Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 18
01 18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 Nýr veitingastaður í Hveragerði: Fjölbreyttar veiting- ar í sexstrendu húsi Sclfossi. NÝR veitingastaður, Húsið á sléttunni, verður opnaður í Hvera- gerði 1. júní næstkoraandi. Veitingastaðurinn verður i sexstrendu húsi vestan við Tívolíið og blasir við þegar ekið er framhjá Hvera- gerði. Boðið verður upp á nýjung í veitingamennsku, hverasteik- ingu, sem fer fram í ofni fyrir utan húsið. Húsið sem um ræðir var reist í Reynisson eigandi hússins. Hann tengslum. við Tívolíið en var komið í niðurníðslu þar til fyrir skömmu að Ólafur Reynisson veitingamað- ur keypti það af Hveragerðisbæ og hófst handa við að endurbyggja það fyrir fjölbreyttan veitinga- rekstur. Á neðri hæð hússins verða tveir staðir með svonefndar ferða- mannaveitingar, kaffíhús með vön- duðu bakkelsi annars vegar og pitsu- og pönnuréttir hins vegar. Boðið verður upp á rétt dagsins í hádeginu en vínveitingar verða ekki í boði á neðri hæðinni. Þar verður unnt að taka á rhóti 100 manns í sæti. Á efri hæðinni er stór veitinga- salur fyrir 200 manns. Eins og á neðri hæðinni verður setið við gluggana þar sem gott útsýni er yfir næsta nágrenni. Þar verður kvöldgestum boðið upp á nýjung ^sem er hverasteiking. Hún fer fram í ofni fyrir utan húsið. Þangað munu kokkarnir sækja steikina og gestirnir geta fylgst með steiking- unni úr gluggunum. „Þetta verður veitingastaður af millistigi í verði," sagði Ólafur sagði að áhersla yrði lögð á þessa nýju steik á efri hæðinni en ann- ars legði hann áherslu á að gefa húsinu sem fjolbreytilegast gildi. Hann sagði að unnt væri að leigja það út fyrir vörusýningar, „Ég get séð fyrir mér skákmót hérna, list- sýningar og hvaðeina," sagði Ólaf- ur-. Á sléttunni fyrir utan húsið hef- ur Ólafur í hyggju að koma upp safni af gömlum landbúnaðarvél- um og segist vilja fá slíkt leigt ef bændur eigi þessar gömlu vélar sæmilega heillegar. íshúsið, lítil greiðasala, þar sem hægt verður að fá ís, pylsur, ham- borgara og fleira smálegt, er við akreinina inn á lóðina. „Við munum vanda til þessarar endurbyggingar eins og kostur er og gera þetta aðlaðandi. Það er ævintýralegur stíll á húsinu og það grípur augað. Ég hreifst af þessu húsi og fannst synd að sjá það drabbast niður. Svo er þetta alveg við Suðurlandsveginn og því tilva- lið að koma hér við," sagði Ólafur Reynisson. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ólafur Reynisson ofan í holunni þar sem hverasteikingarofninum verður komið fyrir. Píanótónleikar Krystynu Cortes KRYSTYNA Cortes píanóleikari heldur tónleika í íslensku ópe- runni sunnudaginn 26. maí kl. 20.00. Krystyna Cortes er fædd í Eng- landi og er af ensk-pólskum ættum. Um tíu ára skeið stundaði hún nám við Watford School of Music með Jean Merlow sem aðalkennara. Eftir að hafa unnið til námsstyrks við Royal Academy of Music, London, stundaði hún þar nám í fjögur ár hjá Max Pirani og lauk þaðan ein- leikaraprófi, LRAM, með hæsta vitn- isburði. Síðastliðin 20 ár hefur Krystyna átt heimili sitt á íslandi og starfað sem píanóleikari og kennari m.a. við Söngskólann í Reykjavík, Tónlistar- skólann í Reykjavík og Tónlistar- skólann í Njarðvíkum. Á efnisskrá tónleikanna verða Krómatísk fantasía og fúga eftir Bach, Fantasía og Sónata í c-moll (K 475 og K 457) eftir Mozart, Est- ampes eftir Debussy og Fantasía í f-moll eftir Chopin. Tveimur mffljónum króna út- hlutað úr ÞjóWtíðarsjóði LOKIÐ er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1991 og þar með fjórtándu úthlutun úr sjóðnum. Úthlutað var 2 milljónuni króna. