninn hátt."2 Sjávarútvegsstofnun Háskóla ís- lands efnir til ráðstefnu um ýmsar hliðar hvalveiða í samvinnu við sam- tökin Lifsbjörg í norðri. Samtökum hvalfriðunarsinna var boðin þátt- taka en fulltrúar þeirra afþökkuðu boðið sökum tímaskorts. Á ráð- stefnunni flytja þrír fyrirlesarar erindi. Dr. Margaret Klinowska frá Cambridge-háskóla í Englandi fjall- ar um greind hvala, dr. Milton Free- man frá Alberta-háskólanum í Kanada fjallar um vistfræðilegar forsendur hvalveiða og Finn Lynge frá danska utanríkisráðuneytinu fjallar um mismunandi viðhorf til sambands manns og náttúru. Hagsmunir og tilf inningar íslendingar standa höllum fæti í hvalveiðideilunni ef aðeins er stuðst Nokkur orð til leiðarahöfundar DV eftir Albert Kemp Þann 18. maí fer Jónas Kristjáns- son með þvílíkt þvaður um fyrrum þingmann Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi, Sverri Her- mannsson, að með ólíkindum er. Hann segir að Sverrir hafí verið svo óvinsæll að fylgishlutfall Sjálfstæð- isflokksins á Austurlandi hafi minnkað kosningu eftir kosningu. Staðreyndin er hinsvegar sú að eft- ir að Sverrir hóf afskipti af stjórn- málum í kjördæminu jókst fylgi flokksins í hverjum kosningum og 1983 vann flokkurinn sinn stærsta kosningasigur í kjördæminu. í síð- ustu kosningu náði hann ekki sama hlutfalli. í 12 ár hafði flokkurinn tvo menn á þingi^ sem vannst með jöfnunar- sæti. í síðustu kosningu tapaði flokkurinn jöfnunarsætinu, sem auðvitað er ekki sjálfgefíð að hann hafi. Menn sem 'gefa sig í að miðla upplýsingum í gegnum leiðara dag- blaða verða að temja sér að fara með rétt mál, nema þeir vilji hafa þau orð Páls postula að það góða Albert Kemp sem ég vil geri ég ekki, en það vonda sem ég vil ekki geri ég. Höfundur er fyrrverandi formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. við hagræn rök. Veiðarnar vega ekki þungt í þjóðarbúskapnum, jafnvel þó veiðarnar séu vel hag- kvæmar innan settra vistmarka. Við erum ekki í sömu stöðu og ýmsar jaðarbyggðir í Grænlandi og Norður-Noregi þar sem hvalveiðar eru eiginleg lífsbjörg. Hins vegar má spyrja hvort rétt sé að setja algilt bann við nýtingu ákveðinnar dýrategundar á þeirri forsendu að dýrategundin hafi sérstöðu eins og sumir hafa haldið fram, t.d. Robb- ins Barstow. Fyrir fáeinum árum hefðu slíkar hugmyndir þótt sérviskulegar og fráleitt að þær næðu almannahylli, en í dag er reyndin önnur. Hvalveið- Örn D. Jónsson ar eru þegar orðnar tilfinningamál þar sem vísindaleg þekking er að- eins eitt lóð á vogarskálarnar við ákvarðanatöku. Við slíkar aðstæður er mikil þörf á víðsýnni, hispurs- lausri og gagnrýninni umfjöllun. Fyrirlesararnir á ráðstefnunni munu hver um sig fjaila um þau rök sem fram hafa komið um sér- stöðu hvalanna. Greind þeirra, hæf- ileika til samskipta og stöðu í lífk- eðjunni. Þau munu einnig greina frá rökum með og á móti hvalveið- um. Ráðstefnan verður haldin í Odda við Háskóla íslands, 28. maí í sal 101. Hefst hún kl. 13.00 og lýkur kl.17.00. ' Dr..Sidney Holt, The Un-Ethics of Whaling. tímantsgrem. 1 Dr. Robhins Barstow. Bevond Whale Snecies Survival, Peaceíul Cöexistence and Mutual Enrichment as a Basis for Human Cetacean Relations, Sonar, no. 2, 1989. Höfundur er forstöðumaður Sjá varútvegsstofnunar Háskóla Islands. Amsterdam 5 sinnum í viku. Flug fríllífjártán duga. m FLUGLEIÐIR Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á soluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. ^Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í c-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.