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins, nr. 361 frá 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varð- veislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til nátt- úruverndar á vegum Náttúruvernd- rráðs, annar fjórðungur skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns- ins. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðs- ins ráðstöfunarfé hverju sinni í sam- ræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótar- styrkur til þarfa, sem getið er hér að framan. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka ónnur opinber framlög til þeirra eða draga úrstuðningi annarra við þau. í samræmi við 6. gr. skipulags- skrár fyrir sjóðinn hafa þeir aðilar, sem skipa skulu menn í stjórn sjóðs- ins valið eftirtalda menn til setu í henni fyrir yfirstandandi kjörtíma- bil, sem hófst hinn 1. janúar 1991, en þeir eru: Magnús Torfi Ólafsson, fyrrv. blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, formaður, skipaður af forsætisráð- herra. Jóhannes Nordal seðlabanka- sstjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka íslands. Björn Bjarna- son alþingismaður, Björn Teitsson skólameistari og Gunnlaugur Har- aldsson þjóðháttafræðingur, sem kjörnir eru af sameinuðu þingi. Varamaður Björns Teitssonar, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, tók þátt í úthlutun að þessu sinni í fjarveru Björns. Ritari sjóðsstjórnar er Svein- björn Hafliðason lógfræðingur. Úthlutun styrkja skv. umsókn- um: Byggðasafn A-Skaftafellssýslu, til endurbyggingar „Pakkhússins" á Höfn, kr. 230.000. Stofnun Sigurðar Nordals, lokastyrkur til viðgerða á húsinu Þingholtsstræti 29, kr. 220.000. Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ, til viðgerða á timburhúsi sem byggt var 1883-86 í Ási í He- granesi, kr. 240.000. Egill Ólafsson, Hnjóti, til viðgerða og varðveislu á vélbátnum Mumma BA 21, kr. 140.000. Byggðasafn Dalvíkur, til innréttinga efstur hæðar safnhúss- ina Hvols á Dalvík, kr. 100.000. Félag áhugamanna um minjasafn (FÁUM), til lúkningar 1. áfanga á endurbótum á Róaldsbrakka, minja- safni um síldarævintýrið, kr. 100.000. Bóka- og minjasafnið, Berufirði, til lokafrágangs, utan og innan, á húsi sem hýsir bóka- og minjasafnið, kr. 100.000. Kvæða- mannafélagð Iðunn, til afritunar hljóðritasafns félagsins af frumupp- tökum yfir á geymslubönd o.fl., kr. 170.000. The Banks Archive Project, c/o The Royal Society, London, Anna Agnarsdóttir, lektor, HÍ, tií útgáfu á heildarskjalasafni Sir Jos- eph Banks, þ. á m. „The Iceland Correspondance of Sir Jeseph Banks 1772-1820", kr. 210.000. Sigurður Sveinn Jónsson og Björn Hróarsson, til skráningar fornminja í ísl. hraun- hellum, kr. 180.000. Jóhann Óli Hilmarsson og Erpur Snær Hansen, til kortlagningar varpútbreiðslu og stofnstærðarmælingar á sjósvölu í Elliðaey og skrofu í Ystakletti, kl. 120.000. Hellarannsóknarfélag ís- lands, til verndunaraðgerða í ísl. hraunhellum, ^kr. 110.000. Fugla- verndarfélag íslands, til verndunar ísl. arnarstofnsins, 80.000. Vinnueftirlit og bygg- ingarfulltrúi: Bætt aðstaða á byggingar- stað tryggð VINNUEFTIRLIT ríkisins og byggingarfulltrúinn i Reykjavík hafa gert með sér samkomulag um að húsbyggjendur fái ekki úttekt á botnplötu nema þeir geti framvísað vottorði frá Vinnueftir- litinu um að fullnægjandi starfs- mannaaðstaða sé til staðar. í fréttatilkynningu frá Vinnueftir- liti ríkisins segir að þetta sé í fyrsta sinn sem samningur sé gerður milli þessara aðila um að tryggja starfs- mönnum á byggingarvinnustöðum fullnægjandi aðbúnað. Fram til þessa hafi ekki verið ákveðin verka- skipting milli aðila um þessi mál og eftirlit hafi því ekki verið eins mark- visst og æskilegt hefði verið. Mis- brestur hefði orðið á því að komið væri upp aðstöðu, sem tryggði lág- markskröfur fyrir starfsmenn og hreinlætismál hafi víða verið í ólestri. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skólameistari ásamt þeim 75 nemendum sem brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjölbrautaskóli Suðurlands: 75 nemendur brautskráðir Hefur brautskráð 803 nemendur á 10 árum - þar af 410 stúdenta Selfossi. 75 NEMENDUR, þar af 42 stúdentar, voru brautskráðir frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands 18. maí síðastliðinn. Þá lauk 20. starfsönn skólans og 10. skólaári hans. Af þessu tilefni verður haldin afmælishátíð næsta haust. Skólinn var settur í fyrsta sinn 13. september 1981. Starfsmenn eru 83, þar af 62 kennarar. Nemendur 20. starfsannarinnar voru 595 í dagskóla og í öldunga- deild voru 167 nemendur. Tveir áfangar voru kenndir í Þorlákshöfn þar sem 17 nemendur stunduðu nám. Á Litla-Hrauni þreyttu 11 nemendur próf. Við fiskeldisbrautina á Kirkjubæjarklaustri voru 25 nem- endur og brautskráðust 12 fiskeldis- fræðingar þar 4. maí. Á vegum Far- skóla Suðurlands sótti 161 námskeið af ýmsu tagi. Leyfi hefur "nú fengist fyrir sjúkraliðabraut við skólann og verð- ur hún í samvinnu við Sjúkrahús Suðurlands. Þar verður unnt að hafa helming verklega námstímans. Sótt hefur verið um leyfi fyrir kjötiðnað- arbraut við skólann og er sú umsókn í athugun. Þá mun Héraðsskólinn í Skógum tengjast fjölbrautaskólan- um nánar og stefnt er að tveggja ára framhaldsskóla þar. 8. apríl var undirritaður fjármögn- unarsamningur milli heimaaðila og ríkisins um byggingu síðari áfanga aðalskólahússins. Samningurinn hljóðaði upp á 322 milljónir króna. Fullgert mun húsið rúma allt að 650 nemendur en þeir eru nú tæplega 600 en voru 625 á síðustu haus- -tönn. „Þörfin er því brýn og var undirritun samningsins ekkert stundaræði manna rétt fyrir kdsn- ingar heldur nauðsynlegur og skyn- samur þáttur í þróun skólamála á Suðurlandi," sagði Örlygur Karlsson aðstoðarskólameistari í yfirlitsræðu sinni um starf skólans. Þeir nemendur sem brautskráðst hafa frá skólanum eru orðnir 803 talsins eða 40 á önn að jafnaði. Af þeim eru 410 stúdentar. Flestir nem- endur hafa brautskráðst af iðnbraut húsasmíða, 127, 101 af hagfræði- braut og 75 af náttúrufræðibraut. Að venju var brautskráning nem- enda hin hátíðlegasta. Kór skólans söng undir stjórn Jóns Inga Sigur- mundssonar og skólameistari og for- svarsmenn nemenda afhentu skírteini og viðurkenningar. Að brautskráningu lokinni var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